Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1983, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1983, Blaðsíða 44
44 DV. MANUDAGUR 21. NOVEMBER1983. Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Tótf af sjötíu stofnendum Hreyfils sátu afmælishátíðina. Þeir eru fri vlnstri: Júlíus Júlíusson, Ólafur Þorgrimsson, Þorgrímur Kristínsson, Bergsteinn Guðjónsson, Gústaf Ófeigsson, Guðmundur Agnarsson, Vagn Kristjánsson, Kjartan Jónsson, Vilhjálmur Guðmundsson, Einar Magnússon, Ólafur Þorgrímsson hrl. og Ingjaldur ísaksson. DV-myndir: Bjarnleifur. Heiðursfólagarnir, Þorgrimur Kristínsson og Ólafur Þorgrimsson, ásamt formanni Hreyfils, Einari Magnússyni. Hreyfilsmenn fagna afmæli Bilstjórar Bæjarieiða gáfu starfsbræðrum sinum akstur frá Hreyfilshúsi á Hótal Sögu i afmælisbjöf. Þama biða Bœjarieiðamenn. PP Éf J PIh ;/» C. Richard Gare ásamt Elpldiu Carrillo i kvikmyndinni The Honorary Consul. Richard Gere ínýrri mynd Richard Gere skín skært á stjörnuhimninum þessa dagana. Að undanförnu hefur andlit hans meðal annars verið á breiötjaldi Háskólabiós sem sýnir kvikmynd- ina An Officer and a Gentleman, þýtt á íslensku Foringi og fyrir- maður. Áður hafði Richard Gere slegið í gegn í myndinni American Gigolo. Síðar hefur myndin Breathless bæst við. Richard Gere leikur þessa dag- ana í enn einni kvikmynd. Hann fer með hlutverk Eduardo Plarr í bresku myndinni The Honorary Consul sem er gerð eftir sam- nefndri bók Grahams Green. Hin limafagra en óþekkta mexí- kanska stúlka Elpidia Carrillo leikur aðalkvenhlutverkiö á móti Richard Gere. Sjálfsagt vildu margar vera í hennar sporum. Áhrif á banda- rískt þjóðfélag Hnefaleikakappinn Muhammed Ali og neytendaleiðtoginn Ralph Nader eru í hópi fimmtíu manna sem bandaríska tímaritið Esquire telur hafa haft mest áhrif á daglegt líf fólks í bandarísku þjóðfélagi. Meðal annarra í hópnum má nefna arkitektinn Phiiip Johnson, leikritaskáldiö Tennessee Williams og Ray Kroc, sem gerði McDon- alds’s-hamborgarakeðjuna að því semhúner. A listanum er aö finna fimm for- seta Bandarikjanna: Franklin D. Roosevelt, Dwight D. Eisen- howeer, John F. Kennedy, Lyndon B. Johnson og Richard M. Nixon. Af þessum fimmtíu manna hópi eru tuttugu manns enn á lífi. Hreyfilsmenn fögnuðu 40 ára afmæli leigubílastöðvarinnar í hófi að Hótel Sögu sunnudaginn 13. nóvember síðastliðinn. Þar var fullt hús enda bílstjórarnir á Hreyfli yfir 200 talsins. Aðrir starfsmenn eru um 25. Afmælishátíðin hófst klukkan 18 með upphitun í Hreyfilssalnum við Grens- ásveg. Þar varskálaðíkampavíni. Bílstjórar af Bæjarleiðum óku síðan Hreyfilsmönnum í kvöldverð á Sögu. Aksturinn var afmælisgjöf Bæjarleiöa til Hreyfils. Að loknum málsverði voru ræðuhöld og skemmtiatriði. Þá var lýst kjöri tveggja heiðursfélaga, Olafs Þor- grímssonar og Þorgríms Kristins- sonar. Ingjaldur ísaksson í ræðustól. Hann var formaður Hreyfils i 24 ár, átti sæti i fyrstu stjórn og er einn af fjórum heiðursfélögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.