Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1982, Blaðsíða 14
14
DV. FOSTUDAGUR 5. NOVEMBER1982
Spurningin
Hvað finnst þér um
félagsheimilisþættina í
sjónvarpinu? !
Ingvar Hallgrímsson fiskifræðingur: |
Eg hef bara misst af þeim, því miður. |
Ég er búinn að vera svo mikið úti á sjó.
Valgarður Friðjónsson járniðnaðar-
maður: Mér finnst þeir ekki góðir. Þeir
eru ekki fyndir og yfirleitt hálfvitlaus-
ir. Það er fáránlegt aö eyða svona
miklum f jármunum í slíka vitleysu.
Emil Albertsson, í skóla: Eg sá restina
af þætti Jónasar. Mér fannst þetta ekki
nógu gott. Annars get ég ekki dæmt um
þættina fyrst ég hef ekki séð meira.
Hulda Jóhannsdóttir húsmóðir: Mér
finnst þeir ágætir. Þeir eru fyndnir og
mér fannst fólkið leika mjög vel, bara
ekkertaðþessu.
Margrét Sigurðardóttir póstafgreiðslu-
maður: Mér finnst þeir frekar lélegir.
Of vitlausir, held ég. Efnið er vitlaust
og leikurinn svolítið öfgakenndur.
Kristin Blrgisdóttir garðyrkjumaður:
Eg hef bara ekkert séð í sjónvarpi
enda á ég ekkert sjónvarp. Nei, ég hef
ekkert heyrt talað um þessa þætti.
Viðeigandi refsing fyrir árásir á gamalmenni:
„Ég legg tH að þeir ungimgar, sem sekir eru um svo miskunnariaust athæfi að berja niður varnariaus gamalmenni, verði hýddir opinberlega á beran
sitjandann, og það á Lækjartorgi síðdegis á föstudögum," —segir Einar Magnússon. DV-mynd: Bj. Bj.
Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur
Hýðing á Lækjartorgi
siðdegis á föstudögum
Einar Magnússon skrifar:
Það er nú að veröa algengara að
unglingar ráðist að gömlu fólki, berji
það niður miskunnarlaust og ræni það.
Með fárra daga millibili hafa götu-
strákar veist aö tveim manneskjum
meö þeim afleiöingum að þær hafa
veriö fluttar á slysadeild eftir barsmíð
og spörk.
I því sambandi komu mér í hug orð
Jesú um tímanna tákn. Hann sagði
m.a.: ,„Vegna þess að Iögleysið
magnast, mun kærleikur alls þorra
manna kólna” (Matt. 24:12).
Eg man vel eftir því þegar ég var á
unglingsárunum hve hugurinn var
fullur af ævintýraþrá og djörfung. Sitt
af hverju datt manni í hug — en aö það
hvarflaði að manni að ráðast að gömlu
fólki, berja þaö niður og hálfdrepa?
Slíkt hefði verið óhugsandi.
Gamla fólkið á rétt á löngu og frið-
sælu ævikvöldi eftir langan iífsdag.
Þaö er glæpsamlegt að lítilsvirða það
og misþyrma í þann mund sem það er
að láta af hendi hlutverk sitt í upp-
byggingu þjóðfélagsins.
Það er tiltölulega stutt síðan ég var
unglingur og ég tel mig vita hvaða
refsing kæmi sér verst fyrir þessa
ofbeldisseggi. Eg legg til aö þeir ung-
lingar, sem sekir eru um svo
miskunnarlaust athæfi að berja niður
varnarlaus gamalmenni, verði hýddir
opinberlega á beran sitjandann, og það
á Lækjartorgi síðdegis á föstudögum.
Væri það væg refsing, en gagnleg,
slíkum óaldarlýð tii handa, sem
gengur um og hálfdrepurfólk.
Vilmundur sterkasti bar-
áttumaður Alþýðuflokksins
— pólitísk mistök að hafna honum, segir lesandi
G.O.skrifar:
Nokkur umræöa hefur að undan-
förnu veriö um þær kosningar sem
fram fara í Alþýöuflokknum nú um
helgina. Sem jafnaðarmaður hef ég
reynt að fylgjast með þróun mála í
Alþýðuflokknum síðustu árin enda er
hann sá flokkur hérlendur sem kemst
næst því að líkjast alvöru jafnaðar-
mannaflokki.
Eins og hjá fleirum af yngri
kynslóðinni hafði það afgerandi áhrif á
val mitt viö síðustu og þarsíðustu
kosningar að það voru þeir Benedikt
Gröndal og Vilmundur Gylfason sem
skipuðu efstu sætin í Reykjavík. Þessir
menn voru og eru greinilega af öðrum
skóla en sá litlausi bitlingasöfnuöur
sem um of hefur sett mark sitt á starf
krata að því er best verður séð.
Mér til sárra vonbrigða var Bene-
dikt Gröndal nánast rekinn í pólitíska
útlegð á síðasta flokksþingi krata. Það
kom mönnum þá talsvert á óvart að
kratar skyldu gera burtrækan sinn
virtasta alþingismann. Þá kom það
ekki síður á óvart að samtímis skyldi
sviplitill þingmaður sendur til höfuös
Vilmundi Gylfasyni í varaformanns-
embættið og sigra. Þessi úrslit voru
' óvænt kjaftshögg framan í þær
þúsundir kjósenda sem snerust til
fylgis við Alþýðuflokkinn vegna mál-
flutnings þeirra Benedikts og Vilmund-
ar.
Barátta Vilmundar Gylfasonar
hefur átt langstærstan þátt í fylgis-
aukningu Aiþýðuflokksins síðustu ár
en svo viröist sem áhrifamiklir
toppkratar hafi ekki getað unnt honum
þessa. Allt frá sumri 1978 hafa þessi
harðlínuöfl reynt að troða á Vilmundi
og einangra hann í eigin flokki.
Alþýðuflokksmenn voru ákaflega
seinheppnir þegar þeir ýttu Viimundi
til hliðar á síðasta flokksþingi sínu. Vil-
mundur er sterkasti baráttumaður
Alþýðuflokksins í dag og það verða
meiriháttar pólitisk mistök hjá krötum
ef þeir nú ætla að hafna honum og
liðveislu hans manna. Er ekki kominn
tími til þess að Alþýðuflokkurinn
hætti að tortíma sjálfum sér og snúi
vömísókn?