Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1983, Blaðsíða 8
8
DV.
Frjálst.óháð dagbiað
Útgáhifélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
StjómarformaiurogOtgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON.
Framkvæmdastjóriogútgáfostjóri: HÖRÐUR EINARSSON.
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
Aöstoöarritstjóri: HAUKUR HELGASON.
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON ogÓSKAR MAGNÚSSON.
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON.
Ritstjóm: SÍÐUMÚLA12—14. SÍMI SóAll. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA33. SÍMI27022.
Afgreiðsla,áskriftir,smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI27022.
Sími ritstjómar: 84411.
Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF„ SÍÐUMÚLA12. P rentun:
Árvakur hf„ Skeifunni 19. _
Áskriftarverð á mánuöi 250 kr. Verð í lausasölu 22 kr.
Helgarblað25kr.
Útsæðið erá enda
Undanfarin ár hefur Hafrannsóknastofnunin alltaf
reynzt of bjartsýn í tillögum um leyfilegt aflamagn úr
helztu fiskistofnum íslandsmiða. Reynslan hefur sýnt, að
tölur hennar hafa verið of háar, en ekki of lágar.
Þessu hefur forstjóri stofnunarinnar ráðið. Hann gerir
þetta til að þóknast ístöðulitlum sjávarútvegsráðherrum,
sem vilja með engu móti horfast í augu við óþægilegar
staðreyndir, hvað þá sársaukafullar gagnaðgerðir.
Einn versti sjávarútvegsráðherra Islandssögunnar er
núverandi forsætisráðherra. Hann sagði líka í blaða-
viðtali í fyrradag: „Vonandi eru þessar tillögur eins vit-
lausar og aðrar, sem komið hafa frá þeim.”
Steingrímur Hermannsson notar þá staðreynd, að tölur
Hafrannsóknastofnunarinnar hafa verið rangar upp á
við, til að gera því skóna, að þær séu nú rangar niður á
við. Til stuðnings þess hefur hann ekki eitt gramm af rök-
semdum.
Við annað tækifæri sagði þessi ístöðulitli ráðherra:
„Við verðum að meta, hvað þjóðarbúið þolir annars veg-
ar og hvað þorskstofninn þoUr hins vegar.” Þá var hann
sem sjávarútvegsráðherra að stuðla að áframhaldandi
ofveiði.
Ráðherrann átti við, að þjóðarhagur kynni að krefjast
þess, að áfram verði gengið á þorskstofninn. Það er sama
og að segja, að nauðsynlegt kunni að vera að éta útsæðið.
Og svo látum við svona menn stjórna þjóðinni.
Núverandi sjávarútvegsráðherra hefur ekki talað út í
hött um hina nýju „svörtustu skýrslu” eins og hinn fyrr-
verandi hefur gert um þessa og aðrar fyrri. En auðvitað
er nú sem fyrr freistandi að stinga höfðinu í sandinn.
Ef Halldór Ásgrímsson vill víkja frá stefnu útsæðisáts
fyrirrennaranna, verður hann að gera sér grein fyrir, að
lítill munur er á þoli þorsksins og þoli þjóðarbúsins. Ef
hið fyrra brestur, er hið síðara brostið um leið.
Sjávarútvegurinn hefur alla þessa öld verið eina arö-
bæra auölindin okkar. Hann hefur byggt upp þjóðarauð-
inn og borgað velmegunina. Við stöndum nú andspænis
því, að auðlindina sé að þrjóta og að það sé okkur sjálfum
að kenna.
I skjóli sjávarútvegsins höfum við leyft okkur að halda
uppi dulbúnu atvinnuleysi í fáránlegum landbúnaði kúa
og kinda. I skjóli hans höfum við líka leyft okkur að hægja.
á iðnvæðingunni, sem ein getur tryggt framtíð okkar.
Nú er þetta skjól að hverfa. Þorskveiðin mun hrynja úr
290.000 tonnum á þessu ári niður í 200.000 tonn á næsta ári.
Loðnuveiðin mun hrynja úr 375.000 tonnum á þessum
vetri niður í 100.000 tonn á næsta vetri.
Utgerðarmennimir, sem eru raunsærri en stjómmála-
mennirnir, hafa verið að þinga á Akureyri. Þar hafa
komið fram tillögur um að leggja flotanum í þrjá mánuði
til að hvíla sóknina. Þetta sýnir, hve alvarleg staðan er.
Þetta kann að vera nauðsynlegt. En bezt væri að stöðva
útgerð skipanna, sem grínistar hafa verið að kaupa á
undanförnum árum, gegn ráðum útgerðarmanna og ann-
arra. Þessi skip gera ekkert annað en að spilla fyrir út-
gerð hinna.
Ljóst er, að gífurlegur samdráttur verður í sjómennsku
og fiskvinnslu ofan í þá kreppu, sem fyrir er. Lífskjör
okkar munu versna enn meira en þegar er orðið. Það er
meðal annars herkostnaður okkar af ístöðulitlum ráða-
mönnum.
Jónas Kristjánsson
.nÁaaÁatiM va
Framleiðsln-
ráðið og
einkaframtakið
— Heyröu manni! Má ekki bjóða
þéregg?
Hann var rúmlega meöalmaður á
hæð, í gildara lagi, og hélt á nokkrum
eggjabökkum í fanginu. Hann stóð
uppi viö húsvegg og gerði sig ekki lík-
legan til þess að færa sig nær svo ég
gekktil hans.
— Fyrirgeföu, en ég verð að
læðast með veggjum, vinur! Fram-
leiðsluráöið er á vappi og það er svo
fjandi bjart undir ljósastaurunum.
— Ekki ertu hræddur við Fram-
leiðsluráðiö?
— Hræddur! Eg? Onei, góðimmn,
ég er sko ekki hræddur við þessa
gúbba! Ekkihannég!
Hann færði sig nær veggnum og
bisaði við að færa trefilinn sinn ofar
á andlitið meöan hann sagöi þetta og
skimaöi í sífellu í kringum sig.
— Eneggerusvobrothætt!
— Já, en hvers vegna ættu þeir að
gera þér eitthvaö hjá Framleiðslu-
ráðinu?
— Þeir eru á móti einstaklings-
framtakinu, þessir andskotar! Allir
einstaklingar sem hafa eitthvert
framtak í sér eru í stöðugri hættu.
Sjáðu bara Nonna bróður!
Eg leit um öxl, en sá engan.
— Nonni bróöir er í beikoninu!
Þeim er alveg djöfullega við hann.
Úr ritvélinni
ÓlafurB. Guðnason
Hann hnipraði sig saman inni í úlp-
unni, og reyndi að hverfa inn í vegg-
inn, um leið og stór bifreið fór hjá.
— Er þetta Framleiðsluráðið?
— Nei, þetta var bara hann Denni
á nýja bílnum.
— Guði sé lof! En má ekki bjóöa
þéregg?
— Já, ég hef nú lítiö við þau að
gera.einsoger.
— Oþjóðlegir, montnir, vondir við
börn, á móti bændum, byrði á þjóð-
inni. . .
— Varþaðeitthvaðfleira?
— Ég veit ekki til hvers bændur
eru að drýgja þá dáð að búa meðan
þessi lýður leikur sér hér fyrir
sunnan, eins og ljón við lömb, í
Paradís.
Eg varð klumsa. Það er ekki gott
að f inna svar við þessu.
— Segðu mér nú, hvaö þú átt stórt
bú?
— Það tekur því varla aö tala um
það, enn sem komiö er, en ég vona nú
að það stækki innan tíðar. Það er aö
segja ef Framleiðsluráðið nær ekki
tökum á okkur fyrst.
— En hvers vegna má ekki taka
eggin og svínakjötiö undir sama hatt
og aörar landbúnaðarafurðir? Hvað
er að því?
— Hvað er aö því? Þessir Reyk-
víkingar!
Hann var stórhneykslaður. Svo
stórhneykslaöur, að hakan hvarf
undir trefilinn, sem þó var sigin
langt niður af andlitinu.
— Viltu hokrið? Viltu fátækt í
bændastéttinni? Viltu breyta bænd-
um, bústólpum íslensks þjóðfélags í
smábændur og leiguliöa? Þessir
Reykvíkingar eru úrættað. . .
— Hvaðáttuvið?
— Hva! Lestu ekki blöðin maður?
Fylgistu ekki með því sem er að
gerast í þjóðfélaginu? Veistu ekki að
Framleiösluráðið ætlar að leggja til
atlögu viö einkaframtakið?
— Nei,égvissiþaðnúekki.
— Sjáðu til. Nú er það þannig að
þessir fýrar vilja setja lög um eggja-
framleiðsluna til þess að koma í veg
fyrir að menn geti rekið stór bú sem
borga sig. Þeir hjá Framleiðsluráð-
inu vilja lítil bú sem ekki bera sig.
— Afhverju?
— Það veit ég ekki almennilega.
Hann hætti nú að fikta viö trefilinn,
en ýtti húfunni aftur á hnakka og fór
að klóra sér í höföinu.
— Eg veit ekki almennilega af
hverju þeir vilja lítil bú, en þeir vilja
þau! Menn eiga aö hokra á einni
hænu, helst.
— Ogþúertámótiþví?
— Hvaö heldurðu, maöur? Eg vill
einkaframtak! Það er betra fyrir
neytenduma! Það er betra fyrir
alla! Hvaðerþetta?
— Borgar sig að kaupa strax! Það
verður lítið af þeim fyrir jólin. Það er
segin saga að fólk almennt fer of
seint af staö meö eggjakaupin fýrir
jólin. Það er alvarlegt mál, góði
minn. Engin egg um jólin þýðir að
það verða engar kökur! Og þá verða
börnin óð og heimta meiri gjafir! Þú
mátt trúa því, góði minn, það borgar
sig að taka eggjakaupin snemma og
tryggja sig fyrir jólin.
— En það eru tveir mánuðir til
jóla! Og þar að auki borða ég ekki
kökur!
— Hva! Ertu útlendingur?
— Nei, innfæddur Islendingur,
fæddur og uppalinn í Þingholtunum.
— Nú,Reykvíkingur,semsagt!
Hann rétti úr sér og trefillinn seig
niður eftir andlitinu. Maöurinn var
merkilega líkur Inga Tryggvasyni.
Hann tók tvö skref frá veggnum og
lyfti annarri hendi. Hann veifaði vísi-
f ingri framan í andlitið á mér um leið
og hann þuldi upp allt þaö í fari
Reykvíkinga almennt sem hann átti
erfitt með aö sætta sigvið.
Það heyrðist í sírenu í fjarska og
skyndilega var hann horfinn. Hann
hafði fundið dýpsta skuggann við
húsvegginn og þar kraup hann niður
yf ir eggin sín eins og hæna, dró trefil-
inn upp aö nefi og húfuna niður aö
augum og beið skjálfandi.
— Framleiðsluráðið! Þeir eru á
eftir mér.
Taugar hans brustu og skyndilega
stökk hann á fætur, þreif upp eggja-
kassann og hljóp af stað meðan
sírenuhljóöið hækkaði í sífellu. Á
leiðinni yfir götuna missti hann
kassann, en hikaði þó ekki andartak,
en hljóp áfram. Lögreglubíllinn
þeyttist fyrir homið og bílstjóranum
tókst með miklu snarræði að sveigja
fyrir eggjakassann- en lenti þá í
eggjahvítupolli. Bíllinn rann til,
snerist, og áður en lögregluþjóninum
tókst að stööva, var billinn kominn á
fulla ferð sömu leið og hann kom og
sirenuhljóöiö fjarlægöist. Handan
götunnar stóð eggjasalinn og neri
saman höndum.
— Framleiösluráðið!