Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1983, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1983, Blaðsíða 2
DV. FIMMTUDAGUR1. DESEMBEFf 1983. 2 Mál unglmgaskemmtistaðarins Best: Búist við svari lögreglustjóra á næstu dögum Málefni unglingaskemmtistaöarins Best, sem starfræktur hefur verið í fé- lagsheimili Hestamannafélagsins Fáks við Reykjanesbraut síöan í október, eru enn til athugunar hjá lögreglu-. stjóraembættinu, en eins og kunnugt er af fréttum fór Æskulýðsráð Reykjavík- ur fram á að rekstur staðarins yrði rannsakaður. DV er kunnugt um aö máliö var tek- iö fyrir á fundi hjá lögreglustjóra í gærmorgun og var þar lögð fram greinargerð frá fulltrúa lögreglustjóra varðandimálið. Búist er viö að svar lögreglustjóra muni berast Æskulýðsráði einhvern næstu daga og fæst þá úr því skoriö hvort grunsemdir Æskulýðsráös um að staöurinn fari ekki að settum reglum varðandi aldursmörk, opnunartíma og meðferð áfengis, hafi við einhver rök aðstyöjast. Varðandi leyfi til dansleikjahalds fyrir unglinga 16 ára og eldri hefur komið fram að staöurinn hefur fengið slikt leyfi fyrir hverja þá helgi sem op- ið hefur verið. Ennfremurhefurkomiö fram að greiðslum á skemmtanaskatti og öðrum opinberum gjöldum hefur ekkiveriðábótavant. -SÞS SAMIKJÖRDAGUR í SVEITAR- STJÓRNAR- KOSNINGUM Alexander Stefánsson félagsmála- ráöherra mælti á alþingi í gær fyrir frumvarpi til laga um sveitarstjórn- arkosningar. Helstu nýmæli frá gildandi lögum. um sveitarstjómarkosningar eru að nú er ákveðinn einn dagur fyrir kosn- ingar í öllum sveitarfélögum og skal hann vera síöasti laugardagur í apríl. Lagt er til að kosningaaldur verði lækkaður í 18 ár og aö lögræði falli niður sem kosningaréttarskil- yrði. Gerð er tillaga um að ef aðeins kemur fram einn framboöslisti skuli framboðsfrestur framlengdur. í at- hugasemdum við frumvarpið segir aö reynslan sýni að það getur komið á óvart að einungis einn framboös- listi kemur fram. Megi vera aö sú niðurstaða að listinn veröi sjálfkjör- inn sé ekki í samræmi við vilja kjós- enda í sveitarfélaginu sem leiði til ó- eðlilegrar niðurstöðu. Samkvæmt fmmvarpinu telst sá sem hefur tilkynnt flutning sam- kvæmt samningi Norðurlanda um al- mannaskráningu ekki hafa firrt sig kosningarétti. íslenskir námsmenn á Noröurlöndum munu þvi halda kosningaréttieftirsemáður. OEF 5. einvígisskák Smyslov og Ribli í Lundúnum: Smyslov vann glæstan sigur! — tef Idi sóknina eins og unglamb og fléttaði fallega til sigurs Fyrrum heimsmeistari Vassily Smyslov vann hug og hjörtu áhorf- enda í Lundúnum í gær með tilþrifa- miklum sigri gegn Ribli. Smyslov, sem er 62 ára gamall, tefldi eins og unglamb í sannkölluðum sóknarstíl og fékk Ribli ekki rönd viö reist. Hann gerði þau mistök að hleypa drottningu Smyslov inn fyrir kóngs- stööuna í þeirri von að geta króaö hana inni, en heimsmeistarinn fyrr- verandi losaði hana úr prisundinni meö glæsilegum leikfléttum. Að endingu féll drottning Ribli í valinn og Smyslov innbyrti vinninginn meö þeim léttleika sem honum einum er laginn. Ribli gafst upp eftir 41 leik og þar meö hefur Smyslov aftur náö forystunni í einvíginu, hefur 3 vinn- inga gegn 2 vinningum Ungverjans. Smyslov sýndi þama og sannaöi að hann er engu síðri en ungu strák- arnir í flækjunum og ef fram heldur sem horfir má Karpov fara aö vara sig. Fallegasta skákin í áskorenda- einvígjunum til þessa og vel þess 'virði að yfir hana sé farið. Hvítt: Vassily Smyslov Svart: Zoltan Ribli Tarraseh-vöm. 1. d4 Rf6 2. Rf3 e6 3. c4 d5 4. Rc3 c5 5. cxd5 Rxd5. Einnig má drepa með peði, eins og Kasparov gerði í 2. skákinni við Kortsnoj. Ribli hefur fram að þessu valiö drottningarindverska vörn, en breytir nú út af. 6. e3 Rc6 7. Bd3 Be7 8. 0-0 0-0 9. a3 cxd410. exd4. Þetta er algeng staða og getur komiö upp eftir hin ýmsu byrjunaaf- brigði. Hvítur á frjálsara tafl og sóknarfæri, en hefur stakt peö á mið- borðinu, sem gæti orðið veikt er f ram ísækir. 10. — Bf611. Dc2!? Nú hugsaöi Ribli sig lengi um, því að þetta er óvenjulegur leikur. 11. —h6!? Hér áöur fyrr var jafnan leikið 11. —g6 í slíkum stööum og reynt að loka skálinu hvítreitabiskupsins — og drottningarinnar. Þessi leikur er tiltöluiega nýlega kominn fram á sjónarsviðið. Hollenski stórmeist- arinn Jan Timman hefur m.a. gert tilraunir með hann i áþekkum stöðum. En 11.—g6 er traustari! 12. Hdl Db613. Bc4Hd814. Re 2! 1 „gamla daga” leyfðu menn sér ekki leik eins og 11. —h6, enda er Smyslov fljótur að finna á honum annmarka. Riddarinn er á leið yfir á kóngsvænginn og hefur augastaö á h5- reitnum. 14. —Bd715. De4 Rce716. Bd3 Ba4? Svona hefði byrjandi aldrei leikiö, því að hvíta drottningin gerist nú að- gangshörð á kóngsvængnum. En Ribli telur þetta hættulaust. Annars hefði hann Ieikið 16. —Rg6 og gæti farið með hann til f8 í neyðartil- Smyslov hefur teklð f orustuna. vikum þar sem hann valdar kónginn vel. 17. Dh7+ Kf8 18. Hel Bb5 19. Bxb5 Dxb5 20. Rg3! Rg6 „Passív” taflmennska með 20. — Rg8 21. Rh5 Rde7 gengur ekki vegna 22. Bxh6! gxh6 (22. -Dxh5? 23. Skák Jón L Ámason Bxg7+ og drottningin fellur) 23. Rxf6 Rxf6 24. Dxh6+ og síðan 25. Dxf6 meö vinningsstöðu. 21. Re5! Rde7(?) Hann var að reyna 21. —Bxe5 22. dxe5 Rde7 23. Rh5 Rf5 (ekki 23. - dxe5? 24. Bxh6!) því aö eftir 24. g4 Rfh4! 25. Dxg7 Ke8 á hann sprikl- möguleika. Nú skellur stormurinn á. abcdefg h 22. Bxh6!! Rxe5 Að sjálfsögðu ekki 22. —gxh6, vegna 23. Dxf7 mát. Og 22. —Bxe5 er svaraö sterklega með 23. Hxe5! Rxe5 24. Dh8+ Rg8 25. Dxg7+ Ke7 26. Bg5+ Kd7 27. Bxd8 (27. dxe5 kemur einnig til greina) með vinningsstöðu. 23. Rh5!! Annar þrumuleikur. Eftir 23. —Rf5 24. Rxf6 Rxh6 25. dxe5 hefur hvítur tryggt sér unnið tafl, og 23..gxh6 24. Dxh6+ endarmeðmáti. 23. —Rf3+ 24. gxf3 Rf5 25. Rxf6 Rxh6 26. d5! Sóknin er enn í fullum gangi og nú er orðið fátt um varnir. 26. —Dxb2 Leiðir til fallegra endaloka. 27. Dh8+ Ke7 28. Hxe6+! fxe6 29. Dxg7+ Rf7 Eða 29. —Kd6 30. Re4+ og svarta ;drottningin fellur. 30. d6+! Hxd6 31. Rd5+ Hxd5 32. Dxb2 Drottningin er fallin og vinn- ingurinn er aðeins „tæknilegt at- riöi”. Ekki spillti tímahrak Riblis. 32. —b6 33. Db4+ Kf6 34. Hel Hh8 35. h4 Hhd8 36. He4 Rd6 37. Dc3+ e5(?) 38. Hxe5! Hxe5 39. f4 Rf7 40. fxe5+ Ke6 41. Dc4+ — Og Ribli gafst upp. Tilþrifa- mikil skák heimsmeistarans fyrr- verandi. UNT0N KWESIJ0HNS0N REGGIBAND DENNIS BOVEli Tónleikar í Sigtúni 2. des. kl. 22:00. Miðaverð 400 kr. Forsala í hljómplötuverslunum. Aldurstakmark 18 ár.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.