Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1983, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1983, Blaðsíða 48
Vestfirskir togarasjómenn: Vilja leggja skrap- dagakerfið niður Félagar úr skipstjóra- og stýri- mannafélaginu Bylgjunni á Isafiröi komu þeirri hugmynd á framfæri á þingi Farmanna- og fiskimannasam- bandsins aö skrapdagakerfi togara yröi lagt niöur. Þykir ýmsum skjóta skökku viö aö leggja þaö niður þar sem kerfiö var fundið upp til aö beina togurum frá þorskveiöum og enn er fyrirsjáanlegur samdráttur í þeim veiðum. En Isfiröingar rökstyðja mál sitt með því aö veiðieftirlitsmannakerfið og aflaskýrslur Fiskifélags Islands gefi svo glögga mynd af stöðunni, næstum upp á dag, aö skrapdagakerfið sé óþarft. Segja þeir aö í heildina væri hag- kvæmara aö leyfa mönnum að haga þorskveiðum sínum aö vild og stöðva þær þá fyrirvaralaust ef í óefni stefndi, fremur en aö menn veröi að elta þorsk tiltekna daga þegar þeir eiga ef til vill, síður von á honum en ella. -GS Áskorun Alþýðusambandsins: Fulltrúarneytenda úrsexmanna- nefnd Miöstjóm Alþýöusambands Islands hefur skorað á Sjómannafélag Reykja- víkur og Landssamband iönaöar- manna aö draga nú þegar fulltrúa sína út úr sexmannanefnd. Jafnframt skor- ar miöstjómin á ríkisstjórn og Alþingi aö vinda bráðan bug aö breytingum á stöönuöu verðmyndunarkerfi land- búnaöarins meö nýrri lagasetningu um Framleiösluráö landbúnaðarins. I ályktun miðstjómarinnar um þetta mál segir að verðlagningarkerfi land- búnaðarins sé með öilu rofiö úr tengsl- um við neytendur í landinu en verö ákvarðist út frá forsendum sem sex- mannanefnd hafi engin áhrif á. Því skorar miöstjórnin á fyrrnefnd félaga- samtök að-draga fulltrúa sína úr sex- mannanefnd þar sem þeir hafi ekki raunhæfar aöstæöur til þess aö gæta þeirra hagsmuna sem þeir eru settir til aö gæta. Meö því myndi skapast nauösynlegt svigrúm til þess að stokka upp í heild allt veröákvöröunarkerfi landbúnaöarins. Ályktunin er sett fram vegna þeirra hugmynda sem uppi em um aö fela Framleiðsluráöi landbúnaðarins og sexmannanefnd ákvörðunarvald um framleiðslumagn og verölagningu á eggjum, alifuglum og svínum og telur miöstjóm ASI að með þeirri breytingu sé hætta á verðhækkun varanna og hugsanlega offramleiöslu. Auk tveggja fyrrgreindra félaga- samtaka átti ASI sæti í sexmanna- nefnd sem fulltrúi neytenda, en þaö sagöi sig úr nefndinni fyrir nokkrum ámm. ÖEF 27022 AUGLÝSINGAR SÍÐUMÚLA 33 SMÁAUGLÝSINGAR —AFGREIÐSLA SKRIFSTOFUR ÞVERHOLTI 11 86611 RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12—14 LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1983. Stöðugleika Hólmadrangs, eins nýjasta og dýrasta togara f lotans, þykir ábótavant: KJOLFESTAN ER AÐ VERDA FULLFERMI — farið fram á að stöðugleikaúttekt verði gerð á öllum íslenskum fiskiskipum Þrátt fyrir aö einn nýjasti og jafn- framt dýrasti togari flotans, Hólma- drangur, hafi fengið haffærisskír- teini Siglingamálastofnunar Islands eftir aö hann var afhentur frá skipa- smíðastöðinni Stólvík í Garöabæ fyrr á árinu er þrivegis búiö aö auka verulega við kjölfestu skipsins af öryggisástæöum. Skipiö hafði aðeins fariö í nokkrar veiöiferöir þegar 25 tonnum af steypu var bætt í botn þess, aö eindreginni ósk áhafnar. Við þaö skánaöi þaö eitthvað og var ekkert frekar að gert í sumár, enda góð tíð til veiða allt sumarið. Fyrir röskum mánuði var enn bætt tiu tonnum af steypu í skipiö þar sem það þótti ekki haga sér eðlilega og eftir gagngerar endurmælingar var svo bætt 60 til 70 tonnum í það. Hefur þá verið bætt um hundrað tonnum viö kjölfestuna frá því aö skipið fékk haff ærisskírteini sem öruggt skip. Sjómenn, sem veriö hafa á Hólma- drangi og DV hefur haft tal af, lýsa því allir á sama veg. Það valt nánast ekkert miðaö viö venjuleg skip, það braut á því eins og á skeri og það var steindautt, eins og sjómenn oröa þaö. Þaö geta verið einkenni of hás þyngdarpunkts. Þá lagöist þaö óeðlilega á hléborö undan kuli og væri ekki snúið á fullu afli á toginu lagöist það óeðlilega á hliðina inn í beygjuna. Skipstjóri, sem oft hefur séð Hólmadrang að veiöum, sagði í viðtali viö DV aö hann heföi aldrei séð skip haga sér eins og Hólma- Þrivegis hefur verið aukið við kjöifestu hins nýja og dýra togara, Hólmadrangs. drangur, hann skildi ekki hreyfingar skipsins. Allar þessar lýsingar eiga við áöur en 60 til 70 tonnunum var bætt viö, enda er þaö fyrst þessa dagana sem verið er aö reyna þaö eftir viöbótina. öll þessi steypa hefur þyngt skipið svo aö þegar það er meö fulla vatns- geyma og olíugeyma við upphaf veiöiferöar er það nánast komið á hámarks hleöslumerki miöað viö siglingar í N-Atlantshafi, þ.e. að skipið er þá nálega meö fullfermi. Þar sem Hólmadrangur er verk- smiöjutogari sem frystir flök um borö fer hlutfallslega mikil olia fyrir hvert tonn af afuröum svo skipiö þyngist ekki verulega eftir þvi sem á túrinn liður. Þetta mál var m.a. kveikja áskorunar Skipstjóra- og stýri- mannafélagsins öldunnar í vikunni á öryggisnefnd Farmanna- og fiski- mannasambandsins um aö gerð veröi stöðugleikaúttekt á öllum is- lenskum fiskiskipum. -GS Skipverjar á Gisia Arna búnir að hifa netabún- aðinn i iand og voru að taka ioðnunótina um borð i Reykjavikurhöfn igær. DV mynd: S LOÐNUVERTÍÐ HAFIN — sjómenn mjög óánægðir með loðnuverðið Yfirnefnd verölagsráðs sjávarút- vegsins ákvaö loðnuverð til bræðslu veturinn ’83 til ’84 um kvöldmatar- leytiö í gærkvöldi. Þaö var ákveöið 1.330 fyrir tonniö miöaö viö 16 prósent fituinnihald og 15 prósent fitufritt þurrefni. Hækkar það eöa lækkar eftir breytingum á því. Þetta er lægra verö en almennt haföi verið búist við miðað við markaðshorfur á mjöli og lýsi og geröi Oskar Magnússon, formaöur Sjómannasambands Islands og nefndarmaður í yfirnefnd,þá grein fyrir atkvæöi sínu aö hann teldi í engu tekiö tillit til afkomu sjómanna. „Þá tel ég aö ekki hafi komið fram þau rök, hvorki er varðar markaðs- forsendur né um vinnslukostnað verksmiðjanna er réttlæti þetta lága verö.” Hilmar Rósmundsson, fulltrúi út- vegsmanna, tók í svipaðan streng og sagöi hráefnisverö ekki í neinu sam- ræmi við þær hækkanir sem orðið heföu á loönuafuröum á heimsmark- aöi frá því síðasta hráefnisverö var ákveðið. Eftir því sem DV rekur minni til var það 44 aurar áriö 1981. Blaðinu er kunnugt um aö sjómenn væntu tals- vert hærra verös en þetta. Flotinn beiö í startholunum í gærkvöldi þar sem ákveöið var aö róa ekki fyrr en verö lægi fyrir en ekki var unnt að kanna í gærkvöldi hvort verðlagning- in hefði breytt nokkru úm upphaf veiöa. Loðnubátarnir eru 51 og mega veiöa frá rösklega sex þúsund tonn- um upp í rösk 10 þúsund tonn eftir stærð og var reiknaö með að fjöldi þeirra héldi til veiða í gærkvöldi. -GS Úf vegsmenn vil ja banna f lotvörpu Tilmæli til stjórnvalda um bann við notkun flotvörpu var ein helsta sam- þykkt á annars tíðindalitlu þingi Landssambands íslenskra útvegs- manna sem lauk á Akureyri síðdegis í gær. Snarpar umræöur uröu um málið og tillaga um bann síðan samþykkt meö nokkrum meirihluta eftir skriflega at- kvæðagreiðslu. A þinginu var einnig talsvert rætt um hvort taka ætti upp kvótakerfi um veiðar á öllum botnfiski á næsta ári. Skiptar skoðanir voru um það en það var samþykkt meö 43 atkvæðum gegn 27 aö skipa níu manna nefnd til að kanna máliö. Skal hún skila áliti fyrir árslok. Aöalfundurinn beinir því einnig til stjórnar samtakanna að hún taki þegar upp viðræður viö stjórnvöld um hvernig takmarka megi sókn fiskiskipaflotans til þess aö fiskstofnar verði ekki ofveiddir. I almennri ályktun fundarins á Akur- eyri segir meðal annars aö veröi rekstrargundvöllur útgeröarinnar ekki tryggður aö mati stjórnar LIU fyrir þann 1. febrúar næstkomandi, er bráöabirgöalög ríkisstjómarinnar falla úr gildi, kalli stjóm samtakanna saman til fundar trúnaöarráö samtak- anna í þeim tilgangi að taka ákvöröun um til hvaða aðgerða skuli grípa til þess að tryggja hallalausan rekstur á meöalskipi fiskiskipaflotans á árinu 1984. I fundarlok fór fram stjórnarkjör og var Kristján Ragnarsson endurkjörinn formaöur Landssambands íslenskra útvegsmanna. -JBH, Akureyri. Skaupið samið Þeir Andrés Indriöason og Þráinn Bertelsson hafa veriö fengnir til að semja áramótaskaupið sem sýnt verð- ur í sjónvarpinu á gamlárskvöld. Þeir voru einnig höfundar aö áramótaskaupinu í fyrra en þaö þótti smellið og margir góðir punktar í því. -klp'

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.