Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1983, Blaðsíða 5
DV. LAUGARDAGUR 5. NOVEMBER1983.
5
Það er sitthvað,
tillaga og spá
— spáum aldrei um mögulegt aflamagn,
gerum heldur tillögur um æskilegt
aflamagn, segir Jakob Jakobsson
„Þaö er alltaf veriö aö rugla saman
spádómum um hvaö hugsanlegt sé aö
veiða af þorski og tillögum um skyn-
samlega nýtingu stofnsins,” sagði
Jakob Jakobsson fiskifræöingur er DV
leitaði álits hans á þeirri gagnrýni sem
fiskifræöingar liggja nú undir úr ýms-
um áttum eftir aö þeir mæltu meö
aðeins 200 þúsund tonna þorskafla á
næsta ári.
Jakob sagöi aö á árunum 1976 til 1980
heföu fiskifræðingar árlega lagt til aö
ekki yröi farið yfir ákveöiö aflamagn
til að stofninn næði að byggja sig upp.
Aldrei hefðu þeir spáö hverju hægt
væri aö ná meö ótakmarkaöri sókn. öll
árin heföi veriö veitt miklu meira en
fiskif ræðingar lögöu til.
Forsætisráöherra hefur síöustu
dagana ítrekað vitnað í bréf sem hann
fékk frá Hafrannsóknastofnun í
september 1980. Þar segir að óhætt
sé aö veiða 450 þús. tonn næstu þrjú ár-
in og muni bæði hrygningarstofninn og
heildarstofninn stækka þrátt fýrir
þaö.
Arið 1984 þurfi eitthvað að draga úr
því þá komi veikir árgangar inn.
Jakob sagöi að tvær meginástæður
lægju fyrir því aö þessar áætlanir
heföu ekki staðist eftir áriö 1981. I
fyrsta lagi væri enn meö öllu óljóst
hvers vegna 1976 árgangurinn, sem
fyrstu vaxtarárin virtist ákaflega
sterkur, heföi ekki skilaö sér rnn í
veiöarnar sl. vetur og í sumar. 1 ööru
lagi hafi vaxtarskilyröi í sjónum
breyst þannig á örskömmum tíma aö
þorskur á sama aldri nú væri til muna
léttari en þorskur á sama aldri var
fyrir nokkrum árum.
Sem dæmi um þaö verður
þorskaflinn nú líklega um 290 þúsund
tonn af 87 milljónum þorska. En áriö
1979 hefur þyngd þessa sama fjölda
verið 380 þúsund tonn skv. hinni nýju
svörtu skýrslu frá !Hafrannsókná-
stofnun. -GS;
Heimsf ræg söngkona
á leið til landsins
— Judith Blegen frá Metropolitan óperanni syngur
í Háskólabíói í lok mánaðarins
1 tilefni af 25 ára afmæli
Fulbrightstofnunarinnar á Islandi
hefur stofnunin i samvinnu við Há-
skóla Islands afráðiö aö efna til tón-
leika þar sem hin heimsfræga sópran-
söngkona Judith Blegen frá
Metropolitan óperunni í New York
kemur fram.
Aö sögn Franks Ponzi, nefndar-
formanns Menningarsjóös Fulbright,
og Guðmund Magnússonar háskóla-
rektors og formanns Fulbright-
stofnunarinnar hefur tekist aö fá þessa
mjög svo eftirsóttu söngkonu, sem bók-
uö er langt fram í tímann, til aö koma
til lslands sérstaklega vegna þessara
tímamóta. Tónleikamir verða haldnir
í Háskólabíói þriöjudaginn 29. nóvem-
ber og gefst fólki þá einstakt tækifæri
til aö hlýöa á söng hinnar frægu lista-
konu.
Þarf fleiri í lögregluna á Egilsstöðum?
MIKILL FJÖLDI í UNMRHEIMUM
Undirheimar var hún skírð, nýja um aö stunda mikla undirheimastarf-
félagsmiöstöðin á Egilsstööum sem semi í vetur og er ýmislegt í bígerö.
opnuövará fimmtudagskvöldið. Mikill fjöldi fólks var viöstaddur
opnunarhátíðina sem fór vel fram —
Nafnið er komið frá unglingum þráttfyrirnafnið.
á Egilsstööum en þeir hafa á prjónun- Einar Rafn/-JGH
Nýja iþróttahúsió við Skálaheiði i Kópavoginum.
KARFA, KARATE,
BLAK OG TENNIS
— á meðal þess sem i boði verður á
opnunarhátíð nýja íþróttahússins
við Skálaheiði í Kópavoginum í dag
Opnunarhátíð nýja íþróttahússins
viö Skálaheiði í Kópavogi veröur hald-
in í dag, laugardag, og hefst hún
klukkan tvö.
Ymislegt veröur boðið upp á. Homa-
flokkur Kópavogs mun leika í upphafi
en síðan veröa flutt ávörp.
Því næst veröa íþróttafélögin í Kópa-
vogi meö stutt sýningaratriöi. Veröa
sýningaratriði frá DC, UBK, Augna-
bliki, HK, og Gerplu og verður meöal
annars keppt í knattspymu, sýnt júdó
og karate, blak og tennis. Þá verður
keppt í körfubolta.
Iþróttahúsiö hefur nú veriö tekiö í
notkun fyrir nemendur í f jórum skól-
um: Digranesskóla, Hjallaskóla,
Snælandsskóla og menntaskólanum.
öllum bæjarbúum er boðið aö vera
viðstaddir þessa hátíð. Má geta þess aö
um 6 hundruö manns geta fylgst með
leikjum úr stæöum í húsinu en gert er
ráö fyrir viðbótaraðstöðu fyrir áhorf-
endursíðar. -JGH
50 árar
sammrj
í tilefni 50 ára samstarfs við AVERY verðum við
með kynningu á AVERY Commander búðarvog-
um dagana 8. og 9. nóvember nk. kl. 10-16
í húsakynnum okkar, Sundaborg 22.
Sérfræðingur á vegum AVERY verður staddur hjá
okkur báða dagana og mun hann leiðbeina og gefa
góð ráð varðandi notkun voganna.
Umsögn
Hrafn Bachmann
Kjötmiðstöðinni Laugalæk______
Æðislegar!
Ég mundi ekki treysta mér til að
reka verslun í dag án AVERY
voga. Gefur neytandanum fullar
merkingar á miðum.
Gísli Halldórsson
Kostakaup Hafnarfirði_____.
Okkur líkar hún mjög vel. Flýtir
fyrir afgreiðslu og prentar út ná-
kvæma vörulýsingu. Mjög öruggt
tæki.
Björn Kristjánsson
Hagkaupum Skeifunni___________
Sérstaklega góð ög einföld í
notkun.
Jóhann Kiesel
Vörumarkaðinum Eiðstorgi______
Mjög einföld í notkun. Neytandinn
vigtar sjálfur vöruna, t.d. appel-
sínur. Aðeins er ýtt á einn takka
og prentarinn gefur út miða með
öllum upplýsingum um verð, þyngd
og vörutegund. Hægt að fylgjast
vel með hvað við kaupum og hvað
við seljum, þar af leiðandi góð
nýting á vörum.
Runný Bjarnadóttir
Norðurtanganum ísafirði_______
Ákaflega nákvæm. Skammar mig
ef ég geri vitleysu.
AVERY Commar
WEIGHT
kg
PRICE/kg
$
ABCDEFGHIJKL
AVERY Commander ''j
WEIGHT PRICE/kgl PRICE
kg $ 1 $
^ 14.815 6.43 95.26 J
Áprentaðir miðar frá Vörumerkingu hf.
Fullkomin vogaþjónusta og vogaverkstæði að
Smiðshöfða 10. Sími 86970.
ÖIAFUHL ©ÍSlASOil & CO. HF.
SUNDABORG 22 104 REYKJAVÍK SÍMI 84800