Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1983, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1983, Blaðsíða 2
2 DVXAUGARDAGUR5.-NOVEMBER13B3: ~ gr SjávarútvegsráðherraáfundiLÍÚ: OUUKOSTNAÐUR HSKI- SKIPA 2000 MILUÓNIR — minnist einnig á kvótakerfi, stærð flotans, meðferð aflans og að hjálpa mönnum að leggja skipum Frá þingi Landssambands íslenskra útgeröarmanna á Akureyri. DV-mynd JBH „Nú virðist vera runniö upp enn eitt skeiö aflasamdráttar. Viö þess- um erfiöleikum veröur að bregðast meö viöeigandi hætti. Afli verður aö öllum líkindum ekki aukinn aö neinu marki á næstunni. Því veröur aö lækka tilkostnaö og auka verðmæti afla. Orkukostnaður er ein vænleg- asta leiðin til aö draga úr tilkostn- aöi.” Þetta kom meöaP annars fram í ræöu Halldórs Ásgrímssonar, sjávarútvegsráöherra á aöalfundi LÍU á Akureyri í gær. Olíunotkun fiskiskipa 200 milljónir Halldór sagöi ennfremur: „Síhækkandi olíuverö íþyngir stööugt útgerðinni og er ekki fjarri aö áætla að ársolíunotkun fiskiskipa- stólsins í krónum taliö nemi tæplega tvö þúsund milljónum.” Þá ræddi Halldór um ástand fisk- stofnanna og minntist á skýrslu fiski- fræöinga, sem þeir lögöu fram síðastliöinn þriöjudag og þar sem lagt er til að þorskveiöar fari ekki yfir tvö hundruð þúsund tonn. „Þaö þarf aö meta hvað er óhætt aö ganga nærri þorskstofninum án þess aö óbætanlegt tjón hljótist af. Tvö hundruö þúsund tonna þorskafli á árinu 1984 eru aflabrögð sem bjóöa upp á hættu á verulegu atvinnuleysi og rýrari lífskjörum en viö búum viö í dag og þykja þau þó nánast óbæri- legþegar.” Veiða eins og við þorum Einnig kom fram hjá honum aö ekki væri eingöngu hægt að treysta á útreikninga í stööunni eins og hún væri í dag. „Viö verðum aö láta reyna á þjóöfélagiö svo sem frekast er unnt, nýta allt sem nýtanlegt er, veiöa eins mikiö og viö þorum, en endurmeta stööu fiskstofna svo fljótt' sem unnt er.” Sjávarútvegsráöherra sagði aö menn yröu aö horfast í augu viö vandann og taka nauðsynlegar ákvaröanir. „Þær veröa sumar sár- ar, en sárast af öllu er að ganga allt of nærri eigin fjöreggi.' Slíkt er skeytingaleysi viö landiö, sjálfstæði þess og sjálfsforræði.” Stærð flotans og endurnýjun Um stærð flotans og endumýjun sagi Halldór aö val á fiskiskipum yröi fyrst og fremst aö miöast viö almenn rekstrarskilyröi á hverjum staö eins og hráefnsiþörf, fiskimiö og fáanlegt vinnuafl og þjónustu á út- gerðarstööum. jJFiskiskipaflotann verður aö endurnýja, en þaö verður aö gera meö skynsamlegum hætti. Það á ekki aö endurnýja bátaflotann meö því aö smíöa litla togara svo aö dæmi sétekið.” Leggja skipum Halldór sagöi einnig: ,,I ljósi þeirra aðstæöna sem nú hafa skapast tel ég aö rétt sé aö aðstoða aöila til aö leggja skipum, til dæmis meö því aö fresta afborgunum og greiöa vexti af stofnkostnaöarskuldum úr opin- berum sjóöum meðan þetta ástand varir.” Hann ræddi fiskveiöistefnuna og sagöi nauðsynlegt aö eins fá skip og mögulegt væri stunduöu veiöar. Úthöldin yröi aö stytta eins og frekast væri kostur. Val veiðarfæra yrði með sem hagkvæmustum hætti. Veiöisvæöin yrði að skoöa og veiða mest þar sem ódýrast væri aö ná í fiskinn, bæði aö því er varöaði fjar- lægðir og veiðarfæraslit. Kvótakerfi í eitt ár Þá vildi ráöherra taka upp kvóta- kerfi í tilraunaskyni í eitt ár, annaö væri ekki hægt í stööunni. Hann sagöi aö erfiöast í þessu sambandi væri aö finna réttlátan grundvöll fyrir ákvöröun kvóta. „Þaö er marg- slungiömál.” Halldór ræddi einnig um frumvarp til laga sem er til athugunar í ráöuneytinu. „Þar er gert ráö fyrir aö togveiöiheimildir verði ákveönar í reglugerð af ráðherra, en ekki bundnar í lögum eins og tíðkast hefur.” Hann varaöi einnig viö þeim miklu völdum sem sjávarútvegsráöherra fengi samkvæmt þessu frumvarpi. Meðferð aflans Um meöferö aflans og gæöi sagöi Halldór m.a.: „Súspurninghlýturaö vakna hvemig viö náum því mark- miöi aö mestur hluti aflans lendi við ferskfiskmat í hærri gæöaflokkum. Þar er verðlagningin þýöingar- mest.” Þá kom fram hjá ráöherra varðandi afkomu flotans aö ríkis- stjórnin heföi samþykkt breytingar á vaxtakjörum viö Fiskveiðasjóö. „Ríkisstjómin hefur óskaö eftir því viö Fiskveiðasjóö aö hann gefi eftir 30 prósent vaxta sem falla til greiöslu á öll útlán', tryggð meö veöi í fiskiskipum, á tímabilinu 1. okt. 1983 til30.sept.1984.” „Ríkisstjómin fer þess einnig á leit aö athugað verði hvort mögulegt sé um sinn aö reikna lægri dráttar- vexti.” Þjóðarskúta fær brotsjó I lokaorðum sínum líkti Halldór ástandinu þannig aö þjóöarskútan væriaðfáásig brotsjó: „Mennflýja ekki brotsjóina. Það er stefnt upp í og reynt aö ná landi. Oftast tekst þaö . og þess vegna lifum við í landinu.” -JGH Sjálfstæðismenn á landsfundi Landsfundi Sjálfstæðisflokksins var fram haldiö í gær og var þá meöal annars framsaga og umræöur um stjórnmálayfirlýsingulandsfundarins. I þeim drögum að stjórnmálayfir- lýsingu sem nú liggja fyrir er víða komiö viö. Af nokkrum atriöum má nefna aö í ályktuninni segir aö gert sé ráð fyrir frekari skattalækkunum á næsta ári og verulegri minnkun ríkis- umsvifa. Því er fagnað að lán Byggingasjóös hafi veriö hækkuö um 50% en um leið ítrekaö margyfirlýst markmið Sjálfstæðisflokksins um 80% lán til þeirra er byggja eöa kaupa íbúö í fyrsta sinn. I ályktuninni segir ennfremur aöi halda skuli áfram aö lækka skatta og tolla sem leggist meö miklum þunga á ýmsar nauösynjavörur og tekju- skattur af almennum launatekjum "erði afnuminn í áföngum. Minnka veröi enn umsvif ríkisins, selja ríkis- fyrirtæki og færa verkefni og tekjustofna til sveitarfélaga eftir því sem kostur sé. Einnig stendur í plaggi þessu aö Sjálfstæðisflokkurinn leggi áherslu á aö lokið verði viö þá endurskoðun stjómarskrárinnar sem nú stendur yfir og aö breytingar á kosningaskipan sem samþykktar voru á Alþingi síöast- liðiö vor veröi staðfestar hið fyrsta. A landsfundi Sjálfstæðisflokksins hafa 1070 fulltrúar víöa af landinu, rétt til setu. I gær voru flutt erindi um starfsemi og skipuiagsmál flokksins og starfshópar unnu aö álitsgeröum um stefnuna. I dag fara fram almennar- umræöur en kosning nýs formanns og varaformanns, sem er helsta mál þingsins, fer fram síðdegis á sunnudag. -ÓEF. Eiginkonur ráðherra og aörar frúr gaumgæfðu frammistöðu landsfeðranna er þeir sátu fyrir svörum í Sigtúni á fimmtudagskvöld. Geir Hallgrímsson, fráfarandi for- maður, mætir til landsfundar með gögnin undir hendinni. Geir Haligrímsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, bað landsfundargesti að rísa úr sætum til að heiðra minningu Gunnars Thoroddsens, fyrr- um varaformanns flokksins, sem lést í septembermánuði síðastliðnum. DV-myndirGVA.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.