Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1983, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1983, Blaðsíða 40
40 DV. LAUGARDAGUR 5. NOVEMBER1983. Sérstæð sakamál — Sérstæð sakamál — Sérstæð sakamál — Sérstæð sakamál Draugur for tíðarinnar Hinn ungi George Barclay við rauða MG sportbílinn. George Barcley vissi einn um leyndarmáliö. Hann gat aldrei gleymt deginum fyrir 26 árum þegar hann ók á stúlku sem lést samstundis og hann flýöi af hólmi. Þessi atburður nagaöi hann alla tíö. Og þessi ótti viö fortíð- ina, að upp kæmist um verknaðinn, fékk hann til aö fremja óskiljanlegan ogófyrirgefanleganglæp.. . Napur raunveruleiki Raunveruleikinn er oft naprari en nokkur skáldsaga segja lögreglumenn oft þegar taliö berst aö glæpum og af- brotum. En enginn þeirra sem við- staddir voru yfirheyrsluna yfir George Barcley í Maidstone í Englandi fyrir nokkrum mánuöum haföi heyrt annaö eins. Þaö var sagan af snyrtilega, hægláta og virðulega skrifstofustjóranum sem framdi óskiljanlegan glæp af ótta viö aö dauðaslys í umferðinni fyrir 26 árum, er hann átti sök á, og aldrei haföi verið upplýst, kæmist upp. Fortíðin gægist inn Það var í mars árið 1957 að George Bareley, sem þá var 23 ára, gekk aö eiga hina 19 ára gömlu Margaret Jacobs. Þau höföu aðeins þekkst í nokkra mánuði svo það var ást við fyrstu sýn sem fékk þau til aö ganga í hjónaband eftir svo stuttan kunnings- skap. Þegar þetta var var George Barcley skrifstofumaöur á vandaðri skrifstofu og átti góða von um stöðuhækkun. Ungu hjónin sáu fram á bjarta fram- tíð. Að vísu eignuðust þau engin börn, en hjónabandiö var eins og best varð á kosið. George hækkaði stöðugt í tign á skrifstofunni og þau hjón komust í góð efni. Daginn sem fortíöin gægðist inn um dymar hjá George var hann orðinn deildarstjóri í bifreiðaeftirlitinu og sat á fínni skrifstofu í ráðhúsinu í Maid- stone. George var sérlega vanafastur maður. Daglega yfir vor- og sumar- tímann settist hann á sama bekkinn í Mote Park garðinum til aö snæða hádegisverð. Það var einmitt þar sem hann sat hinn 20. apríl 1983 þegar ung kona gekk til hans og spurði hvort hún mætti tylla sér á bekkinn við hlið hans. Hún sagðist heita Sally og vera 28 ára gömul. Þau George tóku tal saman og töluöu um allt milli himins og jarðar í rúman hálftíma eða þar til hann stóð upp og sagðist þurfa að fara í vinnuna aftur. „Vertu sæl Sally,” sagði hann þegar hann stóð upp. „Það var gaman að hittaþig.” George var 49 ára. Hann var snort- inn af Sally. Hann vissi sem var að hann var kominn af léttasta skeiði og ekkert fyrir augaö lengur. Svo það var ekki útlit hans sem fékk Sally til aö setjast hjá honum. Hún hafði bara þurft einhvem til að tala við og hann vonaði að hún yrði þar aftur á morgun. . . . Einkaspæjarinn Næsta dag fór hann eins og venju- lega í Mote Park garðinn til að borða hádegisverðinn. Enn kom Sally og settist hjá honum. Hann varð satt aö segja hálfundrandi. Hann spurði hana hvort hún byggi eða ynni í Maidstone. Hún sagðist búa í Lundúnum en vera komin til Maidstone til að hafa uppi á ákveðinni manneskju. „Svo þú ert aö leika einkaspæjara,” sagði George til að reyna að vera fynd- inn. „Já, það má eiginlega segja það,” sagði. Sally grafalvarleg. „Eg er kom- in á sporið svo ég er viss um að finna umrædda manneskju.” Nú var matartíminn úti hjá George. Hann stóö upp og óskaði henni alls hins besta með leitina. „Við sjáumst kannski aftur á morgun,” sagði hann með vonar- glampa í augum. Tilviljun? Síödegis þennan sama dag sat hann við skrifborðið sitt í vinnunni þegar einkaritari hans kom inn. „Það er ung kona héma frammi sem spyr hvort við getum gefið henni upplýsingar um hverjir áttu ákveöna bíla fyrir mörgum árum. Þaö eru eig- endur MG sportbíla sem hún hefur áhuga á,” sagðieinkaritarinn. Það var ekki laust við að það færi um George Barclay þegar einkaritarinn minntist á MG sportbíla. „Nei, það getum við ekki gert hér,” sagði hann. ,,Segðu henni að hún verði að fara í aðalstöðvar okkar, í tölvu- deildina, og fá þessar upplýsingar þar.” Hann gægðist út um dyrnar sem stóðu í hálfa gátt. Hann sá þá að unga konan sem virtist hafa þennan áhuga á gömlum MG sportbílum var engin önnur en Sally — Sally, sem hann haföi hitt í Mote Park garðinum. „Einkennileg tilviljun,” hugsaði hann með sér. „Eða var þetta engin til- viljun?” Gamall draugur vakinn upp Daginn eftir þegar hann sat á bekkn- um sínum í Mote Park garðinum var hann svo taugaveiklaður aö hann hafði ekki hreyft við matnum þegar Sally kom og settist á bekkinn við hlið hans. ,,Sæl Sally,” sagði hann, það var ekki laust við að hann væri óöruggur. Hann reyndi þó að láta sem ekkert væri og hélt áfram: „Þú ert að leita að manni sem átti fyrir mörgum árum sportbíl af tegundinni MG?” „Já,” svaraði hún. „Þessi maður, sem ég er að leita að, átti rauðan MG og hann kvæntist einhvem tíma í mars áriö 1957. Eg hef víöa leitað og hef komist að þeirri niðurstööu að hann hafi búið hér til skamms tíma. Eg á von á að þótt ég finni hann ekki hér fái ég að minnsta kosti síðasta heimilis- fang hans og geti svo haldið áfram leit- inni. Ert þú giftur? ” Nú var George oröinn hræddari en nokkru sinni fyrr. Hann kreppti hnef- ana svo Sally sæi ekki hvaö hann var skjálfhentur. Hann ætlaði aö fara að svara því til að hann væri ógiftur þegar hann tók eftir því aö hún horfði á giftingarhringinn hans. Hann kinkaöi því kolli. „Svona er lífiö,” sagöi hún bros- andi. „Allir eru þeir fráteknir, bestu mennirnir. Hefurðu búið lengi hér í Maidstone?” Spumingin kom sem reiðarslag yfir hann. Hann svaraði engu heldur leit á úrið sitt og sagði að því miður yrði hann að hraða sér til vinnu aftur. Ekki var það nú alveg rétt hjá honum því ennþá átti hann 35 mínútur eftir af matarhléinu. En hann var alveg viss um að hann kæmi upp um sig ef hann hraðaði sér ekki á brott strax. Hann sagði samt: „Sjáumst við kannski á morgun?” „Um eittleytiö eins og venjulega,” svaraði hún. Stefnumótin við Sally höfðu vakið •889f H3ífM,T/OVT .SHUOAGHAOUA.l Vfl DV. LAUGARDAGUR 5. NOVEMBER1983: Ííérstæð sakamál — Sérstæð sakamál — Sérstæð sak George Barclay. Af ein- skærri tihriljun lágu leiðir þeirra Sally saman. Margaret Barclay. Sally Burgess leitaði manns sem hafði ekið rauðum MG sportbíl árið 1957. upp gamla drauginn sem nú stóð George skýrar fyrir hugskotssjónum en nokkm sinni fyrr. Samviskubitið nagaði hann og hann var dauö- hræddur. „Það er greinilegt að Sally hefur fundið út hver ég er,” hugsaði hann meö sér. ,,Hún veit að ég átti rauðan MG og kvæntist í mars 1957.” Honum leið illa svo hann fór snemma heim úr vinnunni. Hann sagöi konunni sinni að þaö hefði verið svo lítið að gera að þess vegna væri hann kominn heim. „Hann var enginn morðingi" George fór út í bilskúr þegar heim kom og lokaði á eftir sér. Þar hafði hann komið sér upp verkstæði. Hann lagðist á hnén og teygði sig undir hefil- bekkinn eftir gamalli niðursuðudós. Hann dró upp úr henni tvær, gulnaöar blaðaúrklippur. Þær vom úr blaðinu Kent Messenger, 12. mars 1957. önnur fyrirsögnin hljóðaði svo: „Tíu ára gömul stúlka lætur lífið i umferöarslysl Okumaðurinn stakk af.” Hin fyrir- sögnin var: „Lögreglan ráðþrota. Engir sjónarvottar að slysinu.” Það var sagt frá því að ekið hefði verið á stúlkuna við gangbraut. 1 stað þess að stöðva ökutækið og sjá hvað stúlkunni liði hefði ökumaðurinn hraöaö sér á brott. Stúlkan var látin þegar komið var með hana á sjúkrahúsið. George las fréttirnar aftur og aftur og lét hugann reika aftur til þessa dags. Hann var enginn morðingi. Það hafði rignt þetta kvöld. Gatan var hál og sleip. Hann hafði verið seinn fyrir á stefnumót við Margaret sem þá var trúlofuð honum. Hann hafði ekið full- greitt og allt í einu hafði hann séð stúlkuna koma út á gangbrautina. Hann reyndi að bremsa en tókst ekki í tæka tíð. Hann vissi vel að hann átti að s^ansa til að huga að stúlkunni. En hann ætlaöi að gifta sig eftir nokkra daga og hann hafði einmitt þennan dag fengið Ioforð um vinnu sem bílasali. Það krafðist óflekkaðs ökuskirteinis en ef hann færi fyrir rétt myndi hann eflaust missa ökuleyfið í lengri eða skemmri tíma. Kannski verða dæmdur fyrir morð og verða settur í fangelsi. Þá átti hann á hættu að missa bæði Margaret og vinnuna. Þess vegna ók George Barclay af slysstað. Þegar eftir brúðkaupið seldi George þennan ólukku bíl. Eftir því sem árin liðu varð hann stöðugt sannfæröari um aö aldrei kæmist upp um hann. En nú, 26 árum síðar, virtist leyndarmálið ætla aökomast upp. „Nú hef ég skrifað Margaret bróf... " Daginn eftir, þegar hann kom í Mote Park garöinn, sat Sally á bekknum og beið hans. Hún var mjög glaöleg. „Eg hitti gamla konu i dag,” sagöi hún. „Sú býr á Gunn Road þar sem hún bjó h'ka — konan sem giftist mann- inum í rauöa MG sportbílnum. Gamla konan hélt dagbók. Þar skrifaöi hún hjá sér þegar ungi maðurinn á rauöa bílnum kom aö sækja elskuna sína. Hún fylgdist með brúðkaupi þeirra sem var í mars 1957. Og hún skrifaði líka hjá sér númerið á rauða bílnum. Eg er búin aö fara í kirkjuna sem þau giftust í og skoða kirkjubækur. Og nú hef égskrifaðMargaretbréf. .. ” I einu vetfangi fannst George sem allt væri úti. Hann vissi að hann var búinn að vera ef Sally fyndi það út að það hefði verið hann sem ók á stúlkuna fyrir 26 árum. Hann yrði að stoppa hana — einhvern veginn. „Láttu mig fá þessar upplýsingar sem þú hefur. Ég skal hjálpa þér. Láttu mig svo fá heimilisfang þitt ef ég skyldi verða einhvers vísari,” sagði hann viðSaliy. Sally gaf honum heimilisfang sitt i Maidstone. Og George vissi nú að þetta var einfalt mál: Sally varð að deyja. Um kvöldið, 22. apríl, sagði hann við Margaret að hann ætlaöi að skreppa niður á krá og lyfta glasi með gömlum vini. En George hraðaði sér að heimilisfanginu, sem Sally hafði gefið upp. Hún varð hissa að sjá hann og spurði hvort hann væri með einhverjar upplýsingar. An þess að svara fór hann inn og lokaði hurðinni á eftir sér. Hann brá snæri um háls Sally. Þegar hún hreyfði sig ekki lengur lagði hann hana var- lega upp í rúmið. Nú var hann viss um að aldrei kæmist upp um hann. Hann yrði bara að forða sér eins fljótt og hann gæti án þess að nokkur yrði hans var. Hjónin hittast í forstofunni... Um leið og hann lokaði hurðinni að íbúð Sallyar mætti hann Margaret, konu sinni. Hún varð jafnundrandi að sjá hann koma út úr húsinu og hann aö sjá hana á leið inn í það. Hún varð fy rri til máls. „Þú veist þetta þá allt saman, George? ” sagði hún. „Veit hvað?” spurði hann. „Að Sally er dóttir mín!” svaraöi hún. George náfölnaði. Honum sortnaði fyrir augum. Hann greip í handriðið til að detta ekki. Á meðan sagði Margaret honum að hún hefði eignast dóttur rétt áöur en þau hittust fyrsta sinni. For- eldrar hennarhöfðuekkitekiðímálað hún héldi barninu en heimtuðu að hún gæfi það frá sér. Þegar hún svo hefði hitt George, orðið ástfangin af honum og ákveðið að giftast honum, hefði hún ekki þorað að segja honum frá barninu af ótta við að upp úr slitnaöi þeirra í millum. „En svo fékk ég í morgun bréf frá Sally,” hélt hún áfram. „I bréfinu sagðist Sally hafa lengi langað til að finna sína réttu móður. I mörg ár hefði hún leitaö og nú loksins væri hún komin á rétta leið, vonaði hún. Hún hefði fundið út að ég hefði búið i Gunn Road, héti Margaret, hefði gift mig í mars 1957, manni á rauðum MG sport- bíl. Þannig fann hún okkur. I bréfinu sagði hún að ef ég væri móðir hennar réði ég því sjálf hvort ég vildi hitta hana. Ef ég vildi það væri hana að finna í þessu heimilisfangi. En hvernig komst þú að þessu?” spurði Margaret mannsinn. George Barclay svaraði ekki. Hann hafði rétt í þessu myrt unga konu í örvæntingarfullri tilraun til að kveöa niður gamlan draug. Svo kom það í ljós að það var bam eiginkonu hans sem var að reyna að komast að uppruna sínum.. . . George fór strax til lögreglunnar. Hann sagðist hafa ráðið Sally af dög- um í þeim tilgangi að kveða niður gamlan draug. Og hann viðurkenndi líka að hafa ekið niður litla stúlku fyrir 26 árum. Núna situr George Barclay í fangelsi i Englandi og bíður dóms. Aðalfundur Byggingasamvinnufélagið Skjól heldur aðalfund sinn sunnu- daginn 13. nóvember 1983 kl. 14.00 í vinnuskála sínum að Neöstaleiti 9—17. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Reikningar félagsins fyrir áriö 1982 liggja frammi á skrifstof- unni á venjulegum opnunartíma. STJÖRNIN. 5.950 kr. AÐEINS m/skúffum, dýnum og púdum. Opið laugardag 10—17. Sgning sunnudag 14—17. HAMRABORG 12 KÓPAVOGI á»rtrið S|MI 46460 'fc^> SENDUM f PÚSTKRÖFU FULLKOMIÐ ÖRYCCI í VETRARAKSTRI Á GOODYEAR VETRARDEKKJUM Stóðuglelki Góðlr hemlunarelglnlelkar í hálku vlð erflðar aðstæður GOODYEAR vetrardekk eru gerö úr sér- stakrl gúmmíblöndu og með mynstri sem gefur dekklnu mjög gott veggrip. GODDYEAR vetrardekk eru hljóðlát og endingargóö. Fullkomln hjólbarðabjónusta Tölvustýró jaf nvægtestilllng HEKLAHF I Laugavegi 170-172 Sfrni 21240

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.