Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1983, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1983, Blaðsíða 28
28 DV. MÁNUDAGUR 21. NOVEMBER1983. (þróttir fþrótt (þróttir (þróttir J Vamarmúr Stoke á Anfield dugði ekki gegn Liverpool — lan Rush skoraði sigurmark meistaranna. West Ham og Man. Utd. fylgja þeim fast á eftir f'rank Stapleton skoraöi þrennu íyrir Man. Utd. gegn Watford. Ritehie Barker, framkvæmda- stjóri Stoke, sagði fyrir leikinn gegn Liverpool á Anfield að hann myndi láta leikmenn sína „pakka” í vörn og freista þess að ná jafntefli. Gekk hann svo langt að ráðleggja stuön- ingsmönnum Stoke að mæta ekki á leikinn, spara sér ferðina og mæta frekar á leik liðsins gegn Hudders- field í mjólkurbikarnum nk. miðvikudag, stuðningur þeirraværi mikilvægari þar. Barker stóð viö orð sín, Stoke lék allan leikinn með tíu manna vörn og leikmenn Liverpool komust lítt áleið- is. Greame Souness átti tvívegis hörkuskot utan vítateigs í fyrri hálf- leik, sem Peter Fox markvörður Stoke varði mjög vel, en á 67. mínútu brast loks varnarmúrinn hjá Stoke. Phil Neal, bakvörður Liverpool, átti þá sendingu fyrir markið og þar stökk Ian Rush hæst ailra og skallaði i markið, óverjandi fyrir Fox. 16. mark Rush á leiktímabilinu. Tveim- •ur mínútum síðar átti Rush aftur skalla á mark Stoke en Peter Hampt- on, bakverði Stoke, tókst að bjarga á marklínu. Þegar dómari leiksins flautað síöan til leiksloka bauluðu áhorfendur á Anfieid á leikmenn Stoke fyrir að reyna ekki aö spila knattspyrnu í leiknum. Eins og gefur að skilja átti Stoke ekki eitt einasta marktækifæri í leiknum. Phil Parkes hetja West Ham Sunderland, sem hefur gengið mjög vel að undanförnu og aðeins tapað einum leik í síðustu átta leikj- um, mætti nú ofjarli sínum sem var Phil Parkes markvörður West Ham. Parkes sýndi snilldarmarkvörslu í leiknum og kom hann í veg fyrir að Sunderland næöi að skora mark. Leikmenn Sunderland sóttu mun meira í leiknum og átti Iæighton James stórleik á vinstri kantinum og réð Ray Stewart bakvöröur West Ham lítiö viö hann, var hann bókaö- ur í leiknum fyrir aö brjóta á James á grófan hátt. Parkes varði tvívegis glæsilega frá þeim Gary Rowell og Colin West í fyrri hálfleik. En í síöari hálfleik varði hann á nær undraverð- an hátt frá Gary Rowell. Leighton James komst upp að endamörkum og sendi knöttinn vel fyrir mark West Ham og þar var Gary Rowell á markteig og hörkuskalli hans stefndi í netið að því er virtist en Parkes ÚRSLIT Urslit í ensku knattspyrnunni á laugardag urðu þessi: l.deild Arsenal-Everton 2—1 A. Villa-Leicester 3—1 Liverpool-Stoke 1-0 Luton-Tottenham 2-4 Man. Utd.-Watford 4—1 Norwich-WBA 2—0 Nottm. For.-Ipswich 2-1 QPR-Birmingham 2—1 Southampton-Notts. Co. 0-2 Sunderland-West Ham 0-1 Wolves-Coventry 0-0 2. deild Blackburn-Portsmouth 2—1 Brighton-Shrewsbury 2—2 Cambridge-Middlesbro 0—0 Carlisle-Man. City 2-0 Charlton-Barasley 3—2 Chelsea-C. Place 2—2 Derby County-Leeds 1—1 Huddersfield-Fulham 2—0 Oldham-Cardiff 2-1 Sheff. Wd.-Newcastle 4—2 Swansea-Grimsby 0—1 tókst að slá knöttinn framhjá stöng- inni og áhorfendur í Sunderland skilja ekki enn hvernig þetta var hægt. En leikmenn West Ham neit- uðu aö gefast upp og voru stórhættu- legir í snöggum skyndisóknum sín- um. Þegar aðeins sex mínútur voru til leiksloka tókst þeim að skora eina markiö og sigurmark sitt í leiknum. Dave Swindlehurst fékk knöttinn frá Alan Devonshire rétt utan víta- teigs Sunderland og komst þar úr gæslu Gordon Chichoim, miðvarðar Sunderland, í eina skiptið í leiknum og það dugði, hörkuskot hans frá vítateigshorni réð Chris Turner markvöröur heimaliösins ekki við. West Ham hélt því frá Roker Park með öll stigin þrjú og er enn í öðru sæti, einu stigi á eftir Liverpool. Þrenna hjá Frank Stapleton gegn Watford Þaö voru 43 þúsund áhorfendur sem mættu á Old Trafford til þess að fylgjast með viðureign Manchester United og Watford. Heimaliðið Manchester United sýndi frábæran leik og yfirspilaði algerlega lélegt iið Watford. Frank Stapleton skoraði fyrsta markið fyrir heimaliðið strax á 9. minútu með hörkuskoti af um 20 metra færi. Steve Sherwood mark- vörður Watford átti ekki möguleika aö verja. Stapleton bætti síðan öðru marki við fyrir heimaliðið á 30. mínútu og enn með hörkuskoti. Stað- an 2—0 í hálfleik og mátti Watford þakka fyrir að fá ekki fleiri mörk á sig í hálfleiknum, slíkir voru yfir- buröir heimaliðsins. I upphafi síðari hálfleiks bætti fyrirliöi United, Bryan Robson, öðru marki viö eftir sendingu frá Stapleton. Manchester United komst í 4—0 á 84. mínútu þeg- ar Stapleton skoraði þriðja mark sitt í leiknum og hefur þessi snjalli írski landsliðsmaður hklega aldrei verið betri en einmitt nú. Watford tókst síðan að laga stöðu sína aðeins undir lok leiksins en þá skoraði Nigel Callaghan eftir aö hafa fengið knöttinn frá Morris Johnston en hann lék fyrsta leik sinn fyrir liðið eftir að hann var keyptur frá skoska liðinu Patrick Thistle í sl. viku. En fyrir Manchester United lék Garth Crooks sinn fyrsta leik sem lánsmaö- ur frá Tottenham og stóð sig að sögn fréttamanna mjög vel í leiknum. Manchester United viröist vera að hressast mjög eftir slaka leiki að undanfömu. En Elton John hlýtur að líða mjög illa þess dagana, því draumalið hans, Watford, er nú kom- ið í fallsæti, er í þriöja neðsta sæti, en mikil meiðsl hafa hrjáð liösmenn það sem af er leiktímabilinu. Tvær vítaspyrnur for- görðum á Kenilworth Road Þaö var frábær leikur sem áhorf- endur fengu að sjá þegar Luton og Tottenham mættust á heimavelli fyrrnefnda liðsins, Kenilworth Road, og enn átti Glenn Hoddle frábæran leik fyrir Tottenham. Þaö byrjaði samt ekki gæfulega hjá honum því hann misnotaöi vítaspymu fyrir liö sitt strax á 5. mínútu íeiksins, þá skaut hann í stöng. Það var ungur nýliðí, Richard Cook, sem náði for- ystunni fyrir Spurs um miðjan fyrri hálfleikinn með fyrsta marki sínu fyrir lið sitt og var þetta eina mark fyrri hálfleiks. En fljótlega í upphafi síðari hálfleiks fékk Luton dæmda vítaspymu. Það var Brian Stein sem tók spyrnuna en Ray Clemence markvörður Tottenham gerði sér lít- iö fyrir og varði spymuna frá Stein. I stað þess að jafna metin í leiknum var Luton komið tveim mörkum und- ir aöeins tveimur mínútum síöar, en þá skoraði Steve Archibald annað mark gestanna. Brian Stein bætti síðan fyrir fyrri mistök sín og minnk- aði muninn fyrir heimaliðið en Archi- bald kom Tottenham í 3—1 skömmu síöar meö stórglæsilegu marki eftir fyrirgjöf frá Hoddle. Enski unglinga- landsliösmaöurinn Paul Walsh minnkaði enn muninn fyrir Luton í 2—3. Það var Tottenham sem átti lokaorðiö í leiknum þegar annar ný- liðinn í liöi gestanna, Alister Dick, skoraði fjórða markið á síðustu mínútum leiksins. Nýliðamir hjá Tottenham, Cook og Dick, leika báðir meö drengjalandsliði Englendinga. Góður árangur Lundúna- liðanna Þetta var svo sannarlega dagur Lundúnaliðanna í 1. deild á Englandi á laugardaginn. Öll liðin f jögur sigr- uðu í leikjum sínum. Eitt þeirra, Arsenal, fékk Everton í heimsókn á heimavöll sinn, Highbury. Arsenal hefur sýnt mjög lítinn stöðugleika til þessa í leikjum sínum á heimavelli, hafði fyrir þennan leik unnið þrjá leiki en tapaö fjórum. Gamla kemp- an Alan Sunderland náði forystunni fyrir Arsenal strax á upphafsmínút- um leiksins og Stewart Robson bætti öðru marki við fyrir Arsenal skömmu síöar. I lok fyrri hálfleiks- ins tókst Everton að minnka muninn með marki Andy King úr vítaspyrnu eftir aö Greame Sharp var brugöiö innan vítateigs. I síðari hálfleik voru ekki skoruð fleiri mörk, en sigur Arsenal í leiknum var fyliilega sann- gjarn, liöið lék mun betur en gestirn- ir. Annaö Lundúnalið, Queens Park Rangers, lék á heimavelli sínum, Loftus Road, gegn Birmingham City. I fyrri háifleik var ekkert mark skorað en í upphafi síöari hálfleiks náði Mick Harford forystunni fyrir Birmingham með skallamarki eftir hornspymu. Leit lengi út fyrir aö þetta yrði eina mark leiksins en tíu mínútum fyrir leikslok náöi Simon Stainrod aö jafna metin fyrir QPR með ellefta marki sínu á leiktímabil- inu. Það var síöan fyrirliöi QPR, Terry Fenwick, sem skoraði sigur- markið nokkrum mínútum síðar og tryggði heimaliðinu sanngjarnan sigur. Tvö mörk Forest á tveim mínútum tryggðu sigur gegn Ipswich Nottingham Forest vann góðan sigur á Ipswich Town þegar liðið kom í heimsókn á City Ground í Nottingham. Ekkert mark var skor- að í fyrri hálfleiknum en í upphafi síöari hálfleiks náöi enski landsliös- miövörðurinn Terry Butcher foryst- unni fyrir Ipswich með skallamarki eftir aukaspyrnu Steve McCall. En á 72. mínútu leiksins jafnaði Gary. Birtles metin fyrir Forest meö fyrsta marki sínu eftir að hann kom í liðið að nýju eftir að hafa átt við slæm meiösl aö stríða að undanfömu. Aö- eins einni mínútu síöar skoraði bak- vörður Nottingham Forest, Kenny Swain, sigurmarkiö með miklu þrumuskoti rétt utan vítateigs. Aston Villa vann öruggan sigur á Leicester City á heimavelli sínum, Villa Park. Þaö var enn að sjálf- sögöu Peter Withe sem náði foryst- unni fyrir heimaliöiö fljótlega í byrj- un ieiksins og Paul Rideout bætti ööru marki við skömmu síðar og jafnframt fyrsta marki sínu síðan hann gekk til liðs við Aston Villa frá Swindon Town sl. sumar. En rétt fyr- ir leikhlé tókst Steve Lynex að minnka muninn fyrir Leicester með marki úr vítaspyrnu. Steve McMahon bætti þriöja marki heimaliðsins viö síðari hálfleik og gulltryggði sigurinn. Norwich hefur sýnt miklar fram- farir í síöustu leikjum sínum og lék mjög vel gegn WBA á heimavelli sín- um, Carrow Road. Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik en strax í upp- hafi þess síöari náði Greg Downes forystunni fyrir Norwich og útherj- inn Mark Barham bætti öðru marki við undir lok leLksins. Ovæntustu úrslit dagsins á laugar- daginn voru tvímælalaust sigur Notts County gegn Southampton á heimavelli „Dýrlinganna” The Dell. Það var Justin Fashanu sem skoraði fyrra mark Notts County í fyrri hálf- leiknum, með öðru marki sínu í jafn- mörgum leikjum. En ekki var getiö um í fréttum BBC hver skoraði ann- að mark County. Úlfarnir enn án sigurs Wolves sannaöi það í leik sínum gegn Coventry City á heimavelli sín- um að liöið á ekki heima í fyrstu deild. Liðsmenn voru mjög heppnir aö hljóta eitt stig í leiknum, Coventry var mun nær sigri. Besta tækifæri Coventry í leiknum féli í hlut Dave Bennett en þá komst hann einn inn fyrir vörn Ulfanna eftir fallega stungusendingu frá Terry Gibson. En Bennet lét Paul Bradshaw mark- vörð Ulfanna verja frá sér. Þannig að Ulfarnir sluppu með enn eitt tapið að þessu sinni. Sheffield Wed. nú með sex stiga forskot í annarri deild Stórleikur annarrar deildar var tvímælalaust viðureign efstu lið- anna, Sheffield Wednesday og New- castle, á heimavelli Wednesday, „Hillsborough”. Leikurinn var stór- skemmtilegur og sóknarknattspyrna á báöa bóga. Gary Megson náði for- ystunni fyrir Wednesday strax í upp- hafi leiks en Terry McDermott jafn- aði metin fyrir Newcastle fyrir leik- hlé. I byrjun síðari hálfleiks náði Imre Varadi fyrrum leikmaöur New- castle forystunni fyrir heimaliðið á nýjan leik. Tony Cunningham kom Sheff. Wednesday síðan í 3—1, en Cunningham þessi var nýlega keypt- ur frá Barnsley og hefur skorað mark í báðum leikjum sínum til þessa meö Wednesday. K. Keegan minnkaði muninn fyrir gestina með marki úr vítaspyrnu eftir aö Chris Waddle hafði veriö brugðið innan vítateigs tíu mínútum fyrir leikslok. Gary Bannister átti lokaoröiö fyrir heimaliðið fimm mínútum síðar meö laglegu marki eftir að hann og Imre Varadi höfðu leikið í gegnum vöm Newcastle. En vörn Newcastle hefur staöiö sig mjög illa í síðustu leikjum, fékk einnig fjögur mörk á sig gegn Chelsea á laugardaginn var. Þaö vom rúmlega 41 þúsund áhorfendur sem sáu viðureign liðanna og er það mesti áhorfendafjöldi á Hillsborough síöan 1980 en þá mættu 45 þús. áhorf- endur á innbyrðis viðureign Sheff ield liöanna, Wednesday og U nited. SE l.DEILD Staðan á Englandi eftir laugardag. 1. deild leikina á Liverpool 14 9 3 2 24—8 30 West Ham 14 9 2 3 26—11 29 Man. Utd. 14 9 2 3 27—15 29 Tottenham 14 7 4 3 24—19 25 Coventry 14 7 3 4 20—18 24 A. Villa 14 7 3 4 21-20 24 QPR 14 7 2 5 22—12 23 Nott. For. 14 7 2 5 24—19 23 Southampton 13 7 2 4 14—10 23 Luton 14 7 2 5 23—20 23 Arsenal 14 7 0 7 26—18 21 Ipswich 14 6 2 6 25-18 20 Norwich 15 5 5 5 21—20 20 WBA 14 6 2 6 18—20 20 Birmingham 14 5 3 6 14—17 18 Sunderland . 14 5 3 6 15—19 18 Everton 14 5 3 6 9—15 18 Stoke 14 2 5 7 14—25 11 Notts. Co. 14 3 2 9 13—24 11 Watford 14 2 4 8 19—28 10 Leicester 14 1 4 9 13—30 7 Wolves . 14 0 4 10 8—34 4 2. DEILD Sheff. Wed. 15 11 4 0 29—11 37 Man. City 15 10 1 4 29—18 31 Chelsea 15 8 6 1 31—15 30 Newcastle 15 9 2 4 31-21 29 Huddersfield 15 7 6 2 22—11 27 Grimsby 15 7 4 4 22—18 25 Charlton 16 6 6 4 20-22 24 Blackbura 15 6 5 4 22—24 23 Carlisle 15 5 6 4 13—10 21 Portsmouth 15 6 2 7 24—16 20 Barnsley 15 6 2 7 25—23 20 Shrewsbury 15 5 5 5 19—21 20 Middlcsbro 15 5 4 6 20—17 19 C. Palace 15 5 4 6 18—20 19 Leeds 15 5 4 6 20-24 19 Brighton 15 5 3 7 27—29 18 Cardiff 15 5 1 9 15—18 16 Derby 15 4 3 8 15—28 15 Fulham 15 3 4 8 17—25 13 Oldham 15 3 4 8 14—26 13 Cambridge 15 2 3 10 13—32 9 Swansea 14 1 3 10 10-24 6

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.