Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1983, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1983, Page 5
DV. ÞRIÐJUDAGUR16. ÁGUST1983. 5 launadeilur standa enn í Þyrilsmálinu: STÉTTARFÉLAGIÐ ÆTTIAÐ VINNA MEÐ OKKUR EN EKKIÁ MÓTI „Viö erum meö í höndunum telex- skeyti, undirritaö af Ingólfi Stefáns- syni hjá Farmanna- og fiskimanna- sambandi Islands þar sem segir aö FFSI hafi tekið viö launagreiöslum fyrir yfirmenn á ms. Þyrli. Þessar greiðslur höfum viö þó aldrei séð né fengið svör frá Ingólfi um hvar þessir peningar séu niðurkomnir,” sagði Siguröur Þóröarson stýrimaöur í viö- tali viö DV. Sigurður og fleiri yfirmenn, sem siglt hafa á Þyrli, hafa ekki fengið laun sín greidd hjá útgerðinni. Er þama um að ræða 8 eöa 9 yfirmenn og eiga þeir tugi þúsunda inni hjá útgerðarmanni Þyrils og einnig hjá Farmannasam- bandinu eftir því sem þeir telja. Tveir af þessum mönnum eiga inni hátt á annað hundraö þúsund krónur en aörir minni upphæöir. Þegar Þyrill var kyrrsettur í Humble á Englandi í vor, eins og frægt varö í fréttum bæði hér og á Englandi, var það m.a. vegna þess aö skipverjar höfðu þá ekki fengið greidd laun í lang- an tima. Enginn matur var til um borö — segir Sigurður Þórðarson og uröu skipverjar að lifa á ölmusu frá hafnarverkamönnum á staðnum. Skipiö var kyrrsett þarna í nokkra daga og var vistin um borð allt annaö englæsileg. Sjómannafélagiö og Farmannasam- bandiö komust aö sjálfsögöu í þetta mál og geröu þau samning við út- gerðarmanninn. „Vinnubrögö Far- mannasambamdsins í því sambandi eru fyrir neðan allar hellur,” sagöi Sigurður. „Þaö tók víxla af útgeröar- manninum sem tryggingu fyrir laun- um okkar og sendi okkur síðan aftur út á sjó meö skipinu. Þaö kannaöi ekki einu sinni hvort matur væru um borö fyrir mannskap- inn né heldur hvort við hefðum nokkuð til málanna aö leggja. Félagið eða hag- fræðingur þess hefur sjálfsagt vitað aö viö myndum aldrei samþykkja að taka verðlausa víxla upp í laun okkar. Því var okkur ekki sagt frá neinu — aöeins sent telex um aö allar greiðslur væru komnar. Þetta telex höfum viö í höndunum en greiðslurnar höfum viö ekki séö enn. Viö fáum engin svör hjá FFSI um hvar þessar greiöslur séu niöurkomnar. Viö höfum nú orðið að veröa okkur úti um lögfræðinga til að innheimta þessar greiðslur hjá FFSI því að þar fáum viö sjálfir engin svör. Við borgum af launum okkar í þetta stéttarfélag okkar og ætlumst þá til í staöinn aö þaö vinni fyrir okkur en ekki á móti. Viö ætlumst heidur ekki til aö félagiö sé sáttasemjari i deilum á milli áhafnar og útgeröar og standi svo með útgerðinni eins og gerðist í þessu máli,” sagöiSiguröur. Hann sagöi okkur að hann heföi feng- iö 30 þúsund króna ávisun frá út- geröarmanninum þegar hann yfirgaf skipiö, en hún hafi veriö innistæðulaus eins og fleiri sem skipverjar hefðu fengið þegar þeir ætluöu aö leysa þær út á Islandi. Hann sagðist ekkert vita hvar Þyrill væri nú niöurkominn. Síð- ast hefði hann frétt af honum í Álaborg í Danmörku og þar hefði hann þá legið aögeröalaus í nokkrar vikur. -klp- Kyrrsetning ofíuskipsins Þyrils i höfninni i Southampton ímaisi., varmikið i fréttum i DV og einnig sögðu ensk blöð og BBC sjónvarpið frá þvi. Skipið var kyrrsett vegna þess að skipverjar höfðu ekki fengið greidd laun síðan i desember og margir þeirra hafa enn ekki fengið þessi laun sín greidd. Ljómarall '83 hefst á fímmtudag Ljómarall ’83 hefst næstkomandi fimmtudag, 18. ágúst, og mun standa til sunnudagsins 21. ágúst. Þetta er fjóröa alþjóðlega rall- keppnin sem fer fram hérlendis en aö þessu sinni taka 19 keppendur þátt, þar af einn erlendur. Keppnin er i þremur áföngum og er alls 1765,04 kílómetrar og þar af eru 552,07 kílómetrar sérleiðir. Keppnin hefst klukkan 9 á fimmtu- dagsmorgun við Vogaskólann i Reykjavík. Það er borgarstjórinn í Reykjavík, DavíðOddsson.sem ræs- ir fyrsta keppanda og verður það fyrsta atriðiö á afmælisdegi Reykja- vikurborgar 18. ágúst. Upplýsingamiðstöö keppninnar verður í Vogaskólanum, en þar verður stjómstöö keppninnar einnig, og eru allir velkomnir þangaö á meðan á keppninni stendur. Ljómaralli lýkur sunnudaginn 21. ágúst klukkan 14 viö Vogaskólann. -sþs- HtkVKi Logi Einarsson keppnisstjóri i Ljómarafíi '83, bendir hir ó eina af leiðum þeim sem ekin verður í ralfínu. Eitt af skfíyrðum fyrir þátttöku i rafíkeppni er að hafa veltigrind eins ogþáer hór sést ibilum keppenda. Kemur hún í veg fyrir að hús bifreiðarinnar leggist saman við vettu. DV-myndir ÓG. Það var ekki asanum fyrir að fara hjá þessum myndariegu krökkum fyrir utan Herðubreið á Seyðisfirði. Tafíð frá vinstri: Silvía Dögg Tómasdóttir, Arnar Sveinlaugsson, Vilhelm Adolfsson og Eiríkur Þór Björnsson. Þeir Vil- helm og Eiríkur voru roknir áður en við náðum frekar tafí afþeim. DV-mynd: Bjarnleifur. „ÉG Á NÚ BARA AÐ PASSA HANNí DAG” — hressir krakkar fyrir utan Hótel Herðubreið á Seyðisf irði ,JIa, jú, jú, viö erum alveg til í aö láta taka af okkur mynd,” sögðu þessir hréssilegu krakkar á Seyðisfirði sem við Bjamleifur ljósmyndari rákumst á 'umdagin. Þeir voru staddir fyrir utan Hótel Herðubreið á miklum góðviðrisdegi og tóku lífinu létt eins og vera ber. ,,Ég á nú bara aö passa hann i dag. Mamma hans og pabbi voru nefnilega aö fara að mála og töluðu viö mig,” sagöi hún Silvía Dögg Tómasdóttir sem er lengst til vinstri á myndinni. Og auövitað er hún aö tala um Seyð- firöinginn unga í kerrunni, hann Arnar Sveinlaugsson. Silvía bætti því síðan kampakát við aö hún byggi nú á Akureyri, ,,en ég er hjá ömmu minni hér í sumar”. -JGH. Sauðárkrókur: Vatnsverksmiðja i burðarliðnum Bæjarráö Sauðárkróks samþykkti nýlega aö ganga í ábyrgö fyrir þriggja milljóna láni vegna væntanlegrar stofnunar hlutafélags um vatnspökk- unarverksmiðju. Þaö er Hreinn Sigurðsson, framkvæmdastjóri á Sauð- árkróki, sem haft hefur forystu um málefniö en þetta hefur staðið til í mörg ár. Samkvæmt heimildum DV hafa sýnishorn verið send til Bandaríkjanna til athugunar og hafa þau hlotið mjög góða umsögn. Hreinn Sigurðsson kvaðst ekki geta sagt neitt um máhð að svo stöddu nema að það væri í vinnslu og myndi skýrast innan skamms tíma aðfullu. -pa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.