Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1983, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1983, Blaðsíða 36
36 DV. FIMMTUDAGUR1. DESEMBER1983. Viðskipti Viðskipti Viðskipti Útfiutningur á fatnaði til Bandaríkjanna: Hilda selur meira en nokkurt Norðurlandanna Island flytur út fatnaö til Banda- ríkjanna fyrir meiri verömæti en nokkurt hinna Noröurlandanna, eöa fyrir 6,6 milljónir dollara á síöasta ári. Til samanburöar fluttu Danir út fyrir 3,6 millj., Svíarfyrir 2,1, Finnar fyrir 3,6 og Norömenn fyrir 3,5 mill- jónir. Þráinn Þorvaldsson framkvæmda- stjóri. Hilda hf., sem nú hefur flutt út í 21 ár, er langstærsti útflytjandinn héö- an á þennan markaö, og Hilda ein flytur meira út en nokkurt hinna Noröurlandanna eöa fyrir um þaö bil 4,4 milljónir dollara í fyrra. DV ræddi viö Þráin Þorvaldsson framkvæmdastjóra og spurði hann í hverju þessi velgengni væri helst fólgin. Þráinn sagöi aö allt frá því aö Upphafsmennirnir, Tom og Hanna Holton. Tom Holton, eigandi Hildu, byrjaöi að selja íslensku ullarvörumar í smáum stí, hafi veriö lögö sérstök á- hersla á aö hér væri um gæöavöm að ræöa úr sérstöku hráefni. Iceland og Icelandic væri orðið sérheiti á ullinni í margra hugum, heiti á gæðavöru. Þá selja starfsmenn Hildu vömm- ar sjálfir alveg til verslananna og starfa meö þeim. Þannig kynnast þeir seljendunum og eftirspurninni best. „Viö erum þaö sem hér er kall- aö töskuheildsalar,” segir Þráinn og spáir því að það veröi ekki öllu lengur taliö skammarheiti hér, „verslunarhættir eru aö breytast. ” Þá er lögö geysileg áhersla á kynningarstarfsemi og er nú t.d. lok- iö prentun á nýjum bæklingi í miiljón eintökum til dreifingar í Banda- ríkjunum. Af starfsemi liöandi stundar hjá Umsjón: Gissur Sigurðsson. Oiafur Geirsson. Hildu ber hæst að fyrirtækiö er nú aö hasla sér völl á Evrópumarkaði og beitir þar sömu söluaðferðum og í Bandaríkjunum. Þessi sókn hófst í ár undir sölustjóm danskrar konu. I ljósi þeirrar spár aö Evrópugjald- miðlar fari aö hækka miöaö viö Bandaríkjadollarinn, sagði Þráinn afar mikilvægt fyrir jafnvægi rekst- ursins að koma upp góðum markaði í Evrópu líka. Hann sagöi aö í útflutn- ingi gilti þolinmæði og þrautseigja og Dorthe Steenberg þyrfti nokkur ár til aö ná tökum á markaönum. Þá er einnig veriö að hanna nýjar flíkur sem falla betur aö smekk Evrópubúa. Allri starfseminni er stjómað frá Islandi og á skrifstofu og prjónastofu Hildu vinna um hundraö manns. Tvö til 300 manns hafa svo vinnu á prjónastofum um allt land viö aö framleiöa fyrir Hildu og 100 til 200 prjónakonur handprjóna aö stað- aldri fyrir fyrirtækiö. Allt bókhald er nú tölvuvætt og er Hilda aö fá System36fráIBM. ICELAND SEAFOOD MEÐ FJÖLDA NÝJ- UNGA Á MARKAÐ Iceland Seafood Corp., fisksölu- fyrirtæki Sambandsins í Bandaríkj- unum hélt nýlega árlegan fund meö sölustjórum 56 umboðssala sinna og starfsfólki ISC, alls llOmanns. Á fundinum voru m.a. kynntir tveir nýir vöraflokkar í 48 afbrigðum alls, allt eftir fisktegund, stærð, deigi, brauömylsnu o.s.frv. Vöru- flokkarnir heita Icelander Form’d Fillets og Fresh-Form’d Fillets, og veröur mikil áherlsa lögö á kynningu þeirra með auglýsingaherferö á næstaárí. Sýnishom af auglýsingum. Þá hefur fyrirtækiö gefiö mikiö út af kynningarauglýsinga- og sölu- bæklingum aö undanförnu og sér- stæðar auglýsingar þess upp á síö- kastið hafa víöa vakið athygli. I viðtali’DV viö Guöjón B. Olafs- son, framkvæmdastjóra ISC, fyrir skömmu, rakti hann minnkandi hlut- deild Islendinga í bandaríska freö- fiskmarkaðnum. Margir hafa viljaö kenna slælegum vinnubrögð- um íslensku sölufyrirtækjanna í Bandaríkjunum þar um. En staöa ISC er nú sú að þaö gæti selt meira af flestum tegundum en þaö getur út- vegað til sölu. Guöjón sagöi í viðtali viö DV aö hann vonaðist til aö þrátt fyrir fyrirsjáanlegan samdrátt í þorskveiðum okkar yröi minna salt- aö og algjört lágmark hengt upp í skreiö þannig aö fyrirtækiö gæti hugsanlega fengiö nægilegt hráefni til sölu á næsta ári í Bandaríkjun- um. Steinar Berg stjórnarformaður. Ný stjórn Úl skipuð Ný stjóm Utflutningsmiöstöövar iönaöarins var nýlega skiöuö. FÖ tilnefndi Steinar Berg Bjömsson, og er hann formaöur stjómarinnar, og Þráin Þorvaldsson forstjóra. Landssamband iönaöarmanna tilnefodi Þórleif Jónsson, SlS tilnefridi Hjört Eiríksson, viöskipta- ráöherra tilnefndi Svein Bjömsson og iönaðarráöherra tiinefndi Áma Þ. Áma- son.- Félag viðskipta- og hagfræðinga funda um: Hagfræði stjómmálanna Á fjölmennum aöalfundi Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga 24. nóvember sl. var Þóröur Friö- jónsson, hagfræðingur forsætisráð- herra, endurkjörinn formaöur félagsins. Aörir í stjóm voru kosnir: Eggert Á Sverrisson varaformaöur, Guðmundur Amaldsson ritari, Brynja Halldórsdóttir gjaldkeri, Kristján Þorsteinsson formaöur kjaranefndar, Kristján Jóhannsson formaöur fræöslunefndar og Gamalíel Sveinsson meöstjómandi. Hápunktur í starfsemi félagsins á liðnu starfsári var ráöstefna þess um alþjóöafjármál sem haldin var snemma í nóvember sl., en þátttak- endur voru um 150 manns. Fyrirhugaðir eru tveir fundir á vegum félagsins á næstunni. Sá fyrri verður um miöjan desember og mun dr. Þráinn Eggertsson f jalla þar um hagfræöi stjórnmálanna. Síöari fundurinn er fyrirhugaöur í febrúar, en fyrirlesari á þeim fundi verður Þorvaldur Gylfason og mun hann ræöa um nýjungar í þjóðhagfræöi. FJÖLDINÝRRA LISTMUNAMERKJA Helga Sigþórsdóttir í versluninni. Fyrir stuttu var opnuö ný verslun og sýningarsalur aö Laugavegi 53. Fyrir- tækiö heitir Cresco og er í eigu sam- nefnds hlutafélags. Húsnæöi fyrir- tækisins er á tveimur hæöum og er verslaö meö gjafavörar á þeirri neöri en í sýningarsal á efri hæö er boöið upp á eftirprentanir eftir verkum hins þekkta norska málara Edvard Munch. Cresco hf. hefur einkaumboö á Islandi fyrir marga þekkta erlenda framleiðendur svo sem hina konung- legu bresku framleiöendur á postulíns- og kristalsvöru, Royal Worcester og Royal Bierley. Þá eru til sölu örfá eintök af handmáluöum postulínsstytt- um eftir Kenneth Potts, en þær era framleiddar í mjög takmörkuðu upp- lagi eftir fígúrum úr verkum hinna heimsþekktu impressionista Degas, Renoir og Monet. Þýska fyrirtækið Kristallglasfabrik Spiegelau GmbH. er einn þekktasti framleiöandi í Evrópu á borðbúnaði úr blásnum kristal en fyrirtækisins er fyrst getið áriö 1521. Cresco hefur á boöstólum frá Spiegelau átján framleiöslulínur af glösum en auk þess eru möguleikar á sérnöntunum. Frá ítalska fyrirtækinu Athena hefur Cresco fengiö örfáar styttur úr postulíni eftir hinn þekkta ítalska lista- mann Constanzo Mongini. Auk framangreindra fyrirtækja er Cresco hf. kynnir nú á íslenskum markaöi má nefna þýsku fyrirtækin Friesland og Goebel. „Mönnum kann aö þykja tímaskekkja aö stofna sér- verslun og sýningarsal á sama tíma og rætt er um minnkandi kaupmátt og s'amdrátt á flestum sviöum. Ég er hins vegar þeirrar skoöunar aö meðal þess sem hvað mest áhrif hefur á líðan okkar auk vina, heimilis og umhverfis séu þeir persónulegu munir er við veljum í kringum okkur. Fagrir munir skapa fagurra mannlíf og fegurö er óháö tímabundnu f járhagslegu ástandi í þjóöfélaginu. Áhrif minnkandi kaup- máttar ættu þvi að lýsa sér í minni kaupum á ódýrum og ómerkilegum hlutum en óbreyttri eftirspum eftir vöndúðum og dýrari munum. Það er fjárfesting í fögram munum.” segir Helga Sigþórsdóttir, aðaleigandi verslunarinnar. Gísli Sigurgeírsson til Eimskips íFelixstowe í janúar nk. mun Gísli Sigur- geirsson hefja störf hjá um- boðsskrifstofu Eimskips í Felixstowe í Bretlandi, MGH Ltd. Verkefni Gísla verða einkum þau að veita viðskipta- vinum Eimskips á Islandi upp- lýsingar um hagkvæmar flutn- ingaleiðir í Bretlandi, og verður hann ráðgjafi þeirra um flutninga á vörum frá Bret- landi. Gísli hefur starfað hjá Eim- skip óslitið frá 1973, lengst sem innheimtustjóri. Hann starfaði áður hjá MGH i Bretlandi á árinu 1977. Gísli hóf störf í meginlandsdeild í maí sl. og hefur unnið þar að flutninga- og sölumáium deildarinnar. Erlendur Magnússon j fulltrúi í N-Ameríku- deild Eimskips Hinn 13. október sl. hóf Erlend-1 ur Magnússon störf sem fulltrúi í | N-Amerikudeild Eimskips. Eriendur varð stúdent frá I M.H. 1977, lauk B.A. prófi í International relations frá Ham- line University í St. Paul Minne- sota, U.S.A., og M.A. prófi frá London School of Economics sl. vor. Árin 1978 til 1980 var Erlendur | framkvæmdastjóri AFS Islandi. Verkefni Erlends hjá Eimskip j veröa aðallega í tengslum við stórflutninga, rekstur stórflutn- ingaskipa félagsins og samninga um leigu stórflutningaskipa. Katrfn Atladóttir forstöðumaður Byggingasjóðs ríkisins Katrin Atladóttir er um þess- ar mundir að taka við forstöðu Byggingasjóös ríkisins. Hún lauk verslunarprófi frá Vl fyrir 10 árum og stúdentsprófi frá MH fyrir 5 árum. Þá hóf hún nám í viöskiptafræði í Hí og er að Ijúka því. Katrín hefur unnið' ýmis skrifstofustörf og var síðast á skrifstofu Hótel Esju. í sumar vann hún i sumar- afleysingum hjá Húsnæðis- stofnun ríkisins sem lauk með fastráðningu og þessari stöðu. Hún er 28 ára.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.