Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1983, Blaðsíða 25
DV. LAUGARDAGUR 5. NOVEMBER1983.
ed
lífamönnnm
»dru gódu
ki i London
§ Bjarman
frá hjartaadgerd
^ndarlega rispu framan á mlg.”
tir aðgerðina.
Hann myndi senda mér flugmiöa eins
og skot. Eg notaði mér það ekki enda
frétti ég að hann hefði látist við hlið-
stæöa aðgerö nokkrum árum síðar.
A þriðja degi fékk ég kæruleysis-
sprautu. Þeir settu mig í einhvem
furðulegan serk. Það verkaði á mig
eins og júdóbúningur. Ég var fluttur á
ambúlansi og að sjálfsögðu í lyftu. Eg
veit ekki upp á hvaða hæö. Mér var
ekið inn í lítið herbergi og utan mín var
þar ekki nema einn maður og hann
hafði með sér mikla sprautu. Eg spurði
hvort maður mætti ekki sjá herleg-
heitin. Eg fékk bara sprautu í endann
og var steindauður.
Þama verða að sjálfsögðu þáttaskil.
Að sjö tímum liðnum ranka ég viö
mér. Dr. Clealand var búinn aö lýsa
þessu í grófum dráttum kvöldið áður.
Það þarf að kæla niður aiia likams-
starfsemi við þessa aðgerð. Eg geri
ráð fyrir að það sé niður í 20 gráöur.
Það er gert til að heilastarfsemin verði
fyrir sem minnstum truflunum.
Postlude
Logandi heitur hrammur á
vinstra handarbaki. Eg hvorki
sé né heyri, bara þessi sárs-
aukafulli funi. Heimurinn og
tilveran víðs fjarri. Ekkert
tímaskyn. Tikk við hliðina á
rúminu og troðið uppí öll vit
og göt. Lífið erað koma aftur,
pað hríslast um mig niður fót-
leggina og alla leið niðrí tær
og nú sé ég framan í dökku
hjúkrunarkonuna sem
stendur við höfðalagið. Hún
brosir. Mér líður vel. Einhver
innri ró, gamli brjóstverkur-
inn á bak og burt. Eg sé fólk á
hlaupum, heyri tal en enginn
sársauki. Hugsunin verður
aftur tætingsleg. Orð fljúga
um loftið án pess að ég geti
höndlað pau. Meðvitundar-
leysi. Aftur vakandi og nú
brosandi. Munnurinn enn
fullur af einhverjum aðskota-
hlutum og nú finnst mér eitt-
hvert öryggi koma frá tikkinu
við hliðina á mér.
Hjúkrunarkona í rauðleit-
um búningi kemur að rúm-
inu mínu, hún er með hvítan
stromphöfuðbúnað. Hún
brosir og ég veit að allt er í
lagi.
Eg veit ekki hve lengi ég var á gjör-
gæsludeild. Eg mókti mikið en leið
ekkert illa. Eg fann undir eins að eitt-
hvað hafði gerst með sjúkdóminn og
mér leið vel. Eg hef sjálfsagt verið
með fullt af deyf ilyf jum í mér.
Með myndarlega
rispu
Síðan var farið með mig niður í rúm.
Þar sé ég að ég er kominn með
myndarlega rispu framan á bringunni.
A hægri fæti var ég í fínum hvítum
sokki og skorið frá klyftum og niður í
ökkla. Það haföi verið tekin bláæð og
notuð í þrjá græðlinga. Eg er semsagt
þrítengdur.
Því er ekki að neita að fyrsti
sólarhringurinn þarna niðri á Gallerí
þrjú — ganginum sem ég lá á — var
gróflega erfiöur. Ég svaf lítið og var í
stijandi stellingu í rúminu.
Aftur á
gallerí þrjú
Nðtt og svarta myrkur
nema ofurlítil týra á hægri
hönd uppi við loft. Eg er sitj-
andi, njörvaður niður, í svita-
löðrí og allt skinn af
hryggnum og bakhlutanum:
Skuggaverur dansandi á
veggnum. Einhver leggst ofan
á fæturna á mér. Báðar
hendurnar hafa veríð skornar
af mér. Þrjú augu stara á mig
frá glugganum á vinstri hönd.
Afskorið eyra flögrar fyrír
framan nefið á mér. Eg reyni
að hreyfa mig, get ekki. Eitt-
hvert drasl í munninum á mér
kemur í veg fyrir að ég geti
æpt. Skelfingin er að ná
tökum á mér.
Ofurlítill kríublundur og
svo allt á fleygiferð í kríngum
mig. Skíma að utan og kona
kemur í gegnum vegginn á
hægrí hönd. Hávaxin, grönn
kona strýkur svitann af enn-
inu á mér og losar um
böndin. Hún hverfur. Enn
meðvitundarleysi.
Lfós á lampanum fyrír ofan
höfðalagið og ég á floti t rúm-
inu. Hjúkrunarkona dökk á
hörund í grænum kjóli
stendur við rúmið með fant í
hendi. Eg átta mig ekki strax
á enskunni.
— Eg er með morgun-
tesopann pinn, klukkan er
sex, — segir hún og brosir.
— Blautur, rennandi
blautur og ekkert skinn á bak-
inu, — segi ég á bjagaðri
ensku.
— Fyrst að drekka tesop-
ann, svo að skipta um náttföt
og enn breikkar brosið og skín
í skjannahvítar tennurnar.
Hún hjálpar mér við að
sötra teið. Þetta er gott te.
Kannski hef ég engan drykk
smakkað betrí. Eg lít niðra
brínguna á mér par sem
snoturlega saumaður skurður-
inn blasir við mér.
— Stðrí strákurínn að vera
duglegur að drekka teið sitt,
— segir engillinn með stóra
brosið í dökka andlitinu og
hún fer að öllu eins og hún sé
að meðhöndla bam.
Hægri fóturínn er í hvítum
sokk. sem nær alla leið upp í
nára. Hugsunin skýríst og allt
er öðruvísi og betra pegar ég
er kominn íný náttföt...
Undir eins daginn eftir var ég dreg-
inn fram úr. Ekkert elsku mamma.
Þetta var að sjálfsögðu gert til aö af-
stýra því að ég fengi blóðtappa. Það
var enginn miskunn hjá hjúkrun^r-
konu og læknum. Þótt allt væri þetta
gert í góðum tilgangi var ég látinn
gjöra svo vel að standa upp. Þetta
endurtók sig og ég var látinn fara
þrisvar fram úr fyrsta daginn.
Eg var gamall reykingahundur. En
á einhvern dularfullan hátt gerðist það
í einni ferðinni upp á spítala á árunum
á undan að ég fór með sígarettupakka
fullan — sem aldrei var opnaður. Enda
var ég skipaður í reykingavamanefnd
skömmu síðar. Eg sagði það við þáver-
andi ráðherra að það væri gert til að ég
byrjaði ekki aftur.” Björn brosir.
„Það var dálítið broslegt fyrir mig að
læknirinn sagði að það væri allt annað
að skera þá sem ekki reyktu og ætti
ekki að eyða kröftum í það að slægja
reykingamenn. Hann hélt greinilega
að ég hefði aldrei reykt.
Það skiptir miklu máli þegar maður
kemur úr aðgerð eftir að hafa verið í
gervilunga og hjartavél að vera fljótur
að ná réttri öndun. Sjúkraþjálfarar
byr ja undir eins að kenna hana. Eg var
í sundi og söng áður fyrr og hafði lært
öndun. Eg var því tiltölulega fljótur að
læra. Það var ósköp ömurlegt að heyra
stundum á nætumar stórreykinga-
menn frá Saudi Arabíu hóstandi og
grátandi af kvöldum því aö það tók svo
í skurðinn.
Mr. Clealand hélt óspart reykinga-
ræðu jafnt því sem hann ræddi lax-
veiöar á Islandi. Einn af fyrstu lækn-
um sem ég komst í tæri við fyrir
norðan var Jónas Rafnar á Kristnes-
hæli. Clealand var ekki ósvipuö týpa.
Frá honum stafaði mikilli hlýju og
maður fann aö samúð og uppörvun
hans var eiginlega ótakmörkuð. Þaö
var aldrei svo að hann gæti ekki sagt
manni skemmtilega veiðisögu. Hvort
sem hún var login eða sönn. Viö áttum
ýmsa sameiginlega kunningja.
Eg veit að fyrir nokkmm árum
bauöst hann til að koma hingað og
aðstoða lækna viö aö koma upp hjarta-
skurðdeild. Hann vildi allt til þess
vinna að við Islendingar kæmumst hjá
því að leggja á sjúklinga það álag sem
fylgir því að fara utan til aðgerðar.
Síðan leið þetta. Eg sé í dagbók
minni að ég hef til dæmis skrifað þann
24. „Góð nótt. Stökk í bataátt.”
Laugardag28. „Heimferð.”
Ég var fluttur í sjúkrabíl út á flug-
völl. Viö áttum að fara í loftið klukkan
10 að kvöldi en þurftum aö bíða tölu-
vert. Við lögðum ekki af stað fyrr en
eftir miðnætti. Það var erfitt að bíöa og
komast um borð. Eg var borinn niður
stiga og þurfti aö príla einn upp í vélina
í helvítis kulda og trekki. Eg kom ekki
hingaö heim fyrr en á þriðja tímanum
Dr. Clealand sem skar Björn.
um morguninn og fór beint inn í
ambúlans sem beið mín. Eg fór á
Landspítalann.
Farinn að vinna
um vorið
Til gamans má geta þess aö sunnu-
dagskvöldið eða kvöldiö eftir að ég
kom heim var þessi makalausa mynd
mín sem næstum var búin að ganga af
mér dauðum sýnd í sjónvarpinu. Eg
gat iítið gert mér grein fyrir henni því
að þó að ég sæi hana gat ég lítið fylgst
með. Eg var þó alveg klár á því að ég
var ekki ánægður.
Eg lá í 4—5 daga á Landspítalanum.
Hér lýkur þessum þætti. Ef ég ætti
að halda áfram þá yrði það framhalds-
saga sem entist til morguns. Eg vil
ekki halda áfram vegna þeirra sem
eiga þetta eftir.
Eg var óheppinn. Fékk ígerð í skurð-
inn og fleira gerðist sem er ekki hollt
fyrir þá sem eiga þetta eftir að heyra.
Það var ljóst undir eins að aðgerðin
hafði tekist ágætlega og ég fengið
ágætan bata. Eg var farinn að vinna
umvorið.”
Talinu vikur að nýstofnuðu félagi
þeirra sem gengist hafa undir hjarta-
aðgerö.
„I nýstofnuðu félagi vinnum viö að
því að undirbúa menn. Fyrsti maður-
inn kom nýlega til okkar. Framvegis
tökum við á móti mönnum í Lágmúla 9,
húsnæði Hjartaverndar, frá 4—6 á
miðvikudögum og veitum þær
upplýsingar sem við getum.
Eg á afskaplega mikið og gott sam-
band við lækna á Landspítalanum og
ég hef alltaf fengið að njóta þess aö
komast á Landspítalann. Fólkið þar
hefur alltaf verið eins og heimilisfólk.
Eg hef stundum verið frekur við
lækna og gengið nálægt þeim með
spurningum. Þeir hafa tekið mér eins
og ég er, meira að segja, því til
staöfestingar, buðu þeir mér einu sinni
á læknafund þar sem fjallað var um
þessi mál. Það hefur ekki verið amast
við óþægilegum og nærgöngulum
spurningum. Eg hef aldrei verið
leyndur neinu og finnst það mjög gott.
Eg veit þvi ansi mikiö um sjálfan mig
alveg frá fyrstu byrjun til þessa dags.
Minn læknir er Magnús Karl Péturs-
son. Hann hefur reynst mér besti
félagi, þó að hann sé klaufskur á skiö-
um. Hann datt og fótbraut sig. — Skó-
smiður haltu þig viö leistinn, stendur
Æskilegur trúnaður
milli sjúklings
og læknis
Talið berst að sambandi læknis og
sjúklings og hvað sé hollt að vita.
,,Ég hef legiö með sjúklingum sem
hafa verið í algerlega vonlausri að-
stöðu og ekkert beðið nema dauðinn.
Þeir hafa vitað um það. Eg get ekki
sagt að það hafi orðið þeim til hins
verra að vita eitthvaö.
Næstum undantekningarlaust, síð-
ustu sólarhringana hafa þeir verið
haldnir þessari helfró. Talið að nú
væri batinn kominn og á næsta leiti.
Mín skoöun er sú aö í flestum tilvik-
um sé það til bóta að menn viti hvemig
sjúkdómur þeirra er. Æskilegasti
trúnaður milli læknis og sjúklings er að
hvor segi hinum satt og rétt frá.
Tekið með
léttleika
Við í Landssamtökum hjartasjúkl-
inga teljum að númer eitt sé að fá
viðunandi rannsóknartæki. Þar erum
við nokkuð samsíða heilbrigðismála-
ráðherra. I framhaldi af því er
ávinningur að því að fá skurð-
Íækningamar hingað heim.
Það eru ótrúlega mörg praktísk
vandamál því samfara aö fara í svona
erfiðar aðgerðir erlendis. Ekki síst
fyrir fylgifólk sjúklinga. Þetta fólk
kemur oft mállaust út og iUa í stakk
búið tU aö standa í ístööunum. Að ég
fór einn er fyrst og fremst min sér-
viska og stífni. Eiginkonan var reiöu-
búin. Mér fannst þetta eins manns
leikur og ekki hægt að setja varamann
á völUnn. Eg hef reynt að taka þessu
með léttleika. Bæði gagnvart sjálfum
mér og öðmm. Mér hefur stundum
verið legið á hálsi fyrir gálauslegt tal.
Eg hef verið í fuUu starfi og nú er svo
mikið að gera i félagsmálum að ég hef
ekki tíma tU að vera veikur. Þaö bíður
bara betri tíma,” segir Björn og hlær.
Hitt er annaö mál að það er Uðiö eitt ár
frá síðustu aðgerð og eitt og hálft ár frá
aðgerðinni þar á undan.”
Við reynum að fá eitthvað upp úr
Bimi að lokum um það hvort hann sé
ekkert að skrif a um þessar mundir.
Björn viU sem minnst um það tala.
„I sumar var ég á Norðurlöndum í tvo
mánuði. Það eru eiginlega fyrstu við-
brögð mín til skrifta. Eg er ritari
nýstofnaös félags hjartasjúklinga og á
mig hafa verið lögö hin ólíklegustu
verkefni. Meðal annars að halda fyrir-
lestur á kvennafundi í MosfeUssveit
þar sem ég veit ekkert núna hvað ég
mun tala um. Ég eyði Uka miklum
tíma í að fylgjast með því sem um
hjartalækningar er skrifað og reyni að
vera vel inni í málum. Viö lækna bregð
ég tU dæmis yfirleitt fyrir mig latínu
og tala aldrei um hjartakveisu heldur
Angina Pectoris,”segirBjöm brosandi.