Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1983, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1983, Page 11
DV. MANUDAGUR 21. NOVEMBER1983. 11 „Ekki mikill ferðamaður” — segir Karl Sigurhjartarson, nýráðinn forst jóri Úrvals Karl Sigurhjartarson tók viö starfi forstjóra feröaskrifstofunnar Urvals þann 8. nóvember síöastliöinn. „Mér líst vel á þetta og ég held aö þetta verði spennandi. Starfið er ekki mjög ólíkt því sem ég hef veriö aö fást við,” sagði Karl þegar hann var spuröur hvernig hann kynni viö sig. Karl var áöur sölustjóri Flugleiöa og haföi verið í þrjú ár. Hann á hins vegar aö baki langan starfsaldur hjá Flugleiöum og Flugfélagi Islands þar sem hann byrjaði sem hleðslu- maöur fyrir 23 árum. Síöan hefur hann komið víöa viö í fyrirtækinu. Sagt er að meö nýjum mönnum komi nýjar hugmyndir og því var Karl spuröur hvort hann heföi uppi einhver áform um aö breyta stefnu Urvals. „Ég er ekki meö neitt óskaverkefni í maganum. Þessa stundina erum við aö gera úttekt á rekstrinum og hún á að sýna okkur hvaöa þættir í starfseminni eru aröbærir og hverjir eru þaö síöur. Stefnumótun í f ramtíö- inni veröur byggö á þessari úttekt. Það er þungur tími framundan og viö ætlum ekki aö gefa neitt eftir. Viö erumbjartsýnir.” Karl Sigurhjartarson er þekktur bridgespilari, hefur bæði oröiö Is- landsmeistari og spilaö meö landsliö- inu. Karl var alinn upp á miklu bridgeheimili en hann byrjaöi ekki aö keppa fyrr en um 1966—67. „Bridge er margslungiö spil og þaö sem heillar viö þaö er mannlegi þátturinn og óvissuþátturinn. Þaö þarf aö halda góöum tengslum viö fé- lagann sem situr á móti. Þaö þarf aö byggja hann upp móralskt og ,, Ég held aö þetta eigi eftir aö vera spennandi starf, " segir Karl Sigur- hjartarson, forstjóri Úrvals. O V-m ynd E. Ó. ekkert þýöir aö vera vondur þó aö makkerinn geri vitleysur. Þá liggja staöreyndirnar ekki á boröinu og þaö er hægt aö blekkja andstæðinginn þó aö þaö sé ekki mikiö gert,” sagöi Karl þegar hann var spuröur hvaö væri svona heillandi viö bridge. Hann bar það að þessu leyti saman viö skák en þar lægju aftur á móti staðreyndirnar á boröinu og skák- maðurinn væri einn. Eins og sæmir manni í hans stööu var Karl aö lokum spurður hvort hann heföi gaman af aö ferðast. „Eg hef takmarkaða ánægju af viðskiptaferöum sem er, held ég, reynsla flestra sem þurfa aö standa í þeim. En ég nýt feröalaga eins og hver annar. Eg er þó ekki mikill ■ ferðamaður,” sagöi Karl Sigur- hjartarson. Karl er kvæntur Kristínu Vigfús- dóttur og þau eiga tvo syni. -GB. U-BÍX90 Smávaxna eftirherman Þó U-BIX 90 sé minnsta eftirherman í U-BIX fjölskyldunni hefur hún alls enga minnimáttarkennd, enda óvenju hæfileikarík og stórhuga eftirherma. Einstaklingar og fyrirtæki sem til hennar þekkja láta heldur ekki á sér standa og pantanir streyma inn. Vertu klár í &laginn! Yfirförum Fischer skíði og Tyrolía bindingar fyrir veturinn. Stillum Tyrolía bindingar að kostnað- arlausu. Skjót og góð þjónusta. Hverfisgötu 33 — Slmi 20560 — Pósthólt 377 SKRIFSTOFUVÉLAR H.F. TYROLIA DACHSTEIN adidas TOPPmerkin í íkíðavörum Ofiið d óxtfqariclxxyMm ÞEKKING - REYNSLA - ÞJÓNUSTA FÁLKINN 105 REYKJAVÍK SUÐURLANDSBRAUT 8 - SÍMI 91-84670 | MYIMQAMÓT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.