Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1983, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1983, Blaðsíða 5
DV. MÁNUDAGUR 21. NOVEMBER1983. 5 HAFSKIP 25ÁRA Bókasafn Seltjarnarness flutti inýtt húsnæði á sunnudag. Myndin er tekin afgestum við opnun safnsins. DV-mynd Bj. Bj. Seltjamames: Bókasafnið f betra pláss Þessa dagana heldur Hafskip hf. upp á 25 ára afmæli sitt meö ýmsum hætti, en stofnfundur félagsins var haldinn 17. nóvember 1958. Eitt mikilvægasta verkefni félagsins undanfarin tvö ár hefur verið upp- bygging eigin skrifstofa í helstu viöskiptahöfnum erlendis. Hafskip hf. rekur nú eigin skrifstofur í Kaup- mannahöfn, Hamborg, Ipswich og New York, en þar starfa nú um 20 manns, þar af 10 Islendingar. Verið er aö vinna aö undirbúningi að opnun skrifstofu í Rotterdam, sem hefur starfsemi sína upp úr áramótunum, og fljótlega þar á eftir bætast viö fleiri skrifstofur víöar í Evrópu. Eins og fram hefur komiö í fréttum hefur Hafskip hf. keypt og tekið viö rekstri á bandaríska flutningsmiölunarfyrir- tækinu Cosmos Shipping Company, Inc., sem rekur f imm skrifstofur í New York, Baltimore, Miami, New Orleans og Chicago meö 50 manna starfsliöi, en framkvæmdastjóri þess er Gunnar Andersen. Innan skamms fara fleiri Islendingar til starfa og þjálfunar á skrifstofum Hafskips og Cosmos erlendis. Afmælisverkefni Af sérstöku tilefni 25 ára afmælis Hafskips hf. hafa stjóm og forráða- menn félagsins valiö nokkúr afmælis- verkefni til aö minnast tímamótanna. Afmælisverkefnin em í þremur höfuðdráttum helguö, í fyrsta lagi Reykjavíkurborg, samastaö og um- hverfi félagsins, í ööru lagi ungu fólki meö framlagi til verkmenntunar og í þriöja lagi starfsfólki félagsins. Þar má fyrst geta þess aö ákveðið hefur veriö aö fegra athafnasvæði Haf- skips í austurhluta Reykjavíkurhafn- ar, þ.e.a.s. að meöfram öllu svæðinu veröur komiö fyrir trjágróðri, timbur- og sjávarmalarskreytingum undir St jórn Kyprianousar sú eina lögmæta Á fundi ríkisstjómarinnar fyrir helg- ina var Kýpurmáliö á dagskrá. Taldi ríkisstjórnin einhliöa sjálfstæðisyfir- lýsingu tyrkneska þjóöarbrotsins á Kýpur ganga í berhögg viö samþykktir Sameinuöu þjóöanna og tilraunir þeirra til aö finna lausn á sambúöar- vandamálum á Kýpur. Ríkisstjórnin telur stjóm Kypri- anous forseta einu lögmætu stjóm lýðveldisins Kýpur. -óm. ísland með afvopn- unartillögu Á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóöanna hefur Island gerst meðflytjandi aö ályktun um af- vopnunarmál sem m.a. Austurríki, Finnland og Svíþjóö standa aö. Fjallar ályktunin um flotastyrk og vígbúnað á hafinu. I ályktuninni er skorað á fram- kvæmdastjóra SÞ að fá til liðs viö sig sérfræðinga aðildarríkja SÞ til aö gera umfangsmikla könnun á flotastyrk og vígbúnaöi á hafinu, þ.á m. kjarnorkuvígbúnaöi. Þá er skorað á ríkisstjórnir aöildarríkja aö senda umsagnir sínar um téöa könnun svo og umbeönar upplýsingar á þessu sviöi til framkvæmdastjóra SÞ á næsta ári. -ÖM. stjórn kunnra landslagshönnuða og í samráöi viö garðyrkjuyfirvöld borgar- innar. Þetta afmælisátak er framlag til þess aö bæta og lífga upp á útlit miöbæjarsvæöisms, þannig aö hafnar- svasði Hafskips falli enn betur inn í miöbæjarkjama Reykjavíkurborgar. Á vegum Hafskips er nú unniö viö undirbúnmg aö því sem kalla mætti „fyrirtækjanámsbraut”. Stefnt er aö því aö gefa ungu fólki kost á 3—9 mánaöa námsstörfum hjá fyrirtækinu þar sem gefst færi á aö kynnast öllum starfsþáttum þess, — á skrifstofu, í vöruhúsi, á hafnarbakka, til sjós, hérlendis og erlendis. I tengslum viö þetta verkefni er jafnframt stefnt aö samráöi og samvinnu viö ýmis stærri fyrirtæki og samtök atvinnulífsins. Þá er ákveöiö aö bæta orlofsaðstöðu starfsmanna en félagið hefur komiö sér upp húsi á Rangárvöllum fyrir starfsmenn sína til viöbótar við hús sem f élagiö á í Hrísey. -óm. Bókasafn Seltjamarness flutti í nýtt húsnæði i gær, sunnudag. Húsnæðiö er aö Melabraut 9, á efri hæð í húsi heilsugæslustöövarinnar. Stærö bókasafnsins í fermetrum mæld er nú um 400 fermetrar en var áöur aöeins 80 fermetrar og þá i kjallara Mýrarhúsaskóla. Nú þegar safnið hefur flutt í rúm- gott húsnæöi gefst svigrúm til aö taka upp ýmsa nýbreytni. Þannig veröa í safninu bókmenntakynningar og sýningar svo fátt eitt sé nefnt sem nú er unnt aö sinna. Bókasafn Seltjarnamess mun í desembermánuði kynna sérstaklega sögu Framfarafélags Seltjamarness en þaö félag hefði oröiö 100 ára í haust. Þaö var einmitt Framfara- félag Seltjamarness sem stofnaöi bókasafnið árið 1885. -óm ISLENSKAR VÖRUR Á ERLB40AN /MARKAÐ íslensk þjóö byggir lífsviðurværi sitt á útflutningi. Ekki aöeins á afla fiskiskipanna, heldur einnig á útflutningi annars konar afla - afrakstri verkmenningar alls þjóöfélagsins - allt frá heimaprjón- uðum lopapeysum til háþróaðs stóriöjuvarnings. Við hjá Eimskip vitum að ekkert svið íslensks atvinnulífs er óháð útflutningi. í áratugi höfum við lagt okkur fram við að þjóna atvinnuveg- unum sem best, með því að fylgjast náið með framförum og tileinka okkur jákvæðar nýjungar í flutningum. Nú flytur Eimskip íslenskan afla um allan heim - niðursuðuvörur til Sovétríkjanna, freðfisktil Bandaríkj- anna, lopavörur til Evrópuhafna, skreið til Nígeríu, stóriðjuafurðir til Bretlands - og svona mætti lengi telja. Sérþekking og reynsla Eimskips í flutningum nýtist öllum greinum íslensks atvinnulífs. Flutningur er okkar fag EIMSKIP Sími 27100

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.