Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1982, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1982, Blaðsíða 10
10 DV. FOSTUDAGUR 5. NOVEMBER1982 Advokat Richard Horka \ | N Chicago I Avie Cohen, Chicago Angejo Chionis \ Chicago Advokat Art Friedman Chicago™ y ^ Frank Pedote. Chicago / Anthony Carlone, 'JahAssarsson,39 Malmö/Chicago Vástkustmatfían: Aibert Bourla Kenneth Myrick Owen Stephenson, Las Vegas och San Francisco. / Antionio Gubianas, spansk affársman med maffiakontakter nu átalad i Sverige, gömmer sig troligen Hans Bonde-Jensen J/dansk affársman Qbosatt I Chicago ; Þegar Mafían kom tilSvíþjóöar Réttarhöld yfir Assarsson bræðrunum að hefjast íMálmey Vegurinn virðist ærið langur milli hvunndagsins í velferðarríkinu sænska og Mafíunnar í Chicago. I fljótu bragði mætti ætla að ofan- greind samtök hefðu öðrum hnöpp- um að hneppa en aö koma sér upp útibúi í Svíþ jóð, hvað þá í Málmey. Engu að síöur er það staðreynd að hér eru að hefjaSt réttarhöld, sem blöðin hafa þegar nefnt „réttarhöld aldarinnar”, yfir tveim bræðrum, Jan og Sven Assarsson, sem sannaö er að voru í nánum tengslum viö Mafíuna í Chieago og Las Vegas í Bandarikjunum. Þeir bræður eru ákærðir fyrir aö reyna aö hafa 50 milljónir sænskra króna (nálægt 100 milljónir í dag) út úr tryggingar- fyrirtækjum, tvær gríðarlegar íkveik jur og ýmislegt annað svindl. Aö baki þessum réttarhöldum er sjö ára samvinna sænsku og dönsku lögreglunnar, Scotland Yard, FBI og Interpol, sem þurftu að elta Jan og Sven Assarsson og ameríska sam- starfsmenn þeirra vítt og breitt um Bandaríkin. Útíbústjórí íMálmey Jan Assarsson þótti snemma mik- ill fyrir sér. Arið 1960 flutti hann til Bandaríkjanna þar sem faðir hans rak bílasölu. I lok þess áratugar virðist hann hafa komist í samband við einn helsta stórlax Mafíunnar í Chicago, Frank Pedote, sem var sér- fræðingur í stolnum varningi og fíknilyfjum, svo og annan Mafíósó, Avie Cohen. Vel virðist hafa farið á með þeim og Assarsson, sem sneri aftur til Málmeyjar meö fullar hendur fjár árið 1972, í þeim tilgangi að setja á fót útibú Mafíunnar þar í borg. Stuttu áður hafði Cohen leigt sér skrifstofu í Málmey, líkast til í þeim tilgangi bæði að fylgjast með Assarsson og styðja við bakið á hon- um. Assarsson hóf þegar mikið brask, stofnsetti fyrirtækin Radiocentralen, Stereo Music og Continental Trading, keypti fasteignir í stórum stíl spennti upp verðgildi þeirra og græddi stórfé á að taka lán út á þær. Lánaði hann þá peninga síðan gegn himinháum rentum. Stórtækir í tryggingasvindli Tekjur sínar flutti Assarsson að mestu úr landi, til Bandaríkjanna þar sem vinir hans í Chicago Mafí- unni tóku viö þeim og f járfestu í sinni starfsemi. Náiö samstarf var með Assarsson og Cohen, sem kom hon- um í kynni við háttsetta aðila í Mafíustarfseminni í Kalifomíu, t.d. Kenneth Myreck, Myreck þessi var svo aftur í tengslum við danskan út- sendara, Hans Bonde-Jensen. Sam- an áttu þeir fyrirtækið Scan Intemational AS sem starfaði bæði í Svíþjóð og Danmörku. Árið 1974 fannst þeim Assarsson og félögum hans tími til kominn að gera stóra hluti. Af spánskum tengilið Mafíunnar, Antonio Gubianas, keypti Jan Assarsson eftirprentanir af listaverkum, en þessar eftir- prentanir voru gerðar án heimildar og þóttu firna slæmar. Þær vom síðan fluttar inn til Svíþjóðar og geymdar í pakkhúsi við höfnina í Málmey. Aður höfðu þær verið tryggðar fyrir rúmlega 10 milljónir s. króna. Eftirprentanir þessar höfðu ekki verið í geymslu nema í tæpa viku þegar vömhúsiö brann til kaldra kola. Tveimur mánuðum síöar krafði Assarsson tryggingar- fyrirtækið Vegete um milljónimar tíu. En tryggingamar neituðu að borgaaðsvostöddu. Bruninn ípakkhúsi D i Kaupmannahöfn 19. septamber 1975. Sórfræðingar í íkveikjum Gubianas haföi um svipaö leyti séð félögum Assarssons í Bandarikjun- um, þeim Myreck, Owen Stephenson og Albert Bourla, sem allir voru á skrá hjá FBI sem svindlarar á snær- um Mafíunnar, fyrir stórri sendingu eftirprentana. Þær voru hátt prísaöar, hátt tryggðar, — og viti menn, brunnu inni í vöruhúsi í San Francisco, af „óþekktum orsökum”. Þeir Myreck og Bourla vom heppn- ari en Assarsson og_höfðu ca 13 milljónir s. króna út úr tryggingun- um. FBI telur þessa kumpána hafa staöiö fyrir fjómm slíkum eldsvoð- um i Bandarikjunum. Bandariska Mafían hélt áfram aö styðja viö bakið á Assarsson í Málmey. Assarsson festi kaup á miklu magni hljómplatna, svokölluð- um „cut-outs”, í Bandaríkjunum og seldi þær vítt og breitt um Svíþjóð gegnum Stereo Music. Mikilvægur tengiliður Assarssons fyrir vestan var um það leyti lögfræöingurinn Art Friedman hjá fyrirtækinu Green- baum & Brown í Chicago, en Fried- mann þessi var sagður í góðu sam- bandi viö Mafíuna á austur- og vesturströnd Bandaríkjanna. Ljóst er að fyrirtæki Assarssons, Stereo Music, sendi milljónir s. króna inn á reikning Friedmanns. LP-kóngurinn Assarsson varö brátt þekktur í hljómplötubransanum (skyldi ein- hver á Islandi kannast við kauöa?) fyrir umsvif sín, var í blööum kaUaöur LP-kóngurinn og barst mjög á. Sven bróðir hans virtist vUjugur hjálparkokkur í öllu brask- inu. Þeir Assarsson bræður fá æ tíðari heimsóknir Mafíumanna, Cohens, Frank Pedote og Angelo Chionis, sem bókaðir voru-á bestu hótel Málmeyjar — Stereo Music borgaði brúsann. Seint á árinu 1974 átti Assarsson aftur stórviðskipti við amerísku Mafíuna. Gegnum Pedote og Cohen keypti hann nýjar eftirprentanir, snældur, hárkollur og annað góss fyrir 33,5 mUljónir s. króna. Sumarið 1975 var þessi vamingur fluttur til Kaupmannahafnar frá Bandaríkjun- um i yfir 50 gámum og honum komiö fyrir í pakkhúsi við höfnina. Gripinn á nærbuxunum Þann 15. september sama ár flugu þeir Pedote og Chionis tU Kaup- mannahafnar og þrem dögum síðar birtist þar félagi þeirra, Anthony Carlone. Sama dag keyptu þremenningarnir tvö reiöhjól. Ná- lægum vegfaranda fannst þeir ein- kennUegir og lagði útlit þeirra á minnið. Þann 18. september voru greidd ið- gjöld vegna vátryggingar varnings- ins í vöruhúsinu, 90.000 s. krónur. Auðvelt er að geta sér til um fram- haldið. Eldur braust út á f jórðu hæð hússins, þar sem varningur Assars- sons var geymdur, í morgunsárið 19. september. Svo glatt logaði eldurinn að logamir sáust í Málmey. I þetta sinn snerist glæpurinn upp í versta farsa. Chionis var gripinn á nærbuxunum og lyktandi af þynni er hann reyndi að hjóla í burtu frá vöru- húsinu. Hinum tveimur tókst að komast til Bandaríkjanna við illan leik, en Carlone var svo illa bmnninn að hann varð að leggjast á sjúkrahús í Minnesota. Assarsson verst Tveimur vikum síðar krafði Stereo Music tryggingarfyrirtækið Skandia um bætur að upphæð 34 milljónir s. króna. En nú hafði lögreglan tekið eftir sameiginlegum einkennum eldsvoðanna í Málmey og Kaup- mannahöfn. Mál var höföað á hendur Chionis til að byrja með. I mars 1976 var hann dæmdur í 10 ára fangelsi fyrir íkveikju, þrátt fyrir tilraunir amerisks lögfræðings hans, Riehard J. Horka, — sem þekktur er sem i MafiunatiÖ ikringum Jan Assarsson, eins og sœnsk blöö hafa lýstþvi. Jan Assarson. Mafíulögmaður, — til að fá hann framseldan tilBandaríkjanna. Um svipað leyti var lögð fram formleg ákæra á hendur Assarsson, sem liföi í vellystingum praktuglega í auðmannahverfinu Kenilworth í út- hverfi Chicago. Með hjálp voldugra lögfræðinga tókst honum að slá vopnin úr hönd- um sænska saksóknarans trekk í trekk. Er saksóknarinn, Ragnar Emanuelson, gerði ítrekaðar tilraun- ir til að ná sambandi við Assarsson í Chicago, rakst hann í hvert sinn á múr þekktra lögfræðinga sem sam- kvæmt upplýsingum FBI voru allir á jötu Mafíunnar. Og bandaríska dómsmálaráðuneytiö taldi sér ekki stætt á aö vísa Assarsson úr landi vegna ónógra sannanna. Mafíumenn syngja sem kanar'tfugiar Með hjálp FBI tókst Emanuelson að afla nægjanlegra sönnunargagna. Aöalsteinn Ingólfsson skrifar fráSvíþjóö Tengsl Assarssons við Pedote og Cohen voru leidd í ljós og sýnt var að varningurinn í vöruhúsinu var frá þeim síðarnefndu kominn. Frá lögreglunni í Illinois fengust þær upplýsingar að þeir Chionis, Pedote og sonur Chionis höfðu eitt sinn verið hirtir í því fylki með sams konar þynni og notaður haföi verið til að kveikja í vöruhúsinu í Kaupmanna- höfn. Smátt og smátt fór stíflan að bresta. Pedote var dæmdur í 10 ára fangelsi í Bandaríkjunum fyrir allt aðrar sakir og þá fór Chionis að leysa frá skjóðunni, sem aftur liðkaði um málbeinið á Pedote sjálfum. Avie Cohen og meðhjálpari hans, Bednarz, voru teknu- og „sungu sem kanarífuglar”, svo notað sé orðalag Mafíumanna. Húsið skráð ákonuna Sannanir hlóðust nú upp gegn Assarsson, sem reyndi aö tefja máliö með alls kyns bellibrögðum. Jafn- framt lét hann rýma lúxusvillu sína í Málmey og koma öllu innbúinu í örugga geymslu. Viö þessu gat sænska lögreglan ekkert gert þar sem húsið var skráö á konu Assarssons. Hins vegar tókst henni að leggja hald á aðrar fasteignir hans. Síðastliöið sumar féllst banda- ríska dómsmálaráðuneytið loks á aö vísa Assarsson úr landi, en áður var búið að senda Sven bróður hans til Svíþjóðar frá Bandaríkjunum þangaö sem hann hafði flúiö áriö 1978. Sænska lögreglan tók svo við Jan Assarsson með pompiog prakt í júlí sl. og ætla menn að réttarhöldin yfir þeim bræðrum muni taka drjúg- antíma. AI/Lundi (Heimildir: Sydsv. Dagbl. & Expressen) Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.