Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1983, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1983, Page 15
DV. MÁNUDAGUR 21. NOVEMBER1983. 15 ing Menning Menning Menning Menning „Leyfið bömunum aö koma til mín" Tónlistardagar Dómkirkjunnar, kórtónleikar 13. nóv. Stjórnendur: Þórunn Björnsdóttir og Marteinn Hunger Friðriksson. Einsöngvari: Halldór Vilhelmsson. Kór Kársness- og Þinghólsskóla og Kór Dómkirkjunnar. Organleikur: Marteinn Hunger Friðriksson og Helgi Pótursson. Efnisskrá: Georg Friedrich Hðndel: Lofsyngið drottinn, Páll ísólfsson: Móríuvers; Þorkell Sigurbjörnsson: Heyr, himna smiður, Til þin, drottinn; Hugo Distler: Hve björt og fögur; Felix Mendelssohn-Bartholdg: Lyftu þfnum augum upp; Johannes Brahms: Ave Maria op. 12;1 Antonin Dvorák: Úr Biblíuljóðum op 99; Brahms: Prelúdía og fúga f g-moll, fúga f as- moll; Jón Ásgeirsson: „Leyfið börnunum að koma til mín." Tónlistardögum Dómkirkjunnar lauk meö tveggja kóra tónleikum, frumflutningi nýs verks, auk organ- leiks. Aö sjá'fsögöu var þaö tónskáld sem kynnt var sérstaklega Jo- hannes Brahms. Dómkórinn sem hafði boriö hitann og þungann af tónleikum fyrri dags fékk nú góöa gesti til liðs viö sig, Kór Kársnes- og Þinghólsskóla úr Kópavogi. Bæði veittu gestirnir Dómkórnum lið- veislu við frumflutning á verki Jóns Ásgeirssonar, Leyfiö bömunum aö koma til min, og önnuðust svo einir drjúgan hluta efnisskrárinnar þar fyrir utan. Þórunni Bjömsdóttur hefur tekist aö byggja upp snoturlega syngjandi kór á skömmum tíma. Kórinn syngur yfirleitt hreint og þótt slys hafi hent í einu lagi var þaö hrein undantekning. Hljómurinn er viðkunnanlegur og jafnvægi radd- anna mjög gott. Áberandi er hve undirraddir koma vel fram án þess þó að skera sig úr. Enn eitt ánægju- legt dæmi þess hve góðum árangri bamakór getur náð sé unnið af alúö og af fagmennsku. Sterkt og fullsterkt „Leyfið börnunum aö koma til mín,” er titill eins áhrifamesta verks sem Jón Ásgeirsson hefur samið. Einfaldleiki er móttó í allri gerö þess. Klárir en sterkir hljómar og línan oft eins og söngles. Textinn sóttur í Biblíuna og Bibliuljóö Valdi- mars Briem. 1 raun lýsti Dómkirkju- prestur verkinu best er hann sagði í þakkaroröum, „aö Jón heföi predik- aösterkt.” Fullsterkt söng Halldór Viihelms- son, einkum í einsöngsrispu sinni í upphafi verksins. Þar kann orgeliö og staðsetning kóranna, samfara dálítiö brengluðum hljómburöi á sönglofti aö hafa villt um fyrir hon- um. En á slíka hluti á söngvari eins og Halldór að þekkja. Og víst er aö ekki féll hann í sömu gildru í hinum angurblíðu Biblíuljóðum Dvoráks. Flosmjúk var röddin og annað í flutningnum eftir því, sem sé virki- \ legagott. 1 Marteinn Hunger Friöriksson lauk . svo eiginlegri dagskrá meö ágætum - flutningi á tveimur af orgelverkum Brahms. Hálft í hvoru fannst mér aö ! Marteinn þyrfti um of aö sinna ■ verki kórstjórans á þessum Tónlistardögum og heföi gjarnan mátt gefa sig meir aö orgelinu. Meö „Leyfiö börnunum aö koma til mín” endurteknu, var settur punktur á eftir vel heppnuðum Tónlistardögum Dómkirkjunnar. EM Tónlist Eyjólfur Melsted Jón Asgelrsson. Slíkt er nefnilega ótrúlega mikiö skemmdarverk á góöu lesefni. Aftast er aligild heimildaskrá, þ.e.a.s. talin upp mörg rit um þetta efni sem höfundur hefur haft stuðning af. Sú skrá er auðvitað góö og gild kurteisi, en um leið má spyrja: Hvaöa gagn veitir hún lesendum? Eg held aö svariö sé: Ekkert. Efni bókarinnar er svo sundurleitt og fjölþætt, aö al- mennum lesanda veröur ógerlegt aö finna nothæf tengsl milli þessara heimildarrita og einstakra frásagna nema í mjög litlum mæli. Greinargóð tíund höf. I formála er miklu skilríkari um þessi tengsl og hef öi átt aðnægja. Eins konar lykilorö á svo að segja hverri síöu er biskup. Þaö ritar ■ höfundur jafnan meö y og veit ég tbkki hverju sætir. Aö vísu var það gja'rnan gert fyrr á árum en er löngu lagt af. Ef þetta — og fleira smálegt — á aö gefa framsetningunni blæ fyrri tíma þá er þaö ekki til bóta. Aðalhlutverk endursagnarinnar og j samningar úr annálum hlýtur að vera aö segja frá á máli þeirra daga sem nú er lifað. Þaö er oftast gert meö miklum ágætum í bókinni. Frá- sagnarhátturinn er ákaflega skýr og augsýnilega mikil alúö lögð við þaö aö koma flóknum og óljósum málum til skila og skilnings í fáum oröum, en þó meö þeim sannindum sem auðið er. Þaö er aðall þessarar bókar. Hún er mikilvægt framlag til þess að sameina þjóö og sögu, gera mönnum söguna handgengna ídag- legu lífi, veita mönnum handhægan sjóö sem hægt er aö grípa til og líta í þegar þurrö verður í eigin hugskoti. Aö opna annálana og gera þá aö læsilegum fróöleik og forvitnilegum er hiö mesta þarfaverk, og hér hefur verið aö unnið betur en vel. Vonandi heldur höfundur verki sínu áfram og útgefandinn heldur jafnmyndarlega á sínum hlut eins og í þessari bók, sem gefin er út af smekkvísi og fátt til sparað aö hún megi veröa hinn eigulegasti gripur. Eg held aö And- ers Hansen, sem enn er ungur maður, sé mörgum öörum færari til þess að koma þessu verki í höfn. Blaðamennskureynslan er honum augsýnilega mikilvægt veganesti til þess. Andrés Kristjánsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.