Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1983, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1983, Blaðsíða 20
DV. MÁNUDAGUR 21. NOVEMBER1983. KRISTJÁN JÓHANNSSON: WHAM — FANTASTIC: Fjör og fimir fætur Upp á síökastiö hefur breskur diskó- dúett átt hvert hitlagið á fætur ööru á heimaslóöum. Þeir George Michael og Andrew Ridgeley kenna sig viö upp- hrópunarmerkið Wham! af ókunnum ástæöum. Báöir munu þeir vera hinir myndarlegustu strákar og toppdans- arar í þokkabót. Þegar þar við bætist að þeir eru vel fundvísir á leikandi léttar laglínur og útsetningar er ekkert undarlegt aö þeir skuli hafa slegiö í gegn. Fyrsta smáskífa Wham hafði aö geyma lagið Wham Rap sem sam- stundis sló í gegn og sjóferö númer tvö, Young Guns, lauk á sama hátt. Og ekki dró úr vinsældum dúettsins þegar næstu tvær smáskífur litu dagsins ljós, nefnilega Bad Boys og Club Tropicana. Svo fór auðvitað aö lokum aö þessum lögum var safnaö saman á breiöskífu og sú gefin út og þá fengu fleiri lög aö fylgja meö. Breiöskífan heitir Fantastic og þaö er skemmst frá því aö segja aö lögin fjögur sem fylgja hit- lögunum eru hvorki fugl né fiskur. Þaö er nefnilega svo aö til aö lög af þessum meiði geti slegiö í gegn veröa þau aö byggja á grípandi og auömeltri melódíu. Hitlögin fylgja þessari formúlu en hin lögin ekki. Annars er tónlist Wham skemmtileg sem dans- tónlist; fjör og fimir fætur gætu veriö einkunnaroröin. Þetta kallast víst diskó og ber aö umgangast þaö sem slíkt. Diskótekin ættu aö fagna mest (sem þau eflaust gera) en heima í þröngri stofu finnst mér tæplega koma til greina aö setja plötuna á fón. Hafi menn rýmra í kringum sig horfir málið ööruvísi við. Textarnir vekja helst athygli fyrir aö vera í klúrara lagi á köflum, inni- haldiö er takmarkaö enda ekki til annars ætlast. Aö ööru leyti er ekki ástæöa til aö fjölyrða um Fantastic. Góö,,stuöplata”. -TT FJORTAN AUKALOG Krístján Jóhannsson. Hljómplata í útgáfu Ver- aldar. Söngur: Krístján Jóhannsson. Hljómsveitarstjórn: Maurizio Barbacini. Útsetningar: Ed Welch, Jón Þórarínsson, Jón Sigurflsson. Hljómsveit: London Symphony Orchestra. Upptaka: Mike Ross-Trevor, hljóðritafl hjá CBS London. Skurður: Tin Young, CBS. Umsjón: Björgvin Halldórsson. VE-001 digital. Þegar stórsöngvarar hafa fengið nóg af aö syngja eilíflega ópus-músík og annað þungmeti bregöa þeir oft á þaö fangaráö aö slá öllu upp í glens og hljóörita samsafn af léttu efni. Gjarn- an aukalagasafnið, sem þeir hafa átt í pokahominu til aö létta á yfirþrýst- ingnum eftir allan ópusrembinginn. Oftast er um aö ræöa stutta hvelli, meö nokkrum innbyggöum hápunktum, beinlínis samda til að sýna glæsileg til- þrif og síöan, Bravo—Plaudite! Ein hljómplata af umgetinni tegund er nú komin út meö söng Kristjáns Jóhannssonar. Virðist á henni fátt til sparaö, upptakan meö digitaltækni og sjálf London Symphony fengin til aö leika undir. Víst er aö sú ráöstöfun ber árangur til fulls. Tæknihliö upptökunn- ar er af alþjóðlegum gæöaflokki svo og önnur vinnsla tækniliös. Utsetningar em og hinar smekklegustu, ekki síst á islensku lögunum. Má þar nefna sem dæmi áhrifaríka beitingu blásaranna til aö byggja upp hápunktinn í I fjar- lægö og skemmtilega „instrumenta- tion” í Hamraborginni. Leikur London Symphony er listagóður — já raunar albesti þáttur plötunnar. Niðurrööun laganna á plötunni er einber flatneskja. Rétt eins og þurrk- uöum súpujurtum sé kastaö út í pott. Ekki er gerö minnsta tilraun til aö byggja upp stígandi í röðuninni. Reyndar virðist umsjón upptökunnar og vinnslunnar (produktionin) bera þess merki aö vera unnin af manni sem ekki kann eöa vill hlusta á söng ööra vísi en í gegnum hljóðnema og magnara. En aöalatriöi plötunnar er jú söngur Kristjáns Jóhannssonar. Enn einu sinni sýnir hann hér hversu makalaust sérstæöa rödd hann hefur. Eg get hins vegar ekki sagt aö ég sé hrifinn af því hvernig hann brúkar hana. Kristján hefur tamið sá þann stíl að renna sér fjóröungs til hálftóns fótskriöu aö hverjum tóni sem liggur fyrir ofan miöju og jafnvel þar fyrir neöan líka. Auk þess hættir honum til aö hanga neöan í tóninum. Hann á þaö líka til að klemma, sérstaklega ef hann syngur veikt í hæöinni. En Kristján er síður en svo eini tenórinn sem stundar þaö að renna sér svona fótskriðu upp á tóninn. Sumum þykir meira aö segja fínt aö syngja meö þessum stíl. Ef strengja- leikari spilaöi svona fengi hann hvergi inni í hljómsveit og blásari af því tagi væri ekki metinn til margra fiska. Eg hef alist upp viö það aö hinn hreini tónn sé ekki síöur keppikefli söngvarans en hljóöfæraleikarans. Fyrir mér er því svona söngmáti ekkert annað en „dilli- ttantismi” — í besta falli billeg afsökun fyrir því aö syng ja ekki hreint. Umbúöimar um plötuna líta vel út viö fyrstu sýn, skreyttar „listrænum” Ijósmyndum Zoe Dominic, en eru þegar nánar er skoöaö, dæmigeröar stórmarkaðaumbúöir — nokkuö hugguleg, innpökkun á fjórtán auka- lögum. EM J.J.CALE Ljúfíingsstef KISS, UCKIT UP: Svanasöngur Gömlu piltungamir í barna- og ungl- ingahljómsveitinni KISS eru heldur farnir aö lýjast. Enda mun Lick It Up eiga aö vera síöasta hljómplata þeirra og hefði aö ósekju fyrr mátt vera. Kiss- karlarnir vom fyrir margt löngu orðnir illa staönaöir í músík sinni. Alltaf hefur mér fundist oröiö „graö- hestarokk” hafa átt best viö tónlist Kiss af öllum þungarokksgrúppum. Lög þeirra hafa nær öll verið afar ein- föld aö uppbyggingu, mikiö um hvers- konar endurtekningar og þessi eilífi rembingur í þá átt að gera þau gríp- andi sem hartnær alltaf hefur mistek- ist, nema einstaka lag sem náö hefur Nýjar plötur athygli og gert þá fræga fyrir bragöiö. Þessi kveðjuplata Kiss er sama marki brennd og flestar ef ekki allar fyrri plötur hljómsveitarinnar. I lögin er lítið spunniö og þar eö enginn grúppumeðlimanna getur talist hæfi- leikaríkur hljóöfæraleikari er reynt aö keyra tónlistina áfram af æpandi söng og oft á tíðum öskrum inn á milli í ofanálag. Gítar- og trommusóló fara fyrir litiö því að hvort tveggja er aö þau eru illa undirbúin og koma á tíðum eins og skrattinn úr sauöarleggnum auk þess sem þau eru ekki mikiö eyrnakonfekt á aö hlusta. Þaö er fátt meira um þennan " svanasöngKissaðsegja,nemaþaðeitt aö sá söngur heföi betur mátt vera kyrjaöurmunfyrrenþetta. -SER Kjósi maður þægilega æsingalausa tónlist er auövelt aö ráöa fram úr því. Plötum J. J.Cale er einfaldlega brugöiö undir nálina og gítarplokkarinn ljúfi gefur tóninn og réttu afslöppuöu stemmninguna. Margir álíta aö bak- grunnstónlist (laid back) geti ekki veriö annaö en tónhrat, innihaldslaust jukk og uppsuður hverskonar. Þeir hinir sömu ættu aö hlusta á J. J.Cale. Það hefur aldrei fariö mikiö fyrir Cale. Aö því leyti samsvarar hann tón- list sinni. Þó hefur hann verið býsna afkastamikill og áttunda platan á tíu ára tímabili sýnir aö framleiðnin er í góöu meöallagi. Því er þó ekki aö leyna aö frumleikinn er heldur farinn aö dofna og þessi síöasta plata bætir litlu viö þaö sem á undan var komiö. Samt er hún þægileg og líður áreynslulaust í gegn. J.J. Cale var framan af óþekktur aö kalla og jafnvel samneyti viö Leon Russel um árabil varö honum enginn stökkpallur út í frægðina. Þaö var ekki fyrr en Eric Clapton hljóðritaði lag hans, After Midnight, sem fólk fór aö renna á hljóöið úr barka höfundar. Sér- kennilega afslappaður og letdegur söngur var annað helsta vörumerkiö en mesta athygli vakti gítarstíllinn og helsti lærisveinn hans í gítarleik er ekki ómerkari maður en Mark Knopfler í Dire Straits. Og fer ekki dult með upprunann. Allt þetta vita flestir lesendur og litlu viö að bæta. Hafi menn á annað borö ráð á því aö kaupa sér plötu meö J.J.Cale mæli ég þó frekar meö plötum eins og „5”, „Okie” eöa „Trouba- dour”. -Gsal iSVEINN HAUKSSON - DROPI í HAFIÐ: GLEYMT EN EKKIGEYMT UB40 — LABOUR OF LOVE: SKEMMTILEGUR UTURDUR Þaö er ekki hægt aö vera reiður ungur maður alla ævi. Fyrr eöa síðar kemur aö þvi að menn eru annaöhvort ekki lengur ungir eöa þeim runnin reiöin, nema hvort tveggja sé. Strákarnir sjö í bresku hljómsveitinni UB40 hafa til þessa verið reiðir ungir menn og sagt sínar skoðanir umbúöala ust. En hér kveöur við annan tón. Þeir eru enn ungir og því sjálfsagt aö ætla aö reiðin sé þeim runnin. En svo einfalt er það ekki. Þessi gömlu lög sem hljómsveitin hefurtekiö upp á arma sína og túlkað á sína raggí- vísu áttu í raun aö vera fyrsta plata UB40, — hún átti að veröa platan sem kæmi nafni hljómsveitarinnar hátt á loft, platan sem átti aö renna stoöum undir framhaldiö: pólitiska raggítónlist með bresku ívafi. Reyndin varö hins vegar önnur og eftir að fyrsta breiðskífan, Signing Off, haföi slegið rækilega í gegn fylgdu aörar pólitískt þenkjandi plötur í kjölfarið. Þessi plata, Labour Of Love, er sjötta stóra platan frá UB40 og fyrsta platan með aöfengnu efni. öll lögin eiga þaö sammerkt aö hafa veriö leikin af raggí-flytjendum á árunum 1969— 1972 þegar raggítónlist hafi ekki veriö skipaö á sérstakan bás heldur litiö á þá tónlist eins og hverja aðra danstónlist. Þá voru strákamir í UB40 komungir menn og hlustuðu grannt eftir þessari danstónlist á skemmtistööum í Birmingham. Þó lagið vinsæla, Red Red Wine, hafi veriö samiö af bandaríska söngvaranum Neil Diamond var þaö ekki útsetning höfundarins sem heillaöi Ubbana heldur raggíútsetning Tony Tribe’s frá árinu 1969. Þetta lag hefur aldrei oröiö viölíka vinsælt og í flutningi UB40 þó margir hafi spreytt sig á því og gefið út á 2ja laga plötum. Annaö lag af þessari plötu, Please Don’t Make Me Cry, fór inn á topp tíu í Bretlandi en Ijóst er að það fylgir ekki fordæmi Red Red Wine og sest í toppsætið. Annars er þessi plata ákaf- lega jöfn aö styrkleika og fátítt að lög úr ýmsum áttum nái svo sterkum heildarblæ sem hér. Gamlir aðdáendur Ubbanna vona þó ugglaust aö þessi skemmtiskúr stytti upp um síðir og hljómsveitin taki til viö fýrri iðju að semja eigin lög og benda á það sem miður f er í ríki j árnf rúarinnar. Ekki þar fyrir: þessi útúrdúr er alls góðs maklegur eins og hljómsveit- arinnar var von og vísa því það er ekki af engu sem UB40 hefur veriö talin ein merkasta hljómsveit síöustu ára.-Gsal. Ef eitthvaö er dropi í hljómplötu- hafiö þá er það þessi plata Sveins Haukssonar. Það er mér meö öllu óskiljanlegt hvernig nokkrum manni dettur í hug aö gefa út plötu þó hann geti búiö til nokkrar laglínur á hljóö- gervil, klúörað saman textum og sé partífær á hljóöfæri. Sem betur fer dettur ekki mörgum, sem uppfylla framangreind skilyröi, þetta í hug því þeir eru án efa ófáir á meðal vor. Svona nokkuð eiga menn að taka upp á segulbandsspólu og spila prívat vilji þeir endilega halda upp á eigin snilli. Á þessari plötu rekur hver lagleysan aöra með textum sem falla afleitlega aö lögunum, þannig aö „söngvarinn” veröur aö teygja lopann á hverjum tón svo aö passi saman. Ekki bætir úr skák aö „söngvarinn” er gjörsamlega sneyddur öllum sönghæfileikum. Athygli vekur aö textamir virðast hafa gengið til þurrðar h já höfundinum á fyrri hliö plötunnar því síöari hliðin er því næst samfellt raul og væl sem slær allt út í leiöinlegheitum. Þessuerbestgleymt. SÞS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.