Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1983, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1983, Blaðsíða 7
DV. MANUDAGUR 21. NOVEMBER1983. 7 Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Blikkandi endurskins- merki Hiö óumflýjanlega skammdegi fer innan skamms aö veröa allsráðandi. Við getum ekkert annaö gert en aö búa okkur vel undir myrkriö og taka því meö karlmennsku. Tveir íslenskir hugvitsmenn komu viö hér á ritstjóm nýlega meö prýði- legt „skammdegisvopn” sem aö þeirra sögn er íslensk uppfinning. Þetta er blikkandi endurskinsmerki. Þeir félagar, sem heita Anton Guömunds- son og Einar Jóelsson, sögöust hafa framleitt nokkur hundruö stykki og væru þau m.a. til sölu hjá Hjálpar- tækjabankanum. Annar þeirra félaga, Anton, sagöist hafa veriö í Bandaríkjunum nýlega og fengiö hugmyndina þegar hann sá ungling þar í landi bera diskóbönd við ólíklegustutækifæri. Nýja blikkandi endurskinsmerkið er framleitt í tveim stæröum. Þetta er teygjuhólkur sem smeygja má á upphandlegg. Tvær litlar perur (óbrjótanlegar) eru festar undir plast og lítilli rafhlööu, 9 volta, komið fyrir í teygjuhólki á bandinu. Endist rafhlað- an í rúmlega fimmtíu klukkustundir sé straumur samfleytt svo lengi á. Hugvitsmennirnir, Anton og Einar, hafa lagt blikkbandið í bleyti og segja aö búnaðurinn þoli vel bleytu. Viö spurðum Ola H. Þóröarson, framkvæmdastjóri hjá Umferðarráði, hvemig honum litist á endurskins- merki þetta. „Eg hvet mjög til þess aö fólk noti þetta merki svo og öll önnur endur- skinsmerki. Þetta blikkandi merki tel ég vera ágætt til dæmis fyrir hjól- reiöamenn og jafnvel hestamenn.” Oli gat þess einnig aö þetta sérstaka merki gæti veriö þarft í öryggisskyni fyrir rjúpnaskyttur og aðrar skyttur sem leggja leið sína um fjöll og firn- indi. „Bílstjórar, sem þurfa aö bogra yfir biluðum ökjutækjum á vegum úti í kol- niöamyrkri, ættu líka skilyröislaust aö setja á sig endurskinsmerki í öryggis- skyni,” sagði Oli. Gat hann þess að töluvert úrval endurskinsmerkja væri á markaönum en vildi benda fólki á aö þau merki sem saumuð eru á flíkur væru endingarbetri en límmerki en reyndar einnig dýrari. I Hjálpartækjabankanum kostar eitt blikkband 205 krónur, en þau eru ódýr- ari hjá framleiðendunum tveimur, þeim Antoni Guðmundssyni og Einari Jóelssyni. Endurskinsmerki eru mikiö öryggisatriöi fyrir til dæmis gangandi vegfarendur svo það er sjálfsagt að „lýsa” upp skammdegiömeöþeim. -ÞG „Mikill áhugi á neytendamálum hér um slóðir” — segir formaður Neytendaf élags Selfoss og nágrennis í viðtali Hór sjáum vlð bllkkbandiO á upphandlegg unga „sendiharrans" á ritstjórninni. DV-mynd: GVA. „Þaö var vitað að mikill áhugi fyrir neytendamálum er hér um slóðir og því var auglýstur f undur sem síðar var haldinn og leiddi hann til stofnunar Neytendafélags Selfoss og nágrennis,” segir Þorlákur Helgason, formaöur ný- stofnaös neytendafélags á Selfossi, í stuttu spj alli viöDV. „Það kom fram í viðræðum sem ég átti í haust viö Jóhannes Gunnarsson, formann Neytendafélags Reykjavíkur og varaformann Neytendasamtak- anna, aö í tveimur svæðum, hér og á Suðumesjum, væru ekki neytenda- deildir. Svo okkur þótti tímabært að láta til skarar skríða á þessu svæöi. ” Á stofnfundinum, sem haldinn var 8. nóvember síðastliöinn, var Þoriákur Helgason kosinn formaður félagsins, en aörir í stjóm voru kjömir þeir Haukur Gíslason, Páll Björnsson, Sig- hvatur Eiríksson, Steingrímur Ingvarsson og endurskoöendur Olafur Helgi Kjartansson og Valdimar Þorsteinsson. „Viðbrögö fólks hafa þegar veriö mjög góð,” segir Þorlákur. „Við mun- um væntanlega standa aö verökönnun- um á næstunni og eins fylgjast meö þjónustu móöurverslana til útibúa á okkar svæði.” Aö sögn formannsins er nokkuð mikið um það að fólk á Selfossi og nágrenni fari í verslunarferðir til Reykjavikur. Telur hann þarft fyrir samtök eins og neytendadeildina aö kanna meðal annars í hverju verömun- ur á vörum í Reykjavík og „heima í héraði” felist. Þorlákur Helgason kennir hagfræöi viö Fjölbrautaskólann á Selfossi. Meö- al verkefna nemenda hans hafa verið verökannanir í verslunum. Neytenda- félag Selfoss og nágrennis er þegar oröiö aöili aö heildarsamtökum neyt- enda í landinu, Neytendasamtökunum. -ÞG Teg.8004 Litir: svart/svart, svart/grátt, svart/vinrautt og svart/gul- brúnt leður. Stærðir: 36— 41. Verð: kr. 1.970,- Teg. 7036 Litir: svart, grátt og rautt leður. Stærðir: 36 -41. Verð: kr. 898,- |k Teg.7906 Litir: grátt, muskbrúnt og bordo leður. Stærðir: | 36-41. Verð: kr. 980,- Teg. 8001 Litir: svart/svart, svart/grátt, svart/vinrautt og svart/gul- brúnt leður. Stærðir: 36—41. Verð: kr. 1.285,- Skóverslun þýfQgf Péturssonar Laugavegi 95, sími 13570, Kirkjustræti 8, sími 14181

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.