Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1983, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1983, Blaðsíða 11
DV. LAUGARDAGUR 5. NOVEMBER1983. 11 Gerir þú þér ofhú- leitar hugmyndir um eigin hugarUraft? hér kemur hávLsindalegt próf sem ákvarðar það Dæmi iír prófinu: Það hafur hvarfíað mð mér að ég gæti létíð atburði gerast, aðeins með þvi einu að hugsa nógu sterkt um þé. Til eru menn sem staðfastlega halda því fram aö þeir geti haft afar mikil áhrif á fólk eða atburði í kringum sig með hugsun sinni einni saman. Þetta hefur verið nefnt hugs- anaflutningur og er það fyrirbrigði sem sálfræðingar og geðlæknar hafa deilt um lengi vel. Menn greinir á um hvort hugsanaflutningar geti gerst í rauninni eða hvort hér sé aöeins um ímyndun eina aö ræða. Vísbending um geðkktfa Nú hafa sumir vísindamenn sett fram þær kenningar sínar að þaö att aö venjulegt fólk sem aldrei hafi talið sig búa yfir yfirskilvitlegum mætti, fari aö halda að það geti haft áhrif á eitthvað í kríngum sig með sínum hugsunum, sé beinlínis vís- bending um geðklofa eða einhvers slags geðveíki. Eftir því sem þess konar hugsanir ágerist með fólki því meiri líkur séu á þessum andlegu sjúkdómum. Rótt og rangt Þessir sömu sálarvisindamenn hafa gert nokkurs konar próf sem þeir hafa lagt fyrir fólk og kannað viðbrögð þess við. Þetta er próf í alls þrjátíu liðum og fólkinu gert að meta hvem lið út frá hugtökunum rétt og rangt. Viðbrögö fólksins við þessum ákveðnu þáttum prófsins eiga að gefa til kynna hversu háleitar hug- myndir það geri sér um eigin hugar- kraft og þannig jafnframt hversu ná- lægt það sé andlegum sjúkdómum á borð við geðklofa og geðveiki. Er afít í lagi með þig ? Til gamans (og alvöru) fyrir les- endur DV birtum við hér helming þessara þátta í prófi sálarvísinda- mannanna, það er aö segja fimmtán liði. Ut frá kenningum þessara manna þá eiga þeir sem svara fleiri en tólf þessara þátta sem réttum að fara að hugsa alvarlega um eigin geðheilsu. Þá eru hugmyndimar um eigin hugarkraft orðnar of háar og miklar. Prófíð - metið liðina vandiega og samviskusam- lega I. Til er fólk sem getur láið mig vita af sér meö hugsun sinni einni saman. II. Eg hefi fengiö þá óþægilegu tilfinn- ingu að halda að ég sé ekki mannleg- ur. RI. Eg hef i á stundum óttast það að stiga á linumar á milli gangstéttarhelln- anna. Talið það óheillavott. IV. Eg býst við að ég geti lært að lesa hugsanir annarra ef ég gæfi mér tíma og þolinmæði til þess. V. Stjömuspámar mínar hafa ræst oft- ar en svo aö þær geti talist tilviljanir einar. VI. Það er oft svo að ýmsir hlutir á heim- ili mínu virðast hafa færst litillega úr stað þegar ég kem heim, án þess þó að nokkur hafi veríð inni i íbúðinni á meöan ég var f jarverandi. VII. Það hefur stundum læðst að mér sú afkáralega hugsun aö sjónvarpið mitt eða útvarpið viti af þvi að ég sé aö horfa/hlusta á það. vm. Ég hefi nokkrar áhyggjur af þvi að lífverur á öðrum plánetum viti af okkur mönnunum á jörðunni. IX. Eg hefi stundum verið úti á gangi um götur og þá hefur hvarflað að mér að einhver skilaboð bíði mín i nálægu húsi, til dæmis úti í næsta verslunar- glugga, sem ég verði að lesa. X. Eg hefi uppgötvaö viss hljóð á hljóm- plötunum mínum sem heyrast ekki af þeim nema endrum og sinnum, kannski bara einu sinni. XI. Eg hefi stundum fengiö það á tilfinn- inguna að ég missi einhvem mátt eða orku þegar ákveðið fólk horfir á mig eða snertir mig. XII. Ef þaö sannast að endurholdgun er til, er ég viss um að hún getur skýrt marga sjaldgæfa reynslu sem ég hefi upplifað. xm. Fólk hagar sér stundum svo undar- lega og óeðlilega að maður getur ekki ímyndað sér að maður sé þátt- takandi í því sama. XIV. Það hefur hvarflað að mér að ég gæti látið atburði gerast, aöeins með því aðhugsanógu sterkt um þá. XV. Mér hefur stundum fundist sem ókunnugir menn lesi hug minn. Þá er þessari sálfræðiprófun, sem svo má kalla, lokið. Þið munið að ef þið hafið metið fleiri en tólf þessara fimmtán liða sem rétta þá eruö þiö komin með of háleitar hugmyndir um eigin hugarkraft. Þá ber ykkur aö leita sállækninga, lesendur góðir. Bæbæ.. . A/lar gerðir og stærðir af bílum til sýnis og sölu á staðnum, greiðslukjör við allra hæfi, malbikuð bílastæði, 800 fm innisalur. PEUGEOT 505 ST11980. BENZ 280 E ARG. 1980. Opið laugardaga 10—6, sími81588. Fimm toppsölumenn með óþrjótandi þolinmæði. Við erum / Ármúla 7 Reykjavík. GUDF1NNS Armúla 7 ■ Simi 81588 BMW 518 1981. SUBARU 4x4 1982. AMC EAGLE 4x4 ÁRG. 1981. BENZ 280 SE 1978. Er bíllinn þinn á réttu markaðsverði? Guðfinnur með ráðgjafarþjónustu um verð á notuðum bílum. CITROÉN REFLEX 1982 SNJÓSLEÐI, RAVASARI LTD 1982. Verslið þar sem úrvalið er mest og aðstaðan best. BíHnn að morgni, seldur að kveldi. HONDA ACCORD . 1982

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.