Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1983, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1983, Blaðsíða 9
DV. MÁNUDAGUR 21. NOVEMBER1983. 9 Útlönd Útlönd Umsjón: Guðmundur Pétursson Pólland: Uppstokkun og nýjar efna- hagsaðgerðir Yfirvöld í Póllandi hafa lofað að taka efnahagsmálin fastari tökum eftir rannsókn á efnahagnum og mis- heppnuðum tilraunum til að laga hann. Forystan skýrði ekki frá því hvaða leiðir yröu famar til aö auka framleiðslu og koma í veg fyrir skort á hráefni og reiöufé. Þá er ekki vitaö hvernig leiötogar hafa hugsað sér að almenningur komi til meö að sætta sig viö fyrirhugaðar 15 prósent vöru- hækkanir sem eiga að verða í janúar nk. og hafa þegar mætt mikilli óánægju. Eftir því sem talsmenn yfirvalda segja á að eiga sér stað einhver uppstokkun í miöstjórn kommúnista- flokksins sem mun gera flokknum kleift aö hafa meiri stjórn á efnahags- málum. Talsmenn stjórnvalda sögðu að framhald yrði á þeirri viðreisnar- áætlun sem veriö hefur í gangi undan- farið ár en meiri áhersla verður lögö á aö draga úr vöruskorti og auka magn neysluvamings í verslunum. Yfirvöld segja að ástæðan fyrir slæmu efnahagslífi í Póllandi sé m.a. afleiðing af refsiaðgerðum, þ.e.a.s. viöskiptahöftum sem vestræn ríki settu á Pólland í kjölfar þess aö herlög voru sett. Þá kenna yfirvöld jafnframt lágum afköstum verkalýðs um frekar en aö pólitísk stjórnun efnahagslífsins sé léleg. Aö sögn opinberra aðila munu efna- hagsáætlanir ríkisstjórnarinnar skýr- ast betur á þinginu í dag og á morgun. En eftir því sem fregnir herma er líklegt að Jamzelski forsætisráðherra muni ætla sér að nota þetta tækifæri til aö losa sig viö einhver ja menn úr efstu stöðum og koma öðrum fyrir. Er mikiö talað um aö Janusz Obodovski varafor- sætisráöherra og einn aðalstjórnandi hagkerfisins verði látinn víkja. Drap 4 fyrir að stela viði Spænskur landeigandi skaut fjóra menn til bana þegar hann kom að þeim aö höggva tré á land- areign hans. Gaf hann sig sjálfur fram við lögregluna og tilkynnti hvaö fyrir hafði komið. Haföi hann komið að fimm mönnum í skógarhöggi á landar- eign hans í leyfisleysi árla morguns. Þegar þeir hlýddu honum ekki skaut hann fjóra þeirra, en þyrmdi þeim fimmta þegar sá sagðist eiga konu og tvö kornabörn. 62 mm úrkoma á 12 stundum Jámbrautarlínur og vegir rofnuðu við Lissabon í hvassviðrinu fyrir helg- ina og flóðunum sem fylgdu með því. Vitað er um sex manns sem fórust í veðrinu. Hundruð húsa fóru á kaf í flóðunum vegna úrhellisrigninga og urðu her- menn að koma slökkviliöi og almanna- vörnum til aðstoðar við að bjarga fólki úr húsum. Svo mikil var úrkoman að 62 milli- metrar féllu á tólf klukkustundum að- faranótt laugardags. Þúsundir heimila misstu allt raf- magn og símasamband og drykkjar- vatn spilltist. Einna verst var ástand- ið á baðstrandarstaðnum Cascais (30 km vestur af Lissabon) þar sem úti- markaöur lenti á kafi en fjöldi versl- ona no hílo nvóilagóíst. ASSA SOÁR H JVy \Y 1933-1983 .♦> Á ÍSLANDI ASSALYKILLAÐ ÖRl/GGRI FRAMTfÐ PALLBORÐSUMRÆÐUR-PALLBORÐSUMRÆÐUR UPPSTOKKUN eða óbreytt ástand? Ingvi Hrafn Jónsson fréttamaður stýrir pallborðsumræðum á almennum félagsfundi hjá Verzlunarráði islands þriðjudaginn 22. nóvember nk., klukkan 16.00 til 18.00. Ýmsar breytingar eru í undirbúningi í efnahagslífinu og verður fjallað um þær á fundinum undir heitinu: Uppstokkun eða óbreytt ástand? Þátttakendur í umræðunum verða þeir Davið Ólafsson seðalbankastjóri — endurskoðun gjaldeyris- og viðskiptamála. — Geir H. Haarde, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, — sparnaður i ríkisrekstri og sala ríkisfyrirtækja. — Ólafur IMilsson endurskoðandi — breytingar á skattalögum og fjárfestingar í at- vinnulifinu. — Þorsteinn Pálsson alþingismaður — endurskoðun iaga um banka og sparisjóði. Fundurinn verður haldinn í Lækjarhvammi, Hótel Sögu, og hefst hann með stuttu ávarpi Ragnars. S. Halldórssonar, formanns VI. Þátttaka tilkynnist til skrifstofu VÍ, í sima 83088. 4 VERZLUNARRÁÐ ÍSLANDS Ragnar Davið Geir Ólafur Þorsteinn Ingvi Hrafn Reykjavík: Hjólbarðaþjónusta Hreyfilshúsinu, Fellsmúla 24 Nýbarði sf., Borgartúni 24 Garðabær: Nýbarði, Lyngási 2 Kópavogur: Hjólbarðaviðgerð Kópavogs, Skemmuvegi 6 Mosfellssveit: Holtadekksf., Bjarkarholti Akranes: Hjólbarðaþjónustan Stykkishólmur: Nýja Bílaver Grundarfjörður: Hjólbarðaþjónusta Grundarfjarðar Búðardalur: Dalverk sf. Patreksfjörður: Bílaverkst. Guðjóns Hannessonar Flateyrl: Sigurður Sigurdórsson ísafjörður: Hjólbarðav. Jónasar Bjömssonar Hólmavík: Vélsmiðjan Vik Hvammstangi: Vélaverkstæðið Laugarbakka Blönduós: Bílaverkstæðið Vísir Sauðárkrókur: Bílaverkstæðið Áki Varmahllð, Hallur Jónasson, Lindarbrekku Skagaf.: Siglufjörður: Bílaverkstæði Birgis Björnssonar Akureyri: Höldursf. Dalvfk: Bilaverkstæði Dalvíkur Muiannaur Ólafsfjörður: Húsavfk: Helgi Jökulsson (Vélsm. Múli) Víkurbarðinn Egilsstaðir: Hjólbarðaverkstæðið Brúarlandi Fáskrúðsfjörður: Bila- og búvélaverkstæðið Ljósalandi Höfn: Verslun Sigurðar Sigfússonar Hella: Hjólbarðav. Björns Jóhannssonar, Lyngá Selfoss: GúmmívinnustofaSelfoss Hveragerði: Bifreiðaverkstæði Bjarna Vestmannaeyjar: Hjólbarðastofan Stórkostlegt grip Firestone snjóhjólbarðans eykur öryggi þitt og þinna í vetrarumferðinni. Hafðu samband við næsta útsölustað og fáðu þér snjó- hjólbarða sem endast. snjóhjólbaröinn sem bftur sig fastan

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.