Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1983, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1983, Blaðsíða 43
DV. MÁNUDAGUR 21. NOVEMBER1983. 43 Sandkorn Sandkörn Sandkorn L. Þjétfari KR-inga með leynivopnið i baksýn. „Áhorfendur eru okkar leynivopn,” sögðu KR-ingar fyrir Evrópuleikinn við Berchem frá Luxemburg fyrir rámri viku. Það kom hins vegar á daginn, eins og svo oft áður, að ísienskir áhorfendur á íþróttakeppni láta algerlega stjórnast af gengi okkar manna í keppni við út- lendinga. Þeir eru glaðlr og brjálaðir stuðningsmenn sem eiga fáa sina iika þegar vel gengur en fúlir og heiftarlega skömmóttir þegar illa gengur. Þannig fór það líka að þessu sinni að þegar langt var liðið á leikinn og KR-ing- ar einungís með tveggja marka forystu eftir meiribáttar kiúður að „leyni- vopnið” var farið að hafa allt á hornum sér. „Af hverju læriði ekki frekar að tefla?” „Hvers vegna mætiði i nátt- fötunum?” „Gísli, pabbi er kominn, nú verðurðu að verja eitt skot.” Það fór svo að lokum að KR-ingar sigruðu Luxem- burgarblesana með fimm morkum þrátt fyrir afspyrnu- iélegan leik, lélega dómara og með sjálft „leynivopnið” á bakinu. Það sieppa ekki ailir svona vcl. Rekinn burt úr innheimtu- landi Innheimtudeild Rikisút- varpsins hefur sem kunnugt er rekið gífurlegan áróður fyrir því á undanförnum mánuðum að almenningur borgi afnotagjöldin af imba- kassanum á réttum tima. Er ekkert nema gott um það að segja að fóik sé minnt á þessa hluti. Svo brá við fyrir skcmmstu að grandvar maður, sem drcgið hafði úr hömlu að borga gjaldið góða, sá að við svo búið mátti ekki iengur standa og snaraði sér því til innheimtudettdarinnar og hugðist reiða af hendi sjóðinn, svo mætti hann haida imbakassanum. En þá brá svo við að fégíruga fyrirtækið vildi með öngvu móti taka við sttfrinu. Fékk maðurinn þær skýringar að búlð væri að senda mál hans tii iög- fræðings og fengi hann ef- Iaust að heyra frá fræðingn- um innan tíðar. Manninum fannst þetta hin válegustu tíðindi og bauðst þvi ttt að borga aiian þann kostnað sem kominn væri ttt vegna máis þessa og þar með vera klár og kvitt við innhelmtudeildina. Þessu ágæta tilboði mannsins var hafnað um- svifaiaust og varð hann frá að hverfa við svo búið. Það sem manninum þótti svo jafnvel enn undarlegra en máts- meðferð innheimtudeild- arinnar var sú staðrcynd að aldrei hafði honum boríst svo mikið sem cin einasta ítrekun þess efnis að enn væri gjaldið ógreitt. Og enn auglýsir inn- heimtudcildin. HP HP HP Nýjustu fréttir herma að innflytjendur HP sósunnar góðkunnu hafi nú höfðað mál á hendur Helgarpóstinum vegna hauss blaðsins sem ber skammstöfunina HP eins og sósan. Sömu fréttir herma cinn- egin að forráðamenn blaðsins hafi ákveðið að skipta um nafn á blaðlnu og framvegis vcrði þaö nefnt Berneaise. En það eru fleiri sem mcga búast við máissókn vegna þessa cn Helgarpósturinn og má þar ncfna HP-húsgögn. Heyrst hefur að þeir muni brcyta nafni fyrirtækisins áður en kært verður í Barbe- cue-húsgögn. Heilsurækt til sveita Heilsuræktaræöiö scm geugið hefur yfir landiö á síðustu árum hefur að mestu vcrið bundið við þá borgar- og bæjarbúa sem hafa verið að grotna niður við skrifborðin sín, gráir og guggnir. En nú hafa sveitamennirnir vaknað upp við vondan draum og séð að ekki er nóg að eltast við rottur og annan kvikfénað upp um fjöll og firnindi heldur þurfi þeir á alhliða likamsrækt að halda cf ekki á illa að fara. Að þessu hafa innansveit- armenn í Svarfaðardal komist ef dæma má eftir visukornum sem dreift var á h vem bæ þar í sveit nýlega: Ef líst þér stirð þín liðamót og limi berðu stífa og skakka þá undra færðu fína bót í fímleikum að Húsabakka. Þar muntu stunda hi og hopp við hljóm frá nýjum dægurlögum sæktu þangað kraft í kropp klukkan tvö á laugardögum. Umsjón: Sigurður Þór Salvarsson Kvikmyndir Kvikmyndir Sovésk kvikmyndavika í Regnboganum: FIMM KVIKMYNDIR SÝNDAR Þann 26. nóvember nk. hefst í Regnboganum sovésk kvikmyndavika. Við setningu kvikmyndavikunnar, sem hefst kl. 14.00, verður sýnd kvik- myndin Okkar maður meðal ókunn- ugra — ókunnugur á meðal okkar. Aðrar kvikmyndir á kvikmyndavik- unni eru: Sóttkví, Mimino, Hótelið Fjallgöngumaöurinn sem fórst og Veiöar Stakh konungs. Kvikmyndimar á hátíöinni fjalla um hin ólíkustu efni. Hér á eftir fer stuttur efnisúrdráttur þeirra fimm kvikmynda er sýndar verða. Okkar maður rneðal ókunnugra — ókunnugurá meðal okkar Meðan á borgarastyrjöldinni stend- ur verða Saritsjev, Shilov, Kungurov, Zabelin og Lipjagin mjög góðir vinir. Nú heyrist ekki í fallbyssunum en óvinurinn heldur áfram að koma í veg fyrir endumppbyggingu hins unga sovéska lýðveldis. Landiö þarf á korni aö halda en það er aðeins hægt að kaupa erlendis fyrir gull. Héraðsstjóm flokksins sendir hið dýrmæta gull sitt til Moskvu með lest. Shilov og hermenn hans gæta gullsins. Á leiðinni ræðst bófahópur Brilovs á lestina. Verðirnir eru drepnir, gullinu stolið. Shilov sem tekst aö sleppa er grunaður um græsku. Hann vill sanna sakleysi sitt og hollustu sína og fer einn að leita aö gullinu. Hann kemur sér í bófa- hópinn hjá Brilov og kemst að því hvar gullið er. Hann kemst einnig að því að svikari er í flokksnefndinni og hann tekur Lemke til fanga, en hann er hvítliði og er eini maðurinn sem getur bent á svikarann. Leikstjóri er Nikita Mikalkov. Sóttkví Bamaheimilið er sett í sóttkví og Masha litla, sem er fimm ára, verður að vera heima. Hún á foreldra, afa og ömmu og langafa og langömnmu en öll eru þau of upptekin og önnum kafin til aö veita henni mikla athygli. Masha veröur að sjá um sig sjálf. I þessari kvikmynd sýnir leik- stjórinn Ilja Frez hvaö gerist hjá fjöl- skyldunni. Hér er um gamanmynd að ræða þar sem margir ótrúlegir at- burðir gerast. En það er einnig um alvarlegan undirtón aö ræða þegar fjallaö er um samskipti barná og for- eldra. Boöskapur myndarinnar er sá að ekkert geti komið í stað fjöl- skylduástar og heimilis. Mimino Valiko Mimino er flugmaður sem Býgur þyrlu í fjöllum Grúsíu. Hann kemur meö lækninn þegar einhver er sjúkur, kemur með skólaborðin og flytur matvæli til f jallabúa. Það er ekki að ástæðulausu að hann er kallaður „mimino” sem þýðir „fálkinn”. En hann á sér dagdrauma þar sem fljúga hljóðfráar þotur, hann kemur við í er- lendum löndum og þar er allt ólíkt hinu daglega lífi hans. En einn góðan veðurdag fer hann til Moskvu til að verða flugmaður á þotu. Þaðkoma mörg fyndin, dapurleg og jafnvel sorgleg atvik fyrir hinn góðhjartaða sveitamann í höfuðborg- inni en að lokum rætast draumar hans. Hann verður flugmaður á „raunverulegri” flugleið, flýgur til út- landa, býr í stórri borg og hittir fallega flugfreyju. Hann hefur öðlast allt sem ætti að gera hann hamingjusaman en gerir sér allt í einu grein fyrir því að hann hefur týnt sjálfum sér í hringiöu hins nýja lífs. Leikstjóri er Georgy Danelia. Hótelið Fjallgöngu- maðurinn sem fórst Glebsky lögregluforingi var kallaður til b'tils fjallahótels sem ber nafnið Fjallgöngumaðurinn sem fórst. Þegar hann kemur þangaö er loftið lævi blandiö. Snjóar koma í veg fyrir að hann geti farið aftur heim og hann dvelur á hótebnu í nokkra daga. Undarlegir hlutir fara að gerast. Einn gestanna f innst látinn í herbergi sínu en ekki eru nein merki um morðingja. Gestirnir á hótebnu haga sér svo undarlega að abir vekja þeir grun. Glebsky, sem er eini fulltrúi yfir- valda, fer að rannsaka málið og kemst að því að verur frá plánetu hafa komið til jarðar og tvær þeirra eru róbótar. Þær urðu að fara í flýti til baka vegna þess að jarðarbúar, sem ekki eru tilbúnir til að taka upp samskipti við verur utan úr geimnum, drápu eina þeirra og höfðu næstum eyðilegt far- kostþeirra. Leikst jóri er Grigory Kromanov. Veiðar Stakh konungs Þessi kvikmynd gerist í skógum Hvíta-Rússlands í lok 19. aldar. Andrej Beloretsky er ungur þjóðháttafræðingur frá St. Pétursborg er kemur til Polessie til að leggja §tund á þjóðháttarannsóknir. Hann býr hjá Nadezhdu Janovskaju sem er síðasti fulltrúi fomrar aðalsættar. Hún segir Beloretsky þjóðsögu um einn for- feöra hennar sem áttu í illdeilum við konung bændanna, Stakh. Samkvæmt sögunni sór Stakh þess eið að hefna sín á Janovksí-ættinni þangað til í tuttug- asta ættkð. Frá því hefur öb sveitin bfað í ótta við Stakh konung. Beloretsky fær áhuga á málinu og uppgötvar smátt og smátt að það eru lifandi verur sem grímubúa sig sem „gesti á viUidýraveiðunum”. Yfir- völd á staðnum vita um þetta en gera engar ráðstafanir til að stemma stigu við þessu vegna þess að þeim hentar að fólk skub vera hrætt og hlýðið. LeUíst jóri er Valery Rubinchik. -HK. Kvikmyndir Kvikmyndir HÚSBYGG JENDUR ATHUGIÐI Gotum tokið að okkur hvers konar jarðvinnu og trésmfða- verkefni, s.s. gröft, fyllingu, uppslátt, lagnir og frágang á hús- grunnum, einnig innivinnu á komandi vetri, jafnt stór sam smá verkefni. Tilboðsverð eða timavinna. Ninart upplýsingar I simum 91-86519 og 93-1338. Aðalfundur Félags viöskiptafræðinga og hagfræðinga verður haldinn á Hótel Holti fimmtud. 24. nóv. kl. 16.00. Að aðalfundarstörfum loknum mun Jónas Blöndal, hagfræð- ingur Fiskifélags íslands, flytja erindi sem hann nefnir: „Ný viðhorf í sjávarútvegsmálum”. FÉLAG VIÐSKIPTAFRÆÐINGA OG HAGFRÆÐINGA. Styrkir til háskólanáms í Danmörku Dönsk stjórnvöld bjóða fram fjóra styrki handa Islendingum til háskólanáms í Danmörku námsárið 1984—85. Styrkirnir eru miðaðir við 8 mánaða námsdvöl en til greina kemur að skipta þeim ef henta þykir. Styrkfjárhæðin er áætluð um 3.060 danskar krónur á mánuði. — Umsóknum um styrki þessa skal komið til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, fyrir 30. desember nk. — Sérstök um- sóknareyðublöð fást í ráðuneytinu. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ 15. nóvember 1983. NOTAÐIR CITROÉN NÆSTBESTI KOSTURINN Árg. Bkinn Verð kr. Citroen GSA Pallas '82 40.000 280.000 Citroén GSA X3 '82 24.000 275.000 Citroan GSA Pallas Citroén GSA Pallas Citroen GSA Pallas Citroen GSA Pallas Citroen GSA Pallas Citroén GS Pallas Citroen CX 2400 Pallas '82 24.000 265.000 '82 30.000 260.000 '82 40.000 260.000 '81 50.000 210.000 VO 36.000 180.000 78 60.000 118.000 78 60.000 260.000 Gíobus? Lágmúla 5, Reykjavík, sitni 81555. CITROÉN* Á

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.