Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1983, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1983, Blaðsíða 15
DV. LAUGARDAGUR 5. NOVEMBER1983. 15 Klassík- flamenco Gítarleikarinn, Símon H. Ivarsson heldur gítartónleika í Selfosskirkju í dag, laugardaginn 5. nóv., kl. 17. A efnisskránni, sem er tvíþætt, er spænsk tónlist. Fyrri helming tónleik- anna leikur Símon klassísk verk, m.a. eftir Albeniz, Turina, Tarrega o.fl., en seinni helming flamenco-tónlist. Símon Ivarsson er eini Islendingur- inn sem leikur flamencotónlist og hefur hann sótt námskeiö hjá •prófessor Andreas Bitista í Madrid á Spáni. Klassískan gítarleik stundaði Símon hjá Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar, undir leiðsögn Gunnars H. Jónssonar, og síðan við Tónlistarhá- skólann í Vínarborg, hjá hinum fræga próf essor Karl Scheit. Símon notar tvo mismunandi gítara við flutning verkanna, annars vegar klassískan gítar og hins vegar er flamencogítar. Símon Ivarsson er löngu oröinn þekktur á Islandi, í gegn-' um margar velheppnaðar tónleika- ferðir um landið, svo og f jölda útvarps- og sjónvarpsþátta. Eins og áður sagöi eru tónleikarnir laugardaginn 5. nóv. kl. 17 í Selfoss- kirkju og er fólk hvatt til að fjöl- menna. Símon H. ívarsson. Lambalæri 105,40 Lambahryggir 105,40 Lambasúpukjöt 71,30 Lambakótelettur 112,00 Lambasneiðar 125,00 Lambasnitchel 239,00 Lambagúllas 230,00 Lambaslög 30,00 Saltaðar rúllupylsur 60,00 Reyktar rúllupylsur 75,00 Londonlamb 158,00 Lamba- hamborgarhryggur 128,00 Hangikjötslæri 128,00 Útb. hangiframpartur 148,00 Útb. hangilæri 229,00 ■ll.UIII.UM.II.'l Ólafur M. Jóhannesson. Sjö skáld í m viid Sjö skáld í mynd heitir sýning á verkum Olafs M. Jóhannessonar sem hefst á sunnudag í kaffihúsinu Mensa við Lækjargötu. Þar sýnir Olafur myndskreytingar Efttr konsertiiui Eftir konsertinn, leikrit Odds Bjömssonar, veröur sýnt á sunnu- dagskvöld í Þjóðleikhúsinu. Þetta gamanleikrit í alvömtón gerist á heimili betri borgara í Reykjavík, þar sem haldin er veisla eftir kon- sert. Og þar eru gerðar byltingar.. Aðalhlutverkin í leikritinu eru í höndum Helgu Bachmann, Helga Skúlasonar og Erlings Gíslasonar, en höfundur leikstýrir. við áður óbirt ljóð eftir sjö skáld. Matthías Johannessen, Snorra Hjartarson, Gunnar Dal, Steinunni Sigurðardóttur, Vilborgu Dagbjarts- dóttur, Jón úr Vör og Jóhann Hjálmarsson. Síðar í mánuðinum mun bókaforlagiö Svart á hvítu gefa mynd- irnarútábók. Sýningin stendur í hálfan mánuð. Tabtu meðírúmi Litli ljósálfurinn slær birtu á næturlífið. Elskan við hliðina svífur ótrufluð á vit ljúfra drauma. Á með- an festir þú litla ljósálfinn á bókina góðu. Þín bíður langur næturlestur í frá- bærum félagsskap. Litli ljósálfurinn kemur víðar að góðum notum. Hvert sem leið liggur, hafðu þennan upplýsta félaga með í för. Litli ljós- álfurinn getur líka notast við rafhlöður og þannig varpað ljósi sínu — hvar sem er. ÓSA Þú færð í PAKKANUM, Borgartúni 22. Einnig getur þú hringt í síma 91-81699 og fengið hann sendan um hæl í póstkröfu. Borgartúni 22, Reylgavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.