Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1983, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1983, Blaðsíða 12
12 DV. MANUDAGUR 21. NOVEMBER1983. Frjálst.óháð dagblað Útgátufélag: FRJÁLS FJÖLMIDLUN HF. StiómarformaCurog útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoóarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjó'ar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA )2—I4.SÍMI 86411. Auglysingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiösla,áskriftir,smáauglýsingar,skrifstofa: ÞVERHOLTIII.SÍMI27022. Sími ritstjómar: 86611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerö: HILMIR HF., SÍDUMÚLA 12. P renlun: Árvakur hf., Skeifunni 19. Áskriftarverð á mánuði 250 kr. Verð í lausasölu 22 kr. Helgarblað25kr. Innreið SlS-veldisins I setningarræðu sinni á landsfundi Alþýðubandalagsins skoraði Svavar Gestsson á flokksmenn sína að skapa samstöðu um róttæk úrræði við lausn þjóðfélagsmála. Eitt þeirra atriða sem Svavar nefndi sem höfuðbar- áttumál var „stöðvun óhófsfjárfestingar í verslun, bönkum og milliliðum.” Þessar upphrópanir Svavars eru ekki nýjar af nálinni og löngum hefur milliliðagróði og svokallaðar verslunar- hallir verið fleinn í holdi þeirra alþýðubandalagsmanna. En því er þetta nefnt sérstaklega að svo vildi til þann sama dag og formaðurinn skar upp herör gegn óhófsfjár- festingunni í versluninni að Samband íslenskra sam- vinnufélaga, Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis og fleiri aðilar opnuðu nýja stórverslun í Reykjavík sem nefnist Mikligarður. Verslun þessi er sú stærsta sinnar tegundar og mun bygging húsnæðisins hafa kostað nærri tvö hundruð milljónir króna. Að vísu hefur hún komist á laggirnar bakdyramegin því SÍS fékk á sínum tíma leyfi til þessar- ar byggingar á allt öðrum forsendum. Verslun var leyfð þar 1981 af vinstri meirihluta borgarstjórnar til fimm ára og samkvæmt því er henni nú hleypt af stokkunum til 36 mánaða lífs. En Sambandið munar greinilega ekki mikið um slíka „óhófsfjárfestingu” þegar það markmið þess er í húfi að ná fótfestu í smásöluverslun í höfuðborginni. Það hefur lengi veriö draumur þeirra SÍS-manna að hasla sér völl í Reykjavík með sama hætti og kaupfélögin hafa nánast einokað alla verslun í kaupstöðum lands- byggðarinnar. I krafti síns mikla veldis, fjármagns og undirboða, hafa þeir smám saman drepið af sér alla sam- keppni og sitja einir að smásöluverslun víðsvegar um landið, viðskiptavinum til skapraunar og óþurftar. Mikligarður við Sundin er fyrsta alvarlega tilraunin sem kaupfélags- og SÍS-veldið gerir til að ná sömu tökum í Reykjavík. I upphafi var fyrirhugað að fjármagna verslunar- bygginguna með framlögum frá lífeyrissjóðum verka- lýðsfélaganna en þegar því var hrundið, af almennings- áliti og launþegum sjálfum, lagði SlS eitt fjármagnið til og eru þó ekki öll kurl komin til grafar í þeim efnum. Ekki fer þó milli mála hverjir eru velgerðarmenn hinnar nýju tangarsóknar einokunarhringsins því Þröstur Ölafsson, framkvæmdastjóri Dagsbrúnar, og innsti koppur í búri Alþýðubandalagsins, er stjórnarformaður verslunarinn- ar. Það kemur því vel á vondan þegar Svavar Gestsson flytur barátturæðu gegn „óhófsfjárfestingu” í verslun. Að undirlagi og með stuðningi þeirra afla sem Svavar þykist vera umboðsmaður fyrir er lagt í stórtækustu fjár- festingu verslunarinnar fyrr og síðar! Það er kaldhæðni örlaganna að verslunin skuli opnuð þann sama dag og formaður Alþýðubandalagsins dregur upp grýlumynd af „óhófsfjárfestingu”. Nú ber að sjálfsögðu að fagna því þegar aukin þjónusta bætist við í höfuðborginni. Samkeppnin kemur neytendunum til góða. I þeim efnum er engin miskunn og á ekki að vera. En enginn skyldi gleyma því eða yfirsjást að hér er á ferðinni annað og meira en verslun til viðbótar. Mikligarður er tákn þeirrar sóknar sem SÍS-veldiö er að hefja í höfuðborginni og tákn þeirrar staðreyndar að „óhófsf járfestingin ’ ’ er mest þar sem valdið er sterkast. -ebs. Áróður gegn sjávarútvegi Þaö hefur ágerst mjög undanfarin misseri aö umræða um sjávarút- vegsmál hefur oröið mun neikvæöari en áöur. Þeir sem aö sjávarútvegs- málum starfa hafa veriö fordæmdir fyrir hina breytilegustu hluti. Full- yröingar eru um of stóran fiskiskipa- flota og hann illa rekinn. Minnkun eöa samdráttur fiskstofna er sagöur sjómönnum aö kenna. Þaö liggur stundum í umtalinu að sjávarútveg- urinn sé ómagi á þjóöinni. Bankastjóri við aöalviöskipta- banka landsins segir það löngu kunn sannindi aö allt of margir sjómenn séu á Islandi. Það er sjálfsagt ekki langt í yfirlýsingu um aö gjaldeyrir okkar veröi til í bönkunum - seðla- bankastjóri hefur látið aö því liggja. Stofnanir tengdar sjávarútvegi eru hornrekur. Skóli eins og Fiskvinnsluskólinn sem átti aö veröa óskabam fiskveiöi- þjóðarinnar, veiðimannaþjóöarinn- ar, er enn í mjög ófullnægjandi leigu- húsnæöi og ekkert bólar þar á myndarlegri uppbyggingu. Fisk- matsmenn og eftirlitsmenn hjá Framleiöslueftirliti sjávarafurða eru illa launaðir. Uttektar- og eftir- litsmenn þeirrar stofnunar þurfa; helst aö ferðast á puttanum ef þeir þurfa að ferðast á milli byggða, þaö Skúli Alexandersson er munur aö sjá hvemig búið er að bankaeftirlitsmönnum þegar þeir koma til aö líta á fiskbirgöir eöa þá eftirlitsmönnum á vegum Raf- magnsveitna ríkisins. Áróður skilar árangri Þessi áróöur og afstaöa er þegar farin aö skila árangri, erfiöara og erfiöara reynist aö manna fiski- skipaflotann. Ungt fólk foröast þessa atvinnugrein, þeim fækkar ár frá ári sem sækja um skólavist i Stýrimannaskólanum. Ef fram heldur sem horfir að fjölmiðlar og forystumenn útþaninna þjónustu- stofnana, banka og verslunar, halda áfram þessari neikvæðu umfjöllun um sjávarútveginn veröur þeim sjálfsagt aö ósk sinni. Þá kemur fljótt að því aö sjómennirnir okkar fari í land, skipin veröi bundin viö bryggju eöa seld úr landi. Þá verður gjaldeyrir búinn til í Seölabankan- um, notaður til hinna breytilegustu vörukaupa - og opnaður veröur nýr vörumarkaður í auöum húsakynnum Stýrimannaskólans. Síöasta skýrsla Hafrannsókna- stofnunar — svarta skýrslan um þorskstofninn á fiskimiöum okkar — er plagg sem viö skulum taka alvar- lega. Við skulum ekki rengja þær upplýsingar sem þar koma fram, okkur ber að taka miö af þeim. Til- laga um 200 þús. tonna þorskafla á næsta ári miðast viö óbreytt ástand á Islandsmiöum. Vitaö er um nokkuö sterkan þorskstofn viö Grænland og Færeyjar, Færeyingar hafa fengið góöa þorskveiöi, þannig aö með nokkurri bjartsýni getum viö búist viö uppbót á þessum 200 þús. Um frelsi og vald Þessi grein er aö meginuppistöðu tii sama efnis og ræöa sú, nokkuö stytt, sem Sigurlaug Bjamadóttir, fyrrv. alþm., flutti á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Sigurlaug tekur fram, aö hún ósk- aöi þess viö Mbl. að greinin yröi birt þar, en af sérstökum ástæöum sáu ritstjórar þess sér ekki fært að veröa við þeirri beiöni.) Ég gef ekki kost á mér viö kjör tii miðstjómar á landsfundi Sjálfstæöis- flokksins. Hefi setið þar ein, 10 undanfarin ár, fyrst sem formaöur Landssambands sjálfstæöiskvenna og síöan kjörin á landsfundi. Ég tel eðliiegt og nauðsynlegt, aö viö skipan miðstjórnar, sem annarra valdastofnana innan flokksins, ráöi engin æviráöningarsjónarmiö, heldur verði þar jafnan hæfileg endumýjun starfskrafta. Lærdómsrík reynsla Víst hefir þaö verið lærdómsrík reynsla aö starfa þessi ár í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins — meö mörgu ágætisfólki. Því er hinsvegar ekki aö neita, að ég haföi fyrirfram gert mér nokkuö aörar hugmyndir um starfs- hætti hennar en raun ber vitni. Mér hafa t.d. nokkuð oft fundist miö- stjómarfundir heldur þunnskipaðir — og þá hreint ekki fremur þeir, sem lengst eiga aö sækja, sem hafa látiö sig vanta. Mér hefir of sjaldan þótt örla á stefnumótandi umræöu um hugsjónir og stefnu flokksins um- fram hiö venjulega þras um efnahagsmál líðandi stundar. — Mér hefir, í stuttu máli, fundist miö- stjórnin h'kjast meira þunglamalegri afgreiöslustofnun en vænta mætti af svo völdum hópi, sem hana skipar, þ. á m. mörgum ábyrgum forystu- mönnum innan flokksins, sem ætla mætti annaö og meira hlutverk en aö hlusta á og meötaka boöskap og til- kynningar frá æöstu prestum á flokksskrifstofu. A hverjum einstökum miöstjómar- manni hvílir, að ég tel, ábyrgö og skylda til aö tjá og skýra skoöanir sínar — hvort sem þær njóta meiri- hlutafylgis eöa ekki. I miöstjóm ætti aö geta komiö fram einskonar þver- skuröur skoöana innan fiokksins, sem yröi um leið þáttur í stefnumót- un hans og framkvæmd markaörar stefnu. En hvað um þaö. — Ég hverf úr miöstjórn meö margar ánægjulegar endurminningar. Aörar minningar á ég raunar hka þaðan, sem eru nokk- uö beiskari á bragöiö. Ég hlýt að játa það hér í einlægni, að ég hef enn ekki getað skilið, né heldur sætt mig viö, þau vinnubrögö flokkssystkina minna í miðstjórn á sl. vetri, er sér- framboð sjáhstæöismanna á Vest- fjörðum var á döfinni og mér var neitaö um að gera grein fyrir okkar málum í miöstjóm, áöur en hún tæki afstöðu th beiðni okkar um aö fá aö bjóöa fram í nafni flokksins — DD- hsta. Sú beiðni var reyndar ails ekki formlega fram komin, áöur en mið- stjórn hespaöi máhö af meö slíkum hætti, aö mér fannst fyrir neöan virðingu Sjálfstæðisflokksins. — Hafi tilgangurinn verið sá, sem hann auö- vitað var, — aö berja þannig sér- framboösmenn niður til hlýðni, þá hlutu þessi viöbrögö miöstjómar aö hafa þveröfug áhrif viö þaö sem ætlunin var, sem og kom strax á dag- inri. „Prinsip"-ákvörðun Þarna var ekki um málefnalega niöurstööu aö ræöa af hálfu miðstjómar flokksins og æöstu forystumanna hans, heldur svokall- aöa ,,prinsip”-ákvöröun. Þaö fékk ég viðurkennt og staöfest eftir á, — og ég hika ekki við aö fuhyröa, aö gegn betri vitund var því haldið fram — og haldiö á lofti af sömu aðUum, sem töldu það henta flokknum betur, aö Sigurlaug Bjamadóttir gerði nú sjálfa sig að ómerkingi meö því aö taka þátt í samskonar sérframboöi og hún heföi lagst gegn í miöstjóm þegar tvö sérframboö, í Suöurlands- kjördæmi og Norðurlandskjördæmi eystra, komu fram viö kosningamar 1979. — Þaö vissu aUir, sem vUdu vita, aö sérstaöa Vestfjarðakjör- dæmisins, aö því er varðaði sérfram- boð, var ótvíræð. Skal ég ekki fara nánar út í þá sálma hér. Auðvitað er ég ekki óskeikul og getur missýnst eins og hverjum öðrum. En mér sýndist ekkert benda til þess, aö miö- stjómarmenn gerðu sér það ómak aö reyna aö kynna sér þetta mál nema frá einni hhö, áöur en þeir í sínu gaU- harða „prinsipi” höfnuöu DD-lista á Vestfjörðum og settu um leið mig og aöra óróaseggi meðal vestfirzkra sjálfstæöismanna út af hinu flokks- lega sakramenti. Og ekki bmgöust leiðarahöfundar Mbl. flokksforyst- unni hér fremur en fyrri daginn. Hér var fariö beint af augum, tekin ein- hhöa ákvöröun og farið á svig við sannleikann með vel smuröa flokks- maskínu á fuUum dampi. — Og aUt var þetta í þágu flokkseiningarinnar, sem nú skyldi fá sína andlitslyftingu, hvaö sem hver segði. Viljum standa undir nafni Síst vil ég gera htið úr gildi eining- ar og samstööu innan Sjáhstæðis- flokksins. Viö höfum alltof lengi búiö viö innbyrðis erjur og ósætti, sem viö skulum vona, aö nú sjái loks fyrir endanná. En eining, sem byggö er á valdboði og nauöung — og óskhyggju þar á ofan, samrýmist ekki þeim hugsjón- um Sjálfstæöisflokksins um frjálsa hugsun og sjálfstæöa einstaklinga, sem við vUjum hvað helzt í heiöri hafa, ef viö viljum standa undir nafni sem sjálfstæðismenn, ef viö vUjum ekki að okkur dagi uppi sem póhtísk nátttröll — eöa pólitískar strengja- brúöur. Mörgum sjálfstæðismönnum þótti það nokkuð skrítiö — og lítt sannfær- andi, að um sömu mundir og for- maður flokksins lýsti því yfir hvaö eftir annað í kosningabaráttunni sl. vor, m.a. á fjölmennum fundum á Akureyri og Isafirði, aö nú væri ÖU sundrung aö baki og fuUkomin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.