Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1983, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1983, Blaðsíða 48
TALSTÖDVARBÍLAR um alla borgina...! sí„,85000 NÝJA SENDIBlLASTÖÐIN KNARRARVOGI2 — REYKJAVÍK Óvenjumikill útflutn- ingur hrossa Utflutningur hrossa frá Islandi hefur aukist óvenjumikiö milli áranna 1982 og 1983. A laugardagsmorgunn fóru 65 hestar til Norðurlanda og hafa þá um þaö bil 300 hross verið flutt út á árinu 1983. Samsvarandi tala fyrir árið 1982 var 170 hross. Að sögn Birnu Baldursdóttur, sem sér um út- flutning hrossa fyrir Samband islenskra samvinnufélaga, er likleg- asta skýringin sú að áhrif af lands- mótinu sem haldið var á Vindheima- melum árið 1982 séu aö skila sér. Einnig var haldið Evrópumet í hestaíþróttum í Þýskalandi í sumar og urðu Islendingar sigursælir. Þessi góöi árangur Islendinga virðist ætla aö skila sér í betri sölu en oft áður. Ekki hafa þó borist fleiri pantanir fyrir árið 1983, þannig aö óvíst er hvort þessi söluaukning heldur á- fram, eða hvort einungis er um að ræöa tiskufyrirbrigði í Evrópu. -E.J. LOK, LOK OGLÆS — sex veiðisvæðum lokað á einni viku Tveimur veiöisvæðum var lokaö út af Vestfjörðum i morgun vegna mikiis smáfisks á miöunum. Þar meö hefur sex svæðum verið lokað út af Vestf jöröum á um einni viku. Samkvæmt upplýsingum Land- helgisgæslunnar í morgun eru ekki margir togarar á Vestfjarðamiðum. Tíu til fimmtán togarar voru þar að veiðum í gærdag. —JGH Einvígi Kortsnojs ogKasparovs hefst f kvöld Skákeinvígi þeirra Viktors Korts- nojs og Garrí Kasparovs, sem skák- unnendur liafa lengi beðið eftir með óþreyju, hefst nú loksins í kvöld í Lundúnum. Gunnar Gunnarsson, forseti Skák- sambands Islands, tjáöi DV að sam- bandið hygðist afla frétta af leikjum keppenda jafnóðum fyrir tilstilli telextækis og stæði skákunnendum því til boða að koma síödegis niður í húsnæði SI að Laugavegi 71, íhuga leikina og hlýða þar á útskýringar fróðra manna. Þess má geta að Jón L. Árnason er nú heim kominn úr sinni löngu Bjarmalandsför og munu lesendur DV njóta hans við um skákskýringar ogstöðumálaíeinvíginu. —BH. LOKI Gætu sjónvarpsmennirnir ekki tekið að sér barna- pössun fyrir Sóknarkon- ur? 07000 AUGLÝSINGAR 1 SMÁAUGLÝSINGAR AFGREIÐSLA SKRIFSTOFUR ÞVERHOLT111 RITSTJÖRN ðöö 1 1 SÍÐUMÚLA 12-14 1 MÁNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1983. Börn óf aglærðs fólks fá ekki pláss á barnaheimilum spítalanna: Gróft mann- réttindabrot „Fundur haldinn í Starfsmannafé- laginu Sókn 14. nóvember 1983 for- dæmir harölega þaö óréttlæti sem ríkir innan Ríkisspítalanna hvaö varöar vistun barna á barnaheimil- um spítalanna, þar sem bömum ófaglærðs fólks er meinuð vistun meðan börn hærra launaðra stétta, samanber hjúkrunarfræðinga, hafa þar allan forgang,” segir í ályktun sem DV hef ur borist. „Að mati Sóknar er þessi mismun- un forkastanleg og felst í þessu sú staðreynd að hærra launaöar stéttir innan Ríkisspítalanna eru geröar aö forréttindastéttum í þessum efnum sem öðrum. Því hlýtur það aö vera réttmæt krafa aö ófaglært fólk innan Ríkisspítalanna og annarra sjúkra- stofnana sitji við sama borö í þessum efnum og faglært fólk,” segir ennfremur. Flutningsmaður ályktunarinnar var Ottar M. Jóhannsson. „Þetta á ekki bara við Ríkisspítal- ana. Börnum Sóknarkvenna er einnig haldið úti á Borgarspítala,” sagöi Aöalheiður Bjamfreðsdóttir, — segir Aðalheiður Bjarnfreðs- dóttir formaöurSóknar. Aðalheiður sagði að Sókn hefði í hverjum kjarasamningaviöræðum reynt að fá þessu breytt en ekki tek- ist. „Næst á dagskrá er að fá dæmt í málinu til að koma því fyrir Mann- réttindadómstól Evrópuráðsins. Okkur finnst þetta svo gróft mann- réttindabrot. Þetta getur ekki gengiö lengur. Okkur finnst að þarna sé verið að mismuna bömum frá upp- hafi. Bamaheimili spítalanna eru eingöngu ætluð bömum faglærðs fólks. Plássin eru frekar látin vera auð heldur en að börnum ófaglærðs fólks sé hleypt í þau,” sagöi Aðal- heiður. Nefndi hún sem dæmi að á Kópa- vogshæli væm fjögur pláss laus á barnaheimili starfsmanna. Böm Sóknarfólks fengju þau ekki þrátt fyrir aö hæliö væri nánast rekið af ófaglærðu fólki. Plássin væru fyrir faglært fólk ef þaö skyldi sækja um starf. -KMU. Héraðssambandið Skarphéðinn sigraði með yfirburðum i bikarkeppninni i sundi sem fram fór i sundlaug Hafnarfjarðar um helgina. í taumlausum fögnuði yfir sigrinum var þjálfurum og liðsstjórum HSK varpað i laugina við mikil fagnaðarlæti áhorfenda. Sjá 8 blaðsiðna blaðaauka um íþróttir helgarinnar. DV-myndS. Tæknimenn sjónvarpsins: Kvarta undan verkefnaleysi Nokkrir starfsmenn kvikmynda- deildar sjónvarpsins skrifuðu fram- kvæmdastjórn Ríkisútvarpsins bréf í síðasta mánuði þar sem þeir bentu á að verkefni innan deildarinnar væm lítil. Þeir fóru fram á það aö þeir sætu fyrir ef ráðist yrði í ný verkefni þar sem mannafli og tækjakostur væri fyrirhendi. Tilefni bréfs tæknimannanna er erindi sem Félag kvikmyndageröar- manna sendi útvarpinu þess efnis aö kvikmyndagerðarmönnum utan stofnunarinnar yrðu falin fleiri verk- efni en fram til þessa. Að sögn Markúsar Arnar Antons- sonar, formanns útvarpsráðs, verða áætlanir um leikritagerð innan sjónvarpsins teknar fyrir fljótlega. Hann sagði að fjárhagsstaðan væri þröng og því óvíst hvort kleift yrði að fela mönnum utan stofnunarinnar stór verkefni. Markús sagði aftur á móti að þaö væri nauðsynlegt að fá samanburð á því sem sjónvarpið gæti gert, annars vegar, og menn utan þess, hins vegar. -GB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.