Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1983, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1983, Blaðsíða 6
6 DV. LAUGARDAGUR 5. NOVEMBER1983. Sælkerinn Sælkerinn Sælkerinn Sælkerinn PAUL MASSON A „ fuglafestivalinu" verða aligæsir. Fuglafestival Eins og margoft hefur komiö fram hér á Sælkerasíðunm hefur oröiö mikil þróun í íslenskum veitinga- húsarekstri — sérstaklega hefur til- koma hinna nýju veitingahúsa haft mikið aö segja. Nú er farin aö skap- ast ákveöin hefö í veitingarekstri hér á tslandi. Gamla danska „húsmæöraskóla- eldhúsið” er sem betur fer aö hverfa. Frumleg og skemmtileg matreiösla á fiski er allalgeng oröin á reykvísk- um veitingahúsum — þá eru þorra- blótin oröin aö föstum lið. Þaö nýj- asta eru svo villibráðarvikurnar sem nú eru aö veröa aö föstum liö. Undan- famar helgar hafa veitingahúsin Hótel Loftleiöir og Naust boöiö gestum sínum villibráð og í gær hóf veitingahúsið Torfan Juglafestival” og er eins og nafnið gefur til kynna boðið upp á ýmsa rétti úr fuglakjöti. Mætti þar nefna villigæsa-paté og kjötseyöi Chasseur. Þá er boðin fyllt aligæs Au Jus, peking-önd meö appelsínusósu, reyktur lundi, rjúpur aö hætti hússins, steikt grágæs meö lyngsósu og ofnsteikt villigæs. Þaö er skemmtileg tilbreyting aö bjóða fuglakjöt matreitt á svona f jölbreytt- an hátt. Hingaö til hafa Islendingar veriö „litlar” fuglaætur ef nota má þaö orð. Hins vegar viröist áhuginn fara vaxandi á neyslu fuglakjöts enda getur þaö verið mjög ljúffengt. Mörgum vex í augum matreiðsla á fuglum — enda er töluverð vinna viö aö tilreiða fuglakjöt. Þess vegna er upplagt aö bregða sér á veitingahús t.d. Torfuna og kynnast fuglakjötinu. Má vera aö það sé mikil vinna að matreiöa fugla en sem betur fer má nú fá í ýmsum verslunum fugla tilbúna í ofninn. Þaö er skemmtileg nýjung ef þaö verður fastur liður á hverju hausti aö nokkur íslensk veitingahús bjóöi villibráö og mun i þaö eflaust verða til þess aö áhugi al- mennings veröi meiri á þessum ljúf- fenga mat. I sumar sem leiö bauö Torfan gestum sínum ljómandi fiski- hlaöborö og nú er það fuglafestival. Islenskir sælkerar fagna öllum nýjungum á sviöi hinnar göfugu matargeröarlistar. Pöstur og pizzur teljum viö ekta itaiskan mat en þeir luma á ýmsu öðru spennandi. ítalska eldhúsið — það f yrsta í Evropu Þaö voru Italir sem kenndu Frökk- um hina göfugu matargerðarlist. Italir komust snemma í kynni viö araba og þjóðir Asíu og læröu ýmis- legt varöandi matreiðslu og ræktun. Ekta italskur matur er sérlega góöur og ítölsk matargeröarlist mjög áhugaverö enda má finna ítalska. matsölustaði í flestum löndum heims. Nú eru svokallaðar helgar- feröir til útlanda mjög vinsælar hér á landi. Hvernig væri aö bregöa sér á ítalskan matsölustaö þegar út er komið? Ymsir sem Sælkerasíðan hefur rætt við hafa kvartað yfir aö oft sé ekki létt aö lesa matseöilinn. Hér kemur orðalisti til h jálpar. ealamari = smokkfiskur cotechino = krydduð pylsa cotto = soöiö crudo = hrátt dolce = sætt formaggio = ostur freddo = kalt fritto = steikt gamberi = rækjur gelato = rjómaís lumache = sniglar misto = blandað pasta = pösturéttir (spaghetti) pesce = fiskur pollo = kjúklingur secco = þurrt torta = terta tonno = túnfiskur Svaka köldönd Allt er hægt í Ameríku og Evrópu- búar bera sumir hverjir ekki mikla viröingu fyrir ýmsum þáttum í matar- og vínmenningu þeirra Bandaríkjamanna. Hverjum dytti í hug aö blanda saman þurru freyöi- víni og Búrgundarvíni og tappa á kampavínsflösku? Jú, auövitaö Kali- forníumönnum. Á sl. vetri hélt Bandaríska sendiráðið mikla kynn- ingu á bandarískum vínum. Sælkera- síöan sagði þá frá víni sem nefnist því óvenjulega nafni „Very Cold Duck” og er þetta vín blanda af þurru freyöivíni og Kalifomíu Búrgundarvíni. Þessi blanda er býsna skemmtileg og umfram allt hressandi. Helsti kosturinn við þetta óvenjulega vín er að upplagt er aö drekka það í staðinn fyrir sterka drykki og þaö má drekka þaö meö fiski, kjöti og eftirréttum. Það er raunar ekki nýtt aö vínum sé blandað saman, þó er þaö óvenjulegt aö blanda saman freyöi- og rauövíni. Ekki má gleyma aö nefna aö „kalda öndin” á sérlega vel viö fuglakjöt ýmiss konar. Vínframleiðendur í Evrópu eru löngu hættir að hlæja aö vínframleiðslu Bandaríkjamanna, enda hafa framfarirnar veriö óhemjumiklar hjá bandarískum vín- framleiðendum. Bandaríkjamenn skortir enda ekki djörfung og hug- myndaflug og er „kalda öndin” dæmi um það. Þrumugódur þorskur VERY COLD DUCK A Blend of California Champagne and Sparkling Burgundy Flestir Islendingar nema Norð- þorski. En þorskurinn er ljómandi lendingar eru hrifnari af ýsu en matfiskurogeftirsótturt.d. íEvrópu og Bandaríkjunum eins og flestir ef- laust vita. Hér kemur uppskrift aö rétti sem auðvelt er að matbúa og er allgóður. Þessi uppskrift er fýrir fjóra. Þaö sem þarf er: 600 g:. þorskflök 1 græn paprika 1 rauð paprika lstórlaukur 2msk. smjör 3 msk. hveiti 3 dl fisksoð 1 dl r jómi salt/pipar Byrjiö á því aö þvo paprikurnar og skera þær í ræmur. Saxið laukinn. nokkuö smátt. Laukurinn og paprik- an er steikt í smjörinu þar til paprik- an er orðin hálfmjúk. Stráiö hveitinu yfir og blandiö því vel saman við papriku-lauk hræruna. Takiö nú pott- inn eða pönnuna af hellunni og hellið fisksoöinu í pottinn. Hræriö nú vel í pottinum og setjið hann aftur á helluna og hræriö nú rjómanum sam- an viö sósuna. Sósan er krydduö meö salti og pipar. Hún á nú aö vera nokkuð þykk. Roöflettið þá þorsk- flökin og skerið þau í litla bita — þorskurinn er nú settur í sósuna og rétturinn er látinn malla í 5—8 mín. eöa þar til þorskuririn er soöinn. Meö þessum rétti er upplagt aö hafa soðin hrísgrjón og gott brauö frá hand- verksbakaranum. Einnig má bæta blaðlauk út í þennan þorskpottrétt og jafnvel ögn af hvítlauk. Þá má setja réttinn í eldfast fat og strá osti yfir og stinga fatinu inn í ofn þar til ostur- inn er oröinn fallega brúnn — sem sagt auðveldur, ódýr og góður réttur. Umsjón: Sigmar B. Hauksson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.