Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1983, Blaðsíða 42
42
DV. LAUGARDAGUR 5. NOVEMBER1983.
Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir
Nastassiu
Kinshi ú
hvíta
tjaldinu
Hér er Kinski i hlutverki Eiisabetar
i myndinni Exposed.
Nýlega héfust
íEvrópu
sýnlngar á
myndlnni
EXPOSED
eftír James
Toback þar
sem Nastassia
Kinskifer
með stort
hlutverk
Það þarf ekki að kynna fyrir
lesendum dagblaðanna hér á Fróni
hver Nastassia Kinski er. Undan-
fama mánuði hafa myndir af þessari
glæstu fegurðardís skreytt síður dag-
blaðanna af og til og einnig hafa ver-
ið sýndar hér á landi nýlega 3 kvik-
myndir með Kinski í aðalhlutverki
þar sem hún töfraöi landann upp úr
skónum meö leik sínum. Það voru
myndirnar One From the Heart, sem
Francis Coppola leikstýröi, Cat
People, þar sem hún lék á móti
Malcolm McDowell, og svo síðast en
ekki síst, Tess, sem byggð var á bók-
inni Tess of the d’Urbervilles eftir
Thomas Hardy, og leikstýrði Roman
Polanski myndinni.
Það var reyndar Polanski sem
kom Kinski á framfæri og gerði hana
að þekktri leikkonu með hlutverk-
inu í Tess. Síðan hefur Kinski leikiö í
nokkrum myndum með æði misjöfn-
um árangri. Vestanhafs gerði hún
eins og áður kom fram myndirnar
One From the Heart og Cat People
sem virtust aldrei ná sér verulega á
skriö hvað aösókn varðar og urðu því
ekki sá stökkpallur inn á bandaríska
kvikmyndamarkaðinn sem Kinski og
aðdáendur hennar höfðu vonað.
Nýjar myndir
1 fyrra lék Kinski í þremur mynd-
um sem frumsýndar voru á þessu ári.
Nú í vor leit dagsins ljós myndin
Exposed sem hinn umdeildi banda-
ríski leikstjóri James Toback leik-
stýröi. Skömmu síðar voru tvær
myndir frumsýndar í Cannes sem
voru geröar af evrópskum leikstjór-
um. Spring Symphony byggðist á
sannsögulegum samskiptum þeirra
Robert Schuman og Clara Wieck. I
þessari þýsku mynd fékk Kinski
tækifæri til að leika unga stúlku sem
lifði fyrir list sína og felldi síðan hug
til annars listamanns. Hlaut myndin
góöar viðtökur.
Þeir sem lögðu leið sína í Regnbog-
ann á síðustu frönsku kvikmyndahá-
tíð muna liklega eftir frumraun leik-
stjórans Jean-Jacques Beineix og
verki hans Diva. Sú mynd hlaut fá-
dæma góðar viðtökur í Bandaríkjun-
um og var því í engu sparað þegar
Moon in the Gutter var gerð enda
ætlunin að endurtaka fyrri leik.
Þrátt fyrir góðan leik þeirra Kinski
og Gérard Depardieu þótti leikstjórn
Beineix æöi laus í reipunum og hafa
viðtökur almennings veriö eftir því.
A þessu ári fékk Kinski hlutverk í
nýjustu mynd Howard Zieff sem ber
heitið Unfaithfully Yours og er hér
um gamanmynd aö ræða.
Exposed frumsýnd
Nýlega var Exposed frumsýnd í
Evrópu og ætti því ekki að líða á
löngu þangað til hún birtist á ein-
hverju tjaldi kvikmyndahúsanna hér
í Reykjavík. Upphafsatriöi myndar-
innar gerist í París. Þar springur í
veitingahúsi sprengja sem borgar-
skæruliðar höföu komið fyrir. Fórust
nokkrir í sprengingunni, þar á meöal
fullorðin kona. Síöan færist atburða-
rásin yfir til austurstrandar Banda-
ríkjanna. Elizabeth Carlson (Kinski)
hefur nýlega slitiö ástarsambandi
sínu við kennarann sinn og ákveöur
að taka sér hvíld frá skólanum og
heimsækja foreldra sína í Wisconsin.
Henni leiðist tilbreytingarleysið þar
og ákveöur að flytja til New York
þótt faðir hennar sé á móti því. Þeg-
ar til New York kemur er hún rænd
og neyðist því til að fara að vinna
fyrir sér sem gengilbeina. Þar hittir
hún atvinnuljósmyndarann Greg
Miller (Ian McShane) sem fær hana
til aö gerast ljósmyndafyrirsæta
meö góðum árangri.
I veislu einni hittir Elizabeth
dularfullan fiöluleikara að nafni
Daniel Jelline. Hann veröur yfir sig
hrifinn af Elizabeth og vill helst ekki
víkja frá henni. I samræðum þeirra
ber oft á grána vinur Daniels, að nafni
Josef Tolov, sem hafði misst móður
sína í sprengingunni í París. Hann
hafði strengt þess heit að koma
skæruliðunum, sem stóöu að baki
sprengjutilræðinu, bak við lás og slá.
Stórfenglegt lokauppgjör
Daniel fer til Parísar og Elizabeth
ákveöur að fylgja honum eftir. Þeg-
ar til Parísar er komið kemst Eliza-
beth að því aö Daniel og Josef er einn
og sami maðurinn og að
Daniel/Josef hafi alltaf ætlaö að nota
hana sem tálbeitu fyrir Rivas,
skæruliðaforingjann, sem stóð að
baki sprengjutilræðinu. Rivas
(Harvey Keitel) er kunnur kvenna-
bósi og kemst Elizabeth í samband
við hann gegnum eina ástkonu hans.
Rivas er að skipuleggja hermdar-
verk en verður að aflýsa því þegar
hann kemst að því aö einn félagi
hans hafi ætlað að svíkja hann. I
lokauppgjöri myndarinnar virðast
nær allir drepa alla og er Elizabeth
eina söguhetjan sem virðist komast
klakklaust gegnum þann hildarleik.
Leikstjóri Exposed er James
Toback. Þótt honum hafi verið
hrósað af fólki eins og Francois
Trauffaut, Warren Beatty, Pauline
Kael og Klaus Kinski þá hefur al-
menningur ekki verið eins ginn-
keyptur fyrir framlagi hans til
kvikmyndanna. Áður en Toback leik-
stýröi Exposed hafði hann aðeins
gert tvær myndir fyrir utan að hafa
skrifað handritið að myndinni The
Gambler sem Karel Reisz leikstýrði
1971 meö James Caan í aöalhlut-
verki. Toback hafði sent handritið til
umboðsmanns síns sem kom því á
framfæri við Reisz. Honum leist vel á ,
það og boöaöi Toback á sinn fund í
London þar sem gengið var frá
samningum.
Sérstæð mynd
The Gambler fékk góða dóma þótt
aösóknin reyndist ekki í réttu hlut-
falli við þaö hrós sem myndiii fékk
hjá gagnrýnendum. Einn af þeim
sem sáu myndina var George
Barrier sem var aöalhvatamaöur
Brut Production. Hann vildi fá
Toback til að gera kvikmyndahand-
rit um Victoríu WoodhuU sem gerði
það sér til frægðar að bjóða sig fram
til forseta árið 1872. Ætlunin var að
Faye Dunaway léki aðalhlutverkið
og að George Cukor leikstýrði. Eftir
aö hafa skrifað níu uppköst að hand-
riti myndarinnar í samvinnu við
Cukor gafst Toback hreinlega upp og
sagði hingað og ekki lengra.
Toback sneri sér næst að gerö
handrits um ungan píanóleikara sem
verður yfir sig ástfanginn af vin-
stúlku glæpamanns. Handritið hlaut
nafnið Fingers og varö það úr að
Toback leikstýrði myndinni sjálfur
og lauk hann kvikmyndatökunni á 23
dögum. Þegar myndin var frumsýnd
uröu viðbrögð áhorfenda æði mis-
jöfn. Virtust áhorfendur skiptast í
tvo andstæða póla. Annaðhvort
hataði fólk myndina eins og pestina
eða lýsti því yfir að nú væri komið
fram á sjónarsviðið nýtt listaverk.
Einnig virtust Evrópubúar kunna að
meta Toback betur en Bandaríkja-
menn. Eitt var þó á hreinu. Allir
voru sammála um að Toback væri
frumlegur leikstjóri.
Ástir og auðæfi
Næst skrifaði Toback handritið aö
Love and Money sem var gaman-
mynd með „melodramatísku” ívafi.
Aðalsöguhetjan er viðskiptajöfur
með alþjóöleg viöskiptasambönd og
ungur New York búi sem á vingott
við eiginkonu hans. I upphafi keypti
Columbia kvikmyndaverið handritiö
en vegna mannabreytinga hjá fyrir-
tækinu endurkeypti Toback það.
Hann ákvað að bjóða Warren Beatty
handritið og sló því á þráöinn. Beatty
sýndi áhuga og vildi fá eintak til að
lesa yfir. Því neitaði Toback enda
vissi hann að á skrifstofu Beatty lágu
staflar af ólesnum handritum. Þess í
stað bauðst hann til að lesa fyrir
hann handritið sjálfur. „Ég kann að
lesa,” á Beatty að hafa svarað. „Þar
aö auki léti ég ekki einu sinni Sergei
Eisenstein lesa handrit upphátt fyrir
mig.” Beatty gaf sig að lokum,
hlustaði á Toback lesa handritið og
keypti það síðan. I millitíöinni hafði
Beatty skoðað Fingers og verið í hópi
þeirra sem kunna að meta myndina.
Toback fékk síðan grænt ljós á
gerð myndarinnar og eftir að hafa
fengiö Klaus Kinski í hlutverk iðn-
jöfursins hóf hann myndatökur. En
líkt og meö Fingers virtist vanta
herslumuninn. Þótt Toback sýndi
góða takta á köflum þá kom heildin
ekkinóguvel út.
Bjartari framtíð
Allt bendir til þess að Exposed fái
betri útreið hjá kvikmyndahúsagest-
um en fyrri myndir Toback. I fyrsta
lagi hefur honum verið hrósað fyrir
að laða fram allt hið besta í fari
Nastassia Kinski sem fer með hlut-
verk Elizabeth og einnig má hrósa
góöum leik Rudolf Nureyev sem fer
með hlutverk Daniel. Saman skapa
þau Kinski og Nureyev rafmagnað ■
andrúmsloft í mörgum atriðum
myndarinnar.
I öðru lagi hefur Toback tekist
mjög vel að tengja saman tónlist,
mynd og efni í Exposed. Hefur jafn-
vel mátt lesa á prenti að gagnrýn-
endur líki Toback við sjálfan meist-
ara Godard. Báðir leggi mikið upp
úr björtu umhverfi í kvikmyndum
sínum og báðir hafi þeir næma til-
finningu fyrir hvemig best sé að
kljúfa flókna efnisþræöi niður í ein-
falda myndþætti.
Exposed, líkt og The Gambler og
Thief, fjallar um dálítið rómantíska
hetju sem vegna utanaðkomandi
kringumstæöna dregst inn í atburði
sem aldrei var ætlunin að taka þátt í.
Yfirleitt spilar Toback á snilldar-
legan hátt á samspil dauöa og ástar í
handritum sínum sem hann pakkar
saman á listrænan máta. Hann
virðist hafa mikinn áhuga á þessu
samspili því það gengur eins og rauð-
ur þráður gegnum handrit hans.
Exposed virðist því hafa alla þá
þætti sem þarf til að gera kvikmynd
vinsæla og því er bara að bíða og
athuga hvort kvikmyndahúsagestir
hérlendis veröi á sama máli.
B.H.
Það var myndin Tess, sem Polanski leikstýrði, sem færðiKinski frægðina. Undir stjórn Francis Ford Coppola lék Natassia Kinski i One From The
Heart.