Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1983, Blaðsíða 4
4
DV. LAUGARDAGUR 5. NOVEMBER1983.
Úttekt á skoðanakönnunum DV:
Alþýðubandalagsmenn
mest á móti hundahaldi
— sumir sjálfstæðismenn „efins”
um efnahagsaðgerðirnar
Alþýðubandalagsmenn eru
harðastir í andstöðu við hundahald í
þéttbýli. Þetta sýna skoðanakannan-
ir DV meðai annars. Unnt er að at-
huga hvernig stuöningsmenn hinna
ýmsu flokka og lista skiptast í af-
stöðu til ýmissa spuminga í könnun-
um. Þetta má gera af því að sama
fólkiö var spurt margra spuminga.
Yfirgnæfandi meirihluti lands-
manna er andvígur hundahaldi i
þéttbýli, eins og DV hefur áöur skýrt
frá. Meðal aiþýðubandalagsmanna
eru hlutföllin um 4 gegn 1, en meðal
sjálfstæðismanna „aðeins” 2 gegn 1
og svipað því meðal framsóknar-
manna (2—1). Hundahaldi í þéttbýli
var í könnuninni hafnað af miklum
meirihluta stuðningsmanna allra
flokkanna og einnig af þeim sem ekki
k váöust styðja neinn flokk eða lista.
I skoöanakönnun um afstöðu fólks
til ríkisstjórnarinnar fór fylgi og
andstaða nær alveg eftir flokkum.
Eins og áöur hefur komið fram
studdu færri efnahagsaögerðir
stjómarinnar en þeir voru sem
studdu rikisstjórnina sem slíka. I
hverju fólst þessi munur? Meðal
stuðningsmanna stjórnarflokkanna
reyndist andstaðan við aðgerðirnar
eða hlutleysi gagnvart aögerðunum
einkum vera að finna í rööum sjálf-
stæðismanna. Um þrír fjórðu sjálf-
stæðismanna í könnununum studdu
aðgerðirnar en þriðjungur var ýmist
í andstöðu (9%) eða óákveðinn
(15%). Framsóknarmenn studdu
aðgerðirnar í meiri einingu.
Aðgeröimar höföu lítið fylgi meðal
stuðningsmanna annarra flokka,
eins og vænta má, en þó fundust
nokkur dæmi um slíkt. Meðal þeirra
sem ekki sögðust styðja neinn flokk
var dálítill meirihluti andvígur efna-
hagsaögerðunum.
Þrír fjórðu sjálfstæðis-
manna fylgjandi NATO-
aðild
Þá hefur komið fram að mun fleiri
voru fylgjandi aðild Islands að
Atlantshafsbandalaginu en þeir vom
sem voru fylgjandi dvöl vamarliðs-
ins hér. Meirihluti studdi þó bæði
dvöl varnarliösins og aðildina aö
NATO. Rúmlega þrir fjórðu sjálf-
stæðismanna vom fylgjandi þvi að
hafa hér vamarlið. Um 11% sjálf-
stæðismanna voru því andvíg og
12% óákveðin. Meöal framsóknar-
manna var andstaðan meiri, eða um
23%. Oákveðnir vom í röðum fram-
sóknarananna um 13% og 64% fylgj-
andi vamarliðinu. Meirihluti alþýðu-
flokksmanna var fylgjandi varnar-
liði en i þeirra röðum var þó rúmlega
fjóröungur andvígur þvi. Nokkur
meirihluti í röðum bæöi stuðnings-
manna Bandalags jafnaöarmanna
og Kvennalista reyndist andvígur
því að hafa varnarliðið. Meðal al-
þýðubandalagsmanna var yfirgnæf-
andi meirihluti andvígur varnar-
liðinu, en stuöningsmenn þess fund-
ust þó meöal alþýöubandalags-
manna (um 11%). Töluverður
meirihluti þeirra sem ekki studdu
neinn flokk var fyigjandi varnarliði.
Mikill stuðningur við
NATO
Aðiidin að NATO fékk alls staðar
meira fylgi. Stuðningur viö NATO
reyndist yfir 90% í rööum sjálf-
stæðismanna. Meirihluti þeirra sem
sögðust styðja Bandaiag jafnaðar-
manna og Kvennalista sagðist fylgj-
andi aðildinni að NATO. Töluverður
meirihluti alþýðubandalagsmanna
var andvígur aöildinni en stuðning-
menn NATO í röðum alþýðubanda-
lagsmanna reyndust þó vera um 20%
þeirra. Aðild að NATO fékk dálítið
meira fylgi en dvöl varnarliðsins í
röðum framsóknar- og alþýðuflokks-
manna. Meðal þeirra sem ekki
styðja neinn flokk studdi yfirgnæf-
andi meirihiuti aðild Islands að
Atlantshafsbandalaginu. -HH
JohnTravolta
Saturday Night Fever - Það var þá
Staying Alive - Það er núna
10 tíma námskeið
Fyrsti ti'minn verður sunnudagínn 13. nóv.
Innritun frá kl. 1-6, í símum 38126 og 39551
dagana 7.-12. nóvember.
Félagsprentsmiðjan hf.
DANSSKÓLI
Heiðars Ástvaidssonar
Brautarholti 4 - Drafnarfelli 4
,, Ýsa var það heillin”gœtuþessir heiðursmenn hafa sagt er
þeir voru spurðir til hvaða veiða þeir vœru að búa sig. Góð
ýsuveiði hefur verið að undanförnu í Garðsjó og þangað var
för þeirra feðga á Dröfn BA heitið þegar þeir vœru búnir að
gera klárt. D V-mynd S
M/s Gunnjón
og bræðivar
DV hefur borist eftirfarandi athuga-
semd frá Hjálmari R. Bárðarsyni sigl-
ingamálastjóra:
I frétt DV 1. nóvember sl. er sagt frá
viðtali við mig varðandi bmnann í m/s
Gunnjóni GK 506.
Þar er rétt eftir mér haft að endanleg-
ar niðurstöður rannsóknarinnar liggi
ekki fyrir og er því enn ekki hægt að
fullyrða neitt um orsök brunans.
1 fréttinni segir hins vegar líka:
„M.a. er ijóst að rafmagn hefur verið
tengt í stígvélaþurrkara í stakka-
geymslu fram hjá öryggi. ”
Þetta mætti skilja þannig að tengt
hefði veriö fram hjá öryggi í töflu
skipsins. Svo er hins vegar ekki. Hér er
um að ræöa bræðivar inni í stígvéla-
þurrkara sem á aö rjúfa straum ef
hitii þar fer yfir ákveöin mörk.
Þetta atriði tel ég nauðsynlegt að
leiðrétta, og endurtaka vil ég einnig að
ekkert það hefur enn komið í ljós sem
geti talist sönnun þess hvar og af
hvaða orsökum þessi bmni kom upp.
Með þökk fyrir birtinguna.
Hjálmar R. Bárðarson.
Tottenham
mætir Bayem
— í 16 liða úrslitum UEFA
Tottenham mætir Bayem Miinchen í
16-liða úrslitum UEFA-keppninnar í
knattspyrau en dregið var í keppninni í
Ziirich í Sviss í gær. Nottingham
Forest leikur gegn Celtic og leikmenn
Watford þurfa að fara enn eina ferðina
austur fyrir járatjald — þeir drógust
gegn Sparta Prag.
Drátturinn var þessi í UEFA-bikar-
keppninni:
Nott. Forest-Celtic
Bayem Miinchen-Tottenham
Sparta Prag-Watford
Anderlecht-Lens, Frakkland
Sparta Moskva-Sparta Rotterdam
Radniki Nis-Hadjuk Split
Austría Vín-Inter Mílanó
Strum Graz-L. Leipzig
Nis og Hadjuk SpUt eru bæði frá
Júgóslavíu.
-SOS
Krahbameinssjúkl-
ingartil útlanda í
verulega auknum mæli?
,,Stjórn læknaráðs Landspítalans
varar viö þeim afleiöingum sem þaö
kann að hafa að stöðva nú fram-
kvæmdir við K-álmu Landspítalans og
skorar á viðkomandi stjómvöld að
beita sér fyrir því að fjárveiting fáist
til þess að hefja megi framkvæmdir á
þessu ári, eins og áætlaö hafði verið,”
segir í samþykkt sem DV hefur borist.'
1 henni segir ennfremur:
„Húsnæði fyrir nýtt geisla-
meðferðartæki, svonefndan Unu-
hraðal, er ekki til og kann því svo að
fara aösenda verði krabbameinssjúkl-
inga í meðferö til annarra landa í
verulega auknum mæU.” -KMU.
Rækjan bæði
stæiri og betrí
Rækjuveiðin á Isafjarðardjúpi hófst
á föstudaginn var og hefur hún gengiö
vel þessa fyrstu daga. Hafa bátamir
fengiö þetta 2 tU 3 tonn á dag en alls
hafa 30 bátar leyfi tU veiða í Djúpinu
núna, þar af 20 frá ísafiröi.
Kvótaskipting er á veiðunum. Má
hver bátur veiða 6 tonn á viku, en þó
aldrei meira en 2 tonn fyrstu tvo daga
vikunnar. Sjómenn segja að rækjan sé
mun stærri og betri en áður og þeir
hafa líka haft orð á því aö óvenju-
mikið sé um loðnu og síld í Djúpinu
núna. VJ ísafirði/-klp-