Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1983, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1983, Blaðsíða 8
8 DV. MÁNUDAGUR 21. NOVEMBER1983. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Tuttugu árum eftir að hann var ráðinn af dögum er John F. Kennedy vinsælasti forseti Bandaríkjanna, samkvæmt niðurstöðum skoöana- könnunar sem tímaritiö Newsweek birti um helgina. 30% tilgreindu Kennedy þegar þau voru spurö hvaöa forseta þau vildu helst í embætti í dag. Næstur var Franklin D. Roosevelt, nefndur af 10%. Þaö var Gallup-stofnunin sem geröi könnunina í gegnum síma og var úrtakið 1.032 fullorðnir. — 19% svöruðu: ”Égveitekki.” 9% nefndu annars Harry Truman, 8% Ronald Reagan og 5% Jimmy Carter. Abraham Lincoln var einnig nefndur af 5% á meðan 4% vildu Dwight Eisenhower, 3% Richard Nixon og 2% Teddy Roosevelt. Arafat verst afgrimmd inni i íbúðarhverfum Rimman um helgina sú harðasta í tveggja vikna bardögum PLO skæruliða Kennedy vinsæl- asti for- setinn Stjórnmálamenn og trúarleiðtogar hafa skorað á skæruliða PLO að hætta bardögum viö Trípolí þar sem háð var um helgina harðasta rimman í tveggja vikna bardögum. Eldflaugum rigndi á stöövar Ara- fats og hans menn sem reyndu að halda í skefjum áhlaupi uppreisnar- skæruliða. Hófst sóknin á föstudags- kvöld og likast þvi sem umsátursliöiö ætlaði að láta um helgina skeika að sköpuðu fyrir Arafat og síðasta stuðningsliö hans. Þrátt fyrir bardagahörkuna dró ekki tilúrslita. Forvígismenn þeirra 500 þúsunda, sem í borginni búa, hafa skorað á Sýr- lendinga og skæruliða að hætta bar- dögunum. Hafa þeir beint bænstöfum sínum til Hafez al-Assad Svrlandsfor- seta og Saudi Arabíu-konungs aö hlut- ast til um að bardögum verði hætt. Frá því að bardagamir hófust í byrjun mánaðarins hafa 500 látið lífiö og 1500 særst og er stór hluti konur og börn. Bensín- og matarskortur ríkir nú í Trípolí og rafmagnslaust hefur verið síöan Arafat og menn hans hörfuðu inn í hana úr PLO-búðunum utan hennar. Hafa Arafatsmenn búiö um fallbyssur sínar hreyfanlega eld- flaugaskotpalla á götum. Arafat hafði áður heitið því að hann. mundi hlífa borginni við frekari blóös- úthellingum en segir núna aö hann ætli að verja hana fyrir því sem hann kallar áætlun Sýrlendinga um að ráöast inn í hana til þess að afvopna herskáamúslima. Skæruliðar Arafats hafa komlð sér tyrir með vígvélar sínar tíl varnar inni í íbúðarhverfum Trípolí. Sovétmenn smygla eldflauga útbúnaði frá Bandaríkjunum Lögreglan í Suðu -Afríku rannsakar nú hvort Sovétmenn hafi notað Suður-Af- mmmmmmmmmmmm. ^-rmmmmmmmmmmmmm Dýrasta folald í Evrópu Eitt fyrsta folaldið undan veö- hlaupagarpinum Shergar, sem rænt var á Irlandi síðasta febrúar (og ér enn ófundinn), var selt á uppboöi um helgina fy rir rúmar 400 þúsundir dollara. Folaldið er hálfsárs og það fyrsta af 36 fyljum sem fengust undan Shergar í fyrra en það var fyrsta sumariö sem hryssur voru leiddartil hans. Þetta er Evrópumet í folalds- verði en eldra met var um 360 þús- und dollarar. Hæsta folaldsverö sem menn vita annars af var 737 þúsund dollarar, sem greitt var í fyrra í Bandaríkjunum fyrir Lyp- hardl mertryppi. ríku sem viökomustað fyrir smygl á háþróuðum tæknibúnaði til Sovétríkj- anna, að því er lögreglan og erlendir sendiráðsmenn skýröu frá í gær. Áöur hafði The Sunday Times í London skýrt frá því að fullkomið bandarískt eldflauga-stjórnunarkerfi sem er nú staðsett í Svíþjóð og á að senda sjóleiðis til Sovétríkjanna. Smyglinu á að vera stjórnað af sovésku leyni- þjónustunni. The Sunday Times kvað kerfi þetta vera eitt af tveimur sem send eru frá Bandaríkjunum til Suður-Afríku þar sem því er síöan smyglaö til Ham- borgar og þaðan til Malmö í Svíþjóð áður en þaö kemst á endastað. Vestur- þýska lögreglan komst yfir annað þessara kerfa í Hamborg en hitt kerfiö komst til Svíþjóðar þar sem yfirvöld neita að stöðva flutning þess til Sovét- ríkjanna nema til þess komi dómskip- un frá Bandaríkjunum. Árið 1977 bönnuðu Sameinuðu þjóö- irnar allan flutning á hergögnum til Suöur-Afríku og flest ríki á Vesturlönd- um fylgja enn eftir banni á sölu háþró- aðs tæknibúnaðar til Sovétríkjanna eftir aö herlög voru sett á í Póllandi í árslok 1981. Tugirþús- unda sakna Francos Um tíu þúsund manns sóttu minningarguðsþjónustu um Franco hershöfðingja fyrir utan Madrid á laugardaginn, en átta ár eru liðin síðan hann féll frá eftir 40 ára einræðisstjóm á Spáni. Viðstödd var meðal annarra Carmen, ekkja Francos, en gestir voru á öllum aldri og sumir voru með fasistaveifur og í dökkbláum einkennisbúningum öfgamanna til hægri. ísraelsk yfirvöld vilja nasistann framseldan Israelsk yfirvöld hafa fariö þess á leit að fá yfirlýstan stríðsglæpamann og nasista, John Demjanjuk, framseld- an frá Bandaríkjunum og dæma hann fyrir morð á þúsundum gyðinga í fangabúðum nasista. Yfirlýsing þessi kom frá dóms- málaráðherra ísraels í kjölfar hand- töku Demjanjuk í Ohio eftir framsals- beiðni Israela. Demjanjuk sem er 63 ára gamall var uppnefndur „Ivan hinn grimmi” á nasistaskeiðinu. Hann var sviptur bandarískum ríkisborgararétti fyrir Fundur leiðtoga Breska samveldisins Lögreglan í Nýju Delhi hefur lagt algert bann við öllum mótmælum á al- mannafæri næstu þrjár vikurnar. Ástæðan fyrir banninu er fundur leiðtoga Breska samveldisins, sem hefst nk. miðvikudag. Ymsar varúðarráðstafanir hafa verið gerðar. Fólki er bannað aö ganga meö hnífa eða önnur vopn sem og aö hafa með sér töskur inn í skemmtigarða eða kvikmyndahús. Þessar öryggisráðstafanir eru gerðar í því skyni að vemda 40 leiðtoga ríkja Breska samveldisins á þessum fundi sem stendur frá 23. nóvember til loka mánaðarins. Mest hætta þykir stafa af Síkum og öfgamönnum innan þess hóps sem gætu hugsanlega sett á svið árás til aö vekja athygli á kröfum sínum um meira sjálfræði og trúarlegar tilslakanir í Punjab-héraöinu í norðurhluta Indlands. ári fyrir þá sök að hafa leynt banda- rísk yfirvöld því að hann hafi starfaö sem vörður í Treblinka fangabúðunum íPóllandi. Samkvæmt yfirlýsingum frá dóms- málaráöuneytinu í Tel Aviv „smalaði hann gyðingunum inn í gasklefana og setti þær vélar í gang sem leiddu gasið, sem varð föngunum, að bana inn í klefana”. Þá er Demjanjuk sakaöur um að hafa í ofanálag fyrir þá tugi þúsunda gyðinga sem dóu í gasklefunum, drepið fjölda gyðinga af eigin hvötum með því að „misþyrma þeim á hinn hrottalegasta og löðurmannlegasta hátt”.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.