Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1983, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1983, Blaðsíða 36
r Hvað segja þeir um Hoddle? Eftirtaldar umsagnir um Glenn Hoddie eru svör viö þeirri spurningu hvort viö- komandi myndi byggja enska liöið í kringum Hoddie ef hann væri við stjórnvöiinn. L , Gerry Francls. GERRY FRANCIS (fyrrum fyrirliði enskra og núverandi lelkmaður/ {frkvstj. Exeter): Já, ég myndi gera það. 'Hann hefur ótrúiega hæfi- 'leika og hefnr það sem er hvað mikilvægast fyrir miðjuleikmann að hafa, innsæi og meðvitund um hvað er að gerast í kringum hann. En það koma stundir þar sem leikur hans á það i til að deyja út, ólíkt mönn- ;um eins og Bryan Robson og Sammy Lee. En Hoddle hefur svo margt sem þeir hafa ekki og ég heid að þeir i yrðu gott framherjatríó hjá i enskum. .StevePerryman. STEVE PERRYMAN (f yrirliði Tottenham): Já. En ef Bobby Robson ætlar aö hafa Glenn í liðinu, þá verður hann að gera hann að aðalmanni liösins eða bara að sleppa honum. TO þess að ná því besta út úr Glenu verður að gera hann að lykilmanni liðsins. Ef lið- ið verður byggt í kringum hann og ef hann fær linnu- laust tækifæri með iiðinu fá- um við að sjá það besta af Glenn Hoddle. TrevorBrooking. TREVOR BROOKING (West Ham): Já. Það hefur stundum verið sagt um Glenn að hann sé „lúxus- leikmaður” og það má vera satt en ég held að það sé pláss fyrir einn í h verju liðl. Hann er frábær leikmaður og jafnvígur á báða fætur en hann ættl þó að vinna betur en hann gerir. Hans tími kemur þó það verði ekki strax. Er saga TONY CURRIE að endurtaka sig í sögu GLENN HODDLE? Sagt f rá ferli og samanburður gerður á þessum tveimur snjöllu knattspyrnumönnum Það er enginn vafi á því að Gienn Hoddle er einn af snjöllustu knatt- spyrnumönnum Bretlandseyja. Það þarf engan Johan Cruyff tU að dæma um það. Það eru nú tæp f jögur ár síðan hann spUaði sinn fyrsta ieik með enska landsliöinu. Þaö var gegn Búlgariu árið 1979 og Hoddle átti góðan leik og skoraði mark í leiknum, óverjandi skot af 20 metra færi. Síöan hefur Hoddle leikið samtals sautján landsleiki og skorað sex mörk. Sautján ieikir á fjórum árum er lítið,. sérstaklega ef tillit er tekið til hversu frábær ieik- maður Hoddle er. Vinnuþjarkurinn er ofan á í dag En hvers vegna byrjaði Greenwood þá ekki að byggja liðið utan um hann strax árið ’79? Jú, Hoddle var of ungur, aöeins 21 árs. En því lék hann ekki fleiri leiki? Meiðsli höfðu þar mikið aö segja en ekki allt. Það er staðreynd að í ensku knattspymunni í dag og annars staðar í Evrópu er vinnuhesturinn að taka við af þeim leikna. Þetta er ein af ástæð- unum fyrir því að Bobby Rob son hefur aöeins teflt Hoddle fram í f jórum af þeim fjórtán leikjum sem hann hefur stjómað enska liðinu. Eftir aö Englendingar töp- uðu fyrir Dönum í Evrópukeppninni á dögunum var Robson mikið gagnrýndur fyrir að hafa ekki valið Hoddle í liðiö. Varnarræða Robsons „Ef Bryan Robson heföi verið orðinn nógu góður af meiöslunum tU að leika hefði ég sett hann inn á, jafnvel án þess að hann hefði æft sig áður. Glenn var tilbúinn — en ég notaöi hann ekki. Þú getur það með Robson, en ekki Hoddle. Ef hann hefði verið í góðri líkamlegri æfingu og ef andleg afstaða hans gagnvart leiknum hefði veriö rétt þá hefði dæmið horft öðruvísi við. Glenn hafði verið úti tvær eða þrjár vikur fyrir leikinn. Eg hafði hann ekki á bekknum vegna þess að ég held að hann sé ekki þess konar leikmaður sem getur komið inn á þegar tuttugu mínútur era eftir og gert góða hluti.” Hvað sem þessum ummælum Robson liður, þá notaöi hann Hoddle í leiknum gegn Ungverjum enda varla getað verið þekktur fyrir annaö. Hoddle átti stórkostlegan leik og skoraði eitt markanna í 3—0 sigri Eng- lendinga. En er ástæða fyrir Hoddle, og f jölmarga aðdáendur hans, að horfa björtum augum á framtíöina? Sagan endur- tekur sig Ég vil leyfa mér að bcnda á að lands- leikurinn í Búdapesí var sautjándi landsleikur Hoddle en það var einmitt sá fjöldi landsleikja sem Tony Currie spUaöi fyrir enska landsUðiö á árunum 1972-1979. Það er margt líkt meö Currie og Hoddle, leikur þeirra er svipaður og eins ferUl þeirra. Hann einkenndist af meiðslum, en báðir era leik- mennirnir búnir frábærum hæfUeikum sem ekki fengu að njóta sín til fuUs hjá Currie og hafa ekki enn fengið aö njóta sínhjáHoddle. Tony Currie er fæddur 1. janúar 1950 og er því 33 ára. Hann hóf feril sinn hjá Watford og spUaði sinn fyrsta leik aðeins 18 ára gamaU, árið 1968. Með Watford spUaði hann 18 leiki og gerði 9 mörk. Með sUkan árangur að baki var ljóst aö Currie var mjög .Jieitur” í augum stórliða ensku knatt- spyrnunnar. Það var annarrar deUd- arliðið Sheffield United sem hreppti hnossið að lokum með greiðslu upp á 250.000 pund. Meö Uöinu komst hann upp í fy rstu deild árið 1971. Lenti í klónum á Revie Áríð áður hafði hann leikið sinn fyrsta leik með landsliðinu undir 23 ára. Arið 1972 lék hann svo sinn fyrsta leik með A-landsliðinu. Þetta var gegn Norður-Irum, sem þarna unnu sinn fyrsta leik gegn Englendingum í háa herrans tíð. Þá var Alf Ramsey enn við Istjómvölinn hjá enskum og ef hann , hefði haldið áfram væri Currie kannski Hvað segir Currie um Hoddle? Glenn hefur gengið í gegnum erfitt timabil þar sem honum hefur ekkf tekist að vinna sér fast sæti í enska landsliðfnu. Ég veit alveg hvernig honum iíður því að ég hef gengið í gegnum þetta sama. Mér finnst ég ekki vera að ýkja þegar ég segi aö hann er hæfUeikarikasti leikmaður í heimi. Hann verður bara að fá nógu marga leiki tU að sanna þaö. Sendlngar hans ogj boltameðferð eru í heimsklassa. Ég talaöi við Glenn og sagði honum frá því hvernig mér lelð þegar ég var í hans sporum. Ég ráðlagði honum cinfaldlcga að vera þolin- móður og þá gengi aUt betur. Ég held að hann ætti að vera sjálfkjör- inn í enska liðlð og að þaö ætti að byggja spUlð í kringum hann. enn í dag einn af lykilmönnum enska Uðsins eða hefði a.m.k. veriö það á Spáni ’82. En Ramsey var rekinn og við tók Don Revie, sem hafði gert Leeds United að stórveldi og átti nú að gera slíkt hið sama með landsUðið enska en aldrei hefur risið á enska boltanum veriö jafnlágt og undir hans stjórn. Englendingar nefna það tíma- bU sem Revie var við stjóm aldrei aö fyrra bragði og bregðast Ula við ef þeir eru minntir á það. Enska lands- liðinu mistókst að tryggja sér sæti í HM ’74 og ’78 og í Evrópukeppni landsliða. Revie-planið Þetta timabil hefur síðan verið kallaö Revie-planið sem helst virðist miða að því að útiloka leikmenn, sem höfðu knattspymuna í blóöinu, frá landsUðinu, og setja vinnuþjarkinn inn á í staðinn. Og þegar gullaldarUö Leeds er skoðað kemur reyndar í ljós að menn eins og Normann Hunter, Pet- er Lorúner, AUan Clarke, BiUy Bremner og Terry Cooper vora miklu meiri vinnuþjarkar og baráttumenn heldur en leiknir boltamenn, sumir hreinir og klárir tuddar. En þetta

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.