Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1983, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1983, Blaðsíða 1
DAGBLAÐIЗVÍSIR________267. TBL. — 73. og 9. ÁRG. — MÁNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1983. ' VERÐLAGSSTOFNUN: Allar lágmarksgjald- skrár til rannsóknar „Kom frekará óvart, " segir formaður A rkitektafélagsins „Af tilviljun fá þessi félög fyrst bréf frá okkur, við munum aö sjálf- sögðu fjalla um gjaldskrármálefni allra þeirra félaga sem hafa lág- marksgjaldskrár,” segir Georg Olafsson verðlagsstjóri. Verðlags- stofnun hefur skrifaö félögum arkitekta, verkfræöinga og snyrtifræöinga um að hún telji lág- marksgjaldskrár þeirra brjóta í bága við lög um frjálsa verðmyndun. Verðlagsstjóri visaði til löggjaf- arinnar í samtali við DV. Hann kvað þó sérstakar undantekningar heimilar og væri viðkomandi félögum jafnframt bent á það. „Þetta kom frekar á óvart,” segir Haraldur Helgason, formaður Arkitektafélagsins. „Við höfum sér- staka verðlagsnefnd og höfum haft gjaldskrá til fjölda ára. Hún leitaði strax til lögfræðings og nú er á döfinni fundur með lögfræðingi Verðlagsstofnunar. ” Meðal fjölmargra annarra félaga sem hafa lágmarksgjaldskrá en þeirra sem þegar hefur verið skrifaö er Lögmannafélagið. „Ef við fáum svona bréf þá bara skoðum viö það,” segir Jón Steinar Gunnlaugsson, for- maður þess félags. „Lögmannafélagið var stofnað 1911 ekki síst til þess að búa til taxta yfir verk lögmanna. Síðan 1941 starf- ar félagið á grundvelli sérstakra laga og samþykktir þess á hverjum tíma eru háöar samþykki dóms- málaráðherra. Okkar lágmarks- gjaldskrá, sem spyrja mætti raunar hvort ekki hefði frekar verið há- marksgjaldskrá í reynd, er því byggö á nokkuð traustum grunni. En ég hef síður en svo uppi athuganir viö viðleitni Verðlagsstofnunar. ” -HERB. Svavar Gestsson, formaöur Alþýðubandalagsins, óskar varaformanninum, Vilborgu Harðardóttur, til hamingju með sigurinn eftir að Ijóst varð að hún var sjálfkjörin i það embætti. Landsfundi Alþýðubandalagsins lauk í gær: Vilborg kjörin varaformaöur — Svavar Gestsson endurkjörinn formaður Svavar Gestsson var endurkjörinn formaöur Alþýðubandalagsins á lands- fundi flokksins sem lauk í gærkvöldi.. Vilborg Harðardóttir, útgáfustjóri Iðn- tæknistofnunar, var kjörin varafor- maöur flokksins í stað Kjartans Olafs- sonar sem ekki gaf kost á sér. Margrét Frímannsdóttir oddviti á Stokkseyri var kjörin gjaldkeri og Helgi Guömundsson bæjarfulltrúi á Akur- eyri var kjörinn ritari flokksins. Kjörið var samkvæmt tillögum upp- stillinganefndar en aðrar tilnefningar komu aðeins fram um gjaldkera. flokksins. Var því aöeins kosið um þaö embætti. Margrét Frímannsdóttir hlaut 186 atkvæði, Hilmar Ingólfsson bæjarfulltrúi í Garðabæ hlaut 32 at- kvæði og Haraldur Jóhannsson hag- fræðingur hlaut 3 atkvæði en 5 atkvæði voru ógild. Á landsfundinum voru samþykkt ný lög fyrir flokkinn. Meö þeim verður sú breyting aö ýmis félög sem bundin eru ákveönum viðfangsefnum eða málefnum geta átt aðild að Alþýöubandalaginu sem heild án þess að einstakir félagsmenn séu flokks- bundnir. Þá kveða nýju lögin á um að hvort kyn skuli eiga aö minnsta kosti 40% fulltrúa í öllum stofnunum flokks- ins sem kosiö er til, svo fremi aö nægi- lega margir séu í framboði. Ef færri en 40% af hvoru kyni eru í framboði teljast þeir sjálfkjörnir. Þessi regla gildir ekki um val á framboðslista. ÖEF Hðllinstraxað verðaoflítil — sjábls. 18 Eldurfrísíbúð — sjábls.3 New York vill Sauóár- króksvatn -sjábls.2 • Alþjódlegsjávarút- vegssýning ádöfinni:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.