Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1983, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1983, Síða 3
3 Stálfélagið skiptir um st jórnarformann DV. FIMMTUDAGUR1. DESEMBER1983. Hlutí stjórnarmanna Stálfólagsins hf. Frá vinstri, Jón Magnússon meöstjórnandi, Sigtryggur Haiigrims- son framkvæmdastjóri, Jóhann Jakobsson fyrrverandi stjórnarformaður, Markús Sveinsson varafor- maður stjórnar, og Friðrik Daníelsson verkfræðingur sem er ráðgjafi fólagsins. — Jóhanni Jakobssyni vikið frá vegna trúnaðarbrots Stjórn Stálfélagsins hf. hefur vikiö Jóhanni Jakobssyni efnaverkfræð- ingi úr sæti stjórnarformanns félags- ins og í staö hans kjöriö Leif Hannes- son, framkvæmdastjóra Miðfells. Jó- hann mun þó áfram sitja í stjórninni. Á síöasta aöalfundi Stálfélagsins var ákveðiö aö framlengja umboö núverandi stjórnar fram á haust meðan beðið væri eftir svörum um' hlutafjárframlög frá sveitarfélögum og fyrirtækjum. A stjórnarfundi 22. nóvember var ákveðið aö halda hlut- hafafund þann 17. desember næst- komandi. Stjórnarformaöurinn, Jóhann Jakobsson, neitaði aö mæta á þann fund eöa boöa hann. Ákvað hann sjálfur aö kalla saman hlut-' hafafund 1. desember með skemmri fyrirvara en áskilinn er í lögum félagsins og neitaði aö kalla saman annan stjórnarfund um máliö. Stjórnarfundur var þó haldinn aö frumkvæði annarra stjórnarmanna og 17. desember talinn löglegur dagur til hluthafafundar. Jóhann Jakobsson kærði málið þá til viðskiptaráðuneytisins en þaö vísaöi málinu frá með bréfi 29. nóvember. Sama dag var haldinn stjórnarfundur og samþykkti Jóhann Jakobsson þá 17. desember sem fundardag. En stjóm félagsins taldi að meö því aö vísa málinu til viðskiptaráðuneytisins án samráös við stjórnina og meö tilhæfulausum blaöaskrifum um óeiningu, heföi Jóhann brotiö trúnaö gagnvart stjóm félagsins og var í framhaldi af því ákveðið aö velja nýjan stjómar- formann. Aö sögn Sigtryggs Hallgríms- sonar, framkvæmdastjóra Stálfélagsins, er þaö meöal annars rangt sem komið hefur fram aö hlutafjársöfnun gangi illa. Sagði hann aö nú væru 810 hluthafar í félaginu og næmi hlutafjáreign rúmum 5 milljónum króna. Væri Stálfélagiö því þriöja stærsta hluta- félag í landinu á eftir Eimskipafélag- inu og Flugleiðum, ef bankarnir væru undanskildir. OEF Reisa Þingey- ingar moldar- verksmiðju? — hugmyndir um slíkt komu fram á atvinnumálaráðstef nu á Húsavík Á atvinnumálaráöstefnunni, sem haldin var nýlega á Húsavík, komu fram hugmyndir um framleiðslu á gróðurmold í formi þurrkaöra og pressaöra köggla. Helsti talsmaður þessa var Birgir Steingrímsson en hann selur blóm á Húsavík meðal annars. Birgir sagöi í samtali viö DV aö hann heföi áöur selt innflutta mold til aö koma af staö græðlingum og mold sem var pressuö og þurrkuð fyrir potta- blóm. Sú mold haföi veriö flutt inn í stórum stíl frá Svíþjóð þar sem hún var unnin en moldin var reyndar frá Finnlandi. Síöan hættu sænsku kögglarnir að fást, trúlega vegna þess aö orkan sem þurfti til aö framleiða þá var of dýr, sagöi Birgir. Síöan hefur moldin fengist í lausu formi í plastpok- um, miklu þyngri og fyrirferðarmeiri en sú þurrkaöa. „Mér datt í hug aö við gætum pakkaö mold í þægilegar umbúðir til útflutn- ings úr því aö Svíar geta það ekki,” sagöi Birgir. „Þaö mætti þá jafnvel flytja hana á aöra markaði en hér í Evrópu, til dæmis Ameríku. — Mývatnssveit er nú sennilega ákjósan- legasti staöurinn til aö reisa moldar- verksmiðju. Þeir hafa þar gufu og líka mjög kalkrika leöju úr vatninu sem ég hef reynslu af í sambandi viö innlenda mold. Maöur í Mývatnssveit sem bjó til mold notaöi í hana leöju úr Mývatni. Þetta var sérstaklega gróöurrík mold fyrir grænar plöntur.” „Æskilegt er,” sagöi Birgir, ,,að til sé helst þrenns konar mold, kalkrík mold, súr og svo sendin mold eöa kaktusamold. Hráefni er nóg til í Þingeyjarsýslum og bætiefni sem lík- lega þyrfti, til dæmis fiskimjöl. ,,Eg tel aö engin spuming væri um arösemi og markaöi moldarverksmiðju. Þegar búiö er að pressa þetta, þurrka og setja í fallegar umbúöir þá er bara spuming um auglýsingar,” sagði Birgir Steingrímsson. JBH/Akureyri. Ekki opið hús áRás2 I forsíöufrétt DV í gær um fyrstu út- sendingar Rásar 2 sem hófust í morg- un mátti skilja textann sem svo aö opið hús yrði í nýja útvarpshúsinu viö Hvassaleiti þar sem þau Ema Indriða- dóttir og Olafur Þórðarson tækju á móti gestum. „Opið hús” er aftur á móti heiti útvarpsþáttar og gæsalappir og stóra O-ið höfðu verið felld niður í meöförum prófarkalesara. Þaö er því ekki opið hús í nýja útvarpshúsinu í dag. Viöendurtökum: Ekkiopiðhús! hann upp í AGU FIATHUSINU Þú kemurogsemur í FIAT-salnum er miðstöð bflaviðskiptanna FIAT-salurinn. FIAT-húsinu munið, Notíð símann Sífelld bílasala _ Sími 77200 Sífelld þjónusta Sími 77202 jORINi hringja, svokemurþað Opið frá kl. 9-19 Laugardaga frá kl. 10—17 EGILL VILHJÁLMSSON SMIÐJUVEGI4C - KÓPAVOGI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.