Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1983, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1983, Page 10
10 DV. MÁNUDAGUR 21. NOVEMBER1983. Útlönd Útlönd » Útlönd Útlönd Umsjón: HerdísÞorgeirsdóttir Turgut öza! i broddi fylkingar. Sigur Turgut Özal í kosningunum íTyrklandi: Sporíátt til lýöræðis? Þaö er spurning hve mikinn sigur lýöræöiö hefur unniö meö meirihiuta- sigri flokks Turgut Özal í nýafstöön- um þingkosningum í Tyrilandi. Fööurlandsflokkur Özals, Anavatan flokkurinn, fékk 45 prósent atkvæða og 211 af 400 sætum á þingi. Þegar þing hefst nú í lok mánaðarins ætti tímabili hreins einræöis herforingja- stjórnarinnar undir forsæti Kennen Evrans því aö vera lokiö. Herfor- . ingjastjómin komst til valda fyrir þremur árum. Mun herlögum aflétt við upphaf þingsins, en herfor- ingjarnir ákváðu meö nýrri stjómar- skrá í fyrra aðhefja tímabil „lýöræö- is meö forsjá” meö þessum kosning- um. Samkvæmthinninýjustjórnar- skrá aukast þó völd forsetans þannig aö sigur Anavatan-ílokksins er ekki bein ögrun viö herforingjastjómina. Stjórnarskráin veitir forseta fullt neitunarvald og hann getur rofiö þing og efnt til nýrra kosninga ef hann telur þörf á. Forsetinn hefur ákveöiö aö skipa Turgut özal í embætti forsætisráö- herra og hefur özal lýst sig reiðubú- inn og fúsan til samstarfs viö herfor- ingjana f jóra sem sæti eiga í þjóðar- öryggisráðinu. I sinni fyrstu ræðu þakkaöi Özal hernum fyrir aö koma á röö og reglu í landinu og aö stuðla aö endurreisn lýðræðis. Engin gagnrýni á stjómvöki leyfð Herforingjarnir leyföu þremur flokkum að taka þátt í umræddum kosningum en útilokuöu ellefu aðra flokka frá þátttöku. Kosningabar- átta var mjög ólík því sem tíðkast í lýöræðisríkjum. Herforingjarnir sáu til þess að engin opinber gagnrýni var leyfð og sett voru lög sem heimil- uöu fangelsun blaöamanna er leyföu sér aö gagnrýna stjómvöld. Fram- bjóðendur fengu ekki aö deila opin- berlega og þótt kosningaþátttaka væri 92 prósent veröur aö taka miö af því aö þá var búiö aö útiloka fjölda manns frá þátttöku. Özal setti efhahagsmálin á oddinn í kosningabaráttunm. Hann lof- aöi kjósendum viöreisn efnahagslífsins sem er mjög bágboriö og sagðist mundu draga úr ríkisrekstri og taka upp aöferöir frjálshyggjunnar, Turgut Ozal er mönnum aö góðu kunnur og þekktastur þeirra fram- bjóöenda er tóku þátt í kosningunum. Þaö var vitaö mál að hann naut ekki stuðnings herforingjanna en þó var hann í embætti aöstoðar-forsætisráð- herra frá því að herforingjarnir tóku völdin 1980 til 1982. Özal er fyrrum starfsmaöur Alþjóðabankans, hátt- skrífaður hagfræöingur og helsti skipuleggjandi þeirrar efnahagslegu viöreisnar sem hafin var áriö 1980. Þar tókst özal aö ná verðbólgunni úr 120 prósentum niöur í 30 prósent meö mjög stífum efnahagsaðgerðum sem Alþjóöagjaldeyrissjóöurinn gerði aö skilyrði fyrir áframhaldandi aöstoð. A sama tíma þrefaldaðist verðmæti útflutnings. En þegar hrun varö á veröbréfamarkaöinum 1982 vegna þess aöallega að vextir voru gefnir frjálsir hrökklaðist özal úr embætti sínu. Hann er þó staðráöinn í því aö ná veröbólgunni niöur fyrir 10 prósent „hvaö sem þaö kostar” og hyggst aftur nota þá aðferð aö hækka vext- ina. Meö þessu móti vill Özal auka peningastreymi í hagkerfinu og magn fjárfestinga. Hann hyggst fram halda þeirri stefnu að halda launahækkunum fyrir neöan verð- bólgustigið. Ef til vill mætir hann andstööu verkalýðshreyfinga sem eiga aö fá tækifæri til samningsvið- ræöna á næsta ári. Til aö ráöa bót á atvinnuleysinu segir Özal aö hagvöxtur þurfi alla- vega aö vera 7 prósent á árinu en um 25 af hundraði Tyrkja eru atvinnu- lausir. Erlendar skuldir Tyrklands eru um þaö bil 19 milljarðar dala og þarf verulega aö auka útflutningstekjur og minnka á viðskiptahallann og geta staöið viö afborganir af lánum sem eru um 3 milljarðar dala á árinu. Hyggst bjóða upp hluta í Bospórusbrínni Til aö draga úr ríkisbákninu hyggst özal selja hlutabréf í arö- bærum ríkisfyrirtækjum, t.d. Bos- pórusbrúnni sem tengir álfurnar tvær sem Tyrkland tilheyrir. Þátel- ur özal sjálfsagt aö bjóöa upp hluta á frjálsum markaöi af mjög kostnað- arsömum fyrirtækjum, sem herfor- ingjastjórnin stóö í. Til virkjunar- framkvæmda festi herforingja- stjómin kaup á rándýrum tækiabún- aði erlendis frá fyrir hundruö millj-' óna dala. Þá keypti stjórnin þrjú kjarnorkuver fyrir næstum þrjá milljarða dala og bandarísk hergögn fyrir f jóra milljarða daga. Turgut Özal er maður frjáls- hyggjunnar og mjög hlynntur vest- rænni samvinnu, hvort sem þaö er á lánamörkuöum eöa í vamarmálum. • Hann er hins vegar jafnframt hlynntur nánari tengslum viö heim múhameöstrúarmanna enda eiga Tyrkir einnig hagsmuna aö gæta þar. Þá nýtur hann álits út á viö sem gæti aukið lánstraust Tyrkja á er- lendum lánamörkuöum þótt enn megi búast viö miklum erfiöleikum í öflun erlends gjaldeyris sem þörf er á til aö áætlanir standist nokkurn veginn. özal scr brýna nauðsyn á aukningu útflutnings og leitun nýrra markaða. Hann hefur látiö í ljós þá von aö Bandaríkin veiti Tyrkjum aukna efnahagsaöstoö en hann segir aö efnahagsaögeröir heima fyrir og skuldbindingar Tyrklands viö At- lantshafsbandalagiö stangist oft og iöulega á. Tyrkland varö aöili aö At- lantshafsbandalaginu árið 1952 og var ásamt Grikklandi fyrsta landið til að þiggja Marshall-aðstoðina 1947. Bandarikin hafa aö mati Özals verið þolinmóðari í garö Tyrkja held- ur en bandamenn þeirra í Evrópu, en Evrópuráðið hefur ákveöiö að víkja Tyrklandi úr ráöinu verði ekki um framfarir í mannréttindamálum aö ræöa. Hefur Evrópuráöið gefiö stjórninni frest fram í janúar 1984 til aö bæta ráö sitt á þeim vettvangi. Þar sem vald herforíngjanna hefur byggst á því aö útiloka alla pólitíska andstööu er ljóst að það getur oröiö erfitt fyrir özal aö sigla á milli skers og báru í þessum efnum. Vilji hann veita pólitískum föngum lausn á hann yfir höföi sér reiði herfor- ingjanna. Á meðan róar özal vest- ræna bandamenn sína og segir að vegur lýöræðis í landinu muni aukast í kjölfar bætts efnahags. Stefnt er að því aö aflétta herlög- um um leiö og þing hefst, en búist er viö að þau ríki áfram í einhverjum héruöum þar sem gætir meiri mót- spyrnu. A það ber aö líta aö vald herfor- ingjanna samkvæmt stjómar- skránni er mjög víðtækt og Evran forseti er kjörinn til sjö ára og á því allavega sex ár eftir í embætti. Því er afnám herlaga á vissum svæöum í raun ekki mjög umtalsverð breyting ef átt er við aukið lýðræði né umræddar kosningar sem buöu upp á mjög takmarkaövaL Kjósendur i fyrstu kosningum síðan 1980.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.