Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1983, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1983, Blaðsíða 14
DV. MÁNUDAGUR 21. NOVEMBER1983. Menning Menning Menning Menning Menr Mánasilfur. Safn endurminninga V. Giis Guðmundsson valdi efnið. Iðunn 1983. Prentsmiðjan Oddi. í mánasílfri merlast minningin Hér er á ferðinni V. bindi Mánasilf- urs, safns endurminninga, vaiinna og útgefinna af Gils Guðmundssyni, fyrrv. alþm. Ailir þættir bókarinnar hafa birst áöur, nema þáttur Jó- hanns Kristmundssonar, bónda í Goðdal, en hann er mjög merkur fyrir sérstætt efni og góöa frásögn. Margir þáttanna eru birtir í tíma- ritum og blööum, sem lítt eru til staðar fyrir alþýðu til lestrar. Þaö er því mjög vel til fallið að gefa þá út í bók. Þetta er skemmtilegt lestrar- efni. Þættirnir eru allir vel ritaöir og marka sérstöðu í efni og frásögn. Gils á miklar þakkir skiliö fyrir aö koma þessu efni út í bók. Alþýða landsins kann ábyggilega vel aö meta það. Þættirnir í Mánasilfri eru ekki ævisöguþættir í bókstaflegri merk- ingu. Þeir eru frásagnir af minnis- verðum atburðum, lífsreynslu og at- vikum viö starf og af óvæntum atvik- um. Þættirnir eru auðvitað nokkuð misjafnlega ritaðir, en allir sæmi- lega. Sumir eru afburða vel gerðir, og eru athyglisverðastir sökum þess að þeir eru úr lífi alþýöunnar, hins óbreytta liðsmanns við dagleg störf. Sumir eru að vísu kaflar úr heilum verkum; ævisögum og ferðasögum, en það er ekki galli heldur hið gagn- stæöa. Lífsspeki er af mótun reynslu Lífsreynsla og lífsspeki er fyrst og fremst orðin til af margþættri bar- áttu og yfirstígandi erfiðleikum. Á stundum fléttast saman marg- í MÁNASILFRI MERLAR MINNINGIN slungnir þræðir, óskildir og í raun yfirstíganlegir sé rétt að staðið. Mér er þetta sérstaklega í minni eftir lestur þáttar séra Halldórs Jóns- sonar prófasts á Reynivöllum í Kjós, Dvölmíná Kleppi. Þessi þáttur er ritaöur af mikilli lífsreynslu, sanngimi og raunsæi og er alveg sérstæöur í íslenzkum bók- menntum. Engir menn í þessu landi hafa eins góða aðstööu til aö kynnast fólkinu og prestamir, sérstaklega þeir sem leggja sig fram af fullum krafti til þess að skilja fólkið, um- gangast það sem sanna vini. Séra Halldór á Reynivöllum var alveg sérstakur kennimaður og uppfræðari í sóknum sínum og átti ríka samhygð fólksins í öllum efnum. En erfiöleik- ar sóttu líka að honum af löngu starfi erfiöu svo aö heílsa hans brast. Vinir hans komu honum til lækninga og tók hann því illa í fyrstu. En af hyggni og fastri lífsskoðun og mati þess sem raunin ein gat gefiö skildi hann áöur en langt um leiö vilja og vinsemd vina sinna og hjálparmanna. Hann fékk fulla heilsu og yfirvegaöi hina mikiu lifsreynslu er hann hafði hlotið. Grein hans skilgreinir þetta á sérstæðan og vitrænan hátt. Hún er sérstakt snilldarverk. Það ættu sem flestiraðlesahana. Frásögn Jóhanns Kristmunds- sonar í Goðdal er líka mjög sérstæð Gils Guðmundsson. Bókmenntir Jón Gíslason og vel gerö. Hann lenti í ótrúlegum mannraunum og komst úr þeim með aðdáanlegri björgun. Hann segir nákvæmlega frá hörmungum sínum í snjóflóðinu, æðruleysi hans og hetjuskapur er alveg undra- verður. Hann var fjötraður og ósjálf- bjarga í snjóflóðinu, heyrandi til vina sinna og heimilisfólks, án þess að geta á neinn hátt liðsinnt því. Frá- sögn Stefáns skálds frá Hvítadal, Jól, er líka heillandi og listræn. Aðdáun hans á hinum trúarlega mætti jólanna er lýst á skáldlegan og heillandi hátt. En fleira er í efni. Mánaskin merlar fjarlægar slóðir Frásagnir af ferðaslóðum langt frá Islandi eru líka merlaðar í bókinni. Frásagnir séra Olafs Egilssonar, prests úr Vestmannaeyjum, af ferö hans suður í barbaríið, fanginn og aðþrengdur af Hund-Tyrkjanum. Hún er þrungin harmi, verandi knúin trúariegum krafti. Hann var ekki seldur í þrælkun, en fékk frelsi þegar nægilegt lausnarfé var fyrir hendi til að leysa hann út. Kaflinn úr Ferðaminningum Sveinbjarnar Egilssonar er mjög skemmtilegur. Þar er sagt frá óvenjulegri sjóferö og er frásögnin mjög vel gerð og einstæð. En frá heimaslóðum er líka frásögn af erfiðleikum á leiö. Hana ritar Eyjólf- ur Guömundsson á Hvoli í Mýrdal þar sem hann er við fjárgæzlu á óvenjulegum stað og lendir í illviðri og hlítir ráðleggingum föður síns og verður það honum til heilla og hjálpar. Þessi frásögn er mjög athyglisverð. Sama má einnig segja um frásögn Jóhannesar R. Snorra- sonar flugstjóra þegar skotiö var á flugvélinni brezku Gránu yfir Eyja- firði og hann og félagar hans komust nauðuglega undan. Svipbrigði þáttanna margvísleg Þættirnir í Mánasilfri eru meö margvíslegu svipmóti í frásögn og uppbyggingu. I sumum bregöur fyrir glettni og gamni. Ritun þeirra er heillandi í stíl eins og þáttur Sveins Skorra og Sverris Kristjánssonar. Þeir eru alveg sérstaklega skemmtilegir. En jafnhliða er þáttur um táknræna óbilandi ást, en þaö er þáttur Tryggva Jónssonar. Hann er heillandi fyrir hina óbilandi tryggö elskenda sem ekki ná saman fyrr en ágamalsaldri. Þættir um lýsingar þjóölífsins áður fyrr eru í bókinni og má þar helst til nefna frásögn Ingibjargar Jónsdótt- ur, Emilíu Biering og Guömundar Böövarssonar. Allir þessir þættir eru vel ritaðir og gaman aö lesa þá sökum mikils fróðleiks og þekkingar á þjóðlífinu. Það er ekki hægt í stuttum ritdómi eins og þessum aö fara nákvæmlega út í einstaka þætti bókarinnar. En ég vil að lokum minna á þrjá þætti hennar sem falla mér sérstaklega vel í geð. En þaö er þáttur Odds Oddssonar, Stephans G. og þáttur séra Valdimars Briem. Að lokum vil ég vekja athygli á þessari skemmtilegu og vel geröu bók. Hún er í alla staöi skemmtilegt og fróðlegt lestrarefni. Jólamarkaðurinn Hafnargötu 20 Keflavík Tökum í umboössölu flestar tegundir af gjafavörum, s.s. jóla- vörur, leikföng, skrautvörur, föndurvörur og margt fleira. Upplýsingar í síma 3926 milli kl. 13 og 18 alla daga. GJAFAPAPPIR JÓLAUMDÚÐAPAPPÍR og umbúðapappír í 20 cm — 40 cm — 57 cm rúllum fyrirliggjandi f ALMAHÖK -i 1984 Dorð — Vegg i JRnilínpren{ HOFI/ SELTJARNARNESI, SIMI 15976. | Tclagsprcn(smíójan SPITALASTIG 10, SIMI 11640 | Annálar klæddir í búning læsilegrar sögu Anders Hansen: íslenskir annálar. Haukur Halldórsson myndskreytti. Bókaklúbbur Arnar og örlygs, 1983. Löngum hefur verið talaö um hinar myrku aldir í Islendingasögu í tvennum skilningi. Þær voru myrkar að ófrelsi og kúgun, eymd og fári, eftir að sjálfsforræðiö glataðist í lok Sturlungaaldar, en einnig virtist sag- an sjálf myrkari á þessum öldum vegna fátæklegri heimilda eftir að birtu Islendingasagna sleppti þangað til farið var að rita nýja sögu á síðari öldum. I dimmunni undu menn sér betur við að rifja upp frægðartíð en aö binda hugann við myrka eymdina. Frásagnir sem festar voru á blað um samtímann náðu ekki nema að litlu leyti til al- mennings. Þær voru ekkert skemmtiefni á löngum vökum. Þannig mátti virðast á yfirborði, að sagnaritun Islendinga hefði fallið að mestu niður eftir að Sturlungu sleppti. En þetta var raunar ekki rétt. Islenskir menn héldu sífellt áfram að rita söguna. Menn rituðu annála og aðrar frásagnir, en þær náðu ekki eyrum eða augum fólksins í landinu af því að þar voru ekki lengur mikil frægðarefni aö lyfta huganum. Betra var að leita aftur í gullöldina. Fram á þessa öld mátti því segja að dimm þoka hvíldi yfir öldunum frá 1300—1700 í vitund almennings, þótt ætíö væru á dögum góðir fræðimenn sem kunnu allgóð skil á þessari vegferð. Þótt annálar Espólins og ýmis önnur rit frá fyrri öldum, svo sem fombréfasöfn, væru gefin út náðu þau ekki til almennings vegna formsins og fram- setningarinnar. Þetta var heldur aldrei annað en safn til sögu. Sigurður Nordal sýndi og sannaði al- menningi samhengiö í íslenskum bókmenntum alla stund, og nú á sið- ari árum hafa ýmsir fræðimenn leitt samhengi sagnaritunar og sögu fram í dagsljós almennings, tekið að segja efni úr annálum, fombréfum, dóma- bókum o. fl. sundurlausum heimildum á skipulegan og læsilegan hátt, jafnvel i stíl dagblaða Anders Hansen. Bókmenntir Andrés Krist jánsson nútímans. Enginn vafi er á því, að þetta hefur lyft mjög myrkurhulunni af þessum bálki þjóðarsögunnar og teiknaðar myndir hafa átt sinn þátt í þvi. Síðasti gróðurinn á þessum akri er fyrsta bindi safns um sögu hinna myrku alda og ber nafn helstu heimilda sinna, tslenskir annálar. Það fjallar um hálfa 15. öldina. Höfundurinn er í senn sagnfræðingur og blaðamaöur svo sem vel hæfir í þessu verki. Allt bendir til að halda eigi áfram þessari útgáfu og þá gætu bindin orðið ein tíu. I þessu bindi eru á annað hundraö myndir sem Haukur Halldórsson hefur teiknað'og em þær mikilvægt framlag til þess að opna fólki söguna. Þessar myndir em ágæta vel gerðar en auðvitað er maður ekki ætíð sáttur viö svipmót fornra frægðarmanna sem hafa fengið á sig skýra — en allt aðra — mynd í eigin hugskoti. Þetta er ann- marki hver og einn sögunjótandi hefur fyrir löngu teiknað eigin mynd í huganum, að minnsta kosti á þaö við um ýmsar persónur Islendinga- sagna. Svo kemur teiknari og útskúf- ar þessari einkamynd í ystu myrkur. Þetta fyrsta bindi tslenskra annála er rúmar tvö hundmð blaðsiður, tvídálka, og myndirnar á annað hundraö auk skurðarbekks yfir hverju ári. En segja má að heldur ódrjúglega sé farið með síðurnar. Frásagnimar era stuttar og orðknappar eins og dagblaðs- fréttir, fyrirsagnir stórar og myndum gefið gott svigrúm. Þetta er kannski í mesta lagi. Og auk þess hefði ég kosiö meiri stærðarmun á fyrirsögnum eftir efnum og á- stæðum. Höfundurinn ritar langan formála og gerir þar mjög ítarlega grein fyrir aðdraganda og heimildum verksins. Hann getur þess, að hugmyndin að því sé Steindórs frá Hlööum og hann hafi haft í hyggju að vinna þetta verk en hafi orðið að hverfa frá ætlunar- verkinu vegna anna og aldurs. Höfundur getur þar einnig fjöl- margra góðra liðsmanna sinna. Sem betur fer gerist sagn- fræðingurinn ekki svo ráðríkur að heimta heimildartilvitnun neðan við hverja frásögn eða inn í þær miðjar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.