Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1983, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1983, Blaðsíða 9
Landsfundur Sjálfstædlsflokksins Allra augu beinast að Sjálfstæðis- flokknum þessa dagana. Landsfund- ur flokksins hófst á fimmtudaginn og stendur yfir til morguns. Athyglin beinist ekki að stefnuákvörðunum eða stjómmálayfirlýsingum, heldur að kosningu formanns. Geir Hall- grímsson hefur ákveðið að draga sig í hlé, og nýr maður tekur við formannsembætti á þessum fundi. Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti stjómmálaflokkur þjóðarinnar og ekki óeðlilegt, þótt menn láti sig það nokkru varða, hver tekur við leið- togahlutverki í flokknum. Það eykur á eftirvæntinguna, að jafnvel fram á síðustu stundu, jafnvel eftir að fund- urinn sjálfur er hafinn, leikur enn mikill vafi á, hver hnossiö hreppi, ef hægt er að tala um hnoss í því sam- bandi. Sh'k staða er harla óvanaleg í Sjálfstæðisflokknum, sem hefur aU- ar götur frá stofnun sinni verið hæg- fara í leiötogavali og í rauninni verið búinn að velja sér foringja og formann áður en til sjálfrar kosn- ingarinnar kemur. Þrír frambjóðendur Nú er öldin önnur. Þrír menn af yngri kynslóöinni hafa gefiö kost á sér og langt er frá, að nokkur þeirra teljist sjálfkjörinn eða hafi „vaxið upp í embættið”. Birgir Isleifur getur að vísu haldið því fram, aö starf hans í flokknum gefi honum nokkurt forskot eftir að hafa veriö borgarstjóri, formaður fram- kvæmdastjórnar og þingmaöur um árabil. Reynsla hans er óneitanlega meiri en hinna tveggja, sem sækjast eftir kosningu. En Birgir hefur ekki verið viðurkenndur sem sjálfsagöur eftirmaöur Geirs, þannig að ef hann verður kjörinn formaður, þá er það þrátt fyrir en ekki vegna stuönings hinna ráöandi afla. Um hina tvo, þá Friðrik og Þor- stein Pálsson, er það að segja, að báðir þurfa einnig að sækja á bratt- ann. Jafnan áður hefur varaformað- ur flokksins tekið við formennsku, þegar formaður hefur falhð fró eða látið af embætti, en slíkt er ekki sjálfgefiö nú. Friðrik er ekki fram- bjóðandi „hinna ráöandi afla” frek- ar en Birgir. Varaformennskan hlýt- ur að verða sá stökkpallur, sem reynist honum drýgstur, þótt á móti komi, að frami hans til þess em- bættis hafi þótt skjótari en margur áhrifamaðurinn getur sætt sig við. Sú skoðun er almennt á lofti innan Sjálfstæðisflokksins, að Geir Hall- grímsson geti helst hugsað sér Þor- stein Pálsson sem eftirmann sinn, en ef það er rétt, þá dugar sú velþóknun ekki meir en svo, að Þorsteinn þarf að minnsta kosti að hafa fyrir því að ná kjöri. Sumir segja, að reynsluleysi á þingi og ungur aldur reynist honum fjötur um fót. Aðrir telja það hans mesta styrk. Nýtt kosningafyrirkomulag Hér er ekki veriö að kveöa upp dóma um þessa þrjá ágætis menn, heldur aöeins verið að draga fram þá staðreynd, að nú er af sem áður var, aö einhver einn sé talinn réttborinn til foringjatignar í Sjálfstæðisflokkn- um. Nýtt kosningafyrirkomulag í for- mannskjöri geri það og mögulegt, að fjórði og jafnvel fimmti maðurinn skjóti upp kollinum í þeim þrem umferöum, sem væntanlega geta farið fram í kosningunni. Sérstak- lega er sá möguleiki raunhæfur, ef það er rétt, að skiptar skoðanir um frambjóðendurna þrjá bendi til þess, aö sjálfstæðismenn séu enn mjög leitandi og hikandi í vali sínu á formanni. Allt getur þetta þó breyst, þegar til atkvæðagreiðslu kemur, jafnvel svo, að landsfundurinn þyrpi sér strax í fy rstu umferð um einn mann. Nýir vendir sópa best Það, sem vekur auðvitaö mestu eftirtektina í þessum formannsslag, er ekki, hverjir séu í kjöri, heldur hitt, hverjir eru ekki í kjöri. Sjálf- stæðisflokkurinn hefur nýlega valið sér sex þingmenn sem ráðherra. Enginn þeirra hefur lýst yfir áhuga á formannsembættinu. Enginn maður milli fimmtugs og sextugs gefur kost á sér. I rauninni er landsfundi ekki boðið upp á að kjósa neinn mann, sem öðlast hefur reynslu i lands- málapólitíkinnL Laugardags- pistill Ellert B. Schram ritstjóri skrifar Því má halda fram, að þessu fylgi kostur. Nýir vendir sópa best. Nýr formaður, sem ekki hefur gerjast lengi í bakherbergjum stjómmál- anna, hefur ekki staðiö í hrossakaup- um og hefur hreinan skjöld af langri pólitískri vist, hefur meiri mögu- leika til að stokka upp og endurnýja. Vissulega er á því þörf. Islensk stjórnmál eru að mörgu leyti stöðn- uð, Sjálfstæðisflokkurinn er sam- dauna þeirri stöðnun og hann þarf á andlitslyftingu að halda. Vakningin i þjóðlífinu, breytt verðmætamat, ný kynslóð og nútímaviðhorf verða að kvíslast inn í hvem þann stjórnmála- flokk, sem vill vera lifandi þjóð- málahreyfing. Kyrrstaða og íhalds- semi, öldungaveldi eöa gamaldags vinnubrögð eru ekki til þess fallin að laða kjósendur að flokki, hversu aðlaðandi sem grundvallarstefnan kannaðvera. Bandalag fremur en flokkur Sjálfstæðisflokkurinn hefur ein- mitt þá stefnu, sjálfstæðisstefnuna, að leiðarljósi, sem gerir honum kleift að laða Islendinga til fylgis við sig. En hún er sömuleiðis þannig í eðli sínu, að auðvelt er að misfara með hana. Þegar einstaklingsfrelsið er í háveg- um haft, verða menn lausbeislaðir og sjálfstæðir í afstööu, enda finnst þeim lítiö til frelsisins koma, ef þeir þurfa að lúta forskriftum flokks- ræðis. Fyrir vikiö verður Sjálfstæðis- flokkurinn að bandalagi óhkra hópa og einstaklinga, verkalýðs og vinnu- veitenda, bænda og búaliðs, kvenna og karla, sem mynda fjöldafylgi Sjálfstæðisflokksins. Flokkurinn er í rauninni bandalag sjálfstæðra ein- staklinga úr öllum áttum. Styrkleiki flokksins felst í þessum veikleika. Frelsið verður óstýrilátt, ein- staklingurinn er í flokknum, vegna þess að hann vill ekki vera hópsál. I slíkum flokki myndast óneitan- lega kjarnar, eða klíkur, sterk öfl og óróleg öfl, hægri menn og miöju- menn, yfirmenn og undirmenn. Atökin í kringum Gunnar Thoroddsen voru að miklu leyti af þessum toga spunnin, slagurinn um Geir Hallgrímsson var sömu ættar. Ekki endilega vegna þess, að þeir persónulega mögnuðu slíkt upp, heldur vegna þess, að þeir urðu per- sónugervingar ólíkra valdahópa. I krafti sterkra foringja hefur Sjálfstæðisflokkurinn haldið saman. Olafur Thors og Bjami Benediktsson hafa löngum verið taldir sterkir samnefnarar og skipstjórar, hvor með sínum hætti. Báðir meö persónuleikum sínum en Olafur auk þess með lagninni og Bjarni með kraftinum. En Geir Hallgrímsson hefur og gegnt sama hlutverki. Um- deildur hefur hann verið, en þraut- seigja og þolinmæði, látleysi og póli- tískur lífsþroski hafa verið hans vopn i sameiningarstarfinu. Minni maður hefði illað dugað í því látlausa óveðri, sem á hefur dunið undanfarin ár. Spurningin er sú, hvort þeir sem nú gefa kost á sér, hafi burði og persónuleika til að halda flokknum saman. Verður formaðurinn foringi? öllum er ljóst aö sprungur hafa myndast. Sárin hafa enn ekki gróið eftir klofninginn um síðustu ríkis- stjóm. Frjálshyggjuhópurinn í flokknum hefur magnaö upp skarpari línur í hugmyndafræðinni. Gamaldagshugsunarháttur þver- skallast við að víkja fyrir nýjum við- horfum. Morgunblaðið hefur ekki hugsaö sér að vera jafneindregið málgagn flokks og formanns eins og hingaðtil. Nýr formaöur, hver sem hann verður, mun fyrirsjáanlega sækja fylgi sitt til eins tiltekins hóps en ekki flokksmanna almennt í þeirri kosningu, sem nú fer fram. Það mun valda honum erfiðleikum, þó ekki verði nema fyrsta kastið. Allt þetta skapar óvissu um fram- tíöina, og mér býður í grun, að hér leynist meðal annars ástæðan fyrir því, að ráðherradómur sé eftirsókn- arverðari en formannssæti í augum þeirrar kynslóðar í flokknum, sem ella ætti nú að vera á framboðsbux- um á landsfundi. I ráðherrastól eru menn kóngar í ríki sínu, en ekki sáttasemjarar í stórum flokki. Hættan í því formannskjöri, sem nú fer fram, er sú, að landsfundar- fulltrúar láti stjómast af annarleg- um ástæðum, meðal annars þeim aö kjósa einn, vegna þess að þeir eru á móti öðrum, að þeir kjósi samkvæmt línu frá herbúðum, en ekki eigin mati á þörfum heildarinnar. Fyrr í þessari grein er talað um formannsembættið sem hnoss. Um það má deila. Hnoss verður það því aðeins, að nýkjörinn formaður hafi þroska og persónuleika og pólitískan styrk til aö verða óumdeildur foringi flokksins. Landsfundur verður aö velja slíkan mann. Flokkurinn allur þarf á þeim manni að halda. Að öðrum kosti veröur formaðurinn aldrei aðforingja. Ellert B. Schram DV. LAUGARDAGUR 5. NÖVEMBER1983. Fri landsfundarsetningu i Háskólabíói.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.