Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1983, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1983, Blaðsíða 30
DV. MANUDAGUR 21. NOVEMBER1983. 30 TINNA TINNA - TINNA - TINNA - HÁRGREIÐSLUSTOFAN d Furugerði 3. | Opið á fimmtudögum til > kl. 8.00. I Athugið: Síminn er H 32935. | Pantið tímanlega > fyrir jól. | TINNA - TINNA - TINNA - Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðar og létt bifhjól sem skemmst hafa í um- ferðaróhöppum: íslenskt efni í norskri lesbók Kom og les heitir lestrarbók sem ný- lega er komin út á nýnorsku fyrir 2. bekk grunnskólans í Noregi. Efni bókarinnar er mjög fjölbreytt, sögur, ljóð, þulur, málshættir, gátur og ævintýri. Texti er settur upp sem ljóð með skýru og greinilegu letri sem er vel við hæfi yngstu nemendanna. Aðalhluti efnisins er úrval úr nýjum norskum barnabókmenntum og nokkr- ir erlendir höfundar eiga þar einnig efni. Einn íslenskur barnabókahöfundur, Ármann Kr. Einarsson, á efni í norsku lestrarbókinni. Þar er birtur kafli úr bókinni Afastrákur, með teikningu eft- ir Þóru Sigurðardóttur. Bókin er mjög fallega útgefin meö miklum fjölda mynda, flestum í lit. Hún er 174 bls. í allstóru broti. Tordís Fosse hefur valið efnið í Kom og les og skrifar formála. Gyldendal norsk Forlag gefur bókina út í samráði við norska menntamálaráðuneytið. Ármann Kr. Elnarsson rithöfundur. Toyota Carina ’82 Subaru 4X4 station ’82 Chevrolet Malibu ’78 Saab 900 Turbo ’81 Renault 12 TL ’74 Suzuki TS 50 bifhjól ’82 Bifreiðarnar og hjólin verða tU sýnis í geymslu vorri, Hamars- höfða 2, sími 85332, mánudaginn 21. nóv. frá kl. 12.30—17. TU- boðum sé skUað eigi síðar en þriðjudaginn 22. nóv. á skrifstofu vora, Aðalstræti 6 ReykjavUi. TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN P AÐALSTRÆTI 6-101 REYKJAVÍK - SlMI 26466 ELECTROLUX ÖRBYLGJUOFN JÓLAGJÖF FJÖLSKYLDUNNAR! TIL SJÁLFRAR SÍN 2000 œdiB 2000 AlWÍN AUK VAXTAOG KOSTN. RAFTÆKJADEILD - SÍMI86117 Leikfélag Reykjavíkur Stefán Baldursson afhendir Davíð Oddssyni fyrsta eintakiö af hijóm- piötunni. Út er komin á vegum Leikfélags. Reykjavíkur hljómplatan Við byggjum leikhús, en á plötunni eru söngvar sem leikarar og starfsfólk Leikfélagsins fluttu upphaflega á söngskemmtun í Laugardalshöliinni 17. júní sl. og síðan í sjónvarpsþætti nýverið. Hljómplatan verður seld til ágóða fyrir hús- byggingarsjóð félagsins og rennur allt fé sem inn kemur fyrir plötuna til byggingar Borgarleikhúss. Á hinni nýju plötu eru 11 lög eftir ýmis tónskáld, flest þeirra finnsk. Flest lög á plötunni á finnska leikhús- tónskáldið Kaj Chydenius, eitt lag er eftir Tómas Einarsson. Einnig eru tvær leikhússyrpur með lögum úr ýmsum leikritum sem sýnd hafa verið hjá leikfélaginu, m.a. Þiö munið hann Jörund, Deleríum búbónis, Saumastof- unni, Ovitanum, Þjófar, lík og falar konur svo að eitthvað sé nefnt. Flytj- endur eru 19 leikarar og starfsmenn Leikfélags Reykjavíkur en undirleik annast Siguröur Rúnar Jónsson, Jó- hann G. Jóhannsson, Olafur Garðars- son, auk 18 hljóðfæraleikara úr Sinfóníuhljómsveit Islands. Allt þetta fólk hefur gefið vinnu sína við plöt- una. Textarnir við nýju Iögin á plöt- unni eru eftir Kjartan Ragnarsson, Jón Hjartarson og Karl Ágúst Ulfs- son. Húsbyggingarsjóður leikfélagsins hefur opnað póstgíróreikning númer 1 66 20-0 og getur fólk lagt þar inn framlög og stuðlað þannig að því aö Borgarleikhúsið nýja rísi sem fyrst, en stefnt er að því að taka það í notkun 1986. Patreksfjörður: Allir á Eyrargrill Frá Elinu Oddsdóttur, fréttaritara DV á Patreksf irði. Nýlega var opnaöur veitingastaður hér á Patreksfirði. Staðurinn heitir Eyrargrill sf. Eigendurnir eru tvenn ung hjón, þau Bergljót Oskarsdóttir, Sveinn Arason, Guðrún Gisladóttir og Jón Bessi Árnason. Húsiö er á góðum stað, í tengslum við hafnarsvæðið. Þar er grillstofa á götuhæð, ásamt baðaðstöðu, sem kem- ur sér vel fyrir ferðafólk og sjómenn, en í risi hússins er leiktækjastofa og stofa fyrir minni samkvæmi, allt mjög smekklegt. Eg hitti Bergljótu og Svein á vaktinni og spurði hvernig stæði á því að þau hefðu farið út í þetta. „Hugmyndin varð til í matarboði, þar sem rætt var um hve slæmt það væri að geta ekki fariö út á veitinga- stað til að borða,” sagði Bergljót. Sveinn sagði að orð væru til alls fyrst og hér væru þau. Staöinn heföu þau valiö meö tilliti til hafnarinnar, þar sem langt væri fyrir sjómenn að kom- ast í „sjoppu” til að kaupa sér smávör- uraðkvölditil. Það er mikill munur fyrir þá að fá þessa þjónustu. Þama geta þeir keypt sér dagblööin og yljaö sér við kaffi- bolla eða annaö góðgæti úr eldhúsinu á meöan þeir lesa þau. -GB i Eyrargrilli, nýja veitinga- DV-mynd Elín Oddsdóttir. Sveinn Arason og Bergljót Óskarsdóttir staðnum á Patreksfirði. Þorsteinn Geirsson skipaður ráðuneytis- st jóri í sjávarútvegsráðuneytinu Jón L. Arnalds, ráöuneytisstjóri sjávarútvegsráðuneytisins, hefur fengið leyfi frá störfum frá 1. maí nk. til 30. júní 1985. I stað hans hefur veriö skipaður Þor- steinn Geirsson, skrifstofustjóri í f jár- málaráðuneytinu. Þorsteinn er fæddur 15. febrúar 1941 í Reykjavík. Hann varð stúdent frá MA 1964 og útskrifaðist frá Háskóla Is- lands 1966. Þorsteinn er lögfræðingur að mennt og hefur unniö í fjármála- ráðuneytinu síðan 1973. Hann á sæti í ýmsum nefndum fyrir fjármálaráðu- neytið og er m.a. formaður samninga- nefndar ríkisins í launamálum. BM./starfskynning.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.