Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1983, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1983, Blaðsíða 16
16 DV. MÁNUDAGUR 21. NOVEMBER1983. Spurningin , Ferðu oft í strætó? Ragnhildur Bjarnadóttir, kennari: 'Það kemur fyrir, en ekki oft. Guðni Ásmundsson leigubílstjóri: Nei, aldrei. .Stella Magnúsdóttir húsmóðir: Já, það kemur stundum fyrir. Arni Norðfjörð skrifstofumaður: Nei, ;því miður, það kemur sjaldan fyrir. Kristíu Þórisdóttir húsmóðir: Nei, aldrei, ég á bíl. Sigurfinn Grímsson verslunarmaður: Það kemur mjög sjaldan fyrir. Eg er á i bil. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Þetta fólk erþess albúið að taka framtíðinni opnum örmum. Það kann nefnilega á tolvur. Meira um tölvur Tölvugeggjari skrifar: Heimilistölvur eru nú sem óðast að leggja undir sig heiminn. En það er ekki langt síðan framsýnir áhugamenn voru litnir homauga þegar hjartans mál þeirra bar á góma. Dagblöð á Islandi hafa lítið sinnt tölvuáhugamönnum fram á allra síðustu mánuði. Þar hefur hins vegar orðiö mikil breyting á og ekki annað hægt en aö fagna henni. DV hefur ekki látiö sitt eftir liggja og þar hafa að undanförnu birst skemmtilegar greinar um þessi mál. Eins sakna ég þó í umfjöllun dag- blaðanna, en þaö eru stuttar og gagnrýnar greinar um þann tölvu- búnað sem almenningi stendur til boða í verslunum. Þar á ég bæði við vél- búnað og hugbúnað. Þeir eru áreiöanlega margir sem þessa dagana velta fyrir sér kaupum á tölvu, en hvað á að velja? Orvaliö hér er kannski ekki eins mikið úrval og í stórverslunum erlendis en engu að síður getur leik- maður átt í erfiöleikum með að velja einmitt það tæki sem hentar honum best. Sama má segja um hugbúnaðinn. Ég vil að lokum hvetja ykkur á DV til að taka upp svona gagnrýnidálka í blaðinu. Ég þykist vita aö þannig greinar yröu lesnar upp til agna. Ég er nei- kvæður — og ég er stolturaf því Neikvæður skrifar: Ég má til með að skrifa örlítið um þaö hve kunningjar mínir eru óánægðir með það hve ég er neikvæður. Þannig er nefnilega að ég er neikvæður og það sem meira er, ég er stoltur af því. Ekki veit ég þó svo gjörla hvers vegna ég er með minn neikvæða hugsunarhátt. Kunningjarnir segja oft að það sé vegna þess að mér finnist orðið ' neikvæöur vera fallegt. Þar sem ég er neikvæður segi ég auövitað að það sé ekki rétt hjá þeim. Stundum finnst mér kunningjarnir vera að „flippa út”.. Þeir brosa, segja brandara og virðast ekki líta alvarlega á sig. Ég spyr þá hvort þeir séu að ganga af göflunum. Menn eigi að iíta stórt á sig og það eigi að vera bannaðaðbrosa. En því segi ég þetta að ég er óánægður með hve óánægðir kunningjarnir eru með neikvæðni mína. Þakklætitildr. Jóhanns Ágústs Sigurðssonar Sigríður Jónsdóttir hringdi: Sigríður vildi koma þakklæti sínu til dr. Jóhanns Ágústs Sigurðssonar fyrir grein hans sem birtist í Morgunblaðinu 12. þessa mánaðar. Grein þessi fjallaði um geðræn vandamál og hlutverk heimilislækna. Músíktiiraunir: Tídon var best Hinrik Valgeirsson í Ytri-Njarðvík hringdi: I Músíktilraununum í Tónabæ á fimmtudag spilaöi ung hljómsveit úr Njarðvíkum, Tídon, og það var sam- dóma álit allra sem ég talaði við að hún hefði verið lan^best. Hún fékk hins vegar bara 3. sætið í kosningunni. Áhorfendur að Músíktilraunum voru flestir Kópavogsbúar og þeir samein- uðst allir um sína hljómsveit sem varð í efsta sæti. Þetta var því ekki spuming um bestu hljómsveitina, heldur um mesta fylgið. Ég heföi viljað fá dómnefnd til að skera úr um bestu hljómsveitina. Heymardaufir iþróttaunnendur eru ánægðír meO störf Bjarna Felix- sonar i sjónvarpinu. Úrslit ensku knatt- spyrnunnar á skjáinn Heymardaufir íþróttaunnendur inn, Ingólfur Hannesson, gleymir aö skrifa: setja úrslit ensku knattspymunnar á Mörgum heyrnarlausum íþrótta- skjáinn. Hann segir bara frá unnendum finnst Bjarni Felixson . úrslitunum og þá er ómögulegt fyrir, vera framúrskarandi skipuleggjandi heyrnarlausa og heyrnardaufa aö íþróttaþátta og hugsa vel um þá sem skilja hann. eru heymarlausir og einnig um fólk Við krefjumst þess að öll úrslit í sem heyrir illa. getraunum ensku knattspymunnar En það er annaö sem við viljum komi textaritaðar á skjáinn minnast á. Nýi íþróttafréttamaöur- framvegis. Maraþondanskeppni barna og unglinga er varhugaverO, segir móðir í bréfi sínu. Ekki aftur maraþondans Móðir hringdi: Um daginn var haldin maraþon- keppni bama og unglinga í dansi í einni af félagsmiöstöðvum höfuðborg- arsvæðisins. Mér finnst það mjög varhugavert að láta óharðnaða unglinga stunda þennan ósóma og ég veit að margir em mér sammála. Þaö er aldrei aö vita nema þetta fari illa með heilsuna. Keppnisandinn gerir það að verkum að bömin hætta ekki þegar líkaminn segir í rauninni stopp, ogþá ervoðinnvís. Ég vona bara að svona danskeppni verði ekki haldin aftur fyrir þessa aldurshópa. Ekki svona grín Húmoristi hringdi: Ég hef tvisvar fariö á skemmtanir þar sem fremstu grínistar landsins hafa komið fram. Eg er mjög undrandi yfir bröndurum þeirra því að þetta er bara argasta klám. Ég hef gaman af bröndumm, ég er mikill húmoristi, en ég kann ekki við svona grín.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.