Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1983, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1983, Síða 9
DV. ÞRIÐJUDAGUR 28. JUNl 1983. Utlönd Útlönd Útlönd Utlönd Kosningarnar á Ítalíu: Aðeins 2% munur á kristilegum demókrötum og kommúnistum Fylgi kristilegra demókrata á Italíu hrundi í kosningunum í gær og um helgina. Munar nú ekki nema tæpum 2% á þeim og kommúnistum. Tapaði þessi stærsti og ráðamesti stjóm- málaflokkur Itala um 6%. — Flestir > spá því að þessi úrslit leiði til þess að langan tíma taki að mynda næstu ríkis- stjóm. Þessi úrslit komu þvert ofan í flestra spár því að menn ætluðu aö hlutföll flokkanna mundu lítið raskast. Þegar talin höfðu verið nær 90% at- kvæða í kosningunum til neðri deildar þingsins (630 fulltrúar) höfðu kristi- legir demókratar fengið nær 32,5% at- kvæða á meðan kommúnistar höfðu náð 30,5% sem er sama fylgi og þeir höfðu. Þetta er versta útkoma hjá kristi- legum demókrötum síðan flokkurinn var stofnaður 1943. Fram til þessa hafa þeir minnst fengiö 38,3% (í kosn- ingunum 1979) og minnstur hefur mun- urinn á fylgi þeirra og kommúnista verið 4,3% (árið 1976). Fylgistap þeirra virðist hafa dreifst á smáflokkana þar sem nýfasistar og sósíalistar juku smávegis við sig. Forvígismenn kristilegra demó- krata viðurkenndu strax í nótt að úr- slitin fælu í sér slæman dóm kjósenda á flokknum sem ráðið hefur hverri ríkis- stjóm, sem mynduð hefur verið frá því í stríðslok. Ciriaco de Mita, fram- kvæmdastjóri flokksins, sagði blaða- mönnum aö kosningamar spegluðu „mótmæli, fordæmingu og óánægju kjósendanna”. — „Enginn vann en við töpuðum mestu,” sagði hann. Enrico Berlinguer, leiðtogi komm- únista, fagnaði ósigri kristilegra demókrata og spáði að úrslitin boöuðu endalok einráða þeirra í stjórnar- myndunum. Skoraði hann eindregið á sósíalista að ganga til samstarfs við kommúnista og útiloka kristilega ’ demókrata. Bettino Craxi, leiðtogi sósíalista sem ruddu kosningunum braut með því að ganga út úr síðasta stjórnarsamstarfi, hafnaði áskorunum Berlinguers.' Sósíalistar fengu um 11% eða 2% minna en Craxi hafði gert sér vonir um til þess að styrkja betur tilkall sitt til forsætisráðherrastólsins. Því er spáð að í stjórnarmyndunar- viöræðunum framundan muni Craxi reyna að notfæra sér veikleika kristi- legra demókrata til þess að krefjast forsætisráðuneytisins en almennt er talið aö eftir samstarfsrofiö muni kristilegir demókratar verða óþjálir viðsamninga. Líklegasta afleiðing kosninganna þykir sú að næsta stjóm falli frá sparnaðarráðstöfunum núverandi stjórnar. Italir eiga við 16,5% verð- bólgu að glíma og hrikalegan halla á fjárlögum. Enrico Berlinguer, leiðtogi kommúnista, er hættur að tala um „sögulegar sættir” kommúnista og kristilegra demó- krata og fagnar því sem hann spáir að séu endalok stjóraaraðildar kristilegra. Hann skorar á sósialista að ganga til stjóraarsamstarfs við kommúnista. f'ÞESSI GALVANISERAÐI MEÐ ÞYKKA WWLAKKINU UNO NÚMER EITTHJÁ AUTO MOTOR UND SPORT I samanburði á sex tegundum smábíla sem gerður vará vegum hins virta bílablaðs Auto Motor und Sport, varð FIAT UNO í fyrsta sæti. Auðvitað fyrstur, það er engin tilviljun að bíllinn heitir UNO. (UNO þýðir einn eða fyrsti á ítöisku). KAUPTU BLAÐIÐ OG LESTU SJÁLFUR (BLÖÐ NR. 10 OG 11) auto motor sport FIA 7 ER FREMSTUR EGILL VILHJÁLMSSQN HF. / j Smiðjuvegi 4, Kópavogi. Símar 77200 - 77202 F // A T

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.