Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1983, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1983, Blaðsíða 5
1 DV. FIMMTUDAGUR1. DESEMBER1983. Elín Sigurvinsdóttir og John Speight ihlutverkum sinum i óperu Menottis, Símanum. Síminn og Miðillinn —frumsýning Islensku óperunnar Á morgun, föstudag, sýnir Islenska óperan tvær stuttar óperur eftir Gian Carlo Menotti, sem er eitt kunnasta óperuskáld tuttugustu aldar. Öperum- ar em „Síminn” og „Miðillinn” sem eru meðal vinsælustu verka hans. Operurnar eru mjög ólíkar. Síminn segir frá ungum manni sem keppir við símann um hylli stúlku og hefur ekki betur fyrr en honum hugkvæmist að hringja í sína heittelskuðu. Miðillinn er hins vegar harmleikur sem segir frá svikamiðli sem verður að lokum fyrir ásókn anda. Það em þau Elín Sigurvinsdóttir og John Speight sem syngja i ,,Símanum” en í „Miðlinum” fer Þuríður Pálsdóttir með aðalhlutverkið. önnur hlutverk syngja þau Katrín Sigurðardóttir, Sigrún V. Gestsdóttir, Snæbjörg Snæ- bjarnardóttir og Jón Hallsson. Þá leikur Viðar Eggertsson hlutverk mál- leysingja á heimili miðilsins. Hljómsveitarstjóri er Marc Tardue, leikstjóri Hallmar Sigurðsson og leik- mynd gerir Steinþór Sigurðsson. SKATTBYRÐIN FLUTT YFIR Á EINKANEYSLU — samkvæmt frumvarpi fjármálaráðherra um virðisaukaskatt Albert Guðmundsson fjármálaráð- herra hefur lagt fram fmmvarp um viröisaukaskatt sem koma skuli í staö núverandi söluskattskerfis. Frum- varpið er lagt fram til kynningar fyrir þingmenn en ekki til meðferðar á Al- þingi. I bréfi sem ráöherra lét fylg ja fmm- varpinu segir meöal annars: „Vakin er sérstök athygli á því, aö af hálfu rík- isstjórnarinnar hefur hvorki verið tek- in afstaöa til málsins í heild né til ein- stakra þátta þess, þar með talið skatt- skyldusvið, skatthlutfall, uppgjörsað- ferð og greiöslutímabil. Rétt þykir hins vegar að dreifa frumvarpinu í þessari mynd í fræösluskyni og til að vekja umræðu um breytt fyrirkomulag á skattlagningu neyslu.” Frumvarpið verður tekið til skoðunar í nefndum Al- þingis og gefst þeim þá strax kostur á að leita álits hagsmunaaöila. Albert Guðmundsson sagði í samtali við DV í gær að hann ætlaðist til þess að flokk- arnir létu í ljós®'lit sitt á því, hvort rétt væri að ráðast í þessa kerfisbreytingu, þegar í þessum mánuöi og myndi fmmvarpið þá þegar verða lagt fram sem stjórnarfmmvarp. Talið er að það muni taka eitt ár aö koma breyt- ingunni í f ramkvæmd. Fmmvarpið gerir ráð fyrir að virðisaukaskatturinn verði 21% og skuli greiðast af öllum stigum við- skipta innanlands og af innflutningi vöra og þjónustu. Einn aðalókostur söluskattskerfis- ins er talinn uppsöfnunaráhrif skatts- ins þar sem í endanlegu söluverði vöru eða þjónustu hefur hann verið lagður oft á ýmsa liði án þess að kæmi tjl frá- dráttar á síðari liðum. Undanþágur frá söluskatti em hins vegar orðnar svo margar að það hefur veruleg áhrif á framkvæmd kerfisins og öryggi þess, segir í athugsasemdum við frumvarp- ið. Aðaleinkenni virðisaukaskattsins er aö hann leggst i raun aðeins einu sinni á sama verðmætið hversu oft sem það gengur milli viöskiptastiga og verður því hlutlaus gagnvart verði til hins endanlega neytanda. Skatturinn er lagður á söluverð vöm og þjónustu á öllum viöskiptastigum en hefur ekki margsköttun í för með sér, því við skil á skattinum til rikissjóðs mega fyrir- tækin draga frá innheimtum skatti af heildarsölu þann skatt sem þau greiða við kaup á vömm og aðföngum. Ef 21% virðisaukaskattur er innheimtur á öll- um viðskiptastigum svarar hann því aðeins til 21% af söluverði til endan- legs neytanda. Forsenda þess að þetta kerfi geti virkað er að skattskyldusvið- ið verði víkkað verulega og að nær all- ar undanþágur verði felldar niður. Með þessu kerfi hverfur að mestu skattur á aöföng atvinnurekstrar en skattbyrðin flyst yfir á einkaneyslu. Ekki er þó gert ráð fyrir að þetta skili meiri tekjum í rikissjóð eða að heildarskattbyrðin þyngist, en skatt- skilin verða betri. Með þessu kerfi fjölgar einnig þeim sem telja verða fram, þannig að framteljendur verða 19500 að því er áætlað er í stað 9000 við núverandikerfi. Þar sem virðisaukaskattskerfið gerir ekki ráð fyrir undanþágum frá skattinum á matvæli eins og nú er munu matvæli hækka um 1,7%. Hús- næði, ljós og hiti hækka um 3,1%, sam- göngur um 0,5% og menntun, skemmtanir og önnur neysla um 0,8%. A móti kemur að drykkjavörur og tóbak lækka um 1,7%, fatnaöur og einkamunir lækka um 1,7% og varan- legir búsmunir um 1,6%. Talið er að í heild muni einkaneysla hækka um 3,8% ef viröisaukaskattur verður tek- inn upp. í f löskustærðum 0,251. og 1 lítri Látið bragðié ráöa -ÓEF

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.