Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1983, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1983, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGS Bingó verður i Vikingasai Hótel Loftleiða ki. 2.30 Sunnudag, 6. nóv. Verðmæti vinninga kr. 22.600. Vöruúttektað verðmæti kr. 7.000. Veiunnarar fatlaðra fjölmennið. IÞRÓTTASAMBAND FATLAÐRA STJÓRNKERFI REYKJAVÍKURBORGAR Nefnd á vegum borgarstjórnar vinnur aö endurskoðun á stjórnkerfi borgarinnar. Borgarbúum, íbúasamtökum og öðrum hagsmunafélögum, sem vilja koma með ábendingar eða tillögur um tengsl milli íbúanna og yfirstjórnar borgar- innar, er bent á aö senda nefndinni hugmyndir sínar c/o skrif- stofu borgarstjóra fyrir6. des. nk. BORGARSTJÓRINN I REYKJAVÍK, 3. nóvember 1983. FJÁRHAGSÁÆTLUN REYKJAVtKURBORGAR 1984 Nú stendur yfir gerð fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar fyrir árið 1984. Athygli borgarbúa, svo og hagsmunasamtaka (t.d. íbúasamtaka), er vakin á að óskir, tillögur og ábending- ar, varöandi gerð fjárhagsáætlunarinnar, þurfa að hafa borist borgarráöi fyrir 18. nóvember nk. BORGARSTJÓRINN í REYKJAVÍK, 3. nóvember 1983.' OPIÐÍ DAG KL. 10-16. SELJUM IDAG SAAB 900 GLi '82, 4-dyra, brúnn, S gira, ekinn 20.000 km. SAAB 900 GLS '81, 4-dyra, rauður, 4 gira, ekinn 17.000 km. SAAB 900 GLS '81, 4-dyra, drappiitaður, 4 gira. Á mjög góðu verði. SAAB 900 GLS '79, S-dyra, guiur, 4 gira, ekinn 67.000 km. SAAB 99 GL '82, 4-dyra, silver, Sgira, ekinn 18.000 km. SAAB 99 GLi '81, 4-dyra, ijósbiár, 4 gira, ekinn 28.000 km. SAAB 99 GL '80, 4-dyra, dökkbiár, 4 gira, ekinn 48.000 km. SAAB 99 GL '79, 2-dyra, guiur, 4gira. Á góðu verði. SAAB 99 GLS '78, 4-dyra, Ijósblár, 4gíra, ekinn 105.000 km. TÖGGURHF. SAAB UMBOÐIÐ BÍLDSHÖFÐA 16. Símar: 81530—83104. DV:míÖXá'ÖÁ'GÍÍJá5:,NÓVElýfBEk'lé83’n Bókakynning DV Bókakynning DV Kallaður heim Sýnlshorniir nýrri skáldsögu Agnars Þóröarsonar: Hjá Almenna bókafélaginu kemur út skáldsag- an KALLAÐUR HEIM eftir Agnar Þórðarson. Þessi saga gerist í Vestmannaegjum og fjallar um ungt fólk sem dvalist hefur úti í Evrópu og lentþar ígmsu misjöfnu og um miðaldra Vest- mannaeging af konsúlsœttinni sem lengi hefur búið í Bandaríkjunum en vill nú setjast aftúr að í heimabgggð sinni. En þá gerast þessar undar- legu náttúruhamfarir, gosið. Vestmannaegingar ibregðast við eins og alþjóð er kunnugt, en hvað gerist hjá þessu rótslitna hassfólki sem faer slík- ar móltökur? Sagan er spennandi og með dular- fullu ívafi. Eldgosið og baráttan við það er stöðugt á bak- sviði sögunnar og kemur það allt fram eins og atburðirnir gerðust. Kaflinn hér á eftir er dœmi um það. Þaö var ekki flugveður næstu daga til eyja og Andri gat meö góðri sam- visku slæpst í borginni eins og forðum, hitt félagana á kaffihúsum, stundaö bíóin og bókasöfn, hlustað á músík og snuddaö í bókabúöum. Honum fannst nú aö tíminn sem hann haföi verið í burtu heföi verið miklu lengri en í raun, en hann varö aö snúa aftur, annað kom ekki til greina meðan Sara væri þar enn. Auk þess þurfti hann aö ganga frá ýmsu fyrir móður sína. Á leiðinni í flugvélinni var hann sam- ferða nokkrum vísindamönnum sem voru viö rannsóknir á gosinu og útlend- um sérfræðingum. Var honum sagt aö einn þeirra væri heimsfrægur eldfjallafræðingur kom- inn til landsins á vegum Sameinuöu þjóöanna. Hafiö var úfið og grátt fyrir neöan þá og flugvélin tók aö kastast til þegar þeir komu inn yfir eyjarnar. Vísindamennimir reyndu aö benda eldfjallafræöingnum á eldfjalliö sem var að mestu hulið dökkum reykjar- mekki og hvítum gufubólstrum, en þegar þeir lækkuöu flugiö mátti greini- lega sjá svarta hraunbreiðuna á eyj- unni sem þakti hlíðarnar niður frá nýja f jallinu og haföi lagt undir sig austasta hluta bæjarins allt að hafnargarðinum, en síðan tóku húsaraöir viö undan hraunjaðrinum, beinar götur og smá- hús með risi og kvistum og stærri byggingar, skólar og spítalabygging, líkt og þama gengi allt sinn vanagang. En þaö kom fljótlega annað í ljós þegar þeir óku í bil flugfélagsins ofan frá flugvellinum og niður í hálf- kaffærðan og mannlausan bæinn, firrt- an öllu lifi, gluggamir eins og brostin augu, hvergi böm aö leik, hvergi konur á tali, hvergi iöandi lif, ekkert nema menn að mokstri á kolsvartri gjósku ofan af þökum húsanna. Eldfjallafræðingurinn dr. Tazieff sagöi á skríkjandi ensku frá reynslu sinni af gosi i Etnu, þar sem hann haföi starfaö á vegum ítölsku ríkisstjómar- innar. Hafði hraunið þar verið léttfljót- andi og því möguleiki þar að beita sprengingum til að hafa áhrif á fram- rás hraunflóðsins, en það varð þó ekki úr því vegna þess að vínbændur i fjalls- hlíðunum lögðust gegn því, enda fór svo aö hraunflóðið rann óhindrað yfir vínekmmar og ávaxtalöndin, svo að allt huldist hrauni og mannvirki eyðilögðust. Honum var bent á dæluskip fyrir utan höfnina og sjókælinguna, en hann hristi höfuöið og sagði að hún væri ekki til neins, hann hefði sjálfur reynt hana á Etnu án nokkurs árangurs. Þeir óku niður að hótelinu þar sem var farþegamiöstöö og þaöan upp að gosstöðvunum. Jarðfræðingur útskýrði fyrir dr. Tazieff hvernig fjalliö hefði hlaöist upp kringum gíginn þar til barmamir hefðu verið orðnir svipaðir á hæð, en þá tók barmurinn sem sneri að nokkm leyti til bæjarins að síga fram og hefði hann haldiö áfram þeirri stefnu um hálfan kílómetra, skáhallt á bæinn, en á því svæði hefðu öll hús verið komin áður undir gjósku. Við þetta hefði fjallið lækkað, en gosiö sjálft hefði verið í miiuia lagi undanfarna daga og rynni hraun í norðaustur til sjávar þó að eitthvað bæri á hraunlænum sem rynnu til vesturs að efsta varnar- garðinum. Menn höföu lagt þangað nýjan veg í stað hins sem hafði horfið undir hraun og beittu jarðýtum við að koma upp varnargarði, þó að öllum væri ljóst að garðamir hefðu ekki mik- ið viðnám þegar hraunið skriði fram af heljarkrafti. Leiðslur lágu þarna frá höfninni langa leið á brattann, en bunustokks- menn beindu slöngum sínum þar sem þeir komu auga á hraunglóö eöa eim- yrju. Hávarður sem var í fylgd með eld- fjallafræðingnum sagði honum að reynt væri aö útvega sérstakar leiðslur frá Texas sem notaðar væm við olíu- vinnslu og gætu flutt margfalt meira magn en þær leiöslur sem þeir höfðu notast viö nú, en doktorinn svaraði að það myndi þó ekki koma að neinu liði. Þegar honum var bent á aö hraun- skriðið í átt til innsiglingarinnar virtist hafa stöðvast vegna sjókælingar dælu- skipanna sagði hann að til þess lægju aðrar ástæður. Eftir kvöldverð í mötuneyti gagn- fræöaskólans var efnt til fundar með eldfjallafræðingnum. Dr. Tazieff, grannur maður og frem- ur lágvaxinn með stórt nef í sólbrúnu andliti, leit yfir hópinn sem hafði fengið sér sæti í skólastofu fyrir fram- an púltið hjá honum. Hann tók sér krít í hönd og byrjaði að teikna á svarta töfluna. Fyrst teiknaði hann eyjuna eins og sker upp úr hafinu, eyjan stóð á strýtu sem hafði myndast úr hafsbotni ofan á jarð- skorpunni. Hann teiknaði þykkt jarð- skorpunnar sextíu til sjötíu kílómetra, en þar fyrir neðan tók við 1500 stiga heitt basaltlag, sem haf ði rutt sér leið í gegnum þykka jarðskorpuna og upp í gegnum felliö á eyjunni uns þaö fékk útrás í þessu eldgosi sem væri að leggja byggð eyjarinnar í eyði. Enginn mannlegur máttur fengi rönd við reist þessari hrikalegu útrás úr iðrum jarðarinnar svo djúpt að komna, sagði dr. Tazieff og fékk sér vatn að drekka eftir að hafa lokiö þessum inngangi. Þunnt hárið huldi varla móleitan skallann á honum. „Hér dugir ekki annað en að vera raunsær,” hélt hann áfram og setti vatnsglasið aftur frá sér. „Það er óhjákvæmilegt að gera sér grein fyrir því að bærinn er dauða- dæmdur og aðeins spursmál hvenær hann muni gefa frá sér seinasta and- varpiö. öskufallið getur valdið hægu andláti og bærinn horfið undir ösku á næstu tveimur mánuðum ef vindátt verður óhagstæö — eða það getur gerst mjögsnögglega.” Það mátti sjá að mönnum brá við svo afdráttarlausan dauðadóm yfir byggð sem þeir höfðu reynt að bjarga í marg- ar vikur og talið sér trú um að nokkuð heföi áunnist. Doktorinn benti á að gosið í Surtsey hefði staðið í f jögur ár og miklar líkur á að þetta gos myndi haga sér á svipað- anháttog það. „Þá vil ég vara ykkur við þeirri hættu sem gasið er vísbending um,” hélt hann áfram. „Eyjan er greinilega að hækka eins og eggjafrauð. Metra langar sprungur hafa fundist í aðeins nokkurra daga gömlu hrauni og svipaðar sprungur geta leynst undir öskulaginu i bænum. Gasið er bráöban- vænt eins og rottudauðinn í kjöllurum húsa er órækt vitni um, fólkinu stafar af því mikil hætta sem ekki er hægt að vara nógu stranglega við... Hann fékk sér aftur sopa af vatns- glasinu og barkakýlið varð mjög áberandi þegar hann kyngdi. ,íln gasið getur líka bent til þess að likur séu á öðru gosi í miðjum bænum,” hélt hann enn áfram,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.