Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1983, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1983, Blaðsíða 11
DV. FIMMTUDAGUR1. DESEMBER1983. 11 „Nola strætó of lítið” — segir Sveinn Björnsson, hinn nýi forst jóri SVR „Eg nota strætisvagna allt of lítið. Það er m.a. vegna þess að það er stefna að hafa ekki meira en 400 metra frá heimili aö biðstöð, en við sem búum neðst í Fossvoginum erum illa settir þar sem daglengdin er að meðaltali 800 metrar. I daglegu starfi mínu þarf ég líka að hafa farartæki við höndina en ég hef þó hugsað mér að nota strætisvagnana meira.” Sá sem svo mælir er Sveinn Björnsson verkfræðingur og ný- ráðinn forstjóri Strætisvagna Reykjavíkur. Sveinn er öllum hnútum kunnugur hjá fyrirtækinu þar sem hann hefur veriö í stjóm þess frá 1974. Hann var formaður stjórnarinnar 1974—78 og síðan aftur 1982. Hann var spuröur hvernig það legöist í hann aö taka við forstjórastarfinu. „Það leggst alveg ágætlega í mig. Þetta er feikilega erilsamt og marg- þætt starf og það er ýmislegt á döfinni,” sagðihann. Þar nefndi Sveinn m.a. fyrirhug- aða breytingu á leiðakerfinu, sem mun hafa í för meö sér mjög bætta þjónustu, sérstaklega við Arbæjar-, og Breiðholtshverfin. Breyting þessi hefur veriö lengi á döfinni og vonir standa til að hægt veröi aö koma henni í framkvæmd á næsta sumri. „Við ætlum líka fljótlega að gera tilraun með liðvagn, eða harmón- íkuvagn. Þeir eru 16 metra langir og taka miklu fleiri farþega en venju- legir vagnar og eiga aö koma hag- kvæmt út á lengri leiðum,” sagði Sveinn ennfremur. Sveinn nam iðnaöarverkfræði vestur í Bandaríkjunum og lauk námi árið 1951. Síðast starfaði hann sem forstjóri Iðntæknistofnunar Is- lands en lét af því embætti þann 1. f ebrúar síðastliðinn. ,,Síöan hef ég unnið við eitt og annað en ekki veriö í neinu föstu starfi,” sagði hann. Sveinn er m.a. áhugamaður um skák og sundmaður mikill, auk þess sem hann segist vera með veiðidellu. Þar er það bæöi lax og silungur en hann vill þó ekki viðurkennaað hann sé forfaUinn veiðimaður. „Því fer fjarri og satt að segja er þetta orðið of dýrt til að vera að- „Starf forstjóra SVR er feikilega erilsamt og margþætt og það leggst velímig, "segir Sveinn Björnsson, nýráðinn forstjóriSVR. gengilegt sport,” sagði Sveinn Sveinn er kvæntur Helgu Gröndal Björnsson. og þau eiga fimm böm. -GB. Gáfu aðgerðarsmá sjá til eyrnaað- gerða á börnum Vinahjálp færöi nýlega bamadeild St. Jósefsspítala Landakoti að gjöf að- geröarsmásjá tU notkunar við eyma- aögerðir á börnum. Var tækið afhent viö hátíölega athöfn fyrir nokkru. Sævar Halldórsson yfir- læknir lýsti tækinu og notkun þess. Eymasmásjáin kemur að miklum notum á barnadeUd og tryggir betri greiningu og meðferð á börnum meö eyrnasjúkdóma, en eyrnabólgur em einn algengasti sjúkdómur sem herjar á bömin, sérstaklega á unga aldri. Einnig er eymasmásjáin nauðsynleg við flestar þær aögerðir sem geröar eru á eyrum bama eöa fuUorðinna í dag. Kaupverð smásjárinnar og fylgi- hluta mun vera um 150.000 kr. Fundur um málefni fatlaðraíKópavogi Meðfylgjandi mynd af gefendum og forsvarsmönnum spítaians var tekin við afhendingu gjafarinnar. A myndinni eru: Sitjandi frá vinstri: Áslaug Boucher, Unnur Pétursdóttir, Doris Briem. Standandi frá vinstri: Logi Guðbrandsson framkvœmdastjóri, frú Dalström, Ágústa Ward, Ulla Isakson, Guðrún Holt, Cathrine Ipr . 'ljjmf Mmm / » * | jP tf' ' ' m Æm / / / J Félagsmálastofnun Kópavogs og Svæðisstjórn Reykjaneskjördæmis gangast fyrir almennum fundi um málefni fatlaöra þann 8. desember næstkomandi. Fundur þessi verður haldinn í Menntaskólanum í Kópavogi v. Digra- nesveg og hefst hann kl. 8.30 e.h. Á þessum fundi verða meðal annars kynnt lögin um málefni fatlaðra sem taka gildi 1. janúar 1984. Kynntur veröur einnig Framkvæmdasjóður fatlaðra, sambýli fyrir þroskahefta og starfsemi Svæðisstjórnar. Einnig verður á fundinum skýrt frá undir- búningi að stofnun sambýlis fyrir þroskahefta í Kópavogi. Fundur þessi er öllum opinn og eru Kópavogsbúar hvattir til að koma á fundinn og fylgjast með því hvernig staðiö er að málefnum fatlaöra frá hendi ríkisvaldsins og I Kópavogi. Ætlunin er að upp úr þessum fundi geti sprottið samtök sem gstu unnið að DELMA QUARTZ - ÚR FRAMTÍÐARINNAR. þessum málum sérstaklega í Kópa- vogi. Thomas, Guðrun nnagnusson, Magnea Waage, Effa Georgsdóttir, Guðrún Marteinsson hjúkrunarfor- stjóri, Svava Storr, Sigrún Þóroddsdóttir aðstoðardeildarstjóri og Sævar Halldórsson, yfiriæknir barna- deildar. Vönduð teppi í úrvali l'O Lengi má prýöa fallegt heimili Kaupum milliliöa- laust af ýmsum stærstu teppa- framleiöendum Evrópu. KOMID OG SKOÐIÐ SIÐUMULA 31 - REYKJAVÍK - SIMI 84850 SJÓN ER SÖGU RÍKARI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.