Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1983, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1983, Blaðsíða 22
22 DV. LAUGARDAGUR 5. NOVEMBER1983. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 113., 116. og 119. tbl. Lögbirtingablaðs 1982 á hluta i Kríuhólum 4, 5. hæð C, þingl. eign dánarbús Guðmundar Jónssonar, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbankans, Gjaldheimtunnar í Reykjavík, Landsbanka tslands og skiptaréttar Reykjavíkur á eigninni sjálfri þriðjudaginn 8. nóvember 1983 kl. 16.15. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. AÐALFUNDUR Aöalfundur húseigendafélags Reykjavíkur verö- ur haldinn fimmtudaginn 10. nóv. nk. að Berg- stæðastræti lla Reykjavík og hefst hann kl. 18. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. VCRD LÆKKLN Vegna afar hagstæðra hótelsamninga Arnarflugs lækkar verð á helgar- og vikuferðum til Amster- dam frá og með 1. nóvember. Sem dæmi má nefna að flug til og frá Amsterdam og lúxusgist- ing á 5 stjörnu Hilton hótelinu í þrjár nætur, sem áður kostaði 14.677 kr., kostar nú aðeins kr. 11.307. Hliðstæðar verðlækkanir hafa orðið á bílaleigubílum. Fáið nánari upplýsingar um þessi stórkostlegu tíðindi fyrir íslenska ferðalanga á söluskrifstofum Arnarflugs og ferðaskrifstofunum. Gerðu jólainnkaupin beint frá London Versliö hagkvæmt! . Allar vörur á einum stad. Leikföng, búsáhöld, sportvörur og fatnaður, svo eitthvað sé nefnt. Nœr 1000 blaðsíður, aðeins kr. 120 + burðargjald. Pantanasímar: 36020 og 81347. Opiö til kl. 10.00 á kvöldin. Debra Winger: Trónar hátt á kynþokkanum ,,Ég veit ekki hvað Hollywood eða blöðin eru að reyna að gera úr mér,” segir nýja súperstjaman Debra Winger. „Á mér dynur allt frá því aö vera kölluö tæfa til þess að vera nefnd stelpuskvetta. Ég er kölluð kvenleg útgáfa af Marlon Brando og kyntákn. Það sem ég hef um mig að segja er það að ég er leikkona og það góðleikkona.” Það aö hún er góð var viðurkennt af jafningjum hennar sem útnefndu hana til óskarsverðlauna fyrir leik sinn í An Officer And A Gentleman þar sem hún stóö sig ekki bara frá- bærlega vel heldur kom fram í eld- heitri ástarsenu með Richard Gere. Hún var að sögn einnig í slagtogi við hann í einkalífinu en um þaö vill hún ekkert segja. Áöur en Officer sló í gegn kom hún fram með Travolta í Urban Cowboy, síðan með Nick Nolte í Cannery Row þar sem hún lék vændiskonu. „Fólk sér mig í þessum kynæsandi hlutverkum,” brosir hún. „En ég var sú eina sem taldi að gervinautið í Urban Cowboy hefði kynferðislega möguleika.” Hún fór á bak þessu vélræna kyn- tákni i einu kynferðislegasta atriði í nýlegri mynd. En Debra vill reyna að komast hjá því að verða kvenleg Richard Gere, aðallega þekkt fyrir likama sinn. „Myndir heilla mig alltaf. Þær góðu sérstaklega. Eg hefði aldrei getað látið mig dreyma um að ég kæmist i spor stjömunnar eöa fengi tækifæri til að vinna með fólki sem ég dáimjög.” Heitir Mary Debra Hún minnir á það að hún leysti Raquel Welch af á elleftu stundu sem vændiskonan í Cannery Row og í nú- verandi verkefni sínu, Terms Of Endearment, leikur hún með Shirley MacLaine og Jack Nicholson. En fyrst og fremst er hún meö í gangi kvikmynd þar sem hún er aðalleikarinn. Myndin heitir Mike’s Murder og er stýrt af James Bridges sem gerði Urban Cowboy og China Syndrome. „Þaö... gerir mig dálítið. Ég er þreytt,” segir hún aö lokum og vísar til þess að þetta er í fyrsta sinn sem hún þarf að bera uppi mynd alein. „En myndin er góð hvort sem áhorfendur tryllast eða ekki.” Stundum virðist hún bara yfir sig Debra stal næstum Urban Cowboy frá John Travolta, stjörnu mynd- arinnar. hrifin af því yfirleitt að vera í kvik- myndum og það er greinilegt að hvert verkefni sem hún tekur að sér er henni mikilvægt. Fjölskylda hennar er ungverskir gyðingar og Debra var alin upp i Cleveland í Ohio og Van Nuys sem er úthverfi Los Angeles. „Ég hét Mary Debra — blöðin komust að því svo ég viður- kenniþað.” Æskuárin fóru í það að venjast Kaliforníu. „Ég hélt að það myndi eyðileggja heilsu mina svo ég var geysilega s júkdómahrædd sem barn. Ég held að ég hafi verið að sækjast eftir athyglinni sem það gaf. Ég fór inn og út af spítölum en það var aldreineittað mér. „Mér batnaði loks þegar ég út- skrifaðist úr skóla 16 ára.” Hún skýrir ekki frá því að hún var svo vel gefin að hún var þremur árum á undan jalnöldrum sínum og tók sér um skeið hlé frá skólagöngunni þeg- ar hún var ellefu ára. „Ég ákvað af fjölmörgum ástæð- um að fara til Israels.” Mánuði síðar sótti hún um ísraelskan ríkis- borgararétt og hóf herþjálfun. Þar á meðal æfingar í hlíðum við Tel Aviv. „Þeir sýndu okkur hvernig ætti að nota handsprengjur. I framhaldi af því kviknaði í heilum skógi. Það var hræðilegt. Eg hugsaði meö mér. Hvað er ég að gera hér? Þetta er geð- veikt.” Hún yfirgaf Israel óg fór til Grikk- lands. Þaöan fór hún í menntaskóla í Kaliforniu og tók félagsfræði sem aðalgrein. Reynir að halda jafnvægi Hún fór að leika í auglýsingum og lék öriítið í sjónvarpi. Áfram lá leiðin i lítil hlutverk í kvikmyndum. I Urban Cowboy hófst hún upp í stjörnuhæðir. Það var Travolta mynd sem hún stal næstum frá honum. Hvernig samdi henni við hann? „Mjög vel. Þetta var hans mynd og hann og Bob Evans framleiðandi réðu öllu með stjómandanum Jimmi Bridges. Ég var meira í bakgrunnin- um. „Það hefur allt gengið í loftinu frá því ég lék í Cowboy,” segir hún ánægð. En hvað snertir kynbombu- hlutverkið ypptir hún öxlum og seg- ist hafa leikið á móti mjög frambæri- legum karlmönnum. , JMín ímynd? Ég veit það ekki. Þaö var einhver sem sagði mér að sér- hver stjarna umvefði sig einhverjum leyndarhjúp.” Sannleikurinn er sá aö Debra er áköf og leggur hart að sér. Hún starfaði við tvö gegnum- brotsverk ársins 1982 því aö fyrir utan aö vera í Officer þá var hún líka rödd E.T. Rödd hennar var þar blandað sarnan við rödd gamallar konu. Hún segir að lokum: „Ég er ánægö með þróunina í minni vinnu og að hafa nóg að gera. En það er alltaf freisting að fylla eyðumar með slæmum hlutum. Eg vil ekki láta freistast um of. Svo ég reyni að halda lífi mínuí jafnvægi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.