Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1983, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1983, Blaðsíða 24
Rakarinn frá Sevilla? Hann stakk við þegar hann gekk. Þreklegur og svipmik- ill, — bauð ekki góðan dag, hélt á trékassa t hægri hendi og ekkifór á milli mála að þar var engin undirtylla á ferð. — Það er best þú farir úr öllu strax því að ekki má neitt verða útundan. Hann setti kassann á stól- inn sem var gluggamegin í herberginu og tíndi uþp tólin. Hann lét móðan rnása meðan hann amstraði við dótið sitt. — Já, þú ert firá Islandi. Hafið þið nóg af seðlum á Is- landi? Það er dýrt að ferðast yfir hafið og spítalinn hér er nú engin fátækrastofnun á ríkisframfæri. Nei, aldeilis ekki. Hér liggja bara arabar og milljónerar. - Hann setti nýtt blað í rakvélina sem hann hafði tekið upp úr trékassanum og héltáfram að tala: — Við byrjum að framan og þú leggst á belginn á eftir. Er það loku- eða framhjá-\ hlaupsaðgerð? Hana, reyndu að slappa af. Þeir eru orðnir nokkrír kropparnir sem ég hef\ skafið. Jú, jú, þeir koma flestir niður aftur, en þó eru það alltaf einhverjir sem anda golunni. Guð og heilög María \ sé með þeim. Fjári eru stíf á þér brjósthárin, þetta er rétt eins og svínaburst. - Enn hafði mér ekki tekist að stynja upp einu einasta' orði. Hann fór að öllu með gát við raksturinn, passaði sig á að skilja hvergi eftir hár- blelt, sagðist vera spænskur og talaði enskuna með hörðum hreimi. Mér kom í hug að hann væri Baski og spurði: 1 — Hefurðu verið lengi hér á Englandi? Hann lagði frá sér rakvél- ina, svaraði ekki strax, skipti um blað og horfði á mig hvössum augum: — Minn Spánn er ekki lengurtil. Hann strauk bendifingri hægri handar niður bringuna á mér frá hálsi og niður undir nafla: — Hérna verðurðu slægð- ur í fyrramálið, kallinn. Þeir hafa fínar sagir og beitta hnífa þarna uppi. — Þögn meðan hann skefur í kringum viðkvæmasta hlutinn á skrokknum, rekur út úr sér tunguna og vandar sig. — Nei, neiþú veist ekki af neinu. Eitt skot í botninn og svo allt búið. Eg hef ekki komið til Spánarífjörutíu ár. Hann gerði hlé á rakstrin- um, þurrkaði augun og þá sá ég að hann var eldri en ég hélt í fyrstu. Brjóstið á mér var blóðrisa og hann sá að ég tók eftirþví. — Það verður Ijótari á þér bringan þegar þeir þama upþi eru búnir að hantéra þig. Er það sá gamli sem á að stjóma og rimpa saman æða- dðtið? Þær segja hann fari alltaf til Islands á sumrin til að drepa fisk. Hvaða fisk er kallinn eiginlega að drepa? — Ætli hann sé ekki á laxveiðum, —sagðiég. Það var dálítið skrýtið að vera glattrakaður frá hálsi og niður á iljar. Mér fannst ég eins og kalónaður grís þar sem ég lá uppí loft á herbergi númer nítján á gallerí þrjú í sjúkrahúsinu við Eúllhamstrít í suðvestur London. Mánu- dagur og miður janúar. Á morgun þriðjudagur og þá. . . Þriðjudagur til þrauta. . . Björnibólinuei Arabískur sjeik Á spítalanum var starfsfólk af öllum litum. Dökkbrúnir og gulir. Þaö var vingjarnlegt. Og vildi allt fyrir mann gera og létta undir meö manni eins og nokkur kostur var á. Þessar lituðu stúlkur voru sérlega indælar. Þær voru ekki sterkar í málinu. Töluðu dálítið bamamál. Á álmunni sem við Islendingarnir lágum á voru bara arabar og Islendingar. Þetta var prívatsjúkrahús og sumir sögöu að engir hefðu efni á því að liggja þama nema arabar og Islendingar. I næsta herbergi lá ansi gjörvulegur sjeik. Hann átti fjallmyndarlega konu sem kom á hverjum degi að heimsækja hann. Eitt af því sem ég gerði mér til dundurs var að telja loðfeldina sem hún kom í og þeir vora að minnsta kosti jafnmargir og dagamir voru sem hún kom. Ég kynntist sjeiknum og hann bauð mér til Saudi-Arabíu. Hann sagði mér aö hafa bara samband. Björn Bjarman er ritari nýrra samtaka hjartasjúklinga á ís- landi. í viötalinu segir hann frá aðgerð í London sem hann fór í 1978. Inn í viðtalið er fléttað frá- sagnarköflum sem Björn skrifaði um það leyti og lýsa upplifun hans á aðgerðinni. Björn er lögfræöingur að mennt og hefur stundað ritstörf. Skrifað smásögur og leikrit auk þess sem hann er þekktur fyrir pistla sem hann skrifaði frá skákeinvígi aldarinnar ’72 svo eitthvað sé nefnt. Hann hefur lengst af stundað kennslu og kall- ar sig kennara: „Hitt nota ég ekki nema á þurfi að halda,” segir Björn. „Eins og ef einhver ætlar að fara að kenna mér lög- fræði.” „Þar sé ég að ég er knmlnn með m; Bjöm Bjarman tekur á móti okkur á inniskóm og vísar okkur til sætis í vinnuherbergi sínu. A borðinu era tímarit: Heart Beat og Taming the number one killer. Björn er vanari því að sitja í sæti blaðamanns en fyrir svöram og spyr ljósmyndarann hvort það sé ekki best upp á birtuna að hann sitji í sófanum. Hann lítur á Kjarvals- mynd fyrir ofan sig þegar hann er sest- ur í sófann. Myndin er grænt stúlku- andlit. „Kjarval gaf mér þessa stúlku og það er afar gott aö hafa hana fyrir framan sig viö skrifboröiö. Jú, ég er búinn að fá mér ritvél aftur,” segir hann aðspurður hvort hann stundi ekkert ritstörfin. ,,Og við eram hætt að þérast. Þetta bölvað bar- dús í kringum slagverkið hefur hindr- aðmigíölluslíku. ” „Þetta er nú ekki klassíska sagan um manninn sem fær sting úti á götu og er fluttur í of boði á s júkrahús heldur beint framhald af of háum blóöþrýst- ingi sem uppgötvaðist fyrir 10 áram. Ég hef þá vafalaust verið búinn að ganga með háþrýsting lengi. Hann leynir afar mikið á sér. Mín persónu- lega skoðun er sú að það sé hreint ekki vanþörf á þvi að allir sem era orönir 18 ára og eldri séu mældir. Ef þetta finnst nægilega fljótt er hægt að koma í veg fyrir þær afleiðingar sem ég varö fyrir. Það var allt um seinan þegar ég kom til læknis. Þetta þróaöist stig af stigi. Ég fékk verk í brjóst og út í handlegg. Sjúkra- bíll fór aö frekventera tröðina og maður fór gjaman einstaka sinnum á rauðu ljósi,” segir Björn rólegur. Hjartaþræðing „Árið 1977 stóð dálítiö illa í bóliö hjá mér. Um sumarið var verið að taka upp sjónvarpskvikmynd eftir mig og ég lét sjúkdóminn lönd og leið. Ég fékk þetta síðan beint í bakið þegar haustaði 77. I október það ár fór ég þrisvar eða fjórum sinnum á Land- spítalann Seinni partinn í nóvember þetta ár fór ég í hjartaþræðingu sem mikið hefur verið talað um og meira kannski af vanþekkingu en viti. Hjarta- þræöing er fyrst og síðast rann- sóknaraðferð. I fljótu bragði sagt þá er farið meö slöngu í gegnum mann. Skorið á æð í nára og slöngunni ýtt alla leið upp i stóru slagæðina eða ósæðina. Þá er sprautað kontrastefni niöur í hjarta og kransæðar. Síðan er kvik- myndað. Að gefnu tilefni vegna gagn- rýni sem þetta tæki hefur fengið vil ég taka fram aö það er fyrst hingað komið til margþættra rannsókna annarra en hjartarannsókna. Þessari rannsókn fylgja engar kvalir, í mesta lagi smá- óþægindi. Maður liggur í eins konar hálftunnu og er snúiö á alla enda og kanta meðan mynd er tekin. Fylgst er meö þrýstingi og öllu slíku á meðan á þessu stendur. Til að leggja áherslu á hvaö tækið er framstætt má geta þess að læknamir nota gamlan sjónvarps- skerm í stað nýtísku. Eg hef oft farið í rannsókn bæði hér og erlendis. Það er mikill munur hvað betur er búiö að þeim erlendis og tækin eru þar eingöngu gerð til að skoöa hjarta og kransæðar. Daginn eftir rannsókn kallaöi læknir mig afsíðis og sagði mér að ég þyrfti greinilega á aðgerð að halda. Hægri kransæðin væri ailt að því stífluö og sú vinstri alls ekki laus við þykkildi. Að- gerð var eina lausnin. Þetta var í lok nóvember. Fór í þessa aðgerð blindandi Læknirinn sagði að fljótt upp úr ára- mótum fengi ég nákvæmar upplýsing- ar. Ég færi ekki seinna en um miðjan janúar út. Að öðra leyti fékk ég afar fátæklegar upplýsingar um aögerðina. Ég fór í þessa aðgerð blindandi. Þaö eina sem komst að hjá mér var að ég fengi einhvem bata. Eg sá að ekki var hægt að lifa viö það ástand sem ég hafði búið við síðustu vikumar. Það eina sem ég hugsaöi var að líðanin gæti ekki orðið verri en hún var. Eg var ókvíðinn. Á þessum árum höfðu ekki margir farið í svona aðgerð. Það fóru í allt 28 sjúklingar þetta ár. Núna er þessi tala 130—160 á þessu ári. Það sér hver að það var ekki sent í hverri viku á þessumárum. Síöan geröust hlutirnir nokkuð fljótt. Fljótlega fékk ég að vita að ég ætti aö mæta á Brompton Hospital í London. Ég átti að vera mættur þar úti þriðjudaginn 17. janúar. Þann dag ætti aðgerðin aö fara fram klukkan 9 að morgni. Til gamans get ég þess að þrátt fyrir að ég hefði veriö oft á Landspítalanum í rannsókn kom í ljós að ég haföi aldrei verið blóðflokkaöur. Ég þurfti því að fara sérstaka ferð til aö láta blóöflokka mig. Það var líka annað sem átti eftir að plaga mig dáh'tið. Skilyröi fyrir aö aðgerðin væri framkvæmd var að í mér væri engin tönn skemmd. Ég var með gervitennur að ofan og einhverjar skemmdir í neðri gómi. Tíminn var svo naumur að það varö að rífa úr mér allar tennur í neðri gómi. Þetta hefur líklega verið til að fyrirbyggja sýk- ingu. Þetta kom mér í koll eftir aðgerð- ina. Það var með því sársaukafyllsta þegar tvær hjúkranarkonur voru að troða upp í mig neðri kjaftinum þegar ég kom af gjörgæsludeild. Gat ekki sent varamann Aögerðin var svonefnd By pass eða framhjáleiðsluaðferð. Hún er fólgin í því að bláæðabútar eru teknir úr hand- leggjum eða fótum, brjóstholiö opnaö og þessir bútar eða græölingar festir annars vegar við ósæðina og hins vegar fyrir neðan skemmdina á kransæðinni. Það vora tveir bandarískir læknar sem notuðu þessa aðferð fyrst ’67. Þetta var því tiltöiulega nýtt þegar ég fór. Fyrsti íslenski sjúklingurinn sem fór í svona aðgerð fór 72. Læknirinn sem fram- kvæmdi þessa aðgerö fyrstur í Bret- landi og í tíu ár var Mr. Clealand. Það var sagt í grini að þaö væri kaup kaups aö hann fengi að lemja laxveiðiár á sumrin hér heima og rista Islendinga á vetrum. Clealand hefur komið hingað á hverju sumri og veitt lax og á marga góða kunningja hér. Hann hefur áreiðanlega átt stóran þátt í aö skapa brú í hjartaskurölækningum milli Islands og Bretlands. Hann var að draga sig í hlé um þetta leyti og ég var meö síöustu sjúklingunum sem hann skar. Ég fór í kalsa veðri héðan — einn upp í himinblámann og hafði ekki annaö faramesti en vissuna um að ég kæmi betri heim til baka. Ég var öraggur um að ekkert óhapp yrði og verri gat ég ekki komið. Af tilviljun var annar sjúklingur með fylgdarmanni með sömu vél og ég fór í og það er yfirleitt venjan að vera meö fylgdarmann. Ég vildi aftur á móti fara einn. Ég gat ekki sent varamann á völlinn. Þetta var eins manns leikur. . Eg þoldi illa breytingarnar í þrýst- ingi þegar viö voram að lenda í Lond- on. Eg kom því dálítið dauður út úr vél- inni og vissi lítið af mér fyrr en ég var kominn á spítalann. Mér fannst dálítið fornfálegt á Brompton þá. Blóöþrýstingsmælamir vora til dæmis karlmannstak að halda á. Þær vora að siigast undan þessu hjúkranarkonurnar. Ég gat mér þess til að þetta væri fyrsta módelið af slíkum tækjum. Núna er hins vegar orðið mikið breytt á Brompton, búið að teppaleggja og ísskápar á sjúkra- stofunum þannig aö menn geta jafnvel fengiö sér einn gráan eftir aögerð,” segir Bjöm og glottir. Ég kom á laugardegi. A mánudags- morgun kom dálítið skemmtilegur Spánver ji til að raka af mér öll lífhár. Viðtal: Siffurður G. Valffeirsson Mffndir: Einar Ólason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.