Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1983, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1983, Blaðsíða 4
4 DV. MÁNUDAGUR 21. NOVEMBER1983. Vilborg Haröardóttir, varaformaður Alþýðubandalagslns: Mun fylgja eftir áföngum okkar í jafnréttismálum Nýkjörin forysta AlþýOubandalagsins. Svavar Gestsson var endurkjörinn formaður en aörir stjúrnar- menn vuru nú kosnir til starfa i fyrsta sinn. Frá vinstri, Svavar Gestsson, Vilborg Harðardóttir varafor- maður, Margrét Frimannsdóttir gjaldkeri og Helgi Guðmundsson ritari. DV-mynd Bj. Bj. Vilborg Haröardóttir, útgáfustjóri iöntæknistofnunar Islands, var kjör- in varaformaður Alþýöubandalags- ins á landsfundi flokksins sem lauk í gærkvöldi. Vilborg haföi ein tilkynnt fyrir landsfundinn aö hún myndi gefa kost á sér til varaformanns flokksins og var þaö aö áskorun alþýöubanda- lagskvenna. Uppstillingamefnd geröi þaö aö tillögu sinni aö Vilborg yröi kjörin varaformaöur og komu ekki aörar tilnefningar fram til þess embættis þrátt fyrir aö verkalýös- armurinn og aðrir hópar hefðu veriö aö kanna grundvöll fyrir öörum frambjóöendum. Vilborg var aö því spurö hvort hún teldi sig vera sérstakan fuUtrúa kvenna. ,,Já, að sumu leyti hlýt ég að líta svo á. Ég er auðvitaö kosin af öUum landsfundarfulltrúum en ég bauö mig fram sem f uUtrúi k venna. ” Muntu beita þér fyrir málefnum kvenna sérstaklega? „Eg mun vinna aö öUum þeim mál- um sem upp koma innan Alþýðu- bandalagsins. En ég tel að engin mál séu sérstaklega kvennamál. Þau mál sem konur hafa nft tekið aö sér aö sjá um eru alveg eins málefni karl- manna. Svo dæmi sé tekiö skipta bamaheimUismál og hvemig búiö er aö börnum jafnrniklu máU fyrir karla og konur. Hins vegar hef ég hugsaö mér aö fylgja eftir þeim áföngum í jafnrétt- ismálum sem viö konur höfum náö í Alþýðubandalaginu. Við höfum náö fram mikilsveröum áföngum. Á und- anförnum árum hafa konur orðiö mun virkari en áöur var, þær hafa orðið meira áberandi í störfum flokksins og tekiö mikinn þátt í þeim. Á síöasta kjörtímabUi voru konur í meirihluta í miöstjóm flokksins. Ég á ekki endilega von á aö það verði áfram en viö höfum nú komið þeim lagabreytingum á að hvort kyn hafi aö minnsta kosti 40% fulltrúa í stofn- unum flokksins. Þaö er mjög stórt skref sem enginn flokkur hefur áöur stigið.” Nú eru konur 30% félaga í Alþýöu- bandalagmu. Er þetta sanngjörn regla? ,,Já, því ef menn meina eitthvaö í alvöru meö tali sínu um aö rétta hlut kynjanna þá verður aö gera ein- hverjar raunhæfar aögerðir. Konur hafa minni tækifæri tU félagsstarfa og flokksstarfa og viö erum aö reyna aö rétta þaö. En þeir eru nú farnir aö hafa orö á því karlarnir aö í lokin muni þetta sennilega verða þeirra vöm.” Hvaö helduröu aö þaö hafi í för með sér að breyta skipulagsreglum Alþýðubandalagsins þannig aö þaö veröi einskonar „regnhb'farsam- tök”? ,,Ég veit nú ekki hvort þaö veröur nein regnhbfarsamtök. En þetta ger- ir þaö mögulegt aö hafa félög og fé- laga innan Alþýðubandalagsins sem samþykkja markmiöin en vilja ekki vera fullgUdir flokksmenn. Þeir geta þá veriö í félögum sem eiga aöild aö Alþýðubandalaginu. Viö gerum okk- ur vonir um aö meö þessu getum viö virkjað tU samstarfs fleira vinstra- fólk sem er okkur sammála um marga hluti. Við viljum samfylkja vinstri mönnum í landinu til að tak- ast á viö þessa harðsvíruöu ríkis- stjórn sem viö höfum fengiö yfir okk- ur.” Hver finnst þér merkustu mál þessa þings aö framangreindum málum undanskUdum? „Við erum hér aö móta þá stefnu hvemig viö ætlum í samvinnu viö verkalýðshreyfinguna að vinna gegn þessari íhaldsstjóm sem nú situr. Mér þykir umræðan um utanríkis- málin emnig hafa verið mjög mikU- væg vegna þess aö hér er veriö aö takast á viö gamla drauga sem em arfur frá gömlum tíma. Þaö eru enn menn í þessum flokki sem hafa þau viðhorf í utanríkismálum og í afstööu tU Sovétríkjanna sem mörgum þykja löngu úrelt,” sagöi VUborg Haröar- dóttir nýkjörin varaformaöur Alþýöubandalagsms. ÓEF Stjórnmálaályktun Alþýðubandalagsins I stjórnmálaályktun landsfundar Alþýöubandalagsins, sem lauk í gær- kvöldi, segir meöal annars: „Meö framsókn hægri aflanna í ríkisstjórn Framsóknarflokksms og Sjálfstæðisflokksins hefur félagsleg- um lausnum á vanda þjóðfélagsins veriö hafnað. I staðinn fá markaðs- öfbn að vaöa fram. Samtök launa- fólks eru svipt mannréttindum og bfskjör eru lakari en um áratuga skeiö. Atvinnuöryggi er í verulegri hættu. Fyrirtækin eru aö stöövast og hundruöum manna hefur þegar veriö sagt upp. Kaupmáttur tímakaups er nú kominn niöur í þaö sem var fyrir 30 árum. Stefna ríkisstjómarinnar gerir ráö fyrir því aö kaupiö veröi lækkað enn frekar á næsta ári og ísland veröi láglaunasvæði þar sem veruleg og vaxandi kjaraskeröing festistísessi.” I ályktuninni segir ennfremur aö gert sé ráö fyrir aö eyöa 100 milljón- um króna í flugstöövarbyggingu á næsta ári en allar framkvæmdir í heilbrigöismálum eru stöðvaöar, — á sama tíma og foreldrar eru neyddir til aö vinna myrkranna á milb til aö geta framfleytt fjölskyldum sínum eru uppi áætlanir um aö fella niöur framlög til dagheimila, — millihöim- ir í landbúnaði, sem undanfariö hafa lagt milljaröa króna í vinnsluhabir, halda ótrauöir áfram aö fjárfesta í þarfbtlu húsnæði þótt framleiðsla hafi dregist saman, — ríkisstjórnin segist vera aö leysa vanda húsbyggj- enda, en staðreyndin er sú aö þaö tekur launamanninn nú rúmum teimur árum lengri tíma aö vinna fyrir staöabbúö en á sama tbna í fyrra. I ályktuninni er lögð áhersla á aö bráðabirgðalögin um skertan samningsrétt veröi afnumin, — stefnt veröi aö því aö kaupmáttur al- mennra launa veröi sambærilegur viö þaö sem var áriö 1982 og aö launamunur veröi aldrei meiri en 1:2, — unniö veröi aö samræmingu bfeyrissjóöanna í eitt lífeyriskerfi, — stöövaöar veröi þarflausar eyðslu- framkvæmdir á vegum banka, obu- félaga og annarra miUiliöa og bönk- um veröi fækkað og þeir sameinaðir, — dregiö veröi úr innflutningi, — orkuverö til álversins hækkaö skil- yröislaust og frekari útþensla banda- ríska hernámsins verði stöövuö. „Alþýöubandalagiö er reiðubúiö tU viöræöna viö önnur stjómmálasam- tök og aöUa vinnumarkaöarbis um útfærslu þessara efnisþátta í nýrri stjórnarstefnu,” segir í stjórnmála- ályktun flokksbis. ÓEF I dag mælir Dagfari I daq mælir Dagfari I daa mælir Daqfari FLOKKUR ÁN FÓLKS AUaballar þinguðu um helgma meö lúðraþyt og söng og upplesnum kvæðum eftir Jóhannes úr Kötlum. Jóhannes var góöur og gegn sósíal- isti á sinum tbna og ennþá betra ljóð- skáld en ekki veit sá sem þetta ritar hvers skáldið á að gjalda að vera sífellt bendlaður við þann hálfsósíal- iska bastarð sem kallar sig Alþýðubandalag. Væri nú ekki ráð fyrir þá allaballa að koma sér upp nýju flokksskáldi sem lifir i nútbnan- um og veit með vissu upp á hvem það yrkir þegar upplestur á að fara fram? Hitt er annað að ef ekkert gerðist á landsfundum Alþýöubandalagsins heldur en ljóöalestur eftir Jóhannes úr Kötlum þá væri samkundan tU upplyftingar í skammdeginu fyrir fleirl en stálslegna flokksmeðlimi í afdönkuðum kommúnistaflokki. Satt að segja dettur manni iðulega i hug þegar Alþýðubandalagið efnir tU baráttuhátíða í Austurbæjarbíói með menningarlegu ívafi frá Böðv- ari Guðmundssyni, Einari Braga, Ása í Bæ og fleiri andans ofurmenn- um, að heppilegast væri fyrir þjóðina að allaballar breyttu flokkn- um í menningarsamtök eða leikhóp. Þcir gætu safnað fé fyrir friðar- hreyfingar eða tU hjálpar bágstödd- um Kúbumönnum sem hraktir hafa verið frá Grenada og látið við það sitja. Þá losnaði almenningur við þá hrollvekju að hlusta á Svavar Gests- son rekja raunir sbiar og Steingrím skallagrím rekja raunir Sovétríkj- anna. Guðmundur J. gæti þá farið í pólitískt veikindafrí án þess að Morgunblaðið hefði af því áhyggjur og Ragnar Arnalds gæti skoðað leikbrúðusöfn með konu sbmi í New York meðan alvöru stjórnmálamenn srnntu þjóömálum hér heima. Því miður er þetta borin von. AUabalIa skortir aUan húmor tU að gera sér grebi fyrir réttu hlutverkl sinu. Þess vegna efna þeir tU lands- fundar í stU við ihaldið og efna tU kosninga um varaformannsembætti sem ekki nokkru máli skiptir. Bandalagið tekur þvi miður sjálft sig svo alvarlega að það stendur enn i þeirri trú að pólitisk tUvera þess standi i einhverju sambandi við verkalýð og launþega. Til landsfundar mætir skari af fólki sem hefur það eitt fyrir stafci að lesa bækur og skrifa bækur og amast út i þá þjóðfélagsþegna sem ennþá nenna að vinna. Verkalýðurinn er löngu horfinn úr röðum Alþýðubandalagsins fyrir fyrir atvinnu að vera í foringjaleik í utan nokkur nátttröll sem hafa það útdauðum verkalýðsfélögum. Er nema von að formaður Verkamanna- sambandsins, sem að nafninu tU cr þingmaður Alþýðubandalagsbis upp á punt, sendi flokknum þá kveðju sina, áður en hann yfirgefur fóstur- jörðina, að Alþýðubandalagið „nái ekki lengur tU fólksins? Það vanti þann tón sem hrífur”. Nóg mun hafa verið af ræðunum hjá aUaböUum um helgina og eflaust hafa gömlu SÍA mennirnir flutt fundinum ávarp á 20 ára afmœU samtaka sinna. Nóg var einnig af tU- lögum og skipulagsbreytingum og markverðastar þóttu þær sem eiga að opna flokkinn fyrir fólki. Þarf engum að koma á óvart þótt þau nýmæli hafi þótt merkust hjá flokki „sem nær ekki lengur tU fólksins”. AUabaUar gera sér augsýnUega grein fyrir því að flokkur án fólks er slæmt tU pólitískrar afspurnar. Það sem þvælist áfram fyrir blessuðum aUaböUunum er þó hitt að það er ekki skipulagið sem fælir fólkið frá heldur flokkurinn sjálfur. Við því er lítið að gera annað en að lesa áfram upp úr kvæðum Jóhannesar úr Kötlum og kjósa sér gagnslausan varaformann. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.