Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1983, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1983, Blaðsíða 21
Hvað geta kynferðislegir draumar sagt þér? Berðu of mikla virðingu fyrir yfirvöldum? DV. LAUGARDAGUR 5. NOVEMBER1983. Lifirðu bara hálfu lífi? langanir. Þú getur fundiö smávægileg tákn í slíkum draumum en þaö er svo erfitt aö túlka þá aö það er einungis hægt með aðstoð sálfræöings. Þessa drauma veröur — eins og aöra drauma — að túlka meö hliðsjón af þeim tilfinn- ingum sem atburöir i draumnum vekja meö dreymandanum. Að fljúga Þetta eru oft þægilegir draumar sem eru tengdir ómeðvituöum óskum um aö geta meira en þú raunverulega getur. Þig langar til aö lyfta sjálfum þér yfir aðra umhverfis þig með ótrú- legum brögðum. Flugdraumar sýna aö þig langar til aö veröa betri en þú ert. Hvers vegna? Hvemig hefur þetta áhrif á líf þitt dags daglega? Veltu því fyrir þér. IMakinn í boði Hér kemur hvöt þín til aö sýna sjálf- an þig. Þú stendur aleinn, nakinn í miklu samkvæmi. Ef draumurinn er þægilegur og allir eru ánægöir með þig þá er þetta bara hreinlega draumurinn um aö vekja athygli. En draumurinn getur líka verið afar óþægilegur þar sem þú snertir þama á nokkru sem er bannaö. Yfirleitt eru draumar um það sem er bannað leiöinlegir. Ef þú hefur oröiö þér til skammar í öörum félags- skap nýlega getur sú upplifun komiö fram í svona draumi. Próf í skólanum Þú situr meö sveittan skallann og reynir aö leysa prófiö sem liggur fyrir framan þig. Draumur þessi túlkar þá tilfinningu þina aö þú ráöir ekki full- komlega viö þaö sem þú fæst viö. Draumurinn frá hræöslu þinni viö aö mistakast kynferöislega eða í vinnu eöa bara hreinlega sem manneskja. Peningar, verðmæti Hér fjalla draumamir um áhrif og stöðu í lífinu. Um sjálfsstjórn og að hafa stjórn á öðrum. Aö hafa peninga er á vissan hátt aö hafa ákveðin völd yfir öörum, sérstaklega þeim sem em næst mannl Aö eiga peninga er aö hafa stjórn á sjálfum sér. Þessir draumar geta einnig haft kynferðislega merk- ingu. Að koma of seint í strætó eða flugvél Þú ert búinn aö týna einhverju sem þú getur ekki fundiö eöa fengið neins staöar. Þaö getur falið i sér samband eöa atvinnumöguleika. Tilfinning þín um eigin takmöriíun og vonbrigöi um- myndast í draumaheiminum yfir í þaö aö þú ert alveg að missa af strætis-, i vagnieöa flugi. Horfinn stigi Oþægilegur draumur. Stiginn eöa vegurinn sem þú gengur hverfur skyndilega. Þú ert á leiðinni í nýju vinnuna þína og skyndilega hverfur gatan. Þú ratar ekki. Draumurinn sýnir efa þinn og hræðslu um aö hafa valið rangt starf, félaga eöa fram- komu. Draumamir sýna efa þinn og óskir um eitthvað annað. Hérna get- uröu líka lært þaö aö jafnvel þó aö þú . sért ekki í neinum vafa þegar þú vakir . er oft efi innra meö þér. i Kynferðislegir draumar i Þetta eru draumar sem veröur að ' túlka ákaflega persónubundið. Kyn- feröislegir draumar eru oft þægilegir óskadraumar. Tilfinningar sem þú leyflr þér ekki aö hugsa um á daginn en fara á kreik á nóttunni. Hamingjusam- lega gifta manneskju dreymir um aðra en maka sinn. Viö þetta er ekkert aö at- huga. En ef þú ert meö einhverjum sem þú fyrirlítur getur það bent til að í þér sé falin ofbeldishneigð eöa masó- 1 kismi. Kynlíf í draumi getur einnig staöiö fyrir þaö að þér þyki vænt um einhvern sem kemur svo fram á þenn- an hátt i draumnum. Eldur, vatn, . náttúruhamfarir Sterk náttúruöfl tákna mikia krafta í sjálfum þér eöa meöal þinna nánustu. Jaröskjálfti í draumi getur þýtt að þú verður ástfanginn — eða ástríöu. Eld- ur getur einnig þýtt brennandi ást til einhvers. En hann getur einnig þýtt fyrirlitningu á einhverju í þínu eigin fari eöa eitthvað sem þér stafar ógn af hjá öörum. Þaö er enginn annar en þú sjálfur sem getur túlkað hvaö af þessu þaö er sem draumurinn táknar. Hafir þú séö eldgos getur þú lifaö þaö upp í draumi. Þá vinnur draumurinn á hræöslu þinni viö gosið. Hafir þú ekki séö neitt gos getur draumurinn táknaö tilfinningalegt gos. Ást á einhverjum. Vatn stendur fyrir óljósa krafta sem við ráðum ekki við. Ef þú drukknar eða berst á öldunum ert þú aö öllum lík- indum í stöðu sem þú ræður ekki viö. Hafiö getur lika táknað upphaf lífsins og að þig dreymi um móður þína. Að koma of seint Þú ert meö slæma samvisku vegna einhvers sem þú ræöur ekki viö. Þú ert hræddur um aö lífið sé að fara frá þér. | Vonsvikinn vegna áhættu sem þú þorð- ir ekki að taka eöa hræddur við aö eld- ast. Horfna klósettið Þig dreymir að þú þurfir aö fara á salernið en getir ekki fundið það. Þetta getur einfaldlegá þýtt aö líkaminn er aö gera þér viðvart um að þörf se á úr- lausn. En draumurinn getur líka táknaö tilfinningar synd ar og vonbrigði vegna einhvers sem þú treystir þér ekki til að taka upp á yfirborðið vak- andi. Bjargað á síðustu sekúndu Draumurinn byrjar eins og martröð. Þú ert hræddur um að þú munir farast í slysi en tekst aö afstýra því á síðustu sekúndu. Til dæmis með því að sveigja bilinn tU hUöar áður en hann æðir fram af hengiflugi. I þessum draumi vinnur undirmeðvitundin á þeim átökum og vandamálum sem þú glímir við. Leitar lausna og sér möguleika sem þú hefur ekki áður uppgötvaö. Heilbrigt sjálf þitt afstýrir óhöppum. Þegar þú vaknar er þér létt og Uður vel. Síöar um daginn tekst þér ef til viU að vinna á erfiðleikum á glæsilegan hátt. Þetta er nokkuö sem þú getur líklega þakkað draumnum. Villt dýr Þetta stendur fyrir sterka krafta í okkur. Eöa sterka krafta sem koma innan frá. Dýrin koma yfirleitt alltaf í tengslum við martröö. Ef þú ert hræddur við urrandi ljón í draumi getur þaö gjarnan verið eigin geð sem þú ert hræddur um. Þaö getur gjarnan veriö ógnun fyrir þig ef þú ert heltek- inn sterkum tUfinningum sem þú ræöur vart yfir í vöku. Sterk kynhrif geta einnig komið fram sem vUlt og hættuleg dýr í draumi. Svona ræður þú yfir draumum þínum Þú getur stýrt eigin draumum. Þú getur vingast við djöflana í martröðum þínum. Þú getur meira aö segja látiö þig dreyma meövitaða drauma. Að stunda þetta notalega áhugamál getur einnig oröiö til þess aö þú verðir sterkari andlega og aö þú ráðir betur við erfiða stööu í lífinu. Tveir amerískir sálfræöingar og l draumarannsakendur, Stephen L- Berge og Patricia Garfield, hafa í bók- 1 um og viðtölum útskýrt þessa nýju tækni sem flestir menn geta reynt á sjálfum sér. En þaö krefst geysilegrar þolinmæði. Fyrst ferðu aö hugsa meira um eigið draumalíf. Reyndu aö afbera þaö, jafnvel þó að í þvi sé aö finna fráhrind- andi martraöir. Þú talar við sjálfan þig. Sefar þig. Margoft segir þú: Eg ætla aö láta mig dreyma. . . og svo nefnir þú þaö sem þú vilt aö þig dreymi. Hafir þú oft martraöardrauma getur þú legið og sagt við sjálfán þig: í nótt skal ég svo sannarlega ekki flýja und- an þessum ræfils manni eða skrímsli. Eg leyfi þaö ekki aö bíllinn fari fram af hengifluginu eða á vegginn þannig aö ég vakni skíthræddur og sveittur um allan líkamann. Eg ætla aö horfast í augu við skrímsliö og sveigja frá hengifluginu. Hugsaðu um þetta af alefli í fimm mínútur áöur en þú sofnar. Þú verður samt að brynja þig þolin- mæði. Það getur tekiö allt aö fimm vik- ur áöur en þú verður einhvers árang- urs var. Breytingin getur að sjálfsögöu oröið fyrr en flesta drauma munum viö ekki. Viö munum yfirleitt ekki aöra drauma en þá sem okkur dreymir rétt áöur en viðvöknum. Á þennan hátt geturðu gert drauma þína þolanlegri. Þú getur í draumi fariö aö hitta fólk sem þú vilt hitta, lent í þeim ástarævintýrum sem þú vilt, feröast og upplifaö spennandi hluti. Flogiö sjálfur og yfirbugaö andstæö- inga. Þegar þú ert farinn að hafa áhuga á eigin draumum feröu aömuna æmeira þegar þú vaknar. Það sem er mest heillandi upplifir þú þegar þú hefur lært að dreyma meðvit- aöa drauma. Drauma þar sem þú veist aö þetta er allt saman draumur. Stephen LaBerge hefur byggt upp sérstaka tækni i kringum þetta: Skilyrðin eru þau aö þú hafir ekki svo ýkja mikið að gera á morgnana. Byrjaöu þess vegna æfingar um helgar þegar þú getur legið í rúminu eftir aðþú vaknar. Þú vaknar af draumi. Þar sem þú ert ekki vanur aö vakna upp frá draumi skaltu stilla vekjaraklukkuna aöeins fyrr en þú vaknar venjulega. Mögu- leikinn á aö klukkan hringi í miðjum draumi er mikill á morgnana. Þú reynir fyrst aö muna eins mikið og þú getur úr draumnum um morgun- inn. Því næst lestu bara eitthvaö á meðan þú ert glaðvakandi og hugsar ekkert um drauminn í svona kortér. Þá leggurðu þig áfram og segir um leiö við sjálfan þig. Nú ætla ég aö muna hvaö mig dreymir. Þú liggur alveg af- slappaður á mörkum þess aö sofna og ímyndar þér sjálfan þig liggjandi í rúminu meö augu sem renna hratt til þannig hreyfast augun þegar þig dreymir. Þá hugsar þú um drauminn sem þig dreymdi og um að þú sért viss um aö það sé draumur. Þetta endurtekurðu nokkrum sinnum fyrir s jálf um þér. Skyndilega einhvern morgun eftir að hafa æft þig í margar vikui- gerirðu merkilega uppgötvun. Þú hefur sofnað aftur. Er byrjaö að dreyma upp á nýtt en veist að þaö er bara draumur. Upp að vissu marki geturðu síðan stýrt því um hvað þig dreymir. Allt þetta veröur auöveldara ef þú skrifar draumadagbók þar sem þú á hver jum morgni skrifar það niöur sem þig hefur dreymt um nóttina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.