Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1983, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1983, Blaðsíða 12
fr 12 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. I Stjómarformaaurogútgáfustjóri: SVEiNN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastióriogútgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aöstoóarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍDUMÚLA 12—14. SÍMI 86A11. Auglýsingar: SÍDUMÚLA33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir,smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI ll.SÍMI 27022. I Sími ritstjómar: 84611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF„ SÍÐUMÚLA 12. Prentun: Árvakur hf„ Skeifunni 19. Áskriftarverð á mánuði 250 kr. Verð í lausasölu 22 kr. Helgarblað 25 kr. 4 rðsemi er mannúðlegri Fiskiþing, sem nú situr — á kostnaö ríkisins — er svo annars hugar í fiskveiðimálum, að menn kvarta þar um ómaklegan áróður gegn fjölda fiskiskipa. Þetta er eitt grófasta dæmi nútímans um menn, sem stinga höfðinu í sandinn. Allir aðrir, þar á meöal samtök útgerðarmanna og sjávarútvegsráðherra, eru sammála um, að nauðsynlegt sé að fækka fiskiskipum, einkum togurum, og nálgast á þann hátt fyrra jafnvægi afkastagetu og aflamagns flotans. Þeir, sem skilja þessa nauðsyn, deila hins vegar um, hvernig togurum eigi að fækka. Er þar stillt upp sem and- stæðum arðsemisstefnu og svonefndri byggðastefnu, sem er smábyggöastefna. Fer sjávarútvegsráðherra fyrir hinum síöarnefndu. Arðsemissinnar mundu fremur vilja fækka togurum á Þórshöfn en Akureyri, af því aö útgerðin gengur skár á Akureyri. Smábyggðasinnar vilja hins vegar frekar fækka togurum á Akureyri en á Þórshöfn af eins konar mannúðarástæðum. Smábyggðasinnar segja, að togarinn sé í sumum smá- plássum eini hornsteinn atvinnulífsins. Stöðvun hans muni leiða til almenns atvinnuleysis og fólksflótta til þétt- býlis, þar sem tryggari horfur séu á sæmilegri afkomu. Þeir segja líka, að í þéttbýli sé auðveldara að byggja upp atvinnutækifæri á öðrum sviðum. Sem dæmi hefur verið nefnt, að stækkun álversins í Straumsvík geti komið í stað útgerðar nokkurra togara á Suðurnesjum. Hin sögulegu sjónarmið gleymast yfirleitt í þessari rök- semdafærslu. Til skamms tíma voru togararnir fyrst og fremst einkenni þéttbýlisins, einkum Reykjavíkur, en einnig Akureyrar, Hafnarfjarðar, Isafjarðar og Akra- ness. Litlu plássin eins og Þórshöfn og Hólmavík hafa hins vegar fengið sína togara á allra síðustu árum. Þau hafa því ekki eins mikinn sögulegan rétt til togaraútgerðar og hinir rótgrónu togaraútgerðarbæir þéttbýlisins. Engin leið er að verja, að óhófskaup á togurum til strjálbýlisstaða eigi að leiða til, að refsað sé tiltölulega traustri togaraútgerð á gömlum merg í þéttbýli. Smá- byggðastefnan væri þá komin út yfir allan þjófabálk. Allir nema Fiskiþing vita, að í um það bil fimm ár hefur sífellt verið bent á, að nýir togarar séu ekki aðeins óþarf- ir, heldur beinlínir skaðlegir þeirri útgerð, sem fyrir er, svo og gersamlega vonlausir í rekstri. Þeir, sem hafa keypt slík skip á síðustu fimm árum gegn heilbrigðri skynsemi, hafa réttilega verið kallaöir grínistar, enda hafa þeir ekki miðað við útgerð á fisk, heldur á kerfið, sem veitir ljúfar fyrirgreiðslur. Þessir grínistar síðustu fimm ára eiga að súpa seyðið af gerðum sínum, enda þótt telja megi kerfið meðábyrgt. En sjávarútvegsráðherrar síðustu ríkisstjórna verða lík- lega ekki dregnir til ábyrgðar frekar en stjórnmálamenn yfirleitt. iJtgerð grínistanna er gjaldþrota. Þetta ber að viður- kenna á formlegan hátt með viðeigandi uppboðum á skip- unum, hvort sem þau eru gerð út í þéttbýli eða strjálbýli. I sumum tilvikum er unnt að hjálpa mönnum við að hætta. Ýmsir halda, að svonefnd byggðastefna, sem er smá- byggðastefna, sé mannúðlegri en arðsemisstefna. 1 því brenglaða mati sjá þeir ekki, að arðsemin ein getur bjargað sjávarútveginum frá ómannúðlegum hörmung- um aflakreppunnar. Jónas Kristjánsson. Á krossgötum Smám saman eru aö koma fram viöbrögö manna viö þeim ótíöindum sem fiskifræðingar hafa sagt okkur af ástandi fiskstofna. Mönnum eru aö veröa ljósari og ljósari afleiðingar þess ef þorskaflinn veröur ekki nema um 200 þúsund lestir, án þess aö nokkuð annað sé í sjónmáli sem getur bætt þetta áfall upp. Hvaða áhrif hefur þetta? Ljóst er aö þetta hrun þorsk- stofnsins, sem vonandi er tíma- bundiö, mun hafa gífurleg efna- hagsleg áhrif. Miöaö viö þaö hvemig uppbyggingu íslensks efnahagslífs hefur verið háttaö er útilokaö annaö en þaö hafi eitthvert atvinnuleysi í för meö sér. Þaö kann aö veröa staö- bundiö og eitthvað tímabundiö, en hætt er viö aö áhrif þess nái um allt þjóðfélagiö, svo smátt og fábrotið semþaöer. I ööru lagi hljóta þjóöartekjur aö minnka verulega. Menn geta rifist um einhverjar prósentur þar aö lút- andi þar til áhrif in eru aö f ullu komin fram en geta séö aö talsvert minna verður til skiptanna hjá þjóöinni sem heild. Nú má öllum vera þaö ljóst aö lægstu laun í þessu þjóöfélagi era svo lág aö enginn getur lifað á þeim til lengdar, aö minnsta kosti ekki ef hann þarf aö sjá fyrir fleirum en sjálfum sér. Þess vegna er nú brýnna en nokkru sinni fyrr að á ein- hvern hátt veröi komiö til móts viö þarfir þeirra verst settu. Eg hefi áöur látið í ljósi efasemdir um aö þaö veröi unnt meö samningum viö heild- arsamtök launþega og ítreka þá skoöun mína. Meö hverjum degi sem líður spyrjast út viöhorf ráöamanna sem benda til þess aö hugur fylgi ekki máli fremur en venjulega. Því verður ríkisvaldið sjálft aö taka þarna í taumana og tryggja lág- jaunafólki lífsskilyröi á einhvern hátt. I þriöja lagi er hætt viö því aö sá mikli samdráttur sem fram undan er kunni aö auka á úlfúö milli stétta og landshluta. Ymis teikn eru á himni nú um aö hvaöa aðferð sem höfö verður til þess aö aðlaga veiðarnar hinum nýju viöhorfum muni hún valda miklum deilum. Menn munu eðlilega berjast meö kjafti og klóm fyrir hagsmunum sínum og sinna byggöarlaga og var þó vissulega ekki bætandi á ríg og togstreitu þeirra í milli. I fjóröa lagi mun þessi mikli afla- samdráttur hafa mikil áhrif á þjón- ustustarfsemi hvers konar. Hinar ýmsu greinar hennar eru vissulega misnæmar fyrir sveiflum viö sjávar- síöuna. Sumar finna fyrir þeim um leiö og farið er aö tala um þær en aðrar mun síðar, en svo mikill sam- dráttur og nú er fyrirsjáanlegur, gerist ekkert kraftaverk á miöunum, mun hafa áhrif í gegnum allt þjóölífiö. Hiö sama á raunar viö um hvers konar framleiðslustarfsemi sem miöast viö innlendan markað. Þaö er því alveg ljóst að á næsta ári verður þröngt í búi hjá mörgum enda þótt þeir hafi ekki haft lífsviðurværi sitt affiskveiðumeðafiskverkun,og það einnig þótt þeir kunni að búa langt frá þeim stööum þar sem mest- ar sveif lur veröa í fiskaflanum. 1 fimmta lagi hlýtur þaö ástand sem er fyrir stafni að hafa mikil áhrif á viöskipti launþegahreyfinga og vinnuveitenda, hvort heldur þeir eru einstaklingar, félagasamtök eöa ríkisvald. Þegar þaö er augljóst að í raun er mun minna til skipta en áður hljóta menn að skoöa hug sinn gaumgæfilega áður en þeir leggja út i háværa kröfugerö um hækkun launa. Þegar svo árar sem nú er raunveruleg kjarabót óhugsandi. Sé samið um hækkun krónutölu launa án þess að þyngja skuldabyrði okkar gagnvart erlendum lánardrottnum er þaö bein ávísun á mikla gengis- fellingu. Ekki aðeins gengisfellingu sem nemur þeirri upphæö sem samiö er um heldur og þeirri sem laun heföu raunverulega þurft aö lækka vegna samdráttarins. _ Kjallari á fimmtudegi Magnús Bjarnf reðsson Verður skuldabyrðin aukin? Þá erum við komin með grund- vallarspurningu um það hvernig við veröur brugðist. Þrennt er til. I fyrsta lagi að taka upp gömlu hringa- skyldufólksins og hann batnar ekki með aukinni veröbólgu og gengis- fellingum. Viö veröum væntanlega að bæta eitthvaö við skuldabagga okkar, en viö veröum aö gera þaö eins litiö og framast er unnt og nota þetta fé í raun aðeins fyrir þá sem allra verst eru staddir. Allt annað er gjörsamlega óverjandi eins og nú stendur á og má jafna viö þjóösvik. Og hvað svo? Já, hvaö svo. Er ekkert nema svartnætti fram undan? Jú, guði sé lof, svo slæmt er þaö ekki. Auövitaö eru þetta tímabundnir erfiöleikar, sem við munum krafla okkur fram úr, eins og alltaf þegar á móti hefur blásiö. Raunar eru þegar teikn á lofti um aö senn birti fyrir stafni. I síðustu viku var aö minnsta kosti eina ánægjulega frétt aö finna. Fiski- og haffræöingar hafa komist að raun um að sjór sé farinn aö hlýna að nýju í kringum landið. Hitastig sjávarins hefur gífurlega mikil áhrif í fram- leiðslugetu hans, en það getur tekiö nokkur ár að finna fyrir sveiflunum í afla nytjafiska, því fyrst eflist frum- • „Auðvitað eru þetta tímabundnir erfiðleikar sem við munum krafla okkur framúr eins og alltaf þegar á móti hefur blásið.” vitleysuna, semja um útborgun launa sem fé er ekki til í og fella jafn- framt gengið þannig aö launa- hækkunin sé tekin aftur jafnharðan, veröbólguófreskjunni sleppt lausri, vextirnir hækkaðir aö nýju og fyrir- tækjum ýtt fram af hengiflugi. í ööru lagi aö hækka laun og halda aftur af gengislækkunum og þar meö veröhækkunum að einhverjum hluta meö stórauknum erlendum lántökum, sem í raun yröu aðeins neyslulán því viö þaö yrði gengið kol- vitlaust skráð að nýju og erlendur gjaldeyrir aftur seldur á útsöluveröi. I þriðjalagiaö,,finna”þaðmikla fjármagn sem fulltrúar launþega- hreyfinga eru á stundum að tönnlast á aö sé falið einhvers staöar í þjóð- félaginu og nota það til þess að rétta kjör launþega við. Vitaskuld er hér ekki um neitt annað en blekkingu aö ræða. Ekkert slíkt f jármagn er falið. Það kann að hafa myndast, en því hefur þá annaðhvort veriö sóaö í vondan rekstur eöa notað til fjár- festingar. Það er hægt aö benda á „verslunarhallir”. En þær duga skammt til aö bæta hag fólks nema einhver vilji þá kaupa þær og gjalda fyrir þær verö. Síst er von til þess aö slíkt fjármagn sé til reiðu á tímum sem þessum. Það má kannski koma í veg fyrir eitthvaö af svokölluðum milliliöagróða. En það verður að ger- ast um leið og hann myndast, því að hann hættir fljótt að vera reiðufé til almennra nota. Eg held aö fara verði leiö númer tvö, þótt bölvuðsé, og hana v :rður aö feta eins skammt og mögulega er unnt. Þaö er ljóst að eitthvað veröur aö bæta hag lægst launaða fjöl- líf sjávarins áður en þeir njóta þess og auka vöxt sinn aö nýju. Hið sama á við þegar kólnar. Vonandi koma sterkir árgangar fisks að nýju eftir nokkur ár, að minnsta kosti ef viö stillum okkur um aö drepa hann alveg núna. En vonandi drögum viö einnig ein- hvem lærdóm af því hvernig fariö hefur. Margoft hefur veriö á þaö bent í ræöu og riti hve vitlaust þaö er aö treysta á sjávarafla eingöngu í þjóðfélagi okkar. Sveiflur hafa orðið í honum í aldanna rás og fiskur lagst frá landinu löngu áður en nokkur vél kom í fiskiskip. Við þessu hafa menn skellt skolla- eyrum í raun. Fjármagn hefur sífellt verið sogað til útgeröar, hún hefur ginið yfir mestum hlgta þess og hin svokallaöa byggöastefna hefur aö miklum hluta veriö skipakaup og bygging fiskvinnslustööva. Þess vegna er það aö þegar sjávarút- vegurinn stendur skyndilega frammi fyrir r.ær óyfirstíganlegum erfiöleik- umerekkert fjármagn tilhonumtil styrktar. Þaö þýöir lítið að vitna í það að samkeppnisþjóðir okkar á fiskmörkuðum láti svo og svo mikið fé renna til styrktar útgerð og fisk- vinnslu og láta í það skína að án slíkrar fyrirgreiöslu hér sé aðstaðan vonlítil. Erlendis dettur engum í hug aö byggja allt atvinnu- og efnahags- líf á einni atvinnugrein nema í van- þróuðustu ríkjum þriöja heimsins. Þaö höfum viö gert og nú súpum viö seyðið af þvi, þó engir eins og þeir sem við kjötkatlana hafa setið, haft forgang viö úthlutun fjármagnsins — sjávarútvegurinn sjálf ur. Magnús Bjarnfreðsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.