Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1983, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1983, Blaðsíða 10
.fser H^HM.wovr e hijoaohaouaj vn DV. LAUGARDAGUR 5. NOVEMBER1983. Kjartan Ragnarsson er aö koma ofan af Skaga. Þar var hann aö gera nokkuð sem hann hefur aldrei gert áöur, aöleikstýra áhugaleikflokki. Annars hefur hann tekiö sér flest annaö f yrir hendur í leikhúsi. Þaö er Skagaleikflokkurinn sem hann stýröi, og viðfangsefnið var Eðlisfræðingarnir eftir svissneska leikritaskáldiö Frederich’ Dii; ren- matt. ,,Eg fékk sjálfur aö velja þetta leik- rit til æfinga, en þetta stykki finnst mér vera alveg afbragð aö eöli og upp- byggingu. Diirrenmatt er magnaöur höfundur aö mínu áliti og í miklu uppá- haldi hjá mér,” segir Kjartan í stuttu spjalli sem blaöamaður átti viö hann í vikunni. Og Kjartan heldur áfram aö tala um verkið. „Þetta er sakamálaverk, ákaflega fyndið á köflum þó alvaran hvíli jafnan aö baki. Og svo hefur þaö sérlega sterka skírskotun til þeirrar friöarum- ræöu sem haldið hefur veriö uppi á síö- ustu misserum. Þaö ætti því aö hitta í mark.” — Hverterefni verksins? „Þaö fjaliar um eölisfræðinga sem lenda inni á vitlausraspítala. Þeir eru allir meira og minna truflaöir af kjarn- orkuvopnakapphlaupinu og eigin upp- götvunum í því sambandi.” Það er þetta með sam- hjálpina... — Hvernig er svo aö leikstýra áhugafólki í fyrsta sinni á ævinni? „Þaö er satt aö segja mjög skemmti- legt. Þaö lukust eiginlega upp fyrir mér dyr að nýjum heimi þarna uppi á Skaga. Þetta áhugafólk hefur alveg ótrúlegan kraft, og þessi ógnarkraftur á sér örugglega ekki neinn líkan ann- ars staöar á jörðinni. Aðstandendur leikhússins fórnuðu gjörsamlega öllum sínum frítíma í tvo mánuöi fyrir upp- setningu verksins. Þaö var unnið stanslaust frá fimm á daginn fram undir miönætti alla daga í átta vikur. Eftir á aö hyggja finnst manni ótrúlegt aö fólkiö hafi lagt þetta erfiði á sig til þess eins aö koma upp einni leiksýn- ingu. En, þaö er þetta með samhjálp- ina, hún virðist geta áorkað öllu.” — Þú hefur gert töluvert aö því aö leikstýra atvinnufólki. Er kannski skemmtilegra aö setja upp verk með áhugamönnum? „Þaö veit ég nú ekki. Þetta eru svo ólíkir hlutir við aö f ást. 1 atvinnuleikhúsi getur maður kraf- ist miklu meira af leikurunum en í' áhugaleikhúsi, enda eru þeir flinkari, kunna meira og eru reyndari. Aðstað- an er líka allajafna miklum mun betri í atvinnuleikhúsunum. Á móti kemur þessi ofsalegi innblástur fólksins í áhugaleikhúsunum, þessi ofuráhugi og svo þetta jákvæöa andrúmsloft sem gerir þaö aö verkum aö stykkið vinnst af meiri gleði og nautn en þegar aöeins er veriö aö vinna fyrir laununum sín- um. Þetta er sem sagt hvorttveggja mjög skemmtilegt, bara mismunandi skemmtilegt.” Eigin verk og annarra — Hvort er nú meira vandaverk aö setja upp eigið verk eða annarra? , ,Þaö tekur mann mun lengri tíma aö komast af staö meö uppsetningu verka eftir aöra en mann sjálfan. Þetta staf- ar af því aö nauðsynlegt er að geta til- einkað sér verk annarra jafn vel og um eigið verk væri aö ræöa. Og þaö tekur sinn tíma, á meöan maður hefur allar hliðar eigin verks á hreinu fyrir upp- setningu þess. Það er eins meö áhugaleikhús og at- vinnuleikhús og er meö eigin verk og annarra. Þaö er mismunandi skemmtilegt og jafnframt erfitt aö fást viö þessa tvo hluti. Auövitaö fær maður ofsalega mikiö út úr því aö setja upp sín eigin verk og binda þannig endahnútinn á þau. Þaö getur lika oröið dáh'tiö þreytandi til lengdar aö fást aöeins viö eigin verk. Það er góð hvíld í því aö leikstýra stykkjum eftir aðra. Góö reynsla með. Maöur má jú ekki fást of mikið viö sjálfan sig.” „Leihhtís er starf öfganna99 — Spjallad vid Kjartan Ragnarsson eftlr f yrstu leikstjórn hans með áhugaleikf lokki Leikrit eru eins og spenn- andi mataruppskrifir... — En áttu auðvelt meö að skila þín- um leikritum í hendur annarra leik- stjóra. Séröu ekki eftir þeim? „Oft sé ég eftir þeim. Þar er þá eigin- girnin aö verki og hitt h'ka aö þegar maöur skrifar verk þá myndast alltaf innra meö manni einhver hrein upp- setning aö leikritinu sem manni finnst aö sé hin rétta og besta. A móti þessu kemur skemmtun og oft á tíðum lær- dómur sem draga má af því hvemig aðrir taka til viö að fullkomna manns eigiö verk. Aörir en maöur sjálfur eiga líka auðveldara meö aö koma auga á galla verksins sem þeir geta svo bætt í; sinni uppsetningu. Æth ég veröi samt ekki að teljast óttalega eigingjam í þessum efnum. Ég játa fúslega aö ég kvelst töluvert þegar ég fæ ekki aö leikstýra mínum eigin verkum. Sjáðu til, leikrit eru eins og spennandi mataruppskriftir. Þaö er svolítið ömurlegt aö semja hverja á fætur annarri en fá aldrei aö kokka þær.” Skrifa ekki leikrit af skyldurækni — Á allra síöustu árum, Kjartan, þá hefuröu skotist upp á stjömuhimininn yfir Islandi sem eitthvert fremsta og vinsælasta leikritaskáld okkar. Og þaö afkastamesta. Þú átt orðið átta leikrit á fjölunum, og það níunda er sjón- varpsleikritið Matreiöslumennimir sem sýnt verður um næstu páska. Ertu sívinnandi? „Eg veit ekki hvort ég má heita sí- vinnandi í leikritasmíðum. Vissulega er ég alltaf að hugsa um það hvaö hægt sé aö taka fyrir og hvaö ég geti skrifaö um. Þessar hugsanir hafa leitað mjög sterkt á mig síöustu vetur á meöan ég hef unnið fullt starf í Iönó sem leikari og leikstjóri. Þaö hefur svo einhvern : veginn oröið svo aö á vorin hef ég staöiö upp fullur af hugmyndum. Og sumrin hafa orðið eitt skriferí, sem endaö hafa i fullbúnu leikriti aö hausti. : Þetta hefur komið svona af sjálfu sér, mest óafvitað, ekki með neinum remb- ingi vona ég. Eg skrifa ekki leikrit af neinni skýldurækni.” Þetta skýrist allt með vorinu — Þaö er aö koma hvítur vetur, Kjartan. Fara þá ekki hugmyndir aö nýjum verkum að fæöast innra meö þér? „Jú, ég finn aö það eru nokkrar þegar farnar aö kitla mig. Og reyndar • er fjöldinn allur af hugmyndum að ■ velkjast um í kollinum á mér. En þær eiga eftir aö skýrast og sumar aö gleymast. Sjáöu til, þaö eru svo margir þættir sem leita á mann sem ákvaröa hvert viðfangsefnið veröur. Hvað verður ofan á. Þaö eru þættir eins og alþjóöa- máhn, innanlandsástandið, stefnan í leikhúsunum þetta og þetta misserið, • og svo persónuhagir manns sjálfs og . sálarástand. Þessir þættir verka svona sitt á hvað á mann. Þaö er aldrei aö vita hver þeirra kemur til meö að verka mest, og þannig jafnframt hvers eölis mitt næsta verk á eftir aö verða. En þetta á allt eftir aö skýrast meö vorinu. ..” t Leiðinlegt á stundum ! — Að lokum, Kjartan. Er aldrei , leiðinlegt aö vera leikhúsmaöur? „Jú, jú, mikil ósköp sem þaö getur verið leiðinlegt á stundum. Þaö getur hver maður ímyndaö sér hversu hrút- leiðinlegt er aö segja brandara sem enginn hlær aö. Og það brandara sem maður hefur æft í marga mánuöi. Lélegan brandara sem maður svo neyðist til aö sýna oftar en einu sinni. En þetta er líka þaö sem gerir leik- hús spennandi. Leikhús er nefnilega starf öfganna. Þegar vel tekst til er þaö ofsalega skemmtilegt en á hinn ■ bóginn getur þaö beinlínis verið niöur- lægjandi þegar miður tekst til. ” — En við vorum að tala um Eðlis- fræðingana eftir Diirrenmatt. Hvenær frumsýnir Skagaleikflokkurinn þá? „Á föstudagskvöldið með pompi og prakt.” Sem sagt, í gærkvöldi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.