Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1983, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1983, Blaðsíða 23
íþróttir (þróttir Er að komast í gamla formið segir Karl Þórðarson en Laval er nú um miðja deild í Frakklandi. Bordeaux í efsta sæti „Ég er að komast í mitt gamla form á ný — í ágætri leikæfingu. Hef verið fastamaður í liði Laval í fimm síðustu leikjunum og er orðinn alveg góður af meiðslunum. Laval gerði jafntefli í Toulon á laugardag, 2—2. Þeir Goudet og Soto skoruðu mörk Laval. Liðið er í níunda sæti með 19 stig úr 19 leikjum eða 50% árangur. Það er jafnvel betra en við reiknuðum með því við misstum marga góða leikmenn fyrir leik- tímabilið,” sagði Karl Þórðarson í Frakklandi, þegar DV ræddi við hann í gær. Cannes, sem Teitur Þórðarson ieikur með í suðurdeild 2. deildarinnar frönsku, gerði jafntefli á útivelli á laugardag. Er nú í sjötta sæti. Bordeaux komst á ný í efsta sæti 1. deildar á laugardag. Sigraöi þá Bastia 1—3 á Korsíku. Bastia náði forustu með marki Zimako Are úr vítaspyrnu en þýski landsliðsmaðurinn hjá Bordeaux, Dieter Miiller, skoraði þrennu í s.h. Urslit í 1. deild á laugar- dag urðuþessi. Monaco-Toulouse 2-3 Bastia-Bordeaux 1-3 St. Etienne-Nantes 0-0 Auxerre-Strassborg 3—0 Toulon-Laval 2-2 Lille-Sochaux 1-2 Metz-Nimes 2-1 Rennes-Nancy 2-1 Brest-Lens 2-1 Staða efstu liða. Bordeaux 19 12 4 3 37-19 28 Monaco 19 11 4 4 34-16 26 Nantes 19 11 4 4 23-11 26 Auxerre 19 12 1 6 30-16 25 Paris SG 18 10 4 4 33-22 24 Steini skoraði úrslitakörfuna — Keflvíkingar komu á óvart og sigruðu Njarðvíkinga í „Ljónagryfjunni” 60:61 Körfuknattleikur, Úrvalsdeild, UMFN—IBK 60—61 (28—26) Eftir tvo hrikalega ósigra tókst Kefl- víkingum að sigra nágranna sína, Njarðvikinga, efsta lið úrvalsdeildar- innar, á föstudagskvöldið, og það á úti- velli, með 61—60 eftir að hafa verið undir í hléi, 26—28. Njarðvíkingar voru greinilega of sigurvissir og áttuðu sig ekki nógu vel á ÍBK-liðinu sem varð að taka á öllu sínu til að öðlast sjálfs- traustið að nýju. Reyndar tryggðu þeir sér ekki sigurinn fyrr en á loka- sekúndunum — og það á mjög eftir- minnilegan hátt. Sturla örlygsson hafði jafnað fyrir UMFN 60—60, en braut af sér um leið. Þorsteini Bjarna- syni var falið að reyna að koma knettinum í Njarðvíkurkörfuna úr tveimur vítaskotum. Taugarnar brugöust ekki hjá hinum reynda knatt- leiksmanni. Annað skotið hitti og sigur ÍBK var þar með tryggður, 61—60. Keflvíkingarnir voru ragir við að „keyra” inn í vörnina hjá Njarðvíking- unum í fyrri hálfleiknum, skutu oftast af löngum færum. Þeir léku vörnina vel, mikil breyting frá fyrri leikjum og náöu núna fráköstum sem þeim var alveg fyrirmunað í tveimur seinustu leikjum. I seinni hálfleik geröust þeir sókndjarfari og áræddu aö fara undir körfuna og náöu þá fljótt að vinna upp forskot UMFN og komast yfir 54—43. Njarövíkingarnir, sem léku án hins efnilega Isaks Tómassonar, voru öllu fjölbreyttari í leik sínum en mót- herjarnir og ákveðnari framan af. Við þaö fengu þeir á sig villur og voru komnir í nokkur vandræði í byrjun seinni hálfleiks. Það gerðu Keflvíking- ar einnig þegar líða tók á leikinn þótt Pétur Jónsson væri sá eini sem varð að vikja af velli, með fimm villur. Seinustu mínúturnar voru æsi- spennandi fyrir fullt hús áhorfenda, sem voru að jöfnu gestir og heima- menn. Sturla Örlygsson og Valur Ingi- mundarson, tveir öflugustu menn UMFN, söxuðu, smám saman á 58—50 forskot IBK og Sturla jafnaði þegar aöeins 7 sek. voru eftir að leiktíman- um, en braut af sér um leið, svo sem áöur er getiö, eða svo töldu þeir Jón Otti og Gunnar Guömundsson, ákveðn- ir dómarar leiksins. Maður leiksins: Jón Kr. Gíslason IBK. Stigin: IBK: Þorsteinn Bjarnason 14, Jón Kr. Gíslason 14, Öskar Nikulás- son 13, Björn V. Skúlason 6, Hafþór Oskarsson 6, Guðjón Skúlason 4, Sig- urður Ingimundarson 4. Stig UMFN: Valur Ingimundarson, 27, Sturla Örlygsson 12 Gunnar Þor- varöarson 11, Ástþór Ingason 6, Júlíus Valgeirsson 2, Ingimar Jónsson 2. jm/he. FA-bikarkeppnin: Deildaliðin féllu víða Fyrsta umferðin í ensku bikarkeppn- inni — FA-CUP — var háð á laugar- dag. Þá hefja liðin í 3. og 4. deild keppni. Liöin í 1. deild byrja í 3. umferö fyrst í janúar. Urslit á laugardag. Aldershot-Worcester 1—1 Leammgton-Gillingham 0—1 Barking-Farnborough 2—1 Barnet-Bristol Rov. 0—0 Boston-Bury 0—3 Bournemouth-Walsall 4—0 Bradford-Wigan 0—0 Burton-Windsor 1—2 Chelmsford-Wycombe 0—0 Chester-Chesterfield 1—2 Corintian-Bristol City 0—0 Dagenham-Brentford 2—2 Darlington-Mossley 5—0 Exeter-Maidstone 1—1 Frickley-Altrincham 0—1 Gainsborough-Blackpool 0—2 Halifax-Whitby 2—3 Burnley-Hyde 2—0 Kettering-Swindon 0—7 Macclesfield-York 0—0 Mansfield-Doncaster 3—0 Millwali-Dartford 2—1 Northampton-Waterlooville 1—1 Northwich-Bangor 1—1 Oxford-Peterborough 2—0 Penrith-Hull City 0—2 Port Vale-Lincoln 1—2 Reading-Hereford 2—0 Rochdale-Crewe 1—0 Rotherham-Hartlepool 0—0 Scunthorpe-Preston 1—0 Southend-Plymouth 0—0 Tclford-Stockport 3—0 Torquay-Colchester 1—2 Tranmere-Bolton 2—2 Wealdstone-Enfield 1—1 Wrexham-Sheff. Utd. 1—5 Yeovil-Harrow ' 0—1 -hsím. Styrkið og fegríð Ukamann DÖMUR OG HERRAR! NÝTT 3 VIKNA NÁMSKEIÐ HEFST 28. NÓV. Hinir vinsœlu herratimar i hádeginu Hressandi — mýkjandi — styrkjandi — ásamt megrandi æfingum. Sértímar fyrir konur sem vilja léttast um 15 kg eða meira. Sértimar fyrir eldri dömur og þær sem eru slæmar í baki eða þjást af vöðvabólgum. Vigtun — mæling — sturtur — gufuböð — kaffi — og hinir vinsælu sólarium-lampar. Leikfimi fyrir konur á öiium aldri. Júdódeild Ármanns Ármi'ikl Innritun oq upplýsingar alla virka daga AAfmUM 04. kL 13_ 22 i síma 83295. NEW i NEW Caiion Canon iPig-»/g(5) re-oa/gffl Ljósritar í þremur litum, engar hreinsanir eða stillingar. Canon Personal Copier NEW ■ NEW Canon Canon fflffl-Uffl/gffl [pffl-íffl/gffl Údýrust á markaðnum. Verð 38.600. NEW Canon fflffl-jffl/fflffl Ljósritar á þunnan og þykkan pappír, 40 til 128 gr/m2. Sf Minnsta afrit 49 x 85 mm, t.d. nafnspjöld. fflffl=Dffl/ffl@ NEW Canon fflffl-jffl/g® 8 Ijósrit á mínútu báðum megin. NEW Canon fflffl-Hffl/gffl Heppileg fyrir minni fyrirtæki, deildir stærri fyrirtækja, einstaklinga o. fl. Cation Shrift/élin hf skb*-* íþróttir íþróttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.