Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1983, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1983, Blaðsíða 27
! Jí'SÖiAJiVfJV! h rfaOAOHAQIJA. I..VO DV. LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER1983. Kortsnoj svörtu mönnunum og tefldi Nimzo4ndverska vöm. Kasparov óö á hann með peðum sínum kóngsmegin, en Kortsnoj lét sér ekki segjast og fórnaði riddara. I staðinn fékk hann þrjú peð Kasparovs á kóngsvængn- um sem aö öðru jöfnu eru góð skipti. I þessu tilviki reyndist þetta þó óhag- stætt, því að Kasparov tókst að not- færa sér hálfopnu línumar kóngs- megin til sóknar gegn svarta kóngin- um, sem hann leiddi til lykta með glæsilegum leikfléttum. 1 síöari skákinni lék Kortsnoj drottningarpeöi sinu fram um tvo reiti í fyrsta leik, eins og í einvíginu sem aldrei var háö i Pasadena. Kasparov svaraði í sömu mynt að þessu sinni og tefldi Tarrasch-vöm. Framan af fylgdi skákin troðnum slóðum, m.a. einni einvígisskáka Kasparovs við Beljavsky í Moskvu í vor. Kortsnoj tefldi eins og fræðin mæla með, en nýjung Kasparovs ruglaði hann í ríminu og hann missti frumkvæðið. Eftir miklar flækjur gaf hann drottningu sína fyrir tvo hróka og heföi átt að halda jöfnu, en í tímahrakinu tókst Kasparov að skáka af honum annan hrókinn og vann létt. Fyrri skák þeirra gekk þannig fyrirsig: Hvítt: GarríKasparov Svart: Viktor Kortsnoj Nimzo-indversk vöm. 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. e3 0-0 5. a3 Bxc3+ 6. bxc3 d6 7. Bd3 e5 8. e4 c5 9. Re2 Rc610.0-0 Bg411. f3 Bh512. d5 Ra5 13. g4 Bg614. h4 Rxg415. fxg4 Dxh4 16. Hf2 Dxg4+ 17. Hg2 Dd7 18. Rg3 f6 19. Ha2 b5 20. cxb5 c4 21. Be2 Dxb5 22. Bg4 Rb7 23. Be6+ Kh8 24. Hab2 Dc5+ 25. Khl Dc7 26. Rf5 Rc5 27. Hxg6! Rxe6 28. Hh2 Kg8 29. Hxh7! Kxh7 30. Dh5+ Kg8 31. dxe6 Hfe8 32. Bh6 He7 33. Rxe7+ Dxe7 34. Hxg7+ og Kortsnoj gafst upp. Og til gamans er hér brot úr fyrri skák Kasparovs við Tal. Svart: Garrí Kasparov Hvítt: Mikhail Tal 1. De3 f6 2. De4 Bxb3?? 3. Rxb3 Hótar drottningunni og jafnframt hróknum á d5. Kasparov hefði nú getað gefist upp með góðri sam- visku. 3. — Hxdl 4. Rxc5 Hxel+ 5. Dxel b6 6. Rd3 He7 7. Bxe5 Rxe5 8. De4 h6 9. Rxe5 fxe510. c4 Kf711. c5 og nú fyrst gafst Kasparov upp. er í Gerðubergi, keppnisstjóri er Hermann Lárusson. Bridgefélag Akureyrar Sveitakeppni Bridgefélags Akureyrar hófst þriðjudaginn 25. október. Alls spila 19 sveitir, sem er mesta þátttaka sem um getur í sögu félagsins. Spilaðir eru tveir 16 spila leikir á kvöldi. Að loknum tveimur umferðum er röö efstu sveita þessi: Stig 1. Stefán Vilhjálmsson 40 2. Hörður Steinbergsson 32 3. Smári Garðarsson 30 4. PállPálsson 28 5. KáriGísIason 26 6. Jón Stefánsson 26 7. Stefán Ragnarsson 25 Þriðja og fjórða umferð verða spilaöar í Félagsborg nk. þriðjudag kl. 19.30 stundvislega. Nú er lokið fjögurra umferða Thule- tvímenningskeppni Bridgefélags Akureyrar. Verðlaun hafa framleið- endur Thuleölsins gefið. Keppnin aö þessu sinni var nokkuö jöfn og spennandi. Sigurvegarar urðu Páll Pálsson og Frímann Frímannsson sem hlutu 735 stig, í öðru sæti voru Helgi Sigurðsson og Vilhjálmur Hall- grímsson með 720 stig, en þeir eru nýlega famir aö spila með B.A. Spilaö var í þremur 14 para riðlum, alls 42 pör, þar af spiluöu 10 konur. Röð efstu para varð þessi: Stig 1. Páll Pálss.-Frímann Frímannss. 735 2. HelgiSigurðss.-Vilhj.Hallgrímss. 720 3. Stefán Ragnarss-Pétur Guðjónss. 718 4. Ólafur Ágústss.—Grettir Frimannss. 707 5. Gylfi Pálss.—Helgi Stefánss. 689 6. Páil Jónss.-Þórarinn B. Jónsson 687 7. Júlíus Thorarcns.-Alfreð Pálss. 684 8. Amar Daníelss.-Stefán Gunnlaugss. 676 9. KarlSteingrímss.-Bragi Jóhannss. 658 10. Tryggvi Gunnarsson-Rcynir Helgas. 655 Meðalárangur er 624 stig. Keppnisstjóri er Albert Sigurðsson og mun hann stjóma keppnum félagsinsívetur. Bridgefélag V-Hún. Hvammstanga Guðmundarmót var haldið 29/10 sl. með þátttöku frá Siglufirði, Sauðár- króki, Skagaströnd, Blönduósi, Hólmavík, Borgamesi og Borgarfirði auk heimamanna. Spilaður var barómeter undir röggsamri stjóm Guðmundar Kr. Sigurðssonar. Urslit: 1. Þórir Leifsson- Þorsteinn Pétursson, Borgarfirðl 149 2. Jón Sigurbjörnsson- Asgrímur Sigurbjörnsson, Siglufirði 116 3. Anton Sigurbjömsson- Bogi Sigurbjörasson, Siglufirði 111 4. Flemming Jessen— Hrafnkell Óskarsson, Hvammstanga 83 5. Jón Aras., Þor. Sigurðss., Blönduósi 76 6. Gunnar Sveinsson- Kristófer Ámason, Skagaströnd 58 7. Kjartan Jénsson— Maríus Kárason, Hólmáv. 50 8. Reynir Pálsson- Þórður Þórðarson, Borgarfirði 40 9. Karl Sigurðsson- Kristján Bjömsson, Hvammstanga 10 10. Baldur Ingvarsson- Eggert Levy, Hvammstanga 4 Alls spiluðu 24 pör. Verðlaun gáfu Sameinaðir verktakar h/f. Opna Hótel Akranesmótið Helgina 12. og 13. nóvember nk. veröur haldið hið árlega bridgemót sem kennt er við Hótel Akranes, en eins og aliir bridgespilarar vita er þetta mót orðið hefðbundiö. Mótið verður með svipuðu sniði og undanfarin ár.Þrjátíu og tveimur pör- um em ætluö sæti í mótinu, spilin verða tölvugefin og spilaö verður sam- kvæmt barómeter-fyrirkomulagi. Eins og á undanfömum árum býður Hótel Akranes upp á einstaklega hag- stæða helgarpakka. Pakkinn kostar aðeins 1.200 kr á mann og innif alið er: Laugardagur: hádegisverður, kaffi, kvöldverður. Sunnudagur: morgunverður, hádegisverður. Auk þess er gisting og keppnisgjald innifaliö. Keppnisgjald fyrir þá spilara sem ekki notfæra sér helgarpakka Hótel Akraness veröur kr. 800 á parið. Veitt verða mjög vegleg peninga- verðlaun eins og undanfarin ár. Hótel Akranes gefur þau og er heildarupp- hæð þeirra 30.000 kr. sem skiptist þannig: 1. sæti kr. 15.000. 2. sæti kr. 10.000. 3. sætikr. 5.000. Ekki er endanlega búiö aö ganga frá því hver verður keppnisstjóri. Spilarar sem eru ákveðnir í því að taka þátt í opna Hótel Akranesmótinu 1983 geta tilkynnt sig í síma 93-2000 á skrifstofutíma fyrir miðvikudaginn 9. nóvember nk. Björn Theodórsson, nýkjörinn forseti BSI, setur mótið. Fulltrúi nvrra siöa án söluskatts Samkvæmt frétt hér í blaðinu fyrir skömmu kom hingað til lands dönsk kona eins og guö skóp hana i nælon- sokkum og háhæluðum skóm og skemmti fólki á veitingahúsi með því aö fara úr skónum og sokkunum. Hér var auðvitað á ferðinni fulltrúi nýrra siða, nokkurs konar framúr- stefnukona, þvi aö á þessum árstima tökum viö Islendingar fram úlpurnar okkar og skinnhúfumar og ég er viss um að ef íslensk kona færi aö striplast á borðunum okkar innan um tvöfalda vodkann og sevenuppið myndum viö sjá sóma okkar í því aö lána henni trefil áöur en við legðum til að hún yrði send annaðhvort á Klepp eða heim að sofa úr sér vím- una. Fulltrúi nýrra siöa fékk hins vegar engan trefil og þótt hann legði sig í Benedikt Axelsson smástund á boröi úti í sal virtist eng- inn hafa neitt við það aö athuga og sá ég ekki betur en menn hefðu bara gamanaf þessu. Eg hef svo sem ekkert út á allsbert kvenfólk aö setja í sjálfu sér og er það vafalaust ekkert verra skemmti- atriöi en kappklæddar konur sem ganga fram og aftur á sviði undir taktföstum tónum laganna öxar við ána og Forðum daga var ég að deyja úr ást — nú er ástin dáin í mér — og hjartað í mér er — eins og þriðja flokks smér sem Bonni Tæler syngur á klukkutíma fresti í útvarpinu og myndi sjálfsagt syngja þetta oftar fyrir okkur ef Brahms og Beethoven þyrftu ekki að komast áð líka. Mér hefur alltaf fundist eitthvað vanta til að lífga upp á svartasta skammdegið því að þótt ljósastaur- amir geri sitt besta í því efni dugar það ekki til og ekki þekki ég nokkum mann sem vildi borga hundrað og þrjátíu krónur fyrir að glápa á ljósa- staur jafnvel þótt hann væri settur á svið. Við þurfum á bærilegri upplyftingu að halda þegar drungi vetrarins hvíl- ir á okkur eins og önnur afborgun af vísitölutryggðu láni sem á eftir aö hækka þangað til upphæðin verður í ætt við stjömumar þvi aö það er ljóst að þótt ýmsar skuldir verði greiddar með pennastriki verða aðrar að borgast með þeim peningum sem almenningur í landinu hefur yfir að ráða. Hann er ekki með veskið sitt fullt af pennastrikum svo ég viti til. Alvarlegir tímar En því miður eru alvarlegir tímar framundan því að útgerðin er að fara á höfuðið vegna þess að skipin henn- ar sprengja nætumar sífellt á síld- veiðunum og loðnukvótinn er víst orðinn svo stór að ekki er viðlit að veiða upp í hann allan nema til komi þau skip sem eru á þorskveiðum á þurrulandi. I landbúnaði eru allir á hausnum nema sláturhúsin sem starfrækt em í þrjár vikur á ári en taka sér hvíld að því búnu með flísalögn og hundrað manna kaffistofu á meðan bændur lepja dauðann úr skel á dráttarvél- um án söluskatts og undirbúa næsta kartöfluuppskerubrest svo að sex- mannanefndir hafi eitthvað annaö að gera en reikna út launaliði og verð á blýöntum til sláturgerðar. Um iðnaðinn þarf ekki aö ræða. Mér finnst ekkert undarlegt þegar svona er í pottinn búiö þótt menn taki það til bragðs til að lífga upp á sálarlífið að flytja inn danska konu til að sprikla með fótunum uppi á borðum veitingahúsa og ég vona að stjórnvöld sjái sóma sinn í því að fella niður af henni söluskattinn eins og gert er við aðrar nauðsynjar nú í seinni tíð. Bjart framundan En sem betur fer er bjart fram-' undan í efnahagslífinu því að nú á að fara að reisa álver við Eyjafjörð vegna þess að það er búið að reikna þaö út að útilokað sé að slíkt ver skili hagnaöi og skilst mér að nú standi aðeins á því að byggt veröi raforku- ver, sem verði að sjálfsögöu einnig rekið með tapi, til að Akureyringar geti farið að kaupa sér vörubíla eins og Húnvetningar og sem betur fer er vist enginn vandi að reka þá með tapilíka. Ég er alveg dæmalaust mikill aðdáandi stóriðju og mér finnst alveg grátlegt að horfa á allt raf- magnið renna til s jávar í stað þess að nota það í einhvem taprekstur og ég er viss um að ef við hefðum farið að huga að þessum málum fyrr værum við búnir að ná helmingi betri árangri í taprekstri á öllum sviðum í dag og ættum nú tugi álvera úti um allt land og mörg hundmö vömbíla. Eg legg því til að ríkisstjómin felli' niður söluskatt af álverum. Kveðja Ben.Ax. # Jk F\ Æk VIÐGERÐAR- L.JrlLJJr\ þjónusta. • Vatnskassa- og bensíntankaviðgerðir. • Erum einnig sérhæfðir í Fíat- viðgerðum. BÍLAVERKSTÆÐIÐ AUÐBREKKU 4 KÓPAVOGI, SIMI 46940.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.