Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1983, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1983, Blaðsíða 13
DV. FIMMTUDAGUR1. DESEMBER1983.. 13 ERU ÁKVARÐANIR VERÐLAGSRÁÐS SJÁVARÚTVEGSINS MARKLEYSA ? Kjallarinn Hilmar Rósmundsson Mikil og eölileg óánægja hefur nú gripiö um sig meöal sjómanna og út- vegsmanna loönuskipa, vegna þess raunverðs er þeir fá fyrir þennan fisk. Föstudaginn 4. nóv. sl. var loönuverð ákveöið í yfirnefnd Verö- lagsráös sjávarútvegsins, af odda- manni og fulltrúum kaupenda gegn atkvæöum seljenda. Kr. 1330,00 á lest. Veröið miöast við 16% fituinni- hald og 15% fitufrítt í þurrefni. Síöan breytist þaö til hækkunar eða lækkunar, eftir því hve mikið af þess- um efnum mælist í hverjum farmi. Fundaö haföi verið um veröiö í fimm daga samfleytt, en á fyrsta degi var því vísað til yfirnefndar. Áhersla var lögö á aö hraöa verðlagningu þar sem veiðar höföu verið leyföar en út- vegsmenn loönuskipa höföu sam- þykkt aö hefja þær ekki fyrr en verö lægi fyrir. Strax og veröiö birtist voru seljendur loönunnar mjög óánægöir með þaö og sú óánægja varö aö reiði eftir aö veiðarnar hófust og þaö kom í ljós að eitt mikilsvert atriöi í þessum verösamn- ingierþverbrotiö. Þaö nýmæli var í þessari verö- ákvöröun aö Framleiðslueftirliti sjávarafuröa var, í samráði viö Rannsóknastofnun fiskiönaöarins, falið aö sjá um sýnatöku úr hverjum farmi svo og meðferð og flutning sýna. Áöur fór þetta þannig fram aö starfsmaður loönubræöslu tók sýnin og átti fulltrúi skipshafnar aö fylgj- ast meö hvernig þaö væri gert. Þessi breyting var gerö aö ósk kaupenda í yfirnefndinni þar sem þeir töldu aö ákveðnir loönukaupendur hefðu haft tilhneigingu til þess að laða til sín skip meö því aö láta framkvæma sýnatöku á annan hátt. Fulltrúar selj- enda í yfirnefnd höföu ekkert við þaö að athuga, þó að þessi breyting yröi gerö til reynslu, ef Framleiöslueftir- litiö gæti annast þetta á sómasamleg- an og réttan hátt, en það hefur nú strax komið í ljós aö svo er ekki. Samningsbrot Þaö stendur nefnilega skýrum stöfum og orörétt í þessum verð- samningi „Verðiö miðast viö loðnuna komna i löndunartæki verksmiðju.” En eru sýnin tekin þar? Nei, aldeilis ekki. Löndunartæki verksmiðju er sogdælan er sogar fiskinn upp úr skipinu og ekkert annaö en hún. Það- an fer loðnan í gegnum slöngu í svo- nefndan skiljara, sem gegnir því hlutverki aö skilja sjó eöa vatn sem hugsanlega kann aö vera í lestum skipanna frá fiskinum. Ur skiljaran- um rennur loönan í sumum tilfellum á bíla sem flytja hana í verksmiðju- þró. Þar sem svo háttar til eru sýnin tekin á milli skiljara og bíls eöa á bílnum. Þó nokkrar verksmiöjur hafa komiö sér upp flutningskerfi til þess aö losna viö aksturinn, þar sjá færibönd eða dælur um aö flytja fisk- inn frá löndunartæki alla leiö í verk- smiöjuþró og þá eru sýnin tekin ein- hvers staöar á þeirri leið, jafnvel viö þróarvegg. Sem fulltrúi útvegsmanna í yfir- nefnd þeirri er ákvaö þetta lága loðnuverð mótmælti ég því aö þessi aðferð viö sýnatöku verði viðhöfö áfram, þar sem meö henni er verið aö þverbrjóta þennan verðsamn- ing. Eg varö undir í átökunum um veröiö en allir aöilar í yfirnefndinni samþykktu aöra liöi samningsins og ég sætti mig ekki við þaö oröalaust aö þeir séu brotnir. Eg vil alls ekki trúa því að loönukaupendur séu vís- vitandi aö breyta þeim samningi sem fulltrúar þeirra í yfirnefnd hafa samþykkt. Hins vegar held ég aö Framleiöslueftirlit sjávarafuröa, sem oröið er þátttakandi í ákvöröun loðnuverðs, í bili, hafi viljandi eöa óviljandi viöhaft röng vinnubrögð og ættu forráöamenn þess aö sjá svo um aö þeim veröi breytt hið snarasta og að farið veröi eftir þeim ákvæöum sem um getur í verðsamningnum. Norska aðferðin Eölilegast væri að sami háttur yrði á sýnatöku hér og í Noregi, en þar mun vera notað áhald sem tekiö getur sýni alls staöar í skipinu áöur en löndun hefst. Auövitaö yrðu þessi tæki aö vera eins á öllum löndunar- stööum svo aö loönukaupendur gætu ekki kroppað augun hver úr öörum frekar en oröiö er. Annars eru til ýmsar fleiri aöferöir við þaö aö laða til sín fiskiskip meö farm og verður þeim eflaust beitt, sér í lagi nú þegar loönuverð er óeölilega lágt. Norska aöferðin hefur einnig í för meö sér verulegan spamaö þar sem ekki tek- ur ýkjalangan tíma aö taka sýni úr hverjum farmi. En meö þeirri aöferö sem hér er notuð verður starfsmaður Framleiöslueftirlitsins aö norpa yfir sýnatökum allan þann tíma, er lönd- un tekur því aö taka skal sýni á hálf- tíma fresti. Þegar þetta er skrifað, hefur veriö landað hér í Eyjum tveimur loönuförmum ca 1300 lestum. Laun starfsmanns eftirlits- ins viö sýnatökuna eru varlega áætl- uð 4—5 þúsund kr. Hann er sjálfsagt ekkert ofhaldinn af þeim, þar sem þetta er mjög bindandi starf og getur veriö kalsamt í kuldatíö. Aö síöustu vil ég mælast til þess viö forsvarsmenn Framleiðslueftirlits sjávarafuröa aö þeir lesi vel til- kynningu frá Verölagsráöi sjávarút- vegsins nr. 20/1983, og um leið fræða þá um þaö aö löndunartæki verk- smiöju er um borö í skipinu allan þann tíma sem löndun og þar með sýnataka fer fram. Vilji þeir virða þá verðákvöröun á loönu, sem gerð var 4. nóv. sl. og þau ákvæði, er henni fylgdu, er ákaflega vandséð hvar annarsstaðarer hægt aö taka sýnin en þar sem löndunartæki verksmiðju er staösett þ.e.a.s. um borö í skipinu. Verði haldið áfram að taka sýnin annars staðar, jafnvel uppi viö þró, veröur aö álíta að samþykktir Verð- lagsráös sjávarútvegsins séu mark- leysa, en ég er ekki viss um aö odda- maðurinn, í þessu tilviki Bolli Þór Bollason, samþykki aö hægt sé aö seg ja þaö meö sanni. Hilmar Rósmundsson skipstjóri, Vestmannaeyjum. „Strax og verðið birtist voru seljendur loðnunnar mjög óánægðir með það...” TVÖFALDIR í RODINU I nýlegri grein í DV skýrði ég frá frumvarpi þingmanna BJ til breyt- inga á stjómarskrá. Þar er lagt til að eftirlit Alþingis meö framkvæmd laga og starfsemi ríkisstofnana veröi aukiö. I DV-greininni var síöan fariö nokkrum orðum um mikilvægi þessa starfs. En í framangreindu frumvarpi er einnig kveöiö á um aö þingmönnum séu óheimil störf hjá stofnunum framkvæmdavaldsins, þ. e. þau störf, sem lúta aö greiðslu f jármuna, mannaráðningum, gerö verk- og sölusamninga o. fl. Af þessu leiðir, aö ráöherrar, sem eru oddvitar framkvæmdavaldsins, mega ekki vera þingmenn. Stööu sinnar vegna eiga þeir að hafa rétt til setu á Alþingi, en ekki rétt til aö greiða atkvæði. Þessar leikreglur eru nauösynleg- ar til aö þingmenn geti sinnt starfi sínu viö löggjöf og eftirlit, frjálsir og óháöir hagsmunatengslum úti í þjóð- félaginu. Árekstur hagsmuna Um hættuna á hagsmunaárekstri í víðasta skilningi er þaö að segja, aö á Islandi eru hugmyndir um slíkt mjög ómótaöar. I ýmsum löndum eru geröar miklar kröfur til alþingis- manna, ráöherra, sveitarstjómar- manna, embættismanna og stjórn- sýslunnar yfirleitt, miklar kröfur um að ekki veröi árekstrar milli opin- berra hagsmuna heildarinnar og þeirra einkahagsmuna eöa fyrir- tækja sem þeir tengjast. Þessar kröfur eru gjarnau svo strangar að þaö er ekki nóg að sýna, aö menn fari aö lögum í starfi sínu, heldur verða menn aö sýna, aö það sé ekki minnsta hætta eða möguleiki á aö hagsmunir geti rekist á. Því veröa menn aö segja af sér störfum, setja hlutabréf sín í ósnert- anlega sjóði, jafnvel selja fyrirtæki ef þeir ganga í opinbera þjónustu, • „Alþíngismennirnir verða að vera lausir við hagsmunaþrýsting hvort sem þeir gegna störfum sínum við löggjöf eða eftirlit með framkvæmd laganna.” Guðmundur Einarsson annaöhvort sem stjómmálamenn eða embættismenn. Þessar kröfur eru ýmist bókfæröar í reglugerðum eða útfæröar í siðgæðisvitund þjóöa. Þær eru ekki settar neinum per- sónulega til höfuös frekar en almenn- ar bókhaldsreglur fyrirtæk ja. Þær eru hins vegar settar af þeirri fullvissu aö stjómkerfi og lýðræðis- leg framvinda stjómarathafna verði aö vera hafin yfir allan vafa, ég end- urtek löggjafarstarfsemi og stjóm- sýsla þjóöar veröi aö vera yfir allan vafa hafin hvaö drengskap og heiöar- leik snertir. Alþingismenn verða aö vera lausir við hagsmunaþrýsting hvort sem þeir gegna störfum sínum viö löggjöf eöa eftirlit meö framkvæmd lag- anna. Þaö er nauðsynlegt á Islandi aö taka upp málefnalega umræöu um hugtakiö hagsmunaárekstur, eöa conflict of interest, sem var ekki fundiö upp af Bandalagi jafnaöar- manna, heldur er skilgreint ýmist í bókum eöa réttlætiskennd þeirra þjóða sem vilja veg sinna þinga og stjómsýslu sem mestan. Við freistingum gæt þín Þessi mál hafa nokkmm sinnum komiö til umræöu hjá okkur, gjaman. fyrir kosningar í pólitískum víga- móöi. Alþingismenn hafa löngum setiö í bankaráöum ríkisbankanna og í stjórn Framkvæmdastofnunar síðan hún var stofnuð. Margir hafa oröið til aö gagnrýna veru þeirra þar af ýmsum ástæðum. Varnarviöbrögðin em yfirleitt þau sömu. Menn berja sér á brjóst og spyr ja: Er veriö aö saka mig persónulega um misferli í starfi? Er veriö aö þjófkenna mig? Er ekki kjömum fulltrúum treyst- ’andi til aö fara með fjármuni fólks- ins? Þar meö er slegið á strengi viö- kvæmninnar í samfélagi frændsemi og kunningsskapar og möguleiki á ó- brjáluðum, hlutlægum skoöanaskipt- umglatast. En þaö er þörf á aö ræöa á mál- efnalegan hátt um hættuna á hags- munaárekstri og aöferðum til aö koma í veg fyrir hann. Hverju reiddust goðin? Þeir alþingismenn, sem eru tvö- faldir í roöinu og kunna aö taka þetta persónulega til sín, verða aö líta á þetta með augum löggjafans um stund. Þá er ágætt að minnast þess aö lög og reglur um samskipti fólks eru ekki sett neinum til höfuðs persónu- lega, heldur gjaman af þekkingu á mannlegri náttúru og freistingum hins daglega lífs. Lög um framtalsskyldu, bók- haldsskyldu og endurskoöun bók- halds erutil almennrar leiösagnar. Engan þekki ég sem tekur til sín íslenska hegningarlagabálkinn. Til þess þyrfti óvenju slæma samvisku eöa ofsóknarbrjálæði. Guðmundur Einarsson alþingismaður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.