Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1983, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1983, Blaðsíða 39
DV. FIMMTUDAGUR1. DESEMBER1983. 39 Sandkorn Sandkorn Sandkorn Davfð borgarstjóri. Fjármálavit Davíð Oddsson borgar- stjóri hélt Verslunarráðs- mönnum veglegt kvöldverð- arboð í Höfða nú nýlega. í ræðu sem borgarstjóri hélt við það tækifæri visaði hann meðal annars til boða sem Kennedy Bandaríkjaforseti hefði haldið nóbelsverðlauna- höfum í Hvíta húsinu. Þá hefði Kennedy sagt að liklega hefði ekki mcira mannvit verið komið saman í Hvíta húsinu síðan Jefferson hefði setið þar. „Og hvað Höfða viðvíkur,” sagði borgarstjóri „þá hefur sennilega ekki verið hér samankomið meira f jármála- vit síðan Einar Benediktsson sathér.” Óvænt endalok Þegar forsetinn okkar var á ferð um Vestfirði fyrr á ár- inu voru honum að sjálfsögðu haldnar margar og mikil- fenglegar veislur. 1 ónefndu bæjarfélagi á norðanverðum fjörðunum bauð bæjarstjórn forseta til höfðinglegrar veislu þar sem vel var veitt. Þegar hinni formlegu veislu lauk og for- setinn hafði yfirgefið sam- komustaðinn bauð einn bæjarstjórnarmanna tll á- framhaldandi gildis að heimili sínu. Þangað héidu nú nokkrir vel valdir og stóð gleðskapurinn fram eftír nóttu. En þegar gera skyldl upp forsetaveisluna kom í ljós að ÖU afgangsvínföng voru horf- in. Upphófst nú mikU rann- sókn á málinu, sem miðaði að því að upplýsa afdrif hbina horfnu veiga. Eftir töluverða eftirgrennslan viðurkenndi bæjarstjórnarmaðurinn að hafa tekið þau til brúks i heimaveislu sinni. Mátti hann endurgreiða sopann og lauk málinu þar með. Svíarviljagefa út Það hefur ekki vcrið ýkja mikið um að gefnar væru út islenskar myndabækur fyrir böm hér á landi. Það Utla sem hefur veriö reynt í þeim efnum hefur þó gefist vel og þykir fyUilega samkeppnis- fært við þýddar bækur, erlendar. Þannig mun íslenska barnabókin „Húsdýrin okk- ar” hafa selst upp í fyrra. Hana unnu Stefán Aðalsteins- son og Kristján Ingi Einars- son og mun hún væntanleg aftur á markaðinn innan tíö- ar. Og bókin sú ama á ef til vUI eftir að verða vinsæl víðar cn hér á landi. Svíar munu nefnUega hafa leitað cftir útgáfurétti á henni og standa nú yfir samningavið- ræðurþaraðlútandi. Fór húsavillt Eftirfarandi saga gerðist hér í borg og er meira að segjadagsönn: í miðbænum eru video- lciga og feröaskrifstofa staö- settar hUð viö hUð. Það var cinn góðviörisdag að maður nokkur kom ínn á ferðaskrif- stofuna, eftirvæntingarfuUur á svip. Afgreiðslustúlkan vatt sér að honum og spurði hvort hún gæti aðstoðað. „Ja, konan var að tala um að fá eitthvað rómantískt,” svaraöi maðurinn eUítið hik- andi. Stúlkan iciddi hann að hUl- um þar sem á vom bæklingar um ferðir til Amsterdam og hóf að kynna honum þá. Maðurinn hlustaði á drjúga stund en sagðist nú hafa verið að hugleiða eitthvaö ódýrara. Afgreiðslustúlkan stímdi þá með hann að Kaupmanna- hafnarhillunum og las fyrir hann upp úr nokkrum bækl- ingum þar. Okkar maður hlustaði kurteisiega á hana svolitla stmid en sagði síðan: „Mé-mér fannst það nú betra fyrirkomulag þegar maður fékk að velja spólura- ar beint úr hUlunum sjálfur.” Umsjón: Jóhanna S. Sigþórsdóttir. Nýjar bækur Minningar Thors Jensens Almenna bókafélagið hefur sent frá sér Minningar Thors Jensens í tveimur bindum skrásettar af Valtý Stefáns- syni ritstjóra. Þetta er 2. prentun Minninganna, en fyrri prentunin kom út 1954 og 1955. Thor Jensen var sá einstaklingur sem lagt hefur einna drýgst af mörkum til framþróunar atvinnumálum Islend- inga á þessari öld. Hann var kunnastur fyrir útgerðarfélagiö Kveldúlf sem hann stofnaöi með sonum sínum 1912 og rak með miklum myndarbrag, þannig að Kveldúlfur var um áratugi stærsta og glæsilegasta útgerðarfélag landsins. Thor Jensen rak einnig lengi búskap og var bú hans á Korpúlfsstöðum hiö stærsta hér á landi á seinni öldum, og hefur enginn bóndi komist jafnlangt og hann í landbúnaði fyrr en þá á síðari árum. Fyrri hluti minninganna nefnist Reynsluár og síðari hlutinn Fram- kvæmdaár. Bækurnar eru með fjölda mynda bæði af mannvirkjum, tækjum og þó einkum af fjölskyldumeðlimum og samstarfsmönnum Thors. Fyrra bindið, Reynsluár, er 246 bls. að stærð og síöara bindið, Fram- kvæmdaár, 264 bls. Bækumar eru unnar í Prentsmiðjunni Odda. Leikrit II William Shakespeare Helgi Hálfdanarson þýddi Almenna bókafélagið er eins og kunnugt er að gefa út heildarútgáfu af leikritum Shakespeares, 8 bindi í þýðingu Helga Hálfdanarsonar. Gef- úr félagið leikritin út í bókaflokki sín- um Urvalsrit heimsbókmenntanna. Annaö bindið í þessum bókaflokki er nýkomið út og hefur þaö aö geyma leik- ritin Hinrik sjötta, fyrsta leikrit, Hinrik sjötta, annað leikrit, Hinrik sjötta, þriðja leikrit, og Ríkharð þriðja. Þessi konungaleikrit eru sífellt á fjölunum erlendis, bæöi í Bretlandi og víðar, og hér heima mun eiga að sýna Ríkarð þriðja innan skamms. Leikritin þrjú um Hinrik sjötta eru talin meðal fremstu verka Shakespeares og Ríkharöur þriðji mun samið 1592 eða ’93. Þessi leikrit eru öll reist á sögulegum heimildum, þótt höfundar fari í ýmsum atriðum frjáls- lega meðefnið. Þessi konungaleikrit Shakesprares eru öll stórbrotin og skemmtileg nvort heldur horft er á þau á leiksviði eða þau lesin. Um snilldarþýðingu Helga Hálfdanarsonar þarf ekki að spyrja. Bókin er sett, prentuð og bundin í Prentsmiðjunni Odda. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 75., 81. og 82. tbl. Lögbirtingablaös 1983 á MS Guð- mundi Kristni SU-404, þinglesin eign Pólarsildar hf., fer fram sam- kvæmt kröfu Póstgíróstofunnar og Skúla J. Pálmasonar hrl. við skipið í Fáskrúðsf jarðarhöf n þriöjudaginn 6. desember 1983 kl. 14. Sýslumaðurinn í S-Múlasýslu. Nauðungaruppboð Eftir kröfu Einars Viðar hrl. verða eftirtaldir lausaf jármunir seldir á nauðungaruppboði á bæjarfógetaskrifstofunni að Auðbrekku 10 Kópavogi fimmtudaginn 8. desember 1983 kl. 17.00. Lico, Select og Gillbergs skautar, 19 pör, Heierling gönguskór, 5 pör, Tecnica, Salomon og Caber skíðaskór, 25 pör, og gönguskíðaskór, 11 pör í mismunandi stærðum, Atomic, Compact, Dynastar, Fisher og Master svigskíði, 13 pör, og Kasana gönguskíði, 8 pör i ýmsum lengdum, og 9 stk. ferðapottasett, allt nýir og ónotaðir munir úr verslun. Uppboðsskilmálar liggja frammi á skrif stofu uppboðsbaldara. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Bæjarf ógetinn í Kópavogi. Almennur f élagsfundur F.R. deildar 4 verður haldinn að Hótel Esju í kvöld kl. 20. Dagskrá: 1. Venjuleg fundarstörf. 2. Almenn félagsmál. 3. önnurmál. Gestir fundarins verða formaður Landsstjórnar F.R. og nýráðinn framkvæmdastjóri félagsins. Félagar, fjölmenniö. Stjórn F.R. D-4. S&yvANm /IEFTIRTAU / Hvem Skerjafjörð Rauðarárholt Sóleyjargötu Laufásveg ÍSLEIMSKIR PIPARSVEINAR, ÆTTINGJAR ÞEIRRA OG VINIR! ENN ER VON Húseign á Suðureyri Dóms- og kirkjumálaráðuneytið auglýsir eftir einbýlishúsi á Suðureyri, Vestur-Isafjarðarsýslu, til kaups, er hentað gæti sem prestsbústaður. I tilboðum skal greina verð og greiðsluskilmála, auk upplýs- inga um stærð og gerð hússins. Æskilegt að grunnteikningar fylgi. Tilboð skulu hafa borist dóms- og kirkjumálaráðuneytinu eigi síðar en 12. desember 1983. Áskilinn er réttur til þess að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 28. nóvember 1983. Burt meó kulda og kvef. ALfatnaðurinn fráMAX hentar öllum ★ Frábær einangrun ft Heldur stöðugum líkamshita fe Þunnur og þægilegur K.A.S.K. VEFNAÐARVÖRUDEILD HÖFN HORNAFIRÐI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.